Morgunblaðið - 21.02.1991, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.02.1991, Qupperneq 14
14 MORGÍINBLAÐIÐ FÍMMTUDAGÚr 21.'FEBRÚAR 1991 Meimingin, fiskur og popptónlist eftir Svavar Gestsson Það er greinilegt að mikið liggur við til að koma í veg fyrir að til verði ein lítil skrifstofa til að sjá um kynningu á íslenskri menningu erlendis. Önnum kafinn hæstarétt- arlögmaður veður fram á sviðið til að reyna að afstýra þessum ósköp- um og biður um það lengstra orða að: a) rugla ekki saman menningu og vörukynningu b) rugla ekki saman menningu og poppi c) að fyrir alla muni verði kynning á íslenskri menningu erlendis að vera í lista- safnadeild mennta- málaráðuneytisins Jafnframt varar hann þjóðina við að leggja trúnað á ummæli „hátt- settra frammámanna" um fisk og menningu. Þetta er greinilega graf- alvarlegt mál. Sérstaklega þar sem hinn háttsetti frammámaður er væntanlega forseti íslands. Vigdís Finnbogadóttir hefur eins og kunn- ugt er borið hróður íslenskrar menn- ingar í orði og athöfn og í sjálfri sér víðs vegar um heiminn. Eg leyfí mér að fullyrða að enginn annar íslenskur „frammámaður" hafi náð öðrum eins árangri og Vigdís Finn- bogadóttir á þessu sviði. Þess vegna er vandfundin ástæðan til að draga ummæli hennar sérstaklega í efa. Sömuleiðis er vandfundin blaða- grein þar sem jafn miklum misskiin- ingi er komið fyrir í jafn stuttu máli og í grein Knúts Bruun í Morg- unblaðinu laugardaginn 16. febrúar, og væri fróðlegt að vita hvaðan lög- maðurinn fær upplýsingar sínar. Skipulegt kynningarátak í fyrsta Iagi segir hann „... að aldrei skuli kynna erlendis íslenskan gæðafísk úr sjó nema með.fylgi í farteskinu listirnar í einhverri mynd“. Það er ekki hægt að kynna HAGKAUP TILBOÐ VIKUNNAR: I-- BUITONI I SPAGHETTI Svavar Gestsson „Hér er einungis verið að skapa aðstæður til að sameina kraftana sem best í þágu íslenskrar menningar en ekki gegn henni eins og lögmaðurinn virðist telja.“ ísland án þess að kynna íslenska menningu, en enginn hefur haldið því fram að „aldrei" megi segja frá íslenskum þorskflökum án þess að geta um Snorra Sturluson og Hall- dór Laxness í leiðinni. í öðru lagi: „... en ef nefndin ætlar að fara að hræra saman heimsfrægum poppurum, fiskafurð- um og íslenskri menningu og búa til íslenskar fisk- og menningar- kynningar erlendis þá fer í verra.“ Um nefndina: Hún varð til upp úr umræðum í ríkisstjórninni þar sem rætt var um Utflutningsráð annars vegar og kynningarátak for- sætisráðuneytis hins vegar, þar sem fjarvera íslenskrar menningar var blátt áfram átakanleg. Meðráðherr- ar mínir féllust á nauðsyn skiplegs kynningarátaks á íslenskri menn- ingu Skipuð var nefnd frá mennta- málaráðuneyti, utanríkisráðuneyti, forsætisráðuneyti og fjármálaráðu- nejái. Niðurstaða nefndar Niðurstaða hennar var sú að setja yrði lög um stofnun menningarskrif- stofu þannig að menningarkynning erlendis stæði a.m.k. jafnfætis pkynningu á fiski og ferðalögum. Hér er með öðrum orðum gerð til- laga um að tryggja að menningin sitji við sama borð og aðrir. Mín skoðun er reyndar sú að hún eigi jafnan að vera í fyrirrúmi. Lögð er sérstök áhersla á í tillögum nefndar- innar að skrifstofan vinni störf sín í nánu samstarfi við listamenn og samtök þeirra, þannig að meginhlut- verk skrifstofunnar verði að vera samtengjandi skipulagsaðili fyrir þá sem