Morgunblaðið - 31.01.1991, Side 27

Morgunblaðið - 31.01.1991, Side 27
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1991 Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁmiJörgensen. Freysteinn Jóhahnsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 100 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Sól úr sorta Skipbrot í rík- isfjármálum Frá lyktum síðari heimsstyrj- aldar hafa geisað rúmlega eitt hundrað stríð í heiminum. Yfir þrjátíu milljónir manna létu lífið í þeim hildarleikjum. Fyrir tveimur árum stóðu enn þijátíu og sex staðbundin stríð og höfðu kostað um fimm milljónir mannslífa, þar af meira en fj'ór- ar milljónir í innanlandsátökum. Yfirgnæfandi meirihluti þessara hernaðarátaka hefur átt sér stað í þriðja heiminum og farið fram með „hefðbundn- um“ vopnum, mestpart. Svo- kölluð velmegunarríki komu þó einnig við sögu, m.a. sem vop- naútflytjendur til þriðja heims- ins, sem sækist í vaxandi mæli eftir háþróuðum vopnum og vafasamari frá mannúðarsjón- armiði. Afleiðingar hernaðarátak- anna hafa verið hroðalegar. Tugir milljóna manna hafa látið lífið. Talið er að um tvöhundruð þúsund börn innan fimmtán ára aldurs séu í herþjónustu í þeim hildarleikjum sem nú geisa í heiminum, að því er fram kem- ur í skýrslu Rauða krossins um fómarlömb styrjalda. Jarð- sprengjum og vítisvélum hefur verið dreift víða um óróa- og ófriðarsvæði. Alitið er að um þijátíu milljónum jarðsprengna hafi verið dreift aðeins í Afgan- istan. Nýjustu fréttir herma að írakar séu að breyta Kúveit í eitt stórt jarðsprengjubelti. Eyðing vopna af þessu tagi er mjög hættuleg. Enn ein afleið- ing þessara átaka er flótta- mannavandinn. í fyrra var talið að fimmtán milljónir manna væru landflótta vegna hemað- ar, slæms stjórnarfars og slakra lífskjara, þurrka og hungurs- neyðar. Vegna hrikalegs vanda sem staðbundin hernaðarátök hafa hlaðið upp hóf Alþjóðahreyfing Rauða krossins alheimsátak til hjálpar stríðshijáðum, sem hér á landi hefur kjörorðin Sól úr sorta að leiðarljósi. „Það er kannski talandi dæmi um þá óvissu sem mannkynið býr við, að ávarp, sem samið var fyrir örfáum mánuðum og ætlunin var að dreifa og fá áhrifafólk um allan heim til að undirrita, hófst á þessum orðum: „Heim- urinn hefur aldrei verið nær friði.“ Það undirstrikar þörfina fyrir átak af þessu tagi, að nú em þessi orð úrelt. Þegar rætt er um frið og stríð vitum við aldrei, hvað morgundagurinn ber i skauti sér,“ segir í út- drætti úr bókinni „Fórnarlömb styijalda". Átakinu „Sól úr sorta“ verð- ur fylgt eftir hér á landi með margvíslegum hætti. Átakið hófst sl. haust með myndasam- keppni fyrir börn á grunnskóla- aldri. í lok apríl verður mynda- sýning sem ber yfirskriftina „Börn í stríði“. Efnt verður til málþings um mannúðarlög og Genfarsáttmála. Loks verður hleypt af stokkum landssöfnun í maímánuði til hjálpar stríðshijáðum og gengið í hvert hús á íslandi. Kristnir menn eiga engan betri kost til að staðfesta trú sína og framfylgja kærleiksboð- skapnum en í breytni sinni við aðra menn. Það sem þeir gera þeim til góða, sem mest eru hjálpar þurfi, gera þeir höfundi tilverunnar. Samátak þjóðar- innar, til hjálpar stríðshijáðum, „Sól úr sorta“, þarf að mæta „glöðum gjöfurum“ þegar það knýr á .hvers manns dyr með hækkandi sól í mánuði vorsins. Beztu hlið- ar Sjálf- stæðis- flokksins Sjálfstæðisflokkurinn sýndi á sér sínar beztu hliðar í fyrrakvöld, þegar fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík kom