Morgunblaðið - 31.01.1991, Side 20
20 '
M0RCíUNBLAÐIÐ ÉlMMTÍ'DAÓUR'iD. JANÖÁR 1§9Í .)i;
Jarðskjálfti með upptök í Skjaldbreiði:
100 km
Biiftardalur 60 km
laugarvaln
REVKJAVÍK
JOOkm
Veatmarmaeyjar
120 km
Eins og Þingvallabær-
inn réri fram í gráðið
- segir séra Heimir Steinsson þjóðgarðsvörður
Próftónleikar í Háskólabíói
Einleikarar með Sinfóníuhyómsveit íslands. Frá vinstri: Sif Tuli-
nius, fiðla, Sigfurbjörn Bernharðsson, fiðla, Arinbjörn Árnason, píanó
og Sigurjón Halldórsson, klarinett.
mundir sextíu ára afmæli.
Framundan er fjöldi tónleika með
Hljómsveit Tónlistarskólans í
Reykjavík ásamt einleikurum í Há-
skólabíói og í apríl og maí verður
röð tónleika í íslensku óperunni þar
sem hinir ungu einleikarar halda
sjálfstæða tónleika.
JARÐSKJÁLFTI sem mældist
4,6-4,8 á Richter-kvarða sem átti
upptök sín í suðurhlíðum Skjald-
breiðar reið yfir stórt svæði á
suðvesturhluta landsins þegar
klukkuna vantaði stundarfjórð-
ung í átta í gærmorgun og varð
fólk hans vart allt frá Vík í Mýr-
dal í austri og Búðardals i vestri.
Kippurinn fannst einnig í
Reykjavík, Reykjanesi og í Vest-
mannaeyjum. Annar smærri
skjálfti, um 3,5 á Richter sigldi
í kjölfar hins fyrri og um 300
eftirskjálftar komu fram á mæl-
um Veðurstofunnar í gær. Ekki
er vitað til að neinar skemmdir
hafi orðið af völdum skjálftanna.
Benjamín Halldórsson húsvörður
í Menntaskólanum á Laugarvatni,
sem hefur búið alla sína tíð á Laug-
arvatni, kvaðst ekki hafa fundið
sterkari jarðskjálfta síðustu 30 ár.
Upptök skjálftans eru í aðeins 20
km fjarlægð frá Laugarvatni. Kári
Jónsson, kennari í sama skóla, tók
undir þau orð að skjálftinn hefði
verið harður. „í fyrstu heyrðum við
háan hvin og síðan nötraði allt hús-
ið. Þetta ágerðist og varð ansi hark-
alegt en þetta stóð ekki yfir nema
í örfáar sékúndur. Það var eins og
einhver tæki óþyrmilega í húsgarm-
inn,“ sagði Kári. Hann sagði að
heimilisfólkið hefði verið að fara á
fætur þegar skjálftinn reið yfir.
Hann sagði að eldingu hefði slegið
niður um leið og skjálftinn reið yfír
og urðu smávegis truflanir á raf-
magni við það. Hann hafði heyrt
að hrunið hefði úr hillum og mynd-
ir dottið af veggjum hjá sveitungum
sínum en það virtist mjög fara eftir
staðsetningu og jafnvel undirlagi
húsa. í kaupfélaginu á Laugarvatni
hrundi dósastæða og glös brotnuðu
í heimahúsum þegar þau féllu af
borðum.
Bylgjugangxir
Séra Heimir Steinsson þjóðgarðs-
Ragnar Stefánsson jarðeðlis-
fræðingur við strimil úr jarð-
skjálftamæli sem sýnir jarð-
skjálftann í gærmorgun.
Einar H. Einarsson með mælinn í svefnherbergi sínu.
Sá skjálftann á mælin-
um í svefnherberginu
EINAR H. Einarsson, fyrrum bóndi að Skammdalshóli Mýrdal, hefur
um langt árabil haft umsjón með einum jarðskjálftamæla Veðurstof-
unnar. Hann býr nú á dvalarheimili aldraðra að Hjallatúni í Vík en
hefur mælinnn sér við hlið í svefnherberginu.
Einar er mikill áhugamaður um
náttúrufræði og hefur skrifið grein-
ar um hugðarefni sín. „Skjálftinn
kom heldur betur fram á. mælin-
um,“ sagði Einar. „Mælirinn flaut-
aði rétt um kl. 8, skjálftinn er leng-
ur á leiðinni hingað. Þetta var
skjáifti upp á um fímm stig sem
er æði hressilegur skjálfti," sagði
Einar.
Hann sagði að margir aðrir
skjálftar hefðu komið fram á mæl-
inum eftir þann stóra, jafnvel tug-
ir. „Það var frostleysa og einhver
krabbaljós á himni. Ég heyrði þó
engar skruggur. Nálægt 1960 reið
önnur ansi mikil hrina sem fannst
vel á Laugarvatni, en þá voru upp-
tökin norðantil i Skjaldbreið. Þá
held ég að sigið hafí orðið til á Þing-
völlum. Ég reikna með að það geti
hafa orðið eitthvað sig þar núna,“
sagði Einar.
