Morgunblaðið - 31.01.1991, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 31.01.1991, Qupperneq 39
39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1991 Mirming: Kjartan Björnsson fv. stöðvarsijóri Fæddur 5. febrúar 1918 Dáinn 17. janúar 1991 Við þráum öll hamingju en ham- ingjan kemur ekki til okkar. Það er til einskis að sitja aðgerðarlaus og bíða hennar eins og óvæntrar heimsóknar. Hún knýr ekki dyra. Hún er ennþá síður falinn fjársjóð- ur sem við getum höndlað ef við förum nógu langt, leitum nógu víða, gröfum nógu djúpt. Hamingj- an verður hvergi sótt. Þeir sem bíða hennar eða reyna að elta hana uppi fara á mis við hana. Þeir kunna að eiga sínar gleðistundir en líf þeirra tekur ekki á sig það form sem er áskapað sannri ham- ingju. Lífshlaup Kjartans var bundið þessu formi. Hann hafði þrek og vilja til að stjórna lífi sínu sjálfur, vera gerandinn í lífi sínu, og hann hafði ennfremur til að bera gáfur, hófstillingu og rósemi til að leiða það til farsældar. Kjartan beið hvorki né leitaði hamingjunnar, hann skapaði hana. Eitt af því marga sem hann tók sér fyrir hendur um ævina voru smíðar og margvíslegur hagleikur. Hann gerði listileg leikföng, vél- knúinn bát, reisti sér hús og sól- stofu. Hann gekk hægt og örugg- lega til verka, af skipulagni og með alúð og hugviti. Hann var sístarfandi en yfir iðju hans var rósemi. Vinnuferlið virtist bundið náttúrulegum takti, hlutirnir urðu til atakalaust, hægt og sígandi. í þessu endurspeglaðist líf hans: Það hafði sömu megin einkenni og góð list, vel unnin verk og náttúru- leg ferli: það er heildin sem hrífur skoðandann og allt er undir sam- ræminu komið, engu ofaukið og ekkert vantar. Verkin lofuðu meistarann þegar Kjartan átti i hlut og vinir og vandamenn dáðust að handbragðinu. Nú horfa þeir á líf hans sem streymir um hugann í björtum myndum og kenna aftur þetta handbragð, þeim verður ljós- ari en nokkru sinni fyrr þessi fá- gæta listasmíð sem hann gerði úr lífi sínu. Hanniifði í ástsælu hjónabandi með Jónínu konu sinni og eignað- ist með henni fimm mannvænleg og farsæl börn. Hann sinnti starfi sínu sem stöðvarstjóri Pósts og síma á Vopnafirði af alúð og sam- viskusemi en hafði samt nægan tíma í tómstundir og samfundi með vinum og fjölskyldu. Hann átti gott bókasafn og var víðlesinn í mörgum greinum. Öllum leið vel í návist hans. Hann kenndi án orða: Aldrei heyrði ég hann leggja fólki lífsreglurnar eða finna að háttum annarra 'en dygðirnar sem hann var prýddur lýstu svo af honum í verki og látlausu fasi að þær kenndu meira en nokkur orðræða. Hann kenndi með ómeðvituðu for- dæmi, af hógværð og hlýju. Hann veiktist á síðasta ári og lést eftir um hálfs árs sjúkralegu. Síðustu vikurnar var hann um- kringdur ástvinum sínum. Á þess- um sorgarstundum upplifði hann þrátt fyrir allt það sem er hið eina kennimark sannrar hamingju: Hann horfði til baka yfir lífshlaup sitt og sá að það var gott. Hann gat verið sáttur við vegferð sína. I því liggur hin raunverulega ham- ingja sem aldrei verður véfengd og eftir stendur þegar menn hafa greint hvort frá öðru, hverfula ánægju og sannleikann í þessu efni. Um leið og ég kveð hann með söknuði, þakka ég þær stundir sem ég deili með honum og ekki síður þakka ég öll þau augnablik sem hann á eftir að birtast í