saman til fundar til þess að taka endanlega ákvörðun um skipan framboðs- lista flokksins í alþingiskosn- ingunum í vor. Meirihluti kjör- nefndar flokksins í Reykjavík hafði tekið ákvörðun um skipan framboðslistans, sem særði réttlætiskennd íjölmargra sjálf- stæðismanna. Niðurstaðan varð sú, að mik- ill fjöldi meðlima fulltrúaráðsins kom á fundinn og sagði i raun við þá trúnaðarmenn flokksins, sem hlut áttu að máli: hingað og ekki lengra. Guðmundur H. Garðarsson, alþingismaður, á að baki áratuga starf á vett- vangi Sjálfstæðisflokksins. Hugur flokksmanna til hans fór ekki á milli mála á þessum fundi. Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur, tók ákvörðun, sem á eftir að verða honum til farsældar, þegar til lengri tíma er litið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðið fram sterkan lista í Reykjavík, sem er líklegur til að njóta mikils kjörfylgis. eftir Pálma Jónsson Ríkisfjármál eru meðal þýðingar- mestu viðfangsefna Alþingis og ríkisstjórnar. Ríkisstjórn, ásamt þeim meirihluta sem á bak við hana stendur á Alþingi, ber ábyrgð á því hvernig til tekst hveiju sinni. Stjórn á fjármálum ríkisins hefur víðtæk áhrif á flesta þætti efnahagsmála, kjaramála og atvinnumála, en einn- ig beint á hagsmuni einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga. Þessi mál eru það viðamikil og flókin, að þeim eru yfirleitt gerð minni skil í fjölmiðlum en æskilegt væri. Undantekningar eru þó frétta- tilkynningar og blaðamannafundir fjármálaráðherra, sem venjulega fá góða umfjöllun fjölmiðla. Á hinn bóginn er oftast látið nægja að birta stuttar glefsur úr máli annarra, sem um þessi mál fjaila á pólitískum vettvangi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í fjárveitinganefnd hafa tekið saman og birt á Alþingi ítarlegar upplýs- ingar um þróun ríkisfjármála í tíð núverandi ríkisstjórijar. Það sem þar kemur fram er ýmist dregið út úr opinberum gögnum ríkisstjómar- innar sjálfrar, eða samkvæmt upp- lýsingum sem einkum eru fengnar frá fjármálaráðuneytinu, Ríkisend- urskoðun og Þjóðhagsstofnun. Rétt er að taka fram að allar tölur er varða A-hluta fjárlaga frá síðasta ári eru byggðar á áætlun frá des. eftir Halldór Blöndal Hinn 13. júlí sl. voru undirritaðir kjarasamningar milli fjármálaráð- herra og Félags íslenskra flugum- ferðarstjóra. Þeir fólu í sér hækkun umfram þá samninga, sem aðilar vinnumarkaðarins höfðu gert 1. fe- brúar sl. og kenndir þafa verið við þjóðarsátt. Það er álitamál, hversu mikil sú hækfcun var, en skýrist e.t.v. best með því, að hinn 1. sept- ember sl. lækkuðu mánaðarlaun flugumferðarstjóra úr kr. 13.6.222 á mánuði í kr. 132.900 skv. ákvæðum bráðabirgðalaganna. Það staðfestir þann skilning launadeildar, að mán- aðarlaunin hafí verið kr. 3.322 eða 2,5% umfram þjóðarsátt eins og sést á meðfylgjandi töflu. Samsvarandi lækkanir urðu á vakta- og yfir- vinnuálagi. Einingaverð yfirvinnu lækkaði úr 1.414,67 í 1.381,10. í sérstöku samkomulagi milli fjár- málaráðherra og Félags íslenskra flugumferðarstjóra er "hækkunin skv. samningnum talin nema 8,09%. Það er eftirtektarvert, að deila fjár- málaráðherra við BHMR var fyrir félagsdómi, þegar fjármálaráðherra samdi við flugumferðarstjóra. Dóm- ur félagsdóms féll 23. júlí. Ekki verð- ur annað séð en flugumferðarstjórar hefðu haldið launum sínum óskert- um, ef félagsdómur hefði fallið á annan veg. Þokkalegt framlag til þjóðarsáttar það! Mánaðarlaunin hækkuðu um 39% Skv. nýrri-reglugerð um