Morgunblaðið - 31.01.1991, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROI IIR KIMMTUPAGUIÍ ,31. JANÚAR 1991
HANDKNATTLEIKUR
Valur- Víkingur 23:18
Iþróttahús Vals, 1. deild (VlS-keppnin),
miðvikudagur 30. janúar 1991.
Gangur leiksins: 1:0, 2:2, 4:2, 4:6, 5:8,
_ j .7:9,9:10.9:13,14:14,16:15,17:18,23:18.
Mörk Vals: Jakob Sigurðsson 7, Júlíus
Gunnarsson 4/1, Dagur Sigurðsson 4,
Valdimar Grímsson 4, Jón Kristjánsson 3,
Brynjar Harðarson 1.
Varin skot: Árni Þ. Sigurðsson 6 (þar af
eitt sem fór til mótherja), Einar Þorvarðar-
son 5/1.
Utan vallar: 4 mín.
Mörk Víkings: Dagur Jónasson 6, Guð-
mundur Guðmundsson 5, Birgir Sigurðsson
4, Björgvin Rúnarsson 1, Bjarki Sigurðss.
1, Árni Friðleifss. 1/1.
Varin skot: Hrafn Margeirsson 11/2 (þar
af 3/1 sem mótheijar fengu knöttinn aft-
ur), Reynir Reynisson 1.
Utan vallar: 6 mín.
Dómarar: Sigurgeir Sveinsson og Gunnar
^Viðarsson.
Áhorfendur: Um 600.
Fram-Haukar 22:23
Gangur leiksins: 0:1, 2:1, 5:5, 5:7, 7:7,
11:11, 11:13, 12:16, 18:18, 22:22, 22:23.
Mörk Fram: Karl Karlsson 8/2, Gunnar
Andrésson 6, Egill Jóhannesson 4/1, Gunn-
ar Kvaran 2, Páll Þórólfsson 1, Andri V.
Sigurðsson 1.
Varin skot: Þór Björnsson 16/2 (þar af 6,
er boltinn fór aftur til mótheija), Guðmund-
ur A. Jónsson 1.
Utan vallar: 2 mínútur.
Mörk Hauka: Snorri Leifsson 8/4, Petr
Baumruk 5/1, Sveinberg Gíslason 4, Sigur-
jón Sigurðsson 3, Pétur Ingi Arnarson 1,
Sigurður Öm Ámason 1, Steinar Birgisson
1.
Varin skot: Magnús Árnason 15 (þar af
4, er boltinn fór aftur til mótheija).
Vhorfendur: Liðlega 100.
Dómarar: Gunnar Kjartansson og Ámi
Sverrisson.
KA-KR 26:23
Gangur leiksins: 2:3, 5:5, 7:9, 11:12,
14:14, 17:15, 20:17, 22:20, 24:23, 26:23.
KA: Hans Guðmundsson 8/1, SigUrpáll
Ámi Aðalsteinsson 4, Andrés Magnússon
4, Erlingur Kristjánsson 4, Guðmundur
Guðmundsson 3, Pétur Bjarnason 2, Arnar
Dagsson 1. Jóhannés Bjarnason, Jón Egill
Gíslason, Friðjón Jónsson.
Varin skot: Áxel Stefánsson 10 (þar af 1
er knötturinn fór aftur tii mótheija), Björn
Björnsson 3/1 (þar af 1 er knötturinn fór
^ftur til mótheija).
Utan vallar: 4 mínútur.
KR: Konráð Olavson 13/3, Sigurður Sveins-
son 4, Páll Ólafsson 2/1, Willum Þór Þórs-
son 1, Bjami Ólafsson 1, Guðmundur
Pálmason 1, Björgvin Barðdal 1. Haukur
Olavson, Magnús Magnússon, Einar Árna-
son.
Varin skot: Leifur Dagfinnsson 1, Árni
Harðarson 10/1 (þar af 3 er knötturinn fór
aftur til mótheija).
Utan vallar: Ekkert.
Dómarar: Birgir Ottósson og Guðmundur
Skúli Stefánsson.
Áhorfendur: 250.
FH-Grótta 21:26
Gangur leiksins: 3:2, 7:13, 8:15, 11:17,
12:21, 17:22, 18:25, 21:26.
Mörk FH: Guðjón Árnason 7, Stefán Kristj-
ánsson 6/2, Hálfdán Þórðarsson 3, Pétur
Petersen 2, Óskar Ármannsson 2/1, Knútur
Sigurðsson 1/1.
'^•^Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 8,
Guðmundur Hrafnkelsson 3.
Utan vallar: 6 mínútur.
Mörk Gróttu: Svafar Magnússon 8, .Stefán
Arnarson 7/2, Halldór Ingólfsson 4/2, Páll
Björnsson og Friðleifur Friðleifsson 2,
Gunnar Gíslason, Guðmundur Sigfússon og
Kristján Brooks 1.
