Morgunblaðið - 31.01.1991, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1991
Minning:
Ágúst Flygenring
framkvæmdastjóri
Fæddur 15. janúar 1923
Dáinn 21. janúar 1991
Kveðja frá stjórn og for-
stöðumanni Lífeyrissjóðs
Hlífar og Framtíðarinnar
A grundvelli samkomulags er
gert var milli Vinnuveitendasam-
bands íslands og Alþýðusambands
íslands vorið 1969 vona lífeyrissjóð-
ir verkalýðsfélaganna stofnaðir.
Lífeyrissjóður Hlífar og Framtíðar-
innar var stofnaður 1. janúar 1970
og kom stjórn sjóðsins saman til
síns fyrsta fundar í maímánuði það
ár. í stofnskrá sjóðsins var ákveðið
að Vinnuveit.endasambandið skipaði
2 menn i stjórn sjóðsins og verka-
lýðsfélögin aðra 2. Ágúst var þegar
við stofnun skipaður annar fulltrúi
Vinnuveitendasambandsins og sat
hann í stjóminni æ síðan, þar til
hann ,Iét af störfum um síðustu
áramót vegna veikinda. Lífeyrssjóð-
urinn naut þannig starfskrafta og
glöggskyggni Ágústar öll sín mót-
unarár og var það sjóðnum mikils
virði. Ágúst var tillögu- og úrræða-
góður enda setti hann sig vel inn í
öll þau mái, sem fyrir iágu hveiju
sinni. Það er samdóma álit félaga
hans í stjórninni að sæti hans hafði
verið einkar vel skipað og forstöðu-
maður sjóðsins telur reynslu hans
og þekkingu, einnig starf hans í
þágu sjóðsins vera ómetanlega. Það
er því stórt skarð fyrir skildi í stjórn
lífeyrissjóðsins og mun hans verða
sárt saknað.
Við stofnun Sambands almennra
lífeyrissjóða árið 1973 var Ágúst
kjörinn í varastjóm sambandsins
og átti hann sæti þar til dauða-
dags. Mun hann hafa tekið mikinn
þátt í störfum sambandsins og oft
setið fundi þess. Á þessu sést að
Ágúst var búinn að afla sér stað-
góðrar þekkingar á lífeyrismálum,
sem að sjálsögðu kom að góðu haldi
við stjórnunarstörf í Lífeyrissjóði
Hlífar og Framtíðarinnar.
Forstöðumaður og stjórn lífeyris-
sjóðsins vilja að leiðarlokum þakka
störf hans öll fyrir sjóðinn og þá
ekki síður ánægjuleg kynni og sam-
starf bæði fyrr og síðar. Jafnframt
em eiginkonu hans frú Guðbjörgu
Magnúsdóttur og flölskyldu hans
allri sendar einlægar samúðarkveð-
ur.
Eggert ísaksson
Fyrir rétt um 30 ámm komum
við bræður með útgerð okkar til
Hafnarfjarðar. Þar vom þá fyrir
nokkur umsvifamikil fyrirtæki í
útgerð og fiskvinnslu. Eitt af þeim
var íshús Hafnarfjarðar. Þar réðu
ríkjum feðgamir Ingólfur, fyrrver-
andi alþingismaður Flygenring og
Ágúst. Fljótlega tókust kynni milli
okkar og feðganna, þó sérstaklega
Ágústar.
Á þessum árum frá 1960 og fram
yfir 1980 vom bátar miklu meira
áberandi en togarar, þótt þeir hafí
löngum skipað veglegan sess í at-
vinnusögu Hafnarfjarðar. Þeir
feðgar voru með báta ðg fyrirmynd-
ar fískverkun. Ágúst sinnti mikið
störfum út á við og fórst það eink-
ar vel úr hendi. Framkoma til fyrir-
myndar. Rólegur og yfírvegaður.
Glöggur á kjarna málsins. Hóflega
ræðinn og skýr.
Náið samstarf okkar hófst í mars
1963, þegar sex útgerðarfyrirtæki
ákváðu að stofna netaverkstæðið
Hf. Hringnót til þess að sjá um
allt, er snerti veiðar með nót. Ágúst
var kjörinn stjómarformaður og ég
varð framkvæmdastjóri. Þetta sam-
starf varði í átján ár. Aldrei kom
til vandrttða, þótt oft væri um erf-
ið mál að ræða í þessum rekstri.