starfslok sl., þar sem enn liggur eigi fyrir endanlegt greiðsluyfirlit ársins'eða ríkisreikningur. Að sjálfsögðu er byggt á fjárlögum þessa árs, þó að þær tölur eigi eftir að breytast í meðförum fjármálaráðherra miðað við fyrri reynslu og þegar er fyrir séð. Þegar dregur að lokum þessa kjörtímabils blasir við hrikaleg staða í Jjármálum ríkisins. Stefna ríkis- stjórnarinnar hefur verið sú í megin- dráttum að hækka skatta og jafn- framt að auka ríkisumsvifin. Skattahækkanir hafa í orði kveðnu átt að þjóna því markmiði að ná jöfnuði í rekstri ríkissjóðs, sem hef- ur mistekist, þar sem útgjöldin hafa hveiju sinni hækkað álíka mikið og skattarnir. Hallareksturinn heldur því fram af fullum þunga og er þó hluti af raunverulegum halla dulinn á þann hátt að safna upp skuldbind- ingum sem leggjast á herðar fram- tíðarinnar og síðar verða skýrðar. Augljóst er að stefna ríkisstjórn- arinnar í fjármálum ríkisins hefur beðið skipbrot. Samt liggur það fyr- ir að ríkisstjórnin hefur fullan hug á því að halda áfram út í ófæruna, fái hún líf sitt framlengt í kosning- um. Nægir í því sambandi að minna á yfirlýsingar forsætisráðherra 'og íjármálaráðherra um nauðsyn frek- ari_ skattahækkana. í samræmi við stefnu ríkisstjórn- arinnar hefur þáttur ríkisumsvifa í þjóðarbúskapnum vaxið ört í hennar flugumferðarstjóra ber þeim að hætta 60 ára, en mega þó vinna til 63 ára aldurs, ef heilsa þeirra er göð, en hingað til hafa þeir mátt vinna til sjötugs. Til þess að svara tekjumissi af þessum sökum gerði Ólafur Ragnar Grímsson við þá nýj- an kjarasamning þess efnis, að fastri yfirvinnu óunninni, 44 stundum á mánuði, skyldi bætt við mánaðar- launin. Þannig hækkuðu flugum- ferðarstjórar um 6 launaflokka-1. ágúst og um 7 launaflokka 1. janúar sl. en það jafngildir 39% hækkun mánaðarlauna, en á móti féllu niður greiðslur fyrir óunna yfirvinnu. Þetta þýddi nettó launahækkun um 39% á vakta- og yfirvinnuálag, þeg- tíð. Samkvæmt fjárlögum nema tekjur ríkissjóðs 1991 28,1% af landsframleiðslu, en á árinu 1987 var þetta hlutfall 23,6%. Útgjöld A-hluta ríkissjóðs nema á þessu ári samkvæmt fjárlögum 29,1% af landsframleiðslu en 24,9% 1987. Þetta sýnir glöggt hvað þróunin er hröð. Þo eiga útgjaldatölur fjárlaga eflaust eftir að hækka á þessu ári, svo sem fyrr segir, en 1987 er mið- að við rauntölur. Þá er ennfremur miðað við þjóðhagsspá frá því í haust um að landsframleiðslan auk- ist á milli ára 1990—’91 um 28 milljarða, en verði þessi aukning minni, svo sem nú benda allar líkur til, hækka hlutfallstölur ársins 1991 að sama skapi. Aukin ríkisumsvif mælast ekki síst í mannafla og rekstri. Frá 1988 hefur fjölgun ríkisstarfsmanna orðið um 1.100 stöðugildi, sem svarar til 2,8% aukningar í þijú ár. Á sama tíma hafa rekstrargjöld aukist um og yfir 2% á ári að raungildi. Láns- ijárþörf ríkissjóðs og opinberra sjóða fer stöðugt vaxandi og er nú svo komið að þessir aðilar draga til sín stærsta hlutann af innlendum spamaði landsmanna, sem um leið veldur spennu á lánsfjármarkaðn- um. Afleiðingin lýsir sér 1 háum raunvöxtum. Sú stefna ríkisstjórnarinnar að draga sífellt meira og meira af ráð- stöfunarfé þjóðarinnar til ríkisins þrengir að sama skapi hag heimil- ar samningarnir voru gerðir, skv. þeim upplýsingum, sem ijárhags- og viðskiptanefnd efri deildar voru gefnar. Þyngst vegur e.t.v., að með þess- ari samningsgerð hækkuðu eftirlaun flugumferðarstjóra um 39%. 