Varin skot: Þorlákur Árnason 16/3.
Utan vallar: 6 mínútur.
Dómarar: Hákon Siguijónsson og Guðjón
Sigurðsson dæmdu vel.
Áhorfendur: Um 120.
Selfoss - ÍR 19:31
Gangur leiksins: 0:1, 1:2, 1:6, 3:7, 4:8,
6:8, 6:12. 7:13, 8:18, 9:19, 10:21, 11:22,
13:23, 14:24, 15:25, 16:27, 17:28, 18:30,
19:31.
Mörk Selfoss: Siguijón Bjarnason 5, Einar
Guðmundsson 4, Kjartan Gunnarsson 3,
Stefán Halldórsson 2, Sævar Sverrisson 2,
Sverrir Einarsson 1, Gústaf Bjarnason 1/1,
Sigurður Þórðarson 1.
Varin skot: Gísli Felix Bjamason 19/1.
Utan vallar: 2 mínútur.
Mörk ÍR: Róbert Rafnsson 9, Magnús Ól-
afsson 7, Frosti Guðlaugsson 5, Matthías
Matthíasson 3, Jóhann Ásgeirsson 3, Njörð-
ur Ársælsson 2, Guðmundur Þórðarson 1,
Þorsteinn Guðmundsson 1.
Varin skot: Hallgrímur Jónasson 20.
Utan vallar: 4 mínútur.
Áhorfendur: 350.
Dómarar: Gunnlaugur Hjálmarsson og Óli
Ólsen.
Staðan
^Vikingur.........19 18 0 1 473:394 36
Valur..........19 15 1 3 468:414 31
Stjaman........18 11 1 6 442:428 23
FH.............19 10 3 6 448:443 23
Haukar.........19 11 1 7 451:453 23
KR.............19 6 .6 7 436:433 18
ÍBV............18 7 4 7 433:426 18
KA.............19 7 2 10 441:428 16
Selfoss........19 3 4 12 387:447 10
Grótta.........19 4 2 13 420:448 10
JR.............19 3 4 12 418:453 10
Fram...........19 2 4 13 390:440 8
Línudans
Morgunblaðið/Sverrir
Jakob Sigurðsson,. fyrirliði Vals, og Dagur Jónasson, Víkingur, taka sporið að Hlíðarenda í gærkvöldi.
H líðar-endastöð!
Sigurganga Víkinga stöðvuð. Valsmenn sterkari á endasprettinum
VALSMENN náðu að stöðva
sigurgöngu Víkinga að Hlíð-
arenda, þar sem þeir voru
sterkari á endasprettinum og
skoruðu sex síðustu mörk
ieiksins - 23:18. „Ég er ánægð-
ur með þennan sigur og slepp
við að lesa fyrirsögnina;
Nítjándi sigurleikur Víkinga í
röð, í blöðunum á morgun,"
sagði Þorbjörn Jensson, þjálf-
ari Valsmanna.
Auðvitað hlaut að koma að því.
að Víkingar töpuðu. Það er
erfitt að halda dampi eins lengi og
þeir hafa gert,“ sagði Þorbjörn.
»Þoð kom niður á
SigmundurÓ. leik okkar að leika
Steinarsson án tveggja lykil-
skrilar manna - Trúfan og
Karlg Þráinssonar.
Við fengum ekki nema eina æfingu
til að breyta leikskipulagi okkar,“
sagði Bjarki Sigurðsson, landsliðs-
maður úr Víkingi.
Víkingar höfðu frumkvæðið lengi
vel, en leikur þeirra fór að riðlast
þegar Valsmenn skoruðu þijú mörk
í röð og komust yfir, 17:15. Víking-
ar tóku smá fjörkipp eftir það og
komust yfir, 17:18, þegar tíu mín.
voru tii leiksloka, en ' síðan ekki
söguna meir. Þeir vora búnir með
úthaldið og gerðu mörg slæm mis-
tök í sókn. Valsmenn skoruðu sex
síðustu mörk leiksins - þar af ijög-
ur úr hraðaupphlaupum.
Einar Þoivarðarson veitti Vals-
mönnum mikið. sjálfstraust þegar
hann mætti í markið þegar átta
mín. voru búnar af seinni hálfleik
og staðan, 12:14, fyrir Víkinga.
Einar stappaði stálinu í sína menn
og þjappaði vörninni saman á loka-
sprettinum. Hann rak sína menn
áfram og mátti heyra hann hrópa;
„Þetta er ekki búið,“ þegar staðan
var orðin 21:18 fyrir Val.
Grótla skellti FH
ÁHUGALITLIR FH-ingarfengu
á baukinn gegn Gróttu í ójöfn-
um leik liðanna í Hafnarfirði.