ÍGóðir menn 'vom með okkur og
málin leyst eins og aðstæður frek-
ast leyfðu.
Ágúst Flygenring var valinn til
margvíslegra trúnaðarstarfa á sviði
sjávarútvegsins og félagsmála. Öll
störf leysti hann- af hendi vel og
farsællega. Auðvitað varð hann að
þola súrt og sætt sem aðrir, er velja
sér starf við sjávarútveg og fisk-
vinnslu. Mikill áhugi hans á vel-
gengni atvinnugreinarinnar hvatti
hann til dáða.
Eftir að í'shús Hafnarfjarðar var
selt árið 1985 ásamt togara og
bátum nokkru áður, gat hann notið
meiri hvíldar og áhugamála. Hann
gekk ásamt konu sinni, frú Guð-
björgu Magnúsdóttur, um hafnar-
svæðið og hafði yndi af því að fylgj-
ast með.
Það er mikið lán að kynnast góð-
um mönnum og fá að starfa með
þeim um langa hríð. Ég votta fjöl-
skyldu hans samúð mína og bræðra.
Jón Ármann Héðinsson
Kveðja frá stjórn Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna
í dag, fimmtudaginn 31. janúar,
verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju
útför Ágústar Flygenrings, fram-
kvæmdastjóra í Hafnarfírði.
Ágúst fæddist í Hafnarfírði 15.
janúar 1923 og því rétt 68 ára að
aldri, er hann lést 21. janúar sl.
Hann hafði átt við vanheilsu að
stríða sl. tvö ár.
Ágúst var sonur Ingólfs Flygen-
ring alþingismanns og fram-
kvæmdastjóra í Hafnarfirði og konu
hans Kristínar Pálsdóttur Flygen-
ring. Faðir Ingólfs var Ágúst Flyg-
enring útgerðarmaður og síðar al-
þingismaður í Hafnarfirði Þórðar-
sonar bónda frá Fiskilæk í Mela-
sveit, en meðal bræðra Ágústar
voru Albert Landsbankabókari, fað-
ir Kristjáns, bókmenntafræðings og
sendiráðunauts og Matthías Þórðar-
son þjóðminjavörður.
Að loknu gagnfræðaprófi frá
Flensborg 1939 innritaðist Ágúst í
Verslunarskóla Íslands og lauk það-
an verslunarprófi árið 1943. Árið
1945 réðst hann til starfa við fyrir-
tæki föður síns íshús Hafnarfjarðar
og tók við starfí framkvæmdastjóra
fyrirtækisins árið 1966. Gegndi
Ágúst því starfi til ársins 1985 er
rekstri félagsins Var hætt og eignir
þess seldar.
Eftirlifandi eiginkona Ágústar er
Guðbjörg Magnúsdóttir bónda í
Krísuvík Ólafssonar og konu hans
Þóru Þorvarðardóttur frá Jófríðar-
stöðum í Hafnarfírði. Þau hjón eign-
uðust fjögur börn, sem öll eru á lífi.
Ágústi voru falin margvísleg
trúnaðarstörf í atvinnu- og félags-
málum. Hann sat m.a. í stjórn
Landssambands ísl. útvegsmanna
frá 1962-1981, í stjórn Lífeyrissjóðs
Hlífar og Framtíðarinnar 1970-
1990, í stjórn Sparisjóðs Hafnar-
fjarðar frá 1983 til dauðadags. Þá
sat hann um árabil í stjórn Sam-
ábyrgðar íslands á fískiskipum.
Ágúst var drengur góðui'; hæg-
látur að eðlisfari og hið mesta ljúf-
menni. Hann var ekki gefínn fyrir
að hafa sig mikið í frammi en vegna
mannkosta og haldgóðrar þekking-
ar á málefnum útgerðar og fisk-
vinnslu var hann oft kallaður til
forystu á þeim vettvangi. Við úr-
lausn hinna ýmsu vandamála lagði
hann ætíð gott eitt til og átti gott
með að greina kjarna hvers máls.
