Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLÁÐE) FIMMTÚDAGUR 21. FEBRUARM991
23
Reuter
Gríman aldrei langt undan
Tvær tískusýningarstúlkur sýndu ný sundföt í Tel Aviv í ísrael í
gær. Eins og komið hefur fram í fréttum að undanförnu skilja ísrael-
ar nú sjaldnast gasgrímuna við sig. Hún er því orðin hluti af dag-
legu lífi fólks og því kannski ekki óeðlilegt að sundföt séu vegin og
metin með hliðsjón af því hvernig þau passi við slíkan höfuðbúnað.
Samningaviðræður EFTA og EB:
Nýjar tillögur um sam-
eiginlegan EES-dómstól
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Yfirsamninganefnd Evrópubandalagsins (EB) kynnti í gær nýjar
hugmyndir um sameiginlegan dómstól fyrir Evrópska efnahagssvæð-
ið (EES). Talsmaður yfirsamninganefndar Fríverslunarbandalags
Evrópu (EFTA) sagði að tillagan væri mun aðgengilegri sem umræðu-
grundvöllur fyrir EFTA. Nýja tillagan gerir ráð fyrir að sérhvert
ríki EFTA skipi dómara við dómstólinn og dómstólar innan EFTA
geti beðið um úrskurð EES-dómstólsins í atriðum sem varða samning-
inn um Evrópska efnahagssvæðið. Á fundinum í gær hafði verið
búist við tillögum frá EB til lausnar deilunum um greiðari aðgang
fyrir sjávarafurðir á markaði Evrópubandalagsins en af því varð ekki.
Með fundinum í gær lauk sjöundu
samningalotu EFTA og EB um
EES. Horst Krenzler, aðalsamn-
ingamaður EB, sagði að loknum
fundinum að nokkuð miðaði í sam-
komulagsátt en ljóst væri að herða
þyrfti róðurinn að mun ef ljúka
ætti samningaviðræðunum á tilsett-
um tíma fyrir lok júnímánaðar.
Krenzler sagði að enn bæri mikið
á milli í samningaviðræðunum.
EFTA-ríkin tóku nýjum tillögum
EB um sameiginlegan dómstól vel.
í þeim er komið til fnóts við þá
kröfu EFTA að sérhvert aðildarríki
skipi dómara við dómstólinn sem
mun starfa í nánum tengslum við
Evrópudómstólinn í Lúxemborg.
Umræðurnar um EES-dómstólinn
eru skammt á veg komnar og
ekki ljóst hvert hlutverk hans
verður en EB hefur gert ráð fyr-
ir að hann úrskurði einungis í
ágreiningsmálum vegna EES-
samningsins og dómstólar í
EFTA-ríkjunum geti óskað eftir
úrskurði hans um efni er varða
efnahagssvæðið.
Krenzler sagði þær tillögur
sem EFTA-ríkin hefðu lagt fram
í tvíhliða viðræðum um landbún-
aðarmál hafa valdið vonbrigðum
í herbúðum EB. Þá hvorki gengi
né ræki í samningaviðræðum við
Svisslendinga og Austurríkis-
menn um ferðir flutningabif-
reiða frá EB um lönd þessi. Af
hálfu Evrópubandalagsins væri
ljóst að viðunandi lausn á þeim
málum væri forsenda fyrir því
að unnt yrði að ljúka gerð EES-
samningsins. Krenzler gat þess
Deilur um framtíð Júgóslavíu:
Slóvenar gera að tillögu sinni
að tvö ný ríki verði mynduð
liiuhlinna. Reuter.
einnig að enn hefði ekki tekist
að ljúka viðræðum um stofnanir
vegna EES, verslun með sjáv-
arafurðir og hugmyndir um sér-
stakan EFTA-sjóð til lífskjara-
jöfnunar innan fátækari ríkja
EB.
EB boðaði á síðasta fundi yfir-
samninganefndarinnar að tillög-
ur yrðu lagðar fram af þeirra
hálfu til lausnar deilunum um
verslun með sjávarafurðir. Ljóst
er að þær til-lögur verða ekki
lagðar fram fyrr en eftir miðjan
næsta mánuð. Unnið er að því
innan framkvæmdastjórnar Evr-
ópubandalagsins að móta þessar
tillögur í samráði við aðildarrík-
in. Heimildarmenn Morgunblaðs-
ins í Brussel herma að tillögurn-
ar gangi enn sem komið er mjög
skammt og gert sé ráð fyrir
umtalsverðum veiðiheimildum
innan lögsögu EFTA-ríkja fyrir
greiðari aðgang að EB-mörkuð-
um. ítrekað er af hálfu EFTA
að viðunandi lausn á verslun með
sjávarafurðir sé forsenda samn-
ingsins um EES.
ír Blomberq
Ljubljana. Reuler.
ÞING Slóveníu samþykkti í gær breytingar á stjórnarskrá lýðveld-
isins sem kveða á um að framvegis skuli lög landsins vera æðri
júgóslavneskum lögum. Þykir þetta mikilvægt skref í sjálfstæðis-
baráttu Slóvena sem nú kveðast líta svo á að júgóslavneska ríkja-
sambandið heyri í raun sögunni til.
Á þinginu var einnig samþykkt
áætlun í 11 liðum um hvemig stað-
ið skuli að því að leysa Júgóslavíu
upp. Forseti lýðveldisins, Milan
Kucan, sagði að gengið væri að
því sem vísu að ríkjasambandið
Júgóslavía hefði liðast í sundur
í efnahagslegum og pólitískum
skilningi. Lagði forsetinn til að
samningaviðræður um skiptingu
landsins yrðu hafnar þegar í stað.
