Morgunblaðið - 31.01.1991, Síða 48

Morgunblaðið - 31.01.1991, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1991 4$ IÞROTTIR UNGLINGA / KARATE Skúli Guðmundsson: ÓlafurH. Hafsteinsson: „Heftekið miklum framförum" m Eg er búinn að æfa í tvö ár og fjóra mánuði og hef tekið miklum framförum. Ég fékk áhuga á íþróttinni eftir að hafa séð karatemyndir og síðan hefur hann aukist eftir _að ég bytjaði að æfa,“ sagði Ólafur Halldór Hafsteinsson sem náði að vinna til silfurverðlauna í Kata unglinga Morgunbiaðið/KGA fæddum 1976-7. Olafur Halldór náði silfri f kata. Búin að æfa íheiltár Kristín Björnsdóttir, átta ára tókst á við kataæfingar af mikilli innlifun þegar blaðamann og ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. „Ég er búin að æfa í heilt ár og finnst mjög gaman." - Áttu vini og vinkonur sem æfa? „Já, Ester vinkona mín er að æfa en ég kynntist henni eftir að ég byrjaði og svo er bróðir minn líka að æfa en hann er mikið betri en ég.“ - Eru foreldrar þinir ekki hræddir um að þið verðið fyrir meiðslum? „Jú, þau segja það stundum en þá segi ég bara við þau: „Nei, nei, við meiðum okkur ekkert!“ Morgunblaðið/KGA Kristín Björnsdóttir í kataæf- ingum. „Finn mig ágæt- lega í karate“ Það verður að viðurkennast að ég hafði vitlausar hug- myndir um karate áður en ég byijaði og karatemyndirnar höfðu þar mikið að segja,“ sagði Skúii Guðmundsson, sem keppir fyrir Þórshamar í Áokki pilta sem eru fæddir 1974-5. Hann komst úrslit í kata og hópkata en féli út í fyrstu umferð í kumite. „Eftir að maður byijaði að æfa sá maður að þetta snerist ekki um slagsmál og þeir sem að halda _ _ Morgunbiaðið/júiíua áfram gera það vegna áhugans á Skúll Guðmundsson komst í fþróttinni, engu öðru. Ég var í úrslit 1 kata °g hópkata. ix)ltaíþróttunum í gamia daga en náði aldrei neinum árangri þar, en finn mig ágætlega í karate. Svo hefur maður iíka kynnst mjög mörg- um á æfingum og það er engin spurning að ég ætla að halda áfram.“ íúrslit íöllum greinum ÆT Eg er búin að vinna fimm 'bardaga og kominn í úr- slit,“ sagði Lárus Jónsson, 12 ára, eftir að hafa lagt einn kepp- anda sinn að velii í kumite. Lár- us, sem æfir með Baldri frá Hvolsvelli, vegnaði mjög vel á mótinu og hann komst í úrslitin í öllum þremur greinunum, kum- ite, kata og hópkata í aldurs- flokknum 10-13 ára. Hann náði þó ekki titli en fékk verðlaun fyrir allar greinarnar, silfur fyr- ir kumite og kata og brons fyrir hópkata. „Ég fékk áhuga á karate þeg- ar ég sá karatesýningu á 17. júní fyrir sex árum og stuttu síðar dreif ég mig á æfingu og sé ekki eftir því. Þetta er mjög skemmtilegt, bæði kumite og kata.“ Lárus Jónsson náði góðum árangri á mótinu og hér hefur hann betur í viðureign í undanúrslitunum. vonbrigðum með æfingarnar í Kata þar sem mér gekk ekki nógu vel.“ „Ég var áður í handbolta og fim- leikum en hef alfarið snúið mér að karate og er búin að æfa það í þijú og hálft ár. íþróttin hefur margt til að bera; Góðan félagsskap og sjálfsaga, því að þú þarft að æfa mikið sjálf í kata til að ná árangri. Það veitir líka visst öryggi að geta varið sig. Því miður eru ekki nógu margar stelpur sem æfa, ég er til dæmis ein frá Breiðablik á þessu móti.“ Fyrsti sigur Þorbjargar orbjörg Tryggvadóttir, tíu ára frá Karatedeild Baldurs frá Hvolsvelli, gerði sér lítið fyrir og vann í sínum flokki í Kata og skaut þar með strákunum í flokknum aft- ur fyrir sig. „Þetta er fyrsti sigur minn á karatemóti, ég átti eina medalíu fyrir en það var brons. Ég er búin að æfa í þijú ár og æfði vel fyrir þetta mót. Bæði systkinin mín æfðu og þess vegna ákvað ég að byija í karate,'“ sagði Þorbjörg Tryggva- dóttir. Ekkert frekar . strákaíþrótt Laufey Einarsdóttir, Steingerður Kristjánsdóttir og Fanney Karlsdóttir voru saman í liði í hópk- ata og komust í úrslit. „Það fer mikill tími í æfingar en þetta er vel þess virði. í hópkata þurfum við að æfa vel og reyna að vera sam- taka og svo reynum við hittast öðru Fjölmennasta mótið í karate frá upphafi Unglingameistaramótið í kar- ate var haldið síðastliðinn sunnudag í íþróttahúsi Haga- skólans og voru keppendur fleiri en nokkru sinni. Alls tóku 177 keppendur á aldr- inum sjö til nítján ára þátt í mótinu og komu þeir frá ellefu fé- lögum. Þórshamar átti flesta sigur- vegara annað árið í Frosti röð en karatefólk frá Eiðsson Stjörnunni, Breiða- blik, Baldri og Haukum eru einnig með efnilega keppendur sem eiga eftir að láta meira að sér kveða. Greinilegt er að karate nýtur nú skrifar vaxandi fylgis á meðal ungu kyn- slóðarinnar hér á landi en karate- deildir félaganna hafa unnið gott starf og kappkostað við að bjóða færa erlenda þjálfara. Á mótinu var keppt í þremur greinum, kata, hópkata og kumite. Kumite er bardagi á milli tveggja andstæðinga og reynir hvor um sig að beita mótheijann brögðum. I kata er hins vegar einn keppandi sem sýnir ýmis þrögð að eigin vali og í hópkata eru það þrír keppend- ur keppendur sem að sýna æfingar sínar í einu. í þeirri grein er nauð- synlegt að keppendur hafi mikla samæfingu og geri sömu æfingar á sama tíma. Oddbjörg best í kumite Oddbjörg Jónsdóttir úr Breiða- blik varð hlutskörpust í eldri flokki stúlkna í kumite, en hún sigr- aði Laufeyju Einarsdóttir í úrslita- viðuréign. „Ég er ánægð með ár- angurinn í kumite en varð fyrir hveiju utan æfinga.“ - Eru kvenmenn ekkert litnir hornauga á æfingum? „Nei, alls ekki. Það eru miklu fleiri strákar í þessu en þetta er samt ekkert frekar strákaíþrótt,“ sögðu þær stöllur sem æfa með Þórshamri. - En ertu ekki hræddur við að meiða þig? „Nei, þetta er ekkert hættu- legt, því að þetta er hrein tækn- iíþrótt. Það er þó alltaf mögu- leiki að menn meiðist ef að þeir hafa mjög litla tækni.“ Laufey Einarsdóttir, Fanney Karlsdóttir og Steingerður Kristjánsdóttir teygja sig fyrir átökin í Morgunblaðið/KGA hópkata.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.