Við minnumst með þakklæti far-
sælla starfa hans í stjórn Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna, en þar
sat hann í stjórn frá 1974-1984 og
sem stjórnarformaður samtakanna
frá 1982-1984. Hann átti ennfrem-
ur sæti í dótturfélagi SH í Banda-
ríkjunum, Coldwater Seafood Corp-
oration frá 1982-1984. Þá sat hann
um árabil í stjóm Umbúðamiðstöðv-
arinnar hf. og sem stjórnarformað-
ur þess félags 1978-1984. Hvar-
vetna kom Ágúst í störfum sínum
fram af stakri prúðmennsku og lip-
urð og ávann sér traust og virðingu
samferðamanna sinna. Hann var
ávallt einn af traustustu félags-
mönnum innan Sölumiðstöðvarinn-
ar og gerði sér öðrum betur grein
fyrir þeirri staðreynd, að samstillt
átak framleiðenda í sölu- og mark-
aðsmálum íslendinga skilaði best-
um árangri.
Við stamstarfsmenn hans í stjóm
SH þökkum Ágústi heillaríkt sam-
starf á löngum starfsferli og vottum
eiginkonu hans, börnum og öðrum
aðstandendum dýpstu samúð.
Jón Ingvarsson
Ágúst Flygenring fyrrv. forstjóri
íshúss Hafnarfjarðar hf. er látinn.
Þeir sem til þekktu og með honum
sförfuðu var orðið ljóst hvert
stefndi, en æðmleysi og samvisku-
semi þessa dagfarsprúða manns var
með þeim hætti að uppgjöf var síst
á dagskrá hjá honum.
Ágúst var fæddur í Hafnarfirði
15. janúar 1923 og ól þar allan sinn-
aldur, eitt þriggja barna þeirra heið-
urshjóna Kristínar Pálsdóttur Þor-
steinssonar bónda frá Tungu í Fá-
skrúðsfirði og Ingólfs Ágústssonar
Flygenring forstj., bæjarflltr. og
alþm. í Hafnarfirði.
Ungur stundaði Ágúst nám við
Flensborgarskóla og síðan Verzlun-
arskóla Islands og brautskráðist
þaðan 1943. Störf hóf hann
snemma við fyrirtæki föður síns,
íshús Hafnarfjarðar hf., og frá
1966 til T985 þar til eigendaskipti
urðu, veitti hann því forstöðu.
Ágúst Flygenring naut mikils
trausts samferðamanna sinna.
Hann var víða til forystu valinn í
samtökum sjávarútvégsmanna,
m.a. formaður Sölumiðstöðvar
Hraðfrystihúsanna um tíma og
varaformaður Landssambands ísl.
útvegsmanna.
Árið 1983 var Ágýst kjörinn í
stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar og
gegndi þar stjómarstörfum til ævi-
loka. Hann bar hag Sparisjóðsins
mjög fyrir brjósti og vann þar sem
annarsstaðar af kostgæfni, þýðing-
armikil og vandasöm trúnaðarstörf
sem honum eru sérstaklega þökkuð
að leiðarlokum.
Ágúst Flygenring eignaðist
traustan og umhyggjusaman
lífsförunaut, Guðbjörgu Magnús-
dóttur, bónda í Krísuvík Ólafssonar
og konu hans Þóru Þorvarðardóttur
frá -Jófríðarstöðum. Eignuðust þau
hjón Qögur börn, sem öll eru upp-
komið fjöiskyldufólk.
Þégar vinur minn Ágúst Flygenr-
ing er genginn, er horfinn úr hópn-
um traustur samferðamaður og
góður drengur. Við biðjum honum
Guðs blessunar og sendum eigin-
konu hans og fjölskyldu samúðar-
kveðjur.
Matthías Á. Mathiesen
Þegar ég nú kveð frænda minn
og vin, Ágúst Flygenring, leitar
hugurinn aftur í tímann. Kynni
okkar hófust í fjölskylduboðum,
sem Flygenring systkinin voru svo
iðin við að halda, en við erum systk-
inasynir. Ágúst var elstur okkar
strákanna í hópnum, og hafði frá
mörgu að segja, enda hafði hann
alla tíð ríkan frásagnaranda. Nærri
hálf öld er liðin frá því Ágúst sagði
okkur frá hinum mörgu ævintýrum
við að keyra á vörubíl sínum efni
í Reykjavíkurflugvöll eða mjólkur-
brúsa á snjóþungum vegaslóðum.