í máli hans kom fram að Slóvenar
vildu að Júgóslavíu yrði skipt upp
í tvö ný ríki. í öðru ríkinu samein-
uðust þeir sem vildu lúta mið-
stýrðri sambandsstjórn. Hitt ríkið
yrði hins vegar laustengt bandalag
þjóða eða öldungis sjálfstætt ríki.
Færi það eftir því hvort fleiri þjóð-
ir en Slóvenar vildu mynda slíkt
ríki. Á morgun, föstudag, koma
leiðtogar lýðveldanna sex saman
til fundar og stefna Slóvenar að
því að kynna þeim þessa tillögu.
Kuran tók fram að samþykktu hin
lýðveldin ekki tillögu þessa yrðu
Slóvenar sjálfir að ákvarða hvern-
Græningjaflokkur Þýskalands:
Sendinefnd móðgar ísraela
lorúanlom Rontor ^ ^
ing tiyggja bæri sjálfstæði ríkis-
ins.
Ekkert hefur miðað í viðræðum
leiðtoganna að undanförnu um
framtíð Júgóslavíu. Slóvenar
kröfðust þess upphaflega að Júgó-
slavía yrði framvegis laustengt
bandalag sjálfstæðra ríkja og var
sú stefna mótuð er endi var bund-
inn á alræði kommúnista í landinu
i fijálsum kosningum í fyrra. Yfir-
völd í Serbíu, sem er stærst lýð-
veldanna, vilja að Júgóslavía verði
áfram miðstýrt sambandsríki. í
Króatíu hafa yfirvöld hins vegar
hótað úrsögn úr ríkjasambandinu
og stigið markviss skref í átt til
sjálfstæðis líkt og Slóvenar.
7 gerðir.
iottverð-greiðslukjör
Elnar Farestveát&Co.hf
BORGARTUNI28, SÍMI622901.
L*IA 4 stoppar vM dymar
Jerúsalem. Reuter.
ÍSRAELSKIR embættismenn
sniðgengu sendinefnd þýska
græningjaflokksins í ísrael í
gær eftir að ísraelska dagblaðið
Jerusalem Post hafði eftir ein-
um talsmanna flokksins, Ilans
Christian Ströble, að eldflauga-
árásir Iraka á Israel væru rök-
rétt afleiðing af stefnu Israela
gagnvart Palestínumönnum og
arabaríkjunum, þ.á m. írak.
Þegar Ströble kom til Israels á
þriðjudagskvöld sagði hann að
ekki hefði verið rétt haft eftir
sér. ísraelska utanríkisráðu-
neytið og mannréttindasamtök
í landinu hættu engu að síður
við fundi með græningjunum,
sem fyrirhugaðir höfðu verið í
gær.
í yfirlýsingu utanríkisráðuneyt-
isins sagði: „Við höfðum í hyggju
að hitta fulltrúa Græningjaflokks-
ins, sem nú eru í heimsókn í ísra-
el. í ljósi viðtals við talsmann
flokksins, þar sem hann réttlætir
eldflaugaárásir íraka á ísrael,
sjáum við hins vegar enga ástæðu
til að hefja viðræður við þá.“
Ströble sagði við komu sína til
ísraels: „Við fordæmum harðlega
eldflaugaárásirnar á ísrael.“ Aðrir
sendinefndarmenn sögðu að hver
sá sem styddi árásirnar yrði rekinn
úr flokknum.
Talsmenn tveggja stærstu
stjórnmálaflokka Israels, Likud-
flokksins og Verkamannaflokks-
ins, gáfu skýrt til kynna að græn-
ingjarnir væru ekki velkomnir í
heimsókn í þinghúsið. Shevah
Weiss, þingmaður Verkamanna-
flokksins og fórnarlamb nasistaof-
sókna í Þýskalandi á tímum síðari
heimsstyijaldarinnar, hvatti þing-
menn á þriðjudag til að hundsa
sendinefndina.
BDMRE
BOMAG er leiðandi framleiðandi á þjöppum og völturum.
Við eigum eftirfarandi tæki á lager og til afgreiðslu STRAX:
Svíar hætta við lok-
un kjarnorkuvera
Stokkhólmi. Rcuter.
SÆNSKA stjórnin hefur ákveðið að fresta áætlunum um Iokun
kjarnorkuvera og mun þess í stað veita 3,7 milljörðum sænskra
króna, jafnvirði 36,3 milljarða ÍSK, til þróunar annarra öruggra
orkugjafa.
Rune Molin iðnaðarráðherra
sagði í gær að lokun kjarnorku-
vera yrði að ráðast af því hvernig
áform um orkusparnað gengju
fram og af framförum í þróun
mengunarlausrar orkuframleiðslu.
Ennfremur yrði þeim ekki lokað
fyrr en raforkuframleiðsla með
nýjum orkugjöfum yrði samkeppn-
isfær við kjarnorkuna í verði.
Með ákvörðun sinni hefur
sænska stjórnin fallið frá þeirri
stefnu sinni að loka tveimur kjarn-
orkuverum á árunum 1995 og
1996. Hins vegar stendur enn sú
ákvörðun sænska þingsins að öll-
um 12 kjarnorkuverum Svíþjóðar
skuli lokað í í síðasta lagi árið
2010. Kjarnorkuverin framleiða
um 45% af þeirri raforku sem
Svíar nota.
f VÉLHNALLA meö bensínvél, 60 