Morgunblaðið - 31.01.1991, Side 23
MORGUNBiiAÐIÐ FIMMTL’DAUUR 31, JANUAR. 1991
<23
Ráðstefna 34 ríkja um friðsamlega lausn deilumála:
Mikilvægl að nýta
ný viðhorf í Evrópu
- segir Niels P. Sigurðsson sendiherra
Valetta. Frá Birni Jakobssyni, fréttaritara
Morgunhlaðsins.
HER í Valetta á Möltu stendur
nú yfir ráðstefna fulltrúa
þeirra 34 ríkja sem aðild eiga
að Helsinkisáttmálnum og sem
undirrituðu Parísarsáttmálann
í nóvember í fyrra um öryggis-
mál í Evrópu. Þetta er ráð-
stefna sérfræðinga til að móta
ákveðnar reglur sem gripið
yrði til í því skyni að greiða
fyrir friðsamlegri lausn á þeim
deilumálum sem upp kunna að
koma á milli viðkoinandi ríkja.
Ráðstefna þessi, sem fram fer
á vettvangi Ráðstefnu um öryggi
og samvinnu í Evrópu (RÖSE/C-
SCE) var endanlega ákveðin á
Parísarfundinum í nóvember sl.
Utanríkisráðherra Möltu, Guido
de Marco, setti ráðstefnuna 15.
janúar en á öðrum degi umræðna
flutti fulltrúi íslendinga , Niels P.
Sigurðsson sendiherra, ræðu fyrir
hönd íslensku ríkisstjórnarinnar.
Niels vék að þeim vonum sem
vaknað hefðu eftir undirritun Par-
ísaryfirlýsingarinnar og sagði mik-
ilvægt að nýta á næstu vikum til
ávinnings og viðunandi niðurstöðu
þau rtýju viðhorf og jákvæða and-
rúmsloft sem skapast hefði í Evr-
ópu. Mikilvægt væri að skuldbind-
ingar og yfirlýsingar aðildarríkj-
anna um grundvallaratriði kæmu
nú til framkvæmda.
Niels P. Sigurðsson sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að megin-
verkefni ráðstefnunnar á Möltu
væri að móta virkar reglur sem
ætlað væri að grípa sjálfvirkt inn
í rás atburða ef deilumál kæmust
á það stig að slíkt kerfi reyndist
nauðsynlegt. Hann kvað tvær ráð-
stefnur hafa verið haldnar um
þessi mál áður, i Aþenu og í Mon-
treux í Sviss en þar hefði ekki
náðst samkomulag um viðunandi
reglur um friðsamlega lausn deilu-
mála, sem leggja hefði mátt fyrir
ráðherranefnd aðildarríkjanna.
Sjálfur kvaðst 'Niels hafa setið
ráðstefnuna í Aþenu árið 1984 og
Patriot
A
I ■
m
að oddurinn hlaðinn eitri springi yfir
skotmarkinu. Einnig hefur verið vak-
in athygli á því að írakar þurftu að
minnka sprengiodd Scud-flaugarinn-
ar sovéskættuðu um helming til að
gera flaugina langdrægari þannig
að hún gæti hæft skotmörk í ísrael
og Saudi-Arabíu. Þetta hefur vakið
efasemdir um að írakar geti komið
eiturhleðslu fyrir í sprengioddinum.
Þó hafa bandarískir fjölmiðlar skýrt
frá því að írakar hafi í lok síðasta
árs gert árangursríkar tilraunir með
meðaldrægar eldflaugar sem báru
eiturhleðslu.
PATRIOT
og SCUD
Samanburður ó
breyttum Scyd-
eldtlaugum Iraka
(Al-Husein) og
Patriot
loftvarna-
cldflaugum
bandamanna.
1,80 cm hórá .
maður
Scud-B
Morgunblaðið/Bjöm Jakobsson.
Úr fundarsal ráðstefnunnar. Fulltrúi íslands, Niels P. Sigurðsson
er fyrir miðju.
hefði hann frá því fylgst grannt
með gangi þessara viðræðna.
Þann 15. janúar, sama dag og
ráðstefnan var sett, rann út frest-
ur sá sem Sameinuðu þjóðirnar
höfðu gefið Saddam Hussein ír-
aksforseta til að kalla innrásarlið
sitt heim frá Kúveit. Kvað Niels
þetta hafa sett mark sitt andrúms-
loftið þennan fyrsta fundardag.
Flestir fulltrúanna hefðu vikið að
þessu í ræðum sínum. Sú atburða-
rás öll væri þó frekar til að auka
vægi ráðstefnunnar. Þótt verksvið
hennar væri miðað við aðildarríki
Helsinkisáttmálans, þ.e. ríki Evr-
ópu og Norður-Ameríku, væri að
sjálfsögðu síðar unnt að yfirfæra
væntanlegar reglur um friðsam-
lega lausn deilumála yfir á
aðrar þjóðir.
Niels sagði að margir fulltrú-
anna ,þar á meðal hann sjálfur,
hefðu lýst yfir þungum áhyggjum
ríkisstjórna sinna vegna þeirra
atburða sem átt hefðu sér stað í
Eystrasaltslöndunum. Einkum
hefðu menn nefnt vopnaða íhlutun
Rauða hersins í Litháen.
