Morgunblaðið - 21.02.1991, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMÍUDÁGÚR 21. FEBRÚAR 1991
Forsætisráðherra Eistlands:
ísland ísbijótur í bar-
áttu Eystrasaltsríkja
Sammála Jeltsín að Gorbatsjov beri að segja af sér
„ÉG ER sammála Boris Jeltsín," sagði Edgar Savisaar, forsætisráð-
herra Eistlands, í samtali við Morgunblaðið um þá yfirlýsingu Jelts-
íns, að Gorbatsjov Sovétforseti eigi þegar í stað að segja af sér
embætti. Hann sagði ennfremur að fyrirhuguð vantrauststillaga
harðlínumanna á Jeltsín á rússneska þinginu muni hafa mikil áhrif.
„Við eigum samt ekki gleyma því, að það eru líka til rússneskir
lýðræðissinnar sem hafa viss áhrif. Ræða Jeltsíns á þriðjudag þýðir
að lýðræðissinnar eru að láta til sín taka að nýju,“ sagði Savisaar.
Savisaar og Lennart Meri, ut-
anríkisráðherra Eistlands, komu til
íslands frá Stokkhólmi síðdegis í
gær og tók Steingrímur Hermanns-
son, forsætisráðherra, á móti þeim
í flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Savisaar sagði við fréttamenn við
komuna til landsins að Eistlending-
ar hefðu verið í sambandi við ís-
lenska ráðamenn og nú væri kom-
inn tími til að hefja viðræður milli
landanna og stilla betur saman
strengi.
„Island hefur hjálpað mikið í
baráttu Eystrasaltslandanna og
verið eins og ísbijótur á Norður-
löndunum. Það hefur líka greitt
fyrir stuðningi frá öðrum Evrópu-
ríkjum,“ sagði hann.
Savisaar sagði að erindi þeirra
til Islands væri að samræma sjónar-
mið landanna en stuðningur Islands
hefði verið ómetanlegur og átt sinn
þátt í að stöðva valdbeitingu sovét-
hersins í Eystrasaltsríkjunum,
„vegna þess að það var ísland sem
hjálpaði Eystrasaltslöndunum við
að stöðva það Demóklesarsverð sem
fellt var á þessi lönd í janúar. Nú
er stund milli stríða og við viljum
nota tímann til að styrkja sambönd-
in við önnur lönd,“ sagði hann.
Hann sagði einnig að viðurkenn-
ing íslands á sjálfstæði Litháens
hefði haft jákvæð áhrif á baráttu
Eistlands. „Við teljum að önnur ríki
muni fylgja í fótspor Islendinga,“
sagði hann.
Edgar Savisaar og Lennart Meri
munu í dag eiga viðræður við Stein-
grím Hermannsson, forsætisráð-
herra, og Jón Baldvin Hannibals-
son,_ utanríkisráðherra. Heimsókn
þeirra til íslands lýkur á morgun.
Morgunblaðið/Þorkell
Edgar Savisaar, forsætisráðherra Eistlands (t.v.), og Lennart Meri, utanríkisráðherra (t.h.), komu til
íslands frá Svíþjóð síðdegis í gær. Tók Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, á móti ráðherrunum
í Leifsstöð.
Nýbyggingar:
Byggingamenn kenna hús-
bréfum um trega íbúðasölu
Barn datt og
klemmdist í
rúllustiga
ÞAÐ óhapp varð í verslunar-
miðstöðinni í Mjóddinni um
hálffimmleytið í gær að barn
klemmdist í rúllustiga. Mun
barnið hafa dottið í stiganum
og klemmst við það.
Barnið var flutt á slysadeild
en meiðsli þess reyndust minni-
háttar.
Fulltrúar frá Vinnueftirlitinu
voru kallaðir á staðinn, eins og
venja er þegar svona mál koma
upp. Við athugun þeirra á stig-
anum reyndist hins vegar allt
vera í lagi.
Að sögn lögreglunnar kemur
það fyrir af og til að fólk klemm-
ir sig í rúllustigum og er þar
oft um böm að ræða.
UM 200-250 íbúðir, fokheldar eða
lengra komnar í byggingu, eru
óseldar á höfuðborgarsvæðinu,
samkvæmt könnun sem Lands-
samband iðnaðarmanna hefur
gert. Byggingamenn segja þennan
fjölda óseldra íbúða endurspegla
sólutregðu, sem stafi aðallega af
því hve húsbréfakerfið sé dýrt
fyrir kaupendur en ekki af því að
verð á þessum íbúðum sé of hátt.
í könnuninni kom fram, að meiri-
hluti þeirra byggingameistara, sem
eiga óseldar íbúðir, telur söluhorfur
þeirra góðar, nú þegar mesti sölu-
tíminn fer í hönd og að nægur fjöldi
áhugasamra kaupenda sé á mark-
aðnum. Það sé þó háð því að fram-
kvæmdin í húsbréfakerfmu yrði
greiðari en verið hefur.