4,5% launahækkunum umfram aðra lofað í haust Samningunum við flugumferðar- stjóra fylgir sérstök bókun þar sem Ólafur Ragnar Grímsson skuldbind- ur sig fyrir hönd ríkissjóðs til að hækka laun flugumferðarstjóra um 4,5% á tímabilinu frá 1. september til 31. desember 1991 og um 4,26% eigi síðar en 1. júní 1992. Orðalag Pálmi Jónsson „Þegar dregur að lok- um þessa kjörtímabils blasir við hrikaleg staða í fjármálum ríkis- ins. Stefna ríkisstjórn- arinnar hefur verið sú í megindráttum að hækka skatta og jafn- framt að auka ríkisum- svifin.“ anna og atvinnulífsins og ógnar ekki einungis meir en nokkuð annað þeirri þjóðarsátt sem náðst hefur, heldur einnig möguleikum okkar til batnandi lífskjara á næstu árum. Helstu einkenni fjármálastjórnar- innar má draga saman í þessi atriði: 1. Skattahækkanir, þar sem sett er nýtt skattamet á hveiju ári, sam- tals 16 milljarða hækkun skatta á fjórum árum 1988—1991, miðað við núverandi verðlag. 2. Sívaxandi ríkisumsvif, eink- um í starfsmannahaldi og rekstri. 3. Hallarekstur, sem samanlagt nemur um 30 milljörðum kr. árin Halldór Blöndal. verður ekki skilið öðru vísi en svo, að hér sé átt við launahækkanir umfram almenna kjarasamninga. Þetta eru verulegar launahækkanir á mælikvarða þjóðarsáttar. Til uppriíjunar dreg ég fram þess- ar dagsetningar: Flugumferðarsijórar fengu launahækkun umfram þjóðarsátt Hinn 18. maí 1989 skrifaði Ijár- Launafl. röðun varðstjóra byijun m. kenn. réttindi 5 ára starfsr. 5 ára str.+ kennslur. 13 ára st.rey. 13 ára + kenn. 30 ára st.rey. 30 ára + kenn. 35 ára st.rey. 35 ára + kenn. 1.6.90 249 250 250 251 252 253 253 254 254 255 1.8.90 255 256 256 257 258 259 259 260 260 261 1.1.90 262 263 263 264 265 266 266 267 267 268 fíöldi 0 0 0 4 0 33 0 5 0 9 ’ Hafa verður f huga að skv. kjarasamningi er gert ráð fyrir að flugumferðarstjóri sinni kennslu nema hann biðjist sérstaklega undan því. Samkvæmt sérstakri beiðni llalldórs Blöndals eru 1990 til og með janúar 1991. hér gefnir taxtar í hæsta launaflokki varðstjóra f efsta aldursþrepi mánuðina júní Launafl. Mán. þrep ein.verð laun föst yfirv. gæsluv. 33% gæsluv. 45% vaktál. 33% vaktál 45% Júní 255-8 114.084 1184,76 52.129,54 261,21 291,92 261,21 291,92 Júií 255-8 114.084 1184,76 52.129,54 261,21 291,92 261,21 291,92 Ágúst 261-8 136.222 1414,67 31.122,64 258,16 348,55 258,16 348,55 September 261-8 132.990 1381,10 30.384,23 252,03 340,28 252,03 340,28 Október 261-8 133.349 1384,83 30.466,25 252,71 341,20 252,71 341,20 Nóvember 261-8 133.349 1384,83 30.466,25 252,71 341,20 252,71 341,20 Desember 261-8 136.749 1420,14 31.243,04 259,16 349,90 259,16 349,90 Janúar 268-8 163.924 1702,35 0,00 310,66 419,43 310,66 419,43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANUAR 1991 „Orðalag verður ekki skilið öðru vísi en svo, að hér sé átt við launa- hækkanir umfram al- menna kjarasamninga. Þetta eru verulegar launahækkanir á mæli- kvarða þjóðarsáttar.“ Ríkissjóður tók erlent lán í lok síðasta árs: Samsvaraði lánaafborgxm- um og yfírdrætti í Seðlabauka UPPHÆÐ erlends láns, sem ríkissjóður tók í lok síðasta árs, samsvar- aði afborgunum af erlendum lánum á árinu og yfirdrætti ríkissjóðs á viðskiptareikningum hjá Seðlabanka árið 1989. Már Guðmundsson efnahagsráðgjafi fjármálaráðherra segir að það markmið hafi náðst að fjármagna innanlands halla ríkisjóðs á síðasta ári. málaráðherra undir samning við BHMR, sem forsætisráðherra ábyrgðist sérstaklega og lét færa inn í fundargerðarbók ríkisstjómarinnar því til staðfestingar. Þar var því lof- að, að