Niels að hlutverk allra stofnana
Sameinuðu þjóðana og sérstofn-
ana Evrópu, sem fjölluðu um deilu-
mál og friðsamleg samskipti ríkja,
hefðu komið til umræðu á ráð-
stefnunni. M. a. hefði verið rætt
hlutverk Alþjóðadómstólsins í Ha-
ag, sem íslendingar eiga aðild að
þó svo íslensk stjórnvöld hafi enn
ekki staðfest 36. grein stofnskrár
dómstólsins er kveður á um að
riki séu skuldbundin til að virða
niðurstöðu hans. Hann kvað mik-
inn vilja ríkjandi fyrir því á ráð-
stefnunni að samkomulag næðist
um raunhæfar tillögur um reglur
varðandi friðsamlegra lausn deilu-
mála sem leggja mætti fyrir ráð-
herrafund þeirra 34 ríkja sem að
ráðstefnunni standa.
♦ ♦ -
SAS-flugfélagið:
Bjóðast til að
taka launa-
laust frí
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun,
fréttaritara Morgunblaðsins.
MÖRG hundruð flugmanna,
flugfreyja og flugþjóna hjá SAS
hafa boðist til þess að taka 14
daga launalaust leyfi í þeirri von
að halda vinnunni.
Stjórnendur SAS tilkynntu fyrir
helgi að vegna fjárhagsörðugleika
flugfélagsins þyrfti að segja upp
um 3.500 starfsmönnum. Með því
að bjóðast til að taka launalaust
orlof er talið að koma megi í veg
fyrir uppsagnir að einhveiju leyti.
Hefur stjórn SAS hvatt aðra
starfsmannahópa til að fara að
fordæmi flugliðanna til þess að
komast megi áem mest hjá upp-
sögnum, að sögn danska blaðsins
Politiken.
Finna sovésk skot-
vopn á öskuhaugum
Prag. Reuter.
SOVÉSKAR hersveitir sem kallaðar hafa verið heim frá Tékkóslóvak-
íu að undanförnu hafa farið kæruleysislega með skotfæri sem þær
hafa skilið eftir.
Að sögn tékknesku fréttastof-
unnar CTK hafa sovéskir hermenn
m.a. fleygt skotfærum í sorptunnur
með þeim afleiðingum að skólabörn
í borg nokkurri í austurhluta Bæ-
heims þar sem er að finna sovéska
herstöð hafa fundið hvellhettur,
merkjablys, skotfæri ýmiss konar
og jafnvel rifla á sorphaugum
skammt frá herstöðinni.
Að sögn lögreglu borgarinnar
virðist sem skotfærum og vopnum
sé kastað á haugana í auknum
mæli síðustu daga eftir því sem nær
dregur að herliðið verði allt á brott.
Böm sem legðu leið sína á haugana
gripu draslið með sér og fleygðu
því jafnvel frá sér á heimleiðinni.
Einn borgarbúi kom t.a.m. með
vélbyssuhleðslu sem hann fann á
lóð sinni til lögreglunnar.
Sovétmenn hafa fallist á þá ósk
tékkneskra yfirvalda að verða á
brott með heri sína í Tékkóslóvakíu
fyrir 1. júlí næstkomandi.
Skrifstofutækni
Fyrir aðeins kr. 4750’ á mánuði.
Námið kemur að góðum notum í atvinnuleit. Einungis
eru kenndar námsgreinar sem nýtast þegar út á
vinnumarkaðinn er komið. Til dœmis:
Bókfærsla
Tölvubókhald
Ritvinnsla
Tollskýrslugerð
Verslunarreikningur
Verðið miðast við skuldabréf til tveggja ára. ^
Tölvuskóli Islands
Sími: 67 14 66, opið til kl. 22
Vib á Sjanghæ höfum fengið til libs vib okkur
Kínverjann ]IAO YOUNG, en hann starfabi ábur á
Fragrant Hill Hotel
sem er 5 stjörnu hótel í Peking^
]IAO YOUNG valdi saman á tilbobsmatsebil
úrval rétta af nýjum matseðli Sjanghæ
og tilreibir þá eins og honum einum er lagib.
Tilbobib gildir öll kvöld
frá 29. janúar til 8. febrúar.
FORRÉTTUR
Glóbub svínarif m/Hoi sin sósu
SÚPA
Szechuansúpa (sterk)
AÐALRÉTTUR
Fiskisneibar m/sérstakri sósu yfirmatreibslumeistarans
Kjúkiingur m/ostrusósu
Nautakjöt m/chiiisósu
og kaffi eba te á eftir
Alllr þessir réttir kosta aðeins 1.290,- kr.
Frí heimsendingarþjónusta.
Laugavegi 28b, sími 16513
BREFA-
BINDIN
frá Múlalundi...
... þar eru gögnin á góðum stað.
Múlalundur
SlMI: 62 84 50
S
Z>
□
£
i
D
2
2
5
5