GGrótta, sem ekki hafði hlotið
nema eitt stig úr síðustu átta
leikjum, náði mest níu marka for-
skoti en fimm mörk skildu liðin að
> leikslok. Helsti höf-
Frosti uðverkur FH í fyrri
Eiðsson hálfleik var vörn og
markvarsla. Þorgils
Óttar reyndi þrjár
útgáfur af varnarleik, en án baráttu
leikmanna var aldrei möguleiki á
að nein þeirra myndi bera árangur:
Góð markvarsla og varnarleikur var
aðal Gróttu og Svafar var atkvæða-
mikill í sókninni. Varnarleikur FH
skánaði í síðari hálfleiknum en lítil
ógnun var hjá báðum liðum í sókn-
inni og fyrsta mark hálfleiksins kom
ekki fyrr en eftir níu mínútur. Gest-
skrifar
irnir náðu níu marka forskoti um
miðjan síðari hálfleik og heima-
menn voru aldrei líklegir til að vinna
þann mun upp.
Svafar og Þorlákur voru bestu
menn Gróttu, Þá var Stefán drjúgur
undir lokin. „Það hlaut að koma
að sigri, við gátum ekki tapað enda-
laust. FH-ingarnir vanmátu okkur
greinilega og um tíma fannst manni
að þeir hreinlega nenntu þessu
ekki,“ sagði Stefán Arnarson.
Bergsveinn fór í mark FH í síðari
hálfleik og stóð sig þokkalega,
Guðjón lék vel síðustu tíu mínúturn-
ar. Þorgils Óttar var allt annað en
ánægður eftir leikinn: „Það kann
að vera að það sé erfitt að einbeita
sér í þessum síðustu leikjum fyrir
úrslitakeppni en það afsakar ekki
leik okkar; við spiluðum eins og
byijendur."
Hans Guðmundsson gerði átta
mörk fyrir KA í gær og er enn marka-
hæstur í 1. deildinni.
Staða Hauka styrkist
Framarar fengu tvö gullin tæki-
færi á síðustu 43 sekúndunum
til að jafna gegn Haukum í gær-
kvöldi, en þeim brást bogalistin úr
vítakasti og af línu
og gestirnir fögnuðu
sigri, 23:22. Leikur-
inn var í járnum og
jafnt á flestum
tölum. Haukar byrjuðu seinni hálf-
Steinþór
Guöbjartsson
skrifar
leikinn að vísu betur og náðu þá
ijögurra marka forystu, en Framar-
ar létu mótlætið ekki á sig fá og
jöfnuðu um miðjan hálfleikinn.
• Markverðir liðanna, Þór Björns-
son hjá Fram og Magnús Árnason
hjá FH, voru í aðalhlutverkum, en
Framararnir Karl Karlsson og
Gunnar Andrésson og Haukamenn-
irnir Snorri Leifsson og Sveinberg
Gíslason léku einnig vel.
Haukar eru nú nær öruggir með
sæti í úrslitakeppninni um Islands-
meistaratitilinn, en þeir verða að
leika betur til að blanda sér í barátt-
una á toppnum. Framarar eru á
botninum, en þeir virðast á uppleið,
sem ætti að koma þeim til góða í
úrslitakeppni botnliðanna.
KAáenn
möguleika
Eftir sigur KA-manna á KR-ing-
um eiga Akureyringarnir enn
möguleika á að komast í úrslita-
keppni 6 efstu liða deildarinnar um
íslandsmeistaratitil-
inn. Mikil barátta
einkenndi leikinn á
Akureyri þar sem
aldrei munaði miklu.
KR var yfirleitt yfir í fyrri hálfleik
en í síðari hálfleik snérist dæmið
við, KA náði strax forystu eftir hlé
og hélt henni allt til loka leiksins.
Þetta var sigur liðsheildarinnar
því KA-menn börðust allir sem einn.
Þó má sérstaklega geta Andrésar
Magnússonar, sem ekki hefur leikið
betur í vetur. Þá var Hans mjög
ógnandi. Hjá KR-ingum bar lang-
mest á Konráð Olavsyni, sem skor-
aði meira en helming marka liðsins.
Anton
Benjamínsson
skrifar
Stórsigur IR
IR gjörsigraði Selfoss i botnslagn-
um. ÍR hóf leikinn af krafti og
það virtist ljóst strax í upphafi í
hvað stefndi. Eftir rúmar tíu mínútur
var ÍR komið með
Helgi fimm marka forystu,
Sigurðsson 1-6. Síðari hálfleikur
skrifar Var algjörlega í eigu
ÍR sem skoraði mörg
mörk sín úr hraðaupphlaupum.
Sigurjón Bjarnason og Gísli Felix
Bjarnason stóðu upp úr slöku liði
Selfyssinga. Róbert Rafnsson og
Magnús Olafsson voru atkvæðamikl-
ir í liði ÍR. Hallgrímur Jónasson átti
einnig mjög góðan leik.