Ingvar Á. Guðmundsson formaður
Meistara- og verktakasambands
byggingamanna sagði við Morgun-
blaðið, að fjármagnskostnaður í hús-
bréfakerfi væri svo mikill að fólk
keypti frekar notað ódýrara húsnæði
en nýtt. Afföll á húsbréfunum væru
nú milli 14 og 15%, m.a. vegna þess
að ríkið þyrfti að standa við skuld-
bindingar úr gamla húsnæðiskerfinu
og fengi til þess fjármágn frá lífeyris-
sjóðunum, sem um leið drægju úr
kaupum á húsbréfum. Jafnframt
seldi ríkið skuldabréf og ríkisvíxla
sem kepptu við húsbréfín á ijár-
magnsmarkaði. „Þetta er fjármála-
skollaleikur þar sem ríkið er sjálft
að vinna gegn húsbréfakerfinu,"
sagði Ingvar.
Hann sagði að samkvæmt athug-
unum Meistara- og verktakasam-
bands byggingamanna hefðu bygg-
ingameistarar ekki lækkað verð á
nýjum íbúðum í Reykjavík frá ára-
mótum enda virtust kaupendur nýrra
íbúða ekki setja verðið fyrir sig.
-í könnun Landssambands iðnaðar-
minna kemur fram, að verkefna-
stáða fyrirtækjá í byggingariðnaði
virfíist vera viðunandi miðað við árs-
tíma, þótt það væri mismunandi eft-
ir landshlutum. Ingvar Á. Guð-
mundsson sagði að á árinu yrðu
byggðar um 1.000 félagslegar íbúðir
og samtök aldraðra létu einnig
byggja mikið af íbúðum. Útlit væri
því fyrir að 1.400 til 1.600 nýjar
íbúðir yrðu byggðar á árinu, en af-
kastagetan væri um 2.500 íbúðir
þannig að verkefnin væru ekki næg.
Staða prófessors í skurðlækningum við HÍ:
Brynjólfur dregur sig til baka
Á FUNDI í læknadeild Háskóla íslands í gær var lesið bréf frá Brynj-
ólfi Mogensen, yfirlækni á bæklunardeild Borgarspítalans, þar sem
hann dregur umsókn sína um stöðu prófessors í handlæknisfræðum
við Háskóla Islands til baka. Búist er við að kosningar fari fram í
læknadeild innan tveggja vikna milli umsækjenda um stöðuna.
Við atkvæðagreiðslu í læknadeild
í desembermánuði milli umsækjenda
um stöðuna hlutu dr.med. Brynjólfur
Mogensen og dr.med. Halldór Jó-
hannsson, dósent við læknadeild HÍ,
flest atkvæði. Er síðan var kosið á
milli þeirra tveggja á fundinum hlaut
Brynjólfur 31 atkvæði en Halldór 30
atkvæði. Einn seðill var auður og
einn ógildur og að mati lögskýrenda
taldist Brynjólfur ekki hafa hlotið
tilskilinn meirihluta atkvæða. Varð
því að kjósa aftur í læknadeild og
við tvennar kosningar í deildinni í
síðustu viku hlaut Halldór hins vegar
nokkrum atkvæðum meira en Brynj-
ólfur og í báðum tilvikum réttan
helming greiddra atkvæða en ekki
*
Rannsóknaskipið Arni Friðriksson fer í loðnuleiðangur á laugardag:
Mælt verður hversu mikíð er af
loðnu austan við aðalgönguna
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson fer í loðnurannsóknaleiðangur við
Suðausturland á laugardag og reiknað er með að skipið verði tæpar
tvær vikur í leiðangrinum, að sögn Jakobs Jakobssonar l'orstjóra Haf-
rannsóknastofnunar. „Skipið á fyrst og fremst að mæla hversu mikið
er af loðnu austan við aðalgönguna, sem komin er vestur fyrir Vest-
mannaeyjar," segir Jakob. Mokveiði var hjá loðnuskipunum við Grinda-
vík og Ingólfshöfða í gær en þá var búið að veiða um 70 þúsund tonn
af 182 þúsund tonna loðnukvóta.
Rannsóknaskipið Bjami Friðriks-
son kom úr loðnuleiðangri til Reykja-
víkur á föstudag en skipið fór í sjó-
rannsóknaieiðangur á þriðjudag og
verður í honum í tvær vikur. Árni
Friðriksson kom hins vegar til
Reykjavíkur úr síidarmæiingum og
loðnuleit á mánudagskvöld. Rann-
sóknaskipin eru búin að sigla sam-
tals 12 þúsund sjómílur frá áramót-
um og hafa eytt oliu fyrir um 4 millj-
ónir króna á þeim tíma.