Við vorum heillaðir því við fengum
þannig að kynnast bílum, sem við
höfðum svo mikinn áhuga á að
fræðast um. Og Ágúst gat alltaf
sagt eitthvað nýtt um bíla alla
ævi. Tekjurnar af akstrinum léttu
honum skólagönguna í Verslunar-
skólann. Ég hafði alltaf tengsl við
Ágúst og fylgdist með því er börn-
in hans og Guðbjargar uxu úr grasi
og urðu dugmikið fólk. Oft leit ég
við hjá honum á skrifstofu íshúss
Hafnarfjarðar eða heim til þeirra
hjóna. Fylgdist ég þannig með út-
gerðinni á skipum ishússins, fram-
leiðslunni á frystum físki og með
skreið og í reynd ástandi og hag
landsins, því Ágúst var einmitt einn
þeirra, sem héldu um púlsinn á at-
hafnalífi þjóðarinnar.
Ágúst Flygenring var greindur
vel, athugull, vinnusamur og útsjón-
arsamur. Það fór ekki mikið fyrir
honum. Allt vannst honum með
hægðinni og hávaðalaust enda ein-
kenndist öll hans framkoma af hóg-
værð og ljúfmennsku. Hvarvetna
vann hann sér traust svo sem starf
hans innan Sölumiðstöðvarinnar,
formennsku þar í stjórn og seta
hans í stjórn Sparisjóðs Hafnar-
fjarðar vitna um, auk margra ann-
arra trúnaðarstarfa á ýmsum vett-
vangi. Veikindi hægðu mjög starf
Ágústar undanfarin ár og var sárt
að vita af því hve þessi indæli mað-
ur mátti þola. Nú hefur hann lagt
upp í ferð á nýjar slóðir þar sem
við hittumst .vonandi einhvern tíma
því með slíkum ágætismanni er
gott að ferðast. Við hjónin sendum
Guðbjörgu og börnunum innilegar
samúðarkveðjur.
Ragnar Borg
„Hann afí Ágúst er dáinn." Þann-
ig hljómuðu orð dóttur minnar í
símann að kvöldi 21. janúar. Mer
varð svarafátt. Hún hélt áfram í
sinni bamslegu einlægni: „Nú er
afí kominn upp til Guðs og þá líður
honum vel.“ Já, nú líður afa Ágústi
vel. Hann háði hetjulega baráttu
við illkynja sjúkdóm síðustu mán-
uði, sem nú er lokið.
Kallið er kpmið. Komið er að
kveðjustund. Ég kveð minn kæra
fyrrverandi tengdaföður öðru sinni
og nú í hinsta sinn. Vinarskilnaður
er viðkvæm stund, þá koma minn-
ingamar upp í hugann, góðar minn-
ingar liðinna ára.
í vestri sígur dagur að dimmum ósi,
deyrroðin skíma fellur af sólarljósi
líkt og hiynji á lifsins síðasta kveldi
lýsandi sindur: minning hert á eldi.
(Úr kvæðinu Nyársdagur e. Matthías Jo-
hannessen skáld og ritstjóra.)
Hún er dýr þessi perla! Og svo
er um þessa sem aðrar slíkar að
hún hefur vitjað skáldsins úr djúp-
um myrkursins sem leiftur um
nótt sem ljósbrot úr myrkviði dag-
anna og í dýrleika sínum horfíð út
i nóttina að eilífu glötuð. Svo er
um liljur vallarins að sú fegursta
og dýrasta er ofrausn og því ekki
von til og ekki ráð fyrir því gert
að menn fái slíku haldið gegn
ákalli himinsins. Og þegar skáldið
gengur einn horfínn dag fram á
ljóð sitt spyr það í undrun hvaðan
það hafí komið og hvert farið til
þess eins að vera minnt á það að
sú perlan var einungis ætluð til
varðveislu, skynjun sem vegna
dýrleika síns gat aldrei orðið eða
verið, en er það ljós í myrkrinu
'ærtj'áiaféí'Vé’WdFWtín'dír'ffifeli-
noerJlögiöþl iiiönO
16 ára gömul, er ég kynntist Ágústi
og kom inn í hans fjölskyldu. Hann
tók mér vel frá upphafi. Hann hafði
ekki mörg orð um hlutina, var frek-
ar fámáll og fastur fyrir, en lét
verkin tala. Hann reyndist mér
traustur og góður tengdafaðir og á
ég honum mikið að þakka.