Tónlistarskólinn í Reykjavík
og Sinfóníuhljómsveit íslands
halda tónleika í Háskólabiói í
kvöld, fimmtudaginn 31. janúar,
og hefjast þeir kl. 20.00. Tónleik-
ar þessir eru fyrri hluti einleik-
araprófa fjögurra nemenda sem
útskrifast munu frá skólanum í
vor.
Á efnisskrá tónleikanna er Kon-
sert fyrir klarinett og hljómsveit op.
57 eftir C. Nielsen, einleikari Sigur-
jón Halldórsson, Fiðlukonsert op.
47 í d-moll eftir Sibelius, einleikari
Sigurbjörn Bernharðsson, Fiðlukon-
sert í a-moll op. 53 eftir Dvorák,
einleikari Sif Tulinius, og Píanókon-
sert nr. 1 í Es-dúr eftir Liszt, ein-
leikari Arinbjörn Ámason. Stjórn-
andi er Bemharður St. Wilkinson.
Aðgöngumiðar verða seldir við inn-
ganginn.
Tónlistarskólinn í Reykjavík út-
skrifar á þessum vetri 10 einleik-
ara, sem er mesti fjöldi einleikara
á einum vetri frá því skólinn tók
til starfa, en hann á um þessar
120km
Stærsti skjálftinn
í Skjaldbreiði
í hrinunni í gær-
morgun var 4,6-
4,8% á Richter.
Annar skjálfti,
3,5 stig, kom
réttáeftir.
( "] Svæöi þar sem vænta má aö
vægir skjátftar eigl upptök
__ \ v.
J Svæöi þar sem vænta má aö
sterkir skjálftar eigi upptök
vörður á Þingvöllum sagði að
skjálftans hefði orðið vel vart á
Þingvallasvæðinu. Hann var ný-
kominn frá ráðherrabústaðnum og
kirkjunni en hafði ekki orðið var
við neinar skemmdir á húsum eða
munum. „Ég hef einu sinni áður
lent í jarðskjálfta svo ég hafí tekið
eftir honum og það var í Reykjavík.
Verkaði hann á mig eins og högg
undir fætur. Þetta var nú ekkert
þvílíkt, ég fór eiginlega að brosa
með sjáifum mér og segja að það
væri líkast því sem Þingvallabærinn
réri fram í gráðið. Bærinn hreyfðist
að því er mér fannst en það hrundi
ekkkert úr hillum. Þetta var fremur
eins og bylgjugangur en högg,“
. sagði Heimir. Hann kvaðst hafa séð
eldgæringu á himni skömmu eftir
• skjálftann.
Auknar líkur á frek-
ari j arð hræringnm
-segir Ragnar Stefánsson jarðeðlisfræðingnr
RAGNAR Stefánsson, jarðeðlisfræðingur, segir að jarðskjálftinn í
Skjaldbreiði auki heldur líkurnar á frekari jarðhræringum næstu
daga. Ragnar telur líklegt að Heklugosið hafi orsakað þessar jarð-
hræringar. Síðast varð vart við jarðskjálfta af svipaðri stærð sem
átti upptök sín á sömu slóðum 1936, eða fyrir 51 ári. Hann sagði
að eldingar í kjölfar skjálftans, sem margir urðu varir við, tengdust
á engan hátt jarðskjálftanum.
Ragnar sagði að skjálftavirkni
hefði verið í allan vetur í Skjald-
breið en þó ekkert meiri en sést
hefði fyrr á árum. Skjálftavirknin
þar hefði hins vegar aukist í kjölfar
Heklugossins. Hann sagði að upphaf
þessara hræringa núna hefði verið
um kl. fimm aðfararnótt miðviku-
dagsins þegar skjálfti mældist sunn-
anvert í Skjaldbreið 3,5 á Richter.
Það. hefði komið í ljós þegar menn
mættu til vinnu sinnar í Veðurstof-
unni.
„Um þessar mundir virðist ríða
spennusveifla yfír þetta svæði sem
kemur fram í Heklugosinu og þess-
um jarðskjálftum. Allir slíkir atburð-
ir ýta undir líkur á öðrum atburðum
á þessu svæði, en þess að við höfum
séð nokkur merki þess að stór Suður-
landsskjálfti sé í nánd. Þessir atburð-
ir sem gerðust við Heklu breyta
spennuástandinu á svæðinu og þá
getur það gerst næst að spenna sem
er komin að því að bresta leysist úr
læðingi. Það er ekki hægt að segja
að Heklugosið valdi þessum skjálft-
um en þær spennubreytingar sem
verða við gosið ýta undir að þetta
leysist úr læðingi. Það er því nokkur
aukning á líkum á því að eitthvað
meira gerist án þess að nokkru sé
hægt að spá fyrir um það.
Ragnar sagði að jarðskjálfti með
upptök á svipuðu svæði í Skjaldbreið
sem náði nálægt 6 stigum á Richter
séu þekktir frá síðustu öld, eða 1868.
Morgunblaðið/Kári Jónsson
Hópur nemenda í Menntaskólanum á Laugarvatni við mæli sem þar
er staðsettur. Stöðugur órói var á mælinum í gær.
Morgunblaðið/Rax