Morgunblaðið - 31.01.1991, Side 34

Morgunblaðið - 31.01.1991, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1991 NEYTENDAMAL Eiturefni í laxi Litarefni og lyf í laxeldi Hækkamr á fast- eigna- og húseig- endatryggingum HÆKKANIR á húseigendatrygging-u virðast að venju ætla að ganga nokkuð hljóðlega fyrir sig, án mikillar gagnrýni eða um- ræðu um raunverulegar orsakir eða réttlæti slíkra hækkana. Daglegar hækkanir á allri þjónustu virðast orðnar hér einskonar náttúrulögmál þrátt fyrir þjóðarsáttina!!! í launamálum. Umræða um þessi mál er nauð- synleg, til að ýta henni úr vör var haft samband við Sjóvá/ Almenn- ar og leitað upplýsinga um orsak- ir og rök fyrir þessum síðustu hækkunum iðgjalda. Vatnstjón stærsti kostnaðarliðurinn Geirharður Geirharðsson sem er fulltrúi tjónadeildar trygginga- félagsins var spurður hvaða kostnaðarliðir vægju þyngst við hækkanir húseigendatryggingar? Hann sagði það vera vatnstjónin og hefðu þau aukist ár frá ári. Greiðslur tryggingarfélagsins vegna tjóna hefðu á síðasta ári numið 169 milljónum króna. Þar af væru nú um 70-80% vegna vatnsskaða og skiptust þeir þann- ig: 40% væru vegna vatnsskaða í vegg, 20% vegna vatnsskaða í gólfi, 10% væru vegna vatns frá þvottavélum og uppþvotta- vélum, 10-12% vegna þess að gleymst hafði að skrúfa fyrir vatn, 9% vegna leka frá ofnum, 6% vegna leka frá blöndunar- tækjum og vatnslásum, 1% vegna vatnsrúma. Vatnsskaðar mestir í eldri húsum Geirharður var spurður hvort ekki lægju fyrir niðurstöður út- tektar um helstu orsakavalda t.d. vatnsskaða í veggjum og gólfi húsa. Hvort skaðinn hefði orðið vegna rangra Iagna? Hann sagði að slíkar niðurstöður lægju ekki fyrir. Vatnsskaði væri mestur í eldri húsum þar sem gamlar lagn- ir gæfu sig, en nákvæm flokkun anrfarra þátta hefði ekki verið gerð. Nú er vitað að rör gefa sig einn- ig í nýlegum’ húsum. Eirrör virð- ast ekki þola kalda vatnið nema tiltekinn árafjölda. Heitavatnsrör springa í nýrri húsum. Skemmst er að minnast atviks er rör sprakk á 5. hæð í fjölbýlishúsi og olli miklum skaða í íbúðum hússins. Vatnsskaði er mestur í eldri húsum þar sem gamlar lagnir gefa sig, Eðlilegt er að spurt sé hvort þrýstingur á vatninu sé óeðlileg- ur, eða samsetning heita og kalda vatnsins valdi óeðlilegri tærin'gu á efnum'í vatnslögnum, eða hvort eitthvað sé athugavert við hönnun eða gerð vatnslagna í húsum hér á landi. Margar orsakir vatnsskaða Tveir fyrri þættirnir koma mjög sterklega til greina að mati nokk- urra viðmælenda neytendasíðunn- ar. Misþrýstingur á vatninu er vel þekkt vandamál hér. Samsetning vatnsins er breytileg eftir borhol- um, samsetningin getur flýtt fyrir tæringu. Ýmsir hafa áhyggjur af aukinni notkun á plastpípum í kaldavatnsleiðslur. Einnig var bent á að við viðgerðir á heita- vatnsleiðslum hefðu menn freist- ast til að nota plast í stað rörb- úta, þar sem plastið þykir þægi- legra í meðförum. Slíkar viðgerðir geta orsakað stærra vandamál. Plastið er ekki loftþétt og getur tekið í gegnum sig súrefni sem getur valdið tæringu t.d. í ofnum. Fræðsla og fyrirbyggjandi þættir Vatnsskaðar geta orðið af fleiri orsökum, spurning er að hve miklu leyti hægt sé að fyrir- byggja þessa skaða. Tryggingafé- lögin, í samvinnu við hagsmuna- aðila og sérfræðinga, geta á ár- angursríkan hátt unnið að fræðslu og upplýsingamiðlun um fyrir- byggjandi þætti til að forða skaða. Tryggingafélögin geta einng veitt meira aðhald með því að tryggja ekki fasteign eða bíl nema kanna áður ástand eignarinnar. Það þykja eðlileg vinnubrögð er- lendis þar sem tryggingafélögin eru í raun í samkeppni um við- skiptavini. M. Þorv. ÞÆR FREGNIR hafa borist frá Norðurlöndum, að neytendur þar vilji fremur villtan lax en eldislax, sagt er að þeir hafni lyfjum og litarefnum sem notuð eru í fiskeldi. Efni þessi eru ekki með öllu hættulaus, það kemur fram í grein sem birtist í tímaritinu „Chemistry in Britain“ í desember sl. Þar seg- ir að rannsóknir hafi verið gerðar á skoskum laxi í mat- vöruverslunum og leiddu þær í ljós, að laxinn innihélt leifar kemískra efna og lyfja. í fram- haldi af því gerðu vísindamenn og náttúruverndarsinnar kröfu til þess að lax þessi yrði fjar- lægður úr hillum verslana. Leifar lyfja og litarefna finnast í skoskum laxi Það var tímarit sem fékk sjálf- stæða rannsóknarstofu til að ef- nagreina laxinn. Rannsóknin uáði yfir þtjú kemísk efni sem notuð eru við fiskeldi, og reyndust þau vera til staðar í laxinum í fjórum tilfellum af fímm. Þessi kemísku efni voru; dichlorvos sem notað er til að halda í