kynna vilja íslenska list og menningu erlendis. En þar má nefna sem dæmi íslenska tónverkamiðstöð og Félag íslenskra bókaútgefenda. Nefndin var skipuð fulltrúum ráð- herranna (raunar ekki embættis- mönnum eins og haldið er fram í greininni) en hér í menntamálaráðu- nejdinu vitum við hvaða áherslu listamenn og samtök þeirra hafa lagt á aukna alþjóðlega starfsemi. Þetta er sérstaklega brýnt nú þegar alþjóðleg samkeppni um vörur og vitund fer harðnandi. Allar þjóðir Evrópu búa við það fyrirkomulag að sérstök skrifstofa annist verkefni af þessu tæi. Hér er því ekki um að ræða breytingu „breytinganna vegna“ né heldur „hótfyndni ein- hverra frammárnanna" heldur nauð- synlegt viðbragð við veruleikanum. Það er líka rangt að til standi að taka menningarkynninguna frá listamönnum eins og hæstaréttar- lögmaðurinn gefur í skyn í grein sinni. Hér er einungis verið að skapa aðstæður til að sameina kraftana sem best í þágu íslenskrar menning- ar en ekki gegn henni eins og lög- maðurinn virðist telja. Auðvitað getur ráðuneytið gert margt og hefur gert en ég er algjör- lega andvígur því að starfsemi af þessu tæi sé háð duttlungum ráð- herra á hverjum tíma, þó mér þyki að sjálfsögðu vænt um þá tak- markalausu hollustu sem lögmaður vottar mér r grein sinni. Á síðasta ári efndum við til kynn- ingar á íslenskri menningu erlendis á mörgum stöðum, t.d. Gautaborg, Tampere og Japan. í öllum þessum tilvikum var kallað til Ijölmennt lið utan ráðuneytisins og utan safna- og listadeildar þess. I því sambandi má t.d. nefna skrifstofu forseta ís- lands, Norræna húsið, samtök lista- manna og fjölda annarra aðila. Með öðrum orðum: Skrifstofan er svar við áratuga óskum íslenskra lista- manna og það er óþurftarverk að reyna að gera þetta starf tortryggi- legt. Norræna ráðherranefndin: Fé lagt til nýrra hópa í orkurannsóknum Orkurannsóknanefnd Norr- ænu ráðherranefndarinnar hef- ur ákveðið að beita sér fyrir stofnun norrænna samstarfs- hópa á fleiri sviðum orkurann- sókna en nú eru starfandi. Ef menn sjá ný aðkallandi viðfangs- efni í orkurannsóknum, sem heppilegt væri að leysa í norr- ænni samvinnu, geta þeir komið samstarfshópi á fót með fjár- hagslegum stuðningi frá Or- kurannsóknanefndinni. Norræna ráðherranefndin hefur beitt sér fyrir því að Norðurlönd veita sameiginlega 20 milljónum norskra króna á þessu ári til rann- sókna á fagsviðunum Lífræn orka og umhverfi, Eldsneytishlöður, Orka og samfélag, Fast eldneyti, Fjarhitun og Olíutækni. Nú geta menn, sem starfa að orkurannsókn- um, myndað nýja samstarfshópa með fjárhagslegum stuðningi Orku- rannsóknanefndarinnar. Þeir eiga að mynda hópinn úr samskonar rannsóknarumhverfí í löndunum og þurfa ekki endilega að skipa próf- essorstöður. Áhugi verður að vera fyrir hendi á verksviði slíks hóps í a.m.k. þremur Norðurlandanna. Hver hópur fær í eitt skipti 200 þúsund norskar krónur í sinn hlut. Nánari upplýsingar gefur Jakob Björnsson, orkumálastjóri, Orku- stofnun, en hann er fulltrúi ísiands í Orkurannsóknanefndinni. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á skrifstofu nefndarinnar, SEFO, boks 234, 1430 Ás, Noregi. (Úr fréttatilkynningu) Ibúóar- og sumarhús byggó af traustum aóilum. Leitaóu upplýsinga og fáóu sendan bækling. S.G. Einingahús hf. Selfossi, sími 98-22277

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.