Morgunblaðið - 31.01.1991, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 31.01.1991, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANUAR 1991 19 ekkert með leikhús að gera. Ég nefni bara Holland. Leikhúsið er bara eitt birtingarform mannlegrar reynslu. Hins vegar held ég að hið ósættanlega sé það að leikhúsin þurfa á svona stórum áhorfendahóp að halda til að hægt sé að reka þau sem atvinnuleikhús. Þess vegna getum við ekki búist við því að allur sá hópur sem. við þurfum að fá í leikhúsið, líti á leikhúsið sem þann stað er hann sækir til hin þýðingar- meiri verðmæti. íslensk leikritun og samtíminn? Sp.: Hvernig metur þú leikritun hér í samahburði við aðrar listgrein- ar? Hvað um nýsköpun og nýja hugsun? Kjartan: Ég held að leikhúsið hafi að mörgu leyti sterkari stöðu gagnvart öllum almenningi en aðrar listgreinar, en það er þyngra í vöfum í allri nýsköpun. Þar ræður mestu um formið og svo hversu mikið bákn stjórnun þess er. Fyrir mér er leik- húsið staður þar sem nýsköpunin fer hægt í gegnum. Það liggur beinna við og er léttara að koma nýrri reynslu í gegn í formum sem eru smærri og léttari í eðli sínu. Sp.: Hvað segir það um mat á íslenskri leikritun að Borgarleikhús- ið er opnað með 2 leikgerðum á skáldsögu, en ekki með nýjum leik- ritum? Kjartan: Það segir ekki allt. Á sama leikári voru færð upp 3 önnur verk sem voru allt ný íslensk frumsmíði. Ég held að það segi allt um matið á leikrituninni. En það voru færðar upp leikgerðir, það snýr fyrst og fremst að því að okkur þótti alveg nauðsynlegt að við opnun á nýju íslensku leikhúsi, sem gerist kannski bara tvisvar á þessari öld, að þá yrði risinn í íslensku menning- arlífi — Halldór Laxness — þar í öndvegi. Heldur leikhúsið vöku sinni? Sp.: Heldur leikhúsið vöku sinni eða hefur; púðrið blotnað? Kjartan: Á meðan við erum hrædd um að leikhúsið sé að gleyma sér, þá hefur púðrið ekki blotnað. Um leið og við erum orðin ánægð með það sem við erum að gera þá erum við á mjög alvarlegri braut. Halldór Laxness sagði einu sinni: Listamaður verður ævinlega og allt- af að vera að leita að púðrinu, en guð hjálpi honum .ef hann finnur það. Sp.: í hvers þágu er leikhúsið? Kjartan: Listin verður alltaf að vera í þágu listamannsins sjálfs. En öll listsköpun er form af samtali þannig að það sem þú segir er allt- af fyrir þann sem þú ert að tala við. Það er mótað af því hver hans heimur er. Ég tala öðruvísi við þig um leikhús heldur en við son minn eða við mann sem hefur starfað í finnsku leikhúsi. En samt er ég allt- af fyrst og fremst að taia við sjálfan mig þegar ég tala. Listamaðurinn er að vinna með sjálfan sig þegar hann er að skapa. Sp.: Hvað er æðsta valdið í leik- húsinu? Kjartan: Við höldum að það séu áhorfendur, en það ætti að vera við. Listin. Þetta samtal. Styrkur leik- listarinnar er sambandið við áhoitf- andann og heiðarleiki í því sam- bandi. Viðtal: Guðmundur Steinsson og Sigrún Valbergsdóttir ★ Pitney Bowes Frímerkjavélar og stimpilvélar Vélar til póstpökkunar o. fl. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavík Símar 624631 7 624699 Léleg aflabrögð ög magur fiskur á Vestfjarðamiðum: Þorskurinn finnur oft ekki loðnuna - segir Jakob Jakobsson „VIÐ erum búnir að vera í þrjár vikur hér út af Vestfjörðum og aflabrögðin hafa verið hörmuleg;“ sagði Guðjón Ebbi Sigtryggs- son, skipstjóri á frystitogaranum Orvari, á þriðjudag. „Menn kvört- uðu undan óskaplega miklu tregfiski í allt haust en samt var aflinn í desember mjög mikill,“ sagði Jakob Jakobsson forstjóri Hafrann- sóknastofnunar. Eitthvað hefur fundist af loðnu út af Vestfjörðum en Guðjón Ebbi sagði að þorskurinn virtist ekki vera í henni. Jak- ob sagði að oft hafi komið fyrir að þorskurinn fyndi ekki loðnuna. „Menn voru. að kvarta undan Guðjón Ebbi sagði ástandið á því í sumar að þorskurinn fyndi Vestfjarðamiðum óeðlilegt: „Það ekki loðnu, sem var við Víkurál- inn,“ sagði Jakob Jakobsson. Guðjón Ebbi Sigtryggsson segir að þorskurinn á Vestfjarðamiðum sé nú óvenju magur og það eigi einkum við um þorsk á Kögur- grunni og Strandagrunni. Annars staðar virðist þorskurinn betri, það litla, sem sé af honum. „Þorskur í utanverðum Faxaflóa var troð- fullur af smásíld fyrr í þessum mánuði, þannig að þetta getur verið misjafnt," sagði Jakob Jak- obsson. er svo skrýtið að hér er smáfiskur á 200-250 faðma dýpi alla leið vestur undir Víkurál. Við munum ekki eftir að hafa séð það áður. Kannski þetta sé Grænlandsþorsk- urinn? Ég hef haft spurnir af einum merktum Grænlandsþorski í Hún- aflóa,“ sagði Guðjón Ebbi. Jakob Jakobsson sagði að fundist hefði merktur Grænlandsþorskur í síðustu viku en búast megi við að þorskur gangi hingað til hrygning- ar frá Grænlandi aðallega í mars til maí. Leiklistarþing á laugardag leiklist. Hvar á að byrja? Sverrir Ólafsson framkvæmdastjóri fjár- mála og stjórnunarsviðs IBM: Leik- húsið og einkafjármagnið. Svigrúm og fjötrar? Tinna Gunnlaugsdóttir leikari: Hvaða kröfu á áhorfandinn á hendur leikhúsinu? Páll Baldvin Baldvinsson leikhúsfræðiftgur: Hvað er listræn stefna? Þinglok verða kl. 18.00. Þátt- tökugjald 600 kr. sem greiðist við innganginn. (Fréttatilkyiining) LEIKLISTARSAMBAND Islands efnir til leiklistarþings laugar- daginn 2. febrúar í Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, kl. 9.30. Framsögumenn verða: Guð- mundur Steinsson leikskáld: Hvert er erindi leiklistarinnar við sam- tímann? Ása Hlin Svavarsdóttir leikari: Hvaða hlutverki þjóna frjálsir leikhópar? Gunnar Árnason heimspekingur: Hlutverk listarinn- ar í daglegu lífi fólks. Bára Lyng- dal Magnúsdóttir leikari: Börn og Hádegisverður á Hótel Holti Á Hótel Holti verður áfram tilboð í hádeginu, sem samanstendur af forrétti, aðalrétti og eftirrétti, sem hver og einn velur af seðli dagsins. HOLTSVA GNINN Holtsvagninn er kominn aftur. Úr honum bjóðum við heilsteiktan svínahrygg með puru, ásamt forrétti og eftirrétti. Verðkr.995,- Forréttur, aðalréttur og eftirréttur á viðráðanlegu verði, án þess að slakað sé á í gæðum. m Bergstaðastræti 37, Sími 91-25700 CHATEAUX. ■ BÓKAMARKADUR ARNAR OG ÖRLYCS • BÓKAMARKAÐUR ARNAR OG ÓRLYGS • BÓKAMARKAÐUR ARNAR OC ÓRLYCS S9A1UO OO M VNBVU O qVMMVWVKO8 • S9A1UQ OO MVNMV MnOVMMVWVMQB • SOATMQ OO MVNMV MnOVMMVWVMQ 8 ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.