huga mér hér eftir og gefa hversdagsleikan- um nýjan lit í vitund minni. Ágúst Borgþór Sverrisson ar þessa heims. En þá er eldaði að morgni þess dags er kveðjuat- höfn um föður hennar skyldi fara frafn mátti sjá uppfyllingu þess kraftaverks sem jafnan hefur sætt undrun í bók bókanna, frásögn Bibiíunnar af Lazarusi, og gat nú hver og einn sannreýnt þessa frá- sögn bókstaflega. Þennan dag tók Agnes á móti gestum frá morgni til kvölds. — Hugrekki Agnesar gagnvart sjúkdómi sínum og æðruleysi verður mér minnisstætt. Árið 1990 hafði um margt gefið fögur fyrirheit um nýja og betri tima. Agnes vissi hug sinn og var þess albúin að takast á_ við verk- efni morgundagsins. Á þessum dögum sá ég æ betur hversu mjög hún líktist ömmu sinni, Soffíu Jensdóttur, — friðurinn, mildin, hlýleikinn. — Að leiðarlokum eru það margir sem eiga þakkir skild- ar. Aldeilis gleymdi hún ekki frænku sinni hún Sigrún Hrólfs- dóttir og sameiginlegur vinur okk- ar Dagbjartur Guðjónsson sýndi hug sinn í orði og verki. Einnig mat hún mikils heimsóknir Hafliða Kristinssonar. Sérstakar þakkir eiga skildar Guðjón Guðmundsson læknir og starfsfólk á Sjúkrahúsi Akraness sem svo sannarlega hlúði að Agnesi nú sem fyrr. — í opinberunarbókinni segir í 21. kapítula: „Og ég sá nýjan himin og nýja jörð.“ Flestir kannast'við ívitnað vers og þá framtíðarsýn er þar birtist. Skáldið Matthías Johannessen skrifar i þessum anda. Og enn skal vitnað í ljóðið Nýársdagur og um leið og ég kveð Agnesi og þakka óijúfanlega sam- fylgd geri ég orð skáldsins að mínum: En svo ris aftur sól við nyrstu voga, af svefni vaknar morgunn, augun loga af nýjum degi er brennur þér í blóði: hann ber þér kveðju Guðs og sína i hljóði. Guðni Björgólfsson HÆTTU AÐ REYKJA GRENNAST MEÐ DALEIÐSLU GETUR ÞU: • Hætt að reykja • Losnað við matarfíkn • Aukið sjálfstraust • Bætt minnið, einbeitningu og lærdómsvenjur Við ábyrg.jumst örugga og faglega þjónustu. HÆTTU AÐ REYKJA Þrír tímar + sjálfsdáleiðslusnælda. Kr. 7.500 GRENNAST Þrír tímar + sjálfsdáleiðslusnælda. Kr. 7.500 HÆTTU AÐ REYKJA! Námskeið byrjar 12. febrúar og stendur það yfir í þrjár vikur (tvisvar í viku) þrír tímar í senn, tvær sjálfsdáleiðslusnældur innifaldar. Verð kr. 7.500 með öllu. LIFSAFL AMERICAN GITLD OF HYPNOTHERAPISTS 199 tngoodsbnlmgandBaa*ialk>aUtrpniticgn T0LVUFAX NÚ GETA ALLIR* SENT 0G MÓTTEKIÐ TELEFAXSKJ0L Lítið, ódýrt og einfalt „FaxModem“ sambyggt telefax og Modem fyrir allar tegundir tölva* • Þú sendir Fax beint af skjánum til viðtakanda og færð Fax-sendingar beint á skjáinn eða í minni og prentar síðan út á venjulegan pappír. • FaxModem gefur þér samband við gagnabanka og gagnanet Pósts og síma. • Hægt er að senda sama skjalið á marga staði með fjölsendingu. • Innbyggð símaskrá. • Allar valmyndir á íslensku. • Gæði sendinga eru meiri þar sem skjal er sent út milliliðalaust. *(IBM PC/XT/AT/ TÖLVUR) Heimilistæki hf Tæknideild, Sætúni 8 SÍMI6915 00 SCUtUUKgUM, 34580. Skilafrestur bifreiðahlunnindamiða framlengdur til 25. febrúar nk. Ákveðið hefur verið að framlengja áður auglýstan frest til þess að skila bifreiða- hlunnindamiðum, samkvæmt 93. grein laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignar- skatt, til 25. febrúar nk. RSK RtKISSKATTSTJÓRL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.