rúmlega 13 mánuðum síðar eða 1. júlí 1990 skyldu háskóla- menntaðir ríkisstarfsmenn fá a.m.k. 4,5% launahækkun umfram aðra. Ráðherrarnir hafa báðir afsakað sig með því, að þeir hafi aldrei ætlað að standa við þetta samkomulag. í öðrum lýðræðislöndum hefði annar þeirra eða báðir orðið að segja af sér vegna þeirrar persónulegu og pólitísku ábyrgðar sem þeir báru á samningunum við BHMR. Hinn 13. júlí 1990 gerði fjármála- ráðherra samning við flugumferðar- stjóra, en forsætisráðherra segist ekki hafa komið að því verki. Þar er því lofað að rúmlega 13 mánuðum síðar eða frá og með 1. september 1991 geti flugumferðarstjórar vænst þess að fá 4,5% hækkun og 4,26% hækkun eftir áramótin. Þessi skýr- ing fylgir: „Með visan til forsendna sem fram koma í sérstöku samkomu- lagi aðila frá 13. júlí 1990 er því hér með lýst yfir að við næstu endur- skoðun á kjarasamningi Félags íslenskra flugumferðarstjóra verði eytt þeim mismun sem er á niður- stöðum nefndar frá 23. mars 1990 og tilvitnuðu samkomulagi, þ.e. 8.7%.“ Það fer ekki milli mála, að hér er almenn launaþróun í landinu ekki höfð í huga, heldur launahækk- anir umfram það, sem almennt ger- ist. Efnislega minnir orðalagið mjög á samningana við BHMR frá 18. maí 1989. Höfundur erþingmnður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norðurlandskjördæmi eystra. Tekið var lán að upphæð 3.500 milljónir króna í lok ársins 1990, og að sögn Más standa á móti því 1.900 milljóna króna yfirdráttur í Seðlabanka í árslok 1989, 1.300 milljónir króna í afborganir af er- lendum lánum árið 1990 og 300 milljónir króna í afborganir í Seðla- banka á síðasta ári. Már sagði að í lánsfjárlögum fyrir árið 1990 hefði ríkissjóði verið heimilað að taka alls 4-273 milþónii: króna að jáiý erlendis á árinu til ofangreindr:*- nota og sú heimild hefði ekki verið notuð að fullu. Það hefur verið yfirlýst stefna fjármálaráðherra að fjármagna halla á ríkissjóði eingöngu með inn- lendum lánum. Már sagði að þetta hefði tekist á síðasta- ári en ekki að fjármagna yfirdráttinn hj.á Seðlabankanum á sama hátt, eins og þó hefði verið stéfnt að. 1988—1991 og veldur því m.a. að nú fer nálega tíunda hver króna af útgjöldum ríkissjóðs í að greiða vexti. 4. Gífurlegum byrðum til við- bótar við hinn samansafnaða halia er velt yfir á herðar skattborgar- anna í framtíðinni með ríkisábyrgð- um, útgáfu skuldabréfa og annarra skuldbindinga ríkissjóðs sem falla í gjalddaga á næstu árum, en einnig með því að eta upp eigið fé samfé- lagslegra sjóða, sem sækja styrk sinn til ríkissjóðs og ríkissjóður stendur ábyrgur fyrir. Fjármálaráð- herra telur sjálfur að það taki 2—3 kjörtímabil að vinna bug á því síðasttalda, af þeim drápsklyljum, sem þjóðin tekur í arf eftir núver- andi ríkisstjórn. 5. Átök um kjaramál á milli fjár- málaráðherra og háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna hafa fallið í þann óvenjulega farveg, að þessir starfs- menn ríkisins hafa séð sig knúða til að leita réttar síns með því að höfða mál gegn ráðherranum fyrir innlendum og erlendum dómstólum. 