Morgunblaðið - 31.01.1991, Side 52

Morgunblaðið - 31.01.1991, Side 52
 FIMMTUDAGUR 31. JANUAR 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Aðstoðarlæknar J. fullri vinnu á ný AÐSTOÐARLÆKNAR á sjúkrahúsum eru nú aftur farnir að ganga vaktir eins og venjulega, eftir að skrifað var undir kjarasamning læknafélaganna og ríkisins og Reykjavíkurborgar í gærmorgun. Að- gerðum aðstoðarlækna er þó ekki endanlega aflýst, heldur frestað þar til félagsfundur sjúkrahússlækna hefur fjallað um samninginn. Að sögn Björns Rúnar Lúðvíks- sonar, ritara Félags ungra lækna, er óvíst hversu margir af þeim að- stoðarlæknum, sem sögt höfðu upp störfum á sjúkrahúsunum, munu draga uppsagnir sínar til baka. Slíkt væri persónuleg ákvörðun hvers og eins. Aðspurður um viðhorf aðstoðar- lækna til samningsins, sem nú liggur fyrir, sagði Björn Rúnar að skiptar skoðanir væru um samninginn. „Samningurinn er stórt skref fram á við í bættum starfsskilyrðum," sagði Björn Lúðvík. Hann sagði að sumir væru hins vegar ósáttir við að hækka ekki í launum, og vera kynni að þeir drægju uppsagnir sínar ekki til baka. Sjúkrahúslæknar munu fjalla um kjarasámninginn á félagsfundi sínum í Domus Medica á morgun, föstudag. Sjá frétt um efnisatriði samn- ingsins á bls. 4. Verð á 92 okt. bens- íni lækkar um 4,2% Tómlegt á Kletti Morgunblaðið/Ámi Sæberg VERÐ á 92 oktana blýlausu bensini lækkar á morgun um 4,2%, eða úr 56,80 kr. lítrinn í 54,40 kr., en þetta var samþykkt ■ifá fundi verðlagsráðs í gær. Fjár- máiaráðuneytið hefur ákveðið að bensíntollur, sem lækkaður var tímabundið í október til að draga úr verðhækkun, hækki aftur í 50% úr 30% á morgun. Bensíngjatd hækkar þá einnig um 60 aura á lítra, eða úr 18,80 _kr. í 19,40 kr., og sagði Georg Olafsson, verð- lagsstjóri, að tillit hafi verið tekið til þessa við ákvörðun bensín- verðsins. Þá var ákveðið á fundi verðlagsráðs að gefa verðlagn- ingu á 95 oktana bensíni frjálsa, en það er bundið því skilyrði að það gildi á þeim sölustöðum þar sem 92 oktana bensín verður til sölu. gm Georg Ólafsson sagði að gera mætti ráð fyrir því að verð á 92 oktana bensíni geti haldist óbreytt jafnvel fram á sumar vegna birgða- stöðu í landinu og stöðu innkaupa- jöfnunarreiknings. Hann sagði að verðlagsráð hefði ákveðið að gefa verðlagningu á 92 oktana bensíninu ekki frjálsa að svo stöddu vegna þeirrar óvissu sem ríkir um þróun bensínverðs á næstunni, en væntan- lega kæmi þó fljótlega að því. Gert er ráð fyrir því að í framtíðinni muni draga úr sölu á 92 oktana bensíni hér á landi, og þá verði 95 og 98 oktana bensín ráðandi á mark- aðnum. Kristinn Björnsson, forstjóri •^*Skeljungs, sagði að sala á 95 oktana *■ bensíni ætti jafnvel að geta hafist á morgun. I gærkvöldi lá ekki fyrir ákvörðun um á hvaða verði það verð- ur selt, né heldur um það hvort verð á 98 oktana blýbensíni breytist nú um mánaðamótin. í fiskimjölsverksmiðju Faxamjöls á Kletti í Reykjavík er nú tómlegt um að litast vegna loðnuveiðibanns en á þessum árstíma eru þrær fiskimjölsverksmiðjanna yfirleitt fullar af loðnu og peningalyktin liggur í loft- inu. Loðna hefur hins vegar fundist við Vestfirði og hún er viðbót við þá loðnu, sem rannsóknaskip hafa mælt í vetur, að sögn Jakobs Jakobssonar forstjóra Hafrannsóknastofnunar. Rannsóknaskipið Bjarni Sæmunds- son kannar loðnuna við Vestfirði á næstu dögum en talið er að hún sé blönduð. Húsnæðismálastjórn leitar til ríkisstjórnarinnar um aðstoð: Óvíst um greiðslu 1.000 millj. til 800 lántakenda eftir helgi STJÖRN Húsnæðisstofnunar ríkisins hefur ritað félagsmálaráðherra og ríkisstjórninni allri bréf, þar sem farið er fram á úrlausn á fjárhags- vanda Byggingarsjóðs ríkisins með lántökum eða ríkisábyrgð. Tilefnið er, samkvæmt heimildum Morgunblaðisins, að verði ekkert að gert stefni i greiðsluþrot sjóðsins innan næstu tveggja vikna, þar sem tilraun- ir til að leysa fjárhagsvandann hafa ekki borið árangur. Eftir helgina á að greiða út um 1.000 milljónir kr. í húsnæðislán til um 800 lántak- enda og er óvissa um að það takist. Um síðustu áramót var staða sjóðsins þannig, að um 1.000 milljón- ir króna vantaði á að endar næðu saman. Þá sagði Sigurður E. Guð- mundsson, forstjóri Húsnæðisstofn- unar, að reynt yrði að finna heildar- lausn á fjárhagsmálum sjóðsins, sem dygði út árið. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa þær tilraunir ekki borið árangur. „Það strandar á að fjármálaráð- herra sé tilbúinn að viðurkenna að það vantar hreinlega fjármuni inn í sjóðinn til þess að geta staðið við skuidbindingar og annað hvort heim- ili sjóðnum lántöku til þess að brúa það bil sem upp á vantar vegna þess að kaup lífeyrissjóðanna duga ekki í það núna fyrstu mánuðina, eða veiti ábyrgð ríkissjóðs gagnvart Seðlabankanum, sem mundi þá lána sjóðnum einhveijar ákveðnar upp- hæðir til að leysa þessi vandræði til að byija með,“ sagði einn heimildar- maður Morgunblaðsins í gær. Annar heimildarmaður sagði aug- ljóst, að verði ekki útvegað nauðsyn- legt fjármagn, 1 til 2 milljarðar. á allra næstu dögum, væri ekki hægt að standa við að greiða út lán né heldur að greiða afborganir til lífeyr- issjóða um miðjan næsta mánuð. Heimildarmenn blaðsins segja, að miðað við þau loforð sem lífeyrissjóð- irnir hafi gefið sé vonast til að þeir kaupi umtalsvert af skuldabréfum nú næstu daga og það gæti að ein- hveiju leyti bjargað málunum næsta hálfa mánuðinn eða svo. Húsbréfakerfi stefnir einnig í stöðvun næstu daga. Samþykkt var fyrir hálfum mánuði tillaga í hús- næðismálastjórn um að setja af stað nýjan húsbréfaflokk, sem yrði sam- kvæmt heimildum blaðsins að uþp- hæð 8 milljarðar króna, en að öðru leyti með sömu kjörum og sá flokkur sem nú er að klárast. Heimildir blaðs- ins segja að þessi beiðni hafi ekki fengist tekin fyrir ennþá á ríkis- stjórnarfundi. Dönsk þyrla kom með slas- aðan sjómann ÞYRLA af danska varðskipinu Vædderen flaug í gærkvöldi með fótbrotinn sjómann af grænlenskum togara að Borg- arspítalanum í Reykjavík. Togarinn var á veiðum á Dohmbanka þegar slysið átti sér stað. Haft var samband við land- helgisgæsluna í Reykjavík en danska varðskipið var á nálæg- um slóðum og sótti þyrla skips- ins sjómanninn og flaug með hann til Reykjavíkur. Stjórn Dagsbrúnar fjallar um verðhækkanir frá áramótum: Haldi svona áfram er þjóðarsáttin liðið lík - segir Guðmundur J. Guðmundsson VERKAMANNAFÉLAGIÐ Dagsbrún hefur boðað til sérstaks stjórnar- fundar í dag þar sem birtur verður listi yfir verðhækkanir frá upp- hafi þessa árs. Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar sagði að jafnframt yrði rætt til hvaða aðgerða yrði gripið gegn verð- hækkunum. Á lista Dagsbrúnár yfir verð- hækkanir er 5% hækkun á gjaldskrá Rafveitu Reykjavíkur frá 1. janúar, 8,4% hækkun á gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur frá 11. janúar, strætis- vagnagjöld hækkuðu um 9% frá 1. janúar, fasteignagjöld í Reykjavík hækkuðu um 12% frá 1. janúar, fast- eignagjöld i Kópavogi hækkuðu um 18% en auk þess hefur verið boðað sérstakt sorphirðugjald þar, 3,5% hækkun á gjaldskrá Pósts og síma frá 1. janúar, bifreiðagjöld hækkuðu um 17% 1. janúar, afnotagjöld Ríkisútvarpsins hækkuðu um 3% 1. janúar og húseigendatryggingar um 45-50%. Þá er ekki ljóst hve mikil hækkun verður á ökumannstrygg- ingu né boðaðri hækkun á bílatrygg- ingum. „Við þetta bætist hækkun vaxta Landsbankans og væntanlega ann- arra banka í kjölfarið. Þá má minna á að hækkun ÁTVR á síðari hluta seinasta árs nam 5% umfram al- mennar verðlagsbreytingar," sagði Guðmundur. „Fargjöld með Akra- borginni hækkuðu um 10% seinni hluta ársins og mér skilst að bank- arnir séu á leiðinni með hækkanir. Hækkanir sem eru framundan hjá tryggingafélögunum verða örugg- lega tveggja stafa tölur. Haldi svona áfram þá er þjóðarsáttin liðið lík,“ sagði Guðmundur. Strandaði við innsigl- inguna í Njarðvík MUMMI GK 230 tonna bátur úr Sangerði strandaði við innsiglinguna í Njarðvíkur- höfn um tíuleytið í gær- kvöldi. Báturinn sem rær á línu með sjö manna áhöfn var að koma úr róðri þegar hann tók niðri. Tilkynningaskyldan náði sambandi við bátsveija í gær- kvöldi og sögðu þeir að veður væri slæmt og mjög hvasst. Þeir töldu þó ekki hættu á ferð- um og ætluðu að halda kyrru fyrir um borð í nótt. Enginn sjór var kominn í skipið, en ljósavélin sló út að sögn lög- reglunnar í Keflavík. Björgunarsveitarmönnum var gert viðvart og voru þeir í viðbragðsstöðu ef eitthvað kæmi uppá og bátur var tilbú- inn ef Mummi færi að hallast. Átti að reyna að koma bátnum á flot á háflóðinu kl. 7 í morgun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.