Keflvíkingur KE og Bergur VE
lönduðu loðnu á Höfn í Hornafirði í
gær en það er fyrsta loðnan, sem
Fiskimjölsverksmiðja Homafjarðar
hf. tekur á móti í vetur. Verksmiðjan
greiðir 4 þúsund krónur fyrir t.onnið,
eða sama verð og Hraðfrystihús
Eskifjarðar hf., en Síldarverksmiðjur
ríkisins (SR) á Reyðarfírði greiða
4.200 krónur fyrir tonnið, að sögn
Hallgríms Haligrímssonar 1. stýri-
manns á Keflvíkingi.
Nú fást um 300 sterlingspund, eða
32 þúsund krónur, fyrir tonriið af
venjulegu loðnumjöli og 340-350
bandaríkjadalir, eða um 19 þúsund
krónur, fyrir tonnið af loðnulýsi, að
sögn Jóns Reynis Magnússonar
framkvæmdastjóra SR. Hins vegar
fæst allt að 15% hærra verð fyrir
gæðamjöl en venjulegt mjöl en hrá-
efnið skiptir mestu máli varðandi
gæðin. Jón Reynir segir að nú sé lít-
il eftirspurn eftir loðnumjöli. Hins
végar sé mikil eftirspum eftir gæða-
lýsi í fiskafóður.
Mjölnýtingin er nú um 17% og
lýsisnýtingin 8%. Ef greiddar eru 4
þúsund krónur fyrir loðnutonnið er
hráefnisverðið því tæp 70% af því
afurðaverði, sem nú fæst. „Ef hrá-
efnisverðið er hærra en 60% af skila-
verði hafa menn enga peninga til að
vinna þetta og afskrifa vélar og
tæki,“ segir Jón Reynir.
Frá því að veiðibanni var aflétt
13. þessa mánaðar hefur loðnu verið
landað hjá öllum loðnuverksmiðjum
á landinu, nema á Ólafsfirði, Siglu-
firði, Raufarhöfn og í Sandgerði en
SR á Siglufírði og Raufarhöfn
bræddu loðnu í haust. Ætlunin er
að taka á móti loðnu í Sandgerði á
næstunni en ekki er búist við að
verksmiðjan á Ólafsfirði bræði loðnu
í vetur. SR á Seyðisfírði tók á þriðju-
dagskvöld á móti fyrstu loðnunni
eftir að verksmiðjan var endurbætt
og vel gekk að bræða loðnuna, að
sögn Jóns Reynis Magnússonar
framkvæmdastjóra.
Útgerðir loðnuskipanna Helgu II
RE, Grindvíkings GK, Bjarna Olafs-
sonar AK og Hákons ÞH eiga hlut
í loðnuverksamiðjunni Hafsíld á
Seyðisfirði. Þá á Fiskimjöl og lýsi hf.
í Grindavík 80% í loðnuverksmiðjunni
á Vopnafírði en Víkurberg GK og
Háberg GK lönduðu loðnu á Vopna-
fírði um helgina.
tilskilinn meirihluta. Fyrirhugað var
að kjósa í fjórða skipti milli Brynj-
ólfs og Halldórs á fundi deildarinnar
í gær en við upphaf hans las forseti
deildarinnar, dr.med. Gunnar Guð-
mundsson, fyrrgreint bréf Brynjólfs
Mogensen.
Brynjólfur Mogensen sagði þetta
mál snúast um að skipuð hafi verið
dómnefnd, eins og lög gerðu ráð
fyrir, til að meta hvern umsækjenda
hún teldi hæfastan til að skipuleggja
stjórn og þróa kennslu í handlæknis-
fræðum og efla vísindavinnu. „Dóm-
nefndin mat mig hæfastan til þess-
ara starfa en þegar búið var að kjósa
^fjórum sinnum án þess að niðurstaða
fengist ákvað ég að nóg væri komið
og dró mig til baka,“ sagði Brynjólf-
ur. „Það er mitt mat að fyrst þessi
háttur er hafður á, að dómnefnd er
valin, sem leggur margra mánaða
vinnu í að vega og meta umsækjend-
ur, en síðan er ekki farið að niður-
stöðu hennar heldur kosið á milli
efsta og neðsta manns á lista henn-
ar, þá tekur það ekki nokkru tali.“
Hann sagði að sér fyndist rétt,
fyrst svona væri komið, að menn
■ endurmætu stöðúna og athuguðu
hvort ekki fyndust fletir á málinu
sem flestir gætu sætt sig við. „Ráð-
herrar hafa í gegnum tíðina verið
gagnrýndir fyrir að hafa ekki allaf
gert eins og dómnefndir mæla með
en nú fara deildarfulltrúar ekki eftir
því sem dómnefndin segir. Um þetta
er tekist."
Halldór Jóhannsson sagðist ekki
vera reiðubúinn að tjá sig um málið.
Aðrir umsækjendur um stöðuna
eru þeir dr.med. Einar Örn Björns-
son, dósent og sérfræðingur á Há-
skólaspítalanum í Lundi, dr.med.
Jónas Magnússon, sérfræðingur á
Borgarspítalanum, Gauti Arnþórs-
son, dósent og yfírlæknir á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri, og
dr.med. Gunnar Gunnlaugsson, MS.