6. Blekkingaleikur þar sem hveiju skrefi í fjármálum ríkissjóðs er lýst af íjármálaráðherra sem nýjum og nýjum „hornsteini jafn- vægis og stöðugleika", sem „leggi grundvöll að nýrri hagstjórn á Is- landi“ og hafi m.a. gert mögulegt að ná hinni svokölluðu þjóðarsátt. Öfugmæli og sjálfumgleði virðast eiga að dylja raunveruleikann. Raunveruleikinn sýnir á hinn bóginn bæði nú og endranær að yfirlæti dugir skammt þegar flotið er að feigðarósi. Oll þessi meginatriði og fjölmörg önnur hef ég hvað eftir annað skýrt ítarlega i umræðum á Alþingi. Eigi að síður þykir mér tilefni til að rita nokkrar stuttar greinar um þennan málaflokk í Morgunblaðið á næstu vikum. Höfundurer alþingisma ður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norðurlandskjördæmi vestra. Olafur V Noregskonung- ur kvaddur með viðhöfn Reuter Haraldur konungur (annar frá hægri) fór fyrir líkfylgdinni ásamt Hákoni Magnúsi, syni sínum (lengst til hægri), Sonju, konu sinni (önnur frá vinstri), og Mörtu Louisu, systur sinni (lengst til vinstri). Ósló. Reutcr. ÓLAFUR V Noregskonungnr, konungur fólksins, sem lést 17. janúar sl. 87 ára að aldri, var lagður til hinstu hvílu í kon- unglegri grafhvelfingu Akers- hus-kastala í Óslóarfirði í gær. Um 100.000 Norðmenn voru samankomnir við kastalann til að votta konunginum virðingu sína. Kóngafólk og stjórnmála- leiðtogar frá a.m.k. 100 lönd- um voru viðstödd útförina. Einnar mínútu þögn ríkti um allan Noreg á hádegi í gær og 21 heiðursskoti var síðan hleypt af fallbyssum þegar útförinni lauk. Um það bil 3.000 hermenn með riffla stóðu vörð á leið líkfylgdar- innar. Öryggiseftirlit lögreglu var gífurlegt vegna hótana íraka um hryðjuverk í þeim löndum er styðja fjölþjóðaherliðið við Persaf- lóa. Ólafur konungur var tákn and- stöðu gegn nasistum í síðari heimsstyijöldinni og hann var virtur og dáður fyrir alþýðleika sinn. „Ólafur konungur var per- sónugervingur baráttu okkar fyrir varðveislu sjálfstæðis okkar á erf- iðum tímum,“ sagði Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra í dómkirkjunni í Ósló. Ólafur tók við konungdómi við dauða föður síns árið 1957 og Haraldur, eini sonur hans, hefur þegar tekið við af honum. Harald- ur fór fyrir líkfylgdinni sem fór um götur Óslóar frá konungshöll- inni. Kistan var sveipuð rauðum og gulum fána. A meðal erlends tignarfólks, sem var viðstatt útförina, voru Morgunblaðið/Þorkell Minningarathöfn um Ólaf V Noregskonung fór fram í Dómkirkj- unni í Reykjavík í gær. Á myndinni er biskup íslands, herra Ólaf- ur Skúlason, en hann flutti minningarorð ásamt sendiherra Nor- egs, Per Aasen. 15 konungar, drottningar, prinsar og prinsessur og tylft þjóðhöfð- ingja. Af kóngafólki má nefna Karl Bretaprins, Margréti Dana- drottningu, Naruhito, krónprins Japans, Juan Carlos Spánarkon- ung, Baudouin Belgíukonung, Karl Gústaf Svíakonung og Konstantín, fyrrverandi konung Grikklands. Dan Quayle, varafor- seti Bandaríkjanna, flaug til Ósló- ar meðan á athöfninni stóð til að votta Haraldi konungi samúð þjóðar sinnar. Meðal annarra háttsettra erlendra sendimanna má nefna Richard von Weizsác- ker, forseta Þýskalands, og Gennadíj Janajev, varaforseta Sovétríkjanna. Útlagastjórn Kú- veits sendi menntamálaráðherra sinn, Ali al-Shamlan, til jarðarfar- arinnar en írakar sendu engan. Vigdís Finnbogadóttir forseti, Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra og Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra voru viðstödd útförina fyrir íslands hönd. Jón Sigurðsson var staðgengill ut- anríkisráðherra. Strangt öryggiseftirlit hefði sennilega skotið Ólafi konungi skelk í bringu en hann gekk einn um götur Oslóar vel fram á efri ár. Er hann var eitt sinn spurður, hvort hann hefði ekki áhyggjur af því að ganga um aleinn, sagði hann: „En ég hef fjórar milljónir lífvarða," — norsku þjóðina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.