skefjum laxalús; canthaxanthin sem er litarefni, en hefur verið bannað til beinnar notkunar í matvæli og oxyt- etracycline sem er sýklalyf. Breska landbúnaðar-, fisk- veiða- og fæðuráðuneytið (MAFF) hefur leyft takmarkaða notkun á efninu dichlorvos í fískifóður svo framarlega það sé ekki notað rétt fyrir slátrun fisksins. En það á að tryggja að efnið komist ekki inn í fæðukeðjuna. Lyf gegn laxalús varasöm Dichlorvos er á lista breskra stjórnvalda yfir varasöm efnas- ambönd og er það á lista banda- ríska umhverfisvarnamálaráðu- neytsins (US Environmental sóknar að Keldum og væri lyfja- gjöf ákveðin í framhaldi af því og þá af dýralækni sem er yfir fiskeldi. Laxalúsin í sjókvíum suðvestanlands Laxalúsin er aðeins vandamál á suðvesturlandi og eru sjókvíarn- ar í þessum landshluta aflúsaðar með efninu dichlorvos á haustin og er framkvæmdin í höndum dýralæknis þar sem þarna er um varasamt efni að ræða. Nokkrir mánuðir verða að líða frá aflúsun áður en setja má fiskinn á mark- að, þar sem niðurbrot efnisins í fiskholdi fer eftir hitstigi. Efna- skiptin eru hægari í köldum sjó. Kemíska litarefnið canthax- anthin er einnig notað við fiskeldi hérlendis, efnið gefur fiskholdi eldisfisksins bleika litinn. Nú hef- ur ekki farið fram hjá neytendum að fiskhold eldislax og sérstaklega regnbogasilungs, sem kaupa má í matvöruverslunum, hefur oft óeðlilega sterkan bleikrauðan lit. Bernharð var spurður hvort þarna gæti ekki komið til ofrausn í litar- efnagjöf við fóðrun'eldisfisksins í kvíunum. Hann svaraði því til, að skýringin gæti verið önnur, eðlis- þættir fisksins gætu haft áhrif á styrk litsins. Nauðsyn á betra eftirliti hér á landi Hér á landi er það fisksjúkdó- manefnd sem ákveður hvaða efni og lyf má nota við fiskeldi og er ekki að efa að fylgt er reglu- gerðarákvæðum. Það er eftirlitið með framkvæmdinni sem ekki virðist alltaf ljós. Neytendur voru minntir á veika stöðu sína í vikunum fyrir jólin þegar í ljós kom að eftirliti með. laxeldisframleiðslunni er ábóta- vant. Má í því tilefni minna á eldis- laxinn úldna. Þá brugðust allir þeir eftirlitsþættir sem áttu að fyrirbyggja að skemmd matvæli næðu inn á markaðinn. Við neyt- endur hljótum því að gera kröfur um hert eftirlit, - eftirlit sem hægt er að treysta. Slakt eftirlit með framleiðslu og dreifingu mat- væla getur valdið neytendum heilsutjóni og framleiðendum skaða og getur það verið óbætan- legt. M. Þorv. Protection Agency), sem mögu- legur krabbameinsvaldur. Canthaxanthin er notað til að gefa náttúrlega gráu fiskholdi eld- isfisksins laxableikan lit. Efni þetta hefur verið bannað til beinn- ar notkunar í matvæli. í Bretlandi verður það aðeins bannað í fisk- eldi verði það gert innan EB. Villt- ur lax hefur bleikt fiskhold vegna þess að í fæðukeðju laxins eru efnasambönd sem gefa fiskhold- inu náttúrulegan bleikan lit. Cant- haxanthin og annað litarefni, as- taxanthin, koma einnig fyrir á náttúrulegan hátt í ákveðnum tegundum krabbadýra. En það canthaxanthin sem notað er í fisk- eldi er kemískt og framleitt í efna- verksmiðjum. Kröfur um hert eftirlit m.eð lyfjagjöf í fiskeldi Eftir að niðurstaða þessara rannsókna var birt hefur sala á skoskum laxi minnkað. Aðeins ein matvöruverslun tók fiskinn úr umferð í kjölfar rannsóknarinnar. Af þeim áStæðum hafa umhverfis- verndarhópar farið fram á hert eftirlit með notkun kemískra efna við fiskeldið, jafnvel þó að í öllum tilfellum nema einu hafi leifar þessara kemísku efna verið innan leyfilegra marka. Það efni sem reyndist vera fyrir ofan leyfileg mörk var sýklalyfið oxytetrecyc- line og mældist það þriðjungi hærra en leyfilegt er samkvæmt breskum reglum (MAFF), en það reyndist vera þrisvar sinnum hærra en leyfilegt er samkvæmt reglum Alþjóða heilbrigðismála- stofnunarinnar WHO. Lyfjanotkun í laxeldi minni hér en erlendis Haft var samband við rann- sóknarstofuna á Keldum sem rannsakar fisksjúkdóma hér á landi, til að kanna hvort þessi efni væru notuð við fiskeldið hér á landi og var Bernharð Laxdal fyrir svörum. Bernharð sagði að við værum svo lánsöm að hér væri minna um laxasjúkdóma en erlendis, þar af leiðandi er minni notkun lylja í fiskeldi hér en annars staðar. Sjórinn er hér kaldari og minna um sjúkdóma í fiskinum. Sýklalyf- ið oxytetracycline er ekki notað hér í laxeldi. Bernharð var spurð- ur um kýlapestina í laxi. Hann sagði að hún væri algeng hér og við henni væru notuð súlfalyf. Þegar fiskadauði kemur upp í fiskiketjum eru sýni send til rann-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.