Hann hafði alltaf kærleikann að
leiðarljósi. Eins og segir í 1. Kor.
13,3-8: — Kærleikurinn er lang-
lyndur, hann er góðviljaður, kær-
leikurinn öfundar ekki, kærleikurm
er ekki raupsamur, hreykir sér ekki
upp; hann hegðar sér ekki ósæmi-
lega, leitar ekki síns eigin; hann
reiðist ekki, tilreiknar ekki hið illa;
hann gleðst ekki yfir óréttvísihni,
en samgleðst sannleikanum; hann
breiðir yfír allt, trúir öllu, vonar
allt, umber allt. Kærleikurinn fellur
aldrei úr gildi. — Mér fínnst þessi
orð lýsa honum vel.
Nú þegar ég lít til baka 22 árum
síðar og orðin þroskuð kona, met
ég það mikils að hafa fengið að
kynnast Ágústi. Ég á margar góðar
minningar frá fyrri tíma sem koma
nú upp í hugann. Hann innleiddi
hjá mér bílaáhugann og kenndi mér
að keyra vel, enda var ég oft
einkabílstjóri hans hér á árum áð-
ur. Það var mikill heiður og jafn-
framt lærdómsfíkt. Þá féllu mörg,
gullkornin, sem seint gleymast.
Ofáar voru sumarbústaðaferðirnar
austur í Hlíðarból. Þar leið öllum
vel. Ég á góðar minningar þaðan.
Hann var rausnarlegur heim að
sækja og var alltaf gott að koma á
Hringbrautina. Þar var alltaf opið
hús fyrir alla og allir velkomnir.
Bubba átti einnig stóran þátt í því.
Þau hjónin voru mjög samhent og
var svo með fjölskylduna alla. Það
verður erfítt fyrir litlu Rakel að
skilja að afi Ágúst er ekki lengur
til staðar á Hringbrautinni.
Ég harma það að hafa ekki feng-
ið tækifæri til að fylgja honum
síðustu ævisporin nema í fjarlægð.
Ég kveð Ágúst með þessum orðum
og þakka honum samfylgdina:
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir ljðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V.Jr.)
Elsku Bubba. Við Rakel biðjum
góðan Guð að styrkja þig og þína
fjölskyldu í ykkar miklu sorg.
ker heldur stendur hátt á ljósasti-
kunni og lýsir fram í nóttina sem
hábjartur dagur væri.
Agnes Sigrún Þórðardóttir
fæddist á Torfastöðum, Vestur-
Húnavatnssýslu, 27. september
1947. Foreldrar hennar voru Þórð-
ur Jónsson og Skarpheiður Gunn-
laugsódttir. Agnes flutti til Akra-
ness með foreldrum sínum 1948.
Dóttir hennar er Anna, fædd 13.
mars 1970. Mikið og gott samband
höfðu þær mæðgur sín í milli og
alla tíð var Agnesi mjög umhugað
um velferð dóttur sinnar og taldi
ekkert eftir sér í því efni og veit
ég að það var gagnkvæmt. — Hinn
slyngi sláttumaður hefur nú vegið
í sama knérunn í hið annað sinn
og það í einum og sama mánuðin-
um. Hinn 19. janúar var faðir
Agnesar til moldar borinn á Mel-
stað í Miðfírði. Daginn áður fór
kveðjuathöfn fram á Akranesi.
Þennan sama dag sem kveðjuat-
höfnin fór fram var Agnes flutt
helsjúk í Sjúkrahús Akraness. Þeir
sem til, sáu og vottuðu kom ekki
fyril huganað hún kæmist tihvitund-
.JJssJaéinním m •uió'iov tavöliM'n
Eg var ung og óþroskuð, aðeins
Valgerður Kristjánsdóttir
Agnes S. Þórðar-
dóttir - Minning
Fædd 27. september 1947
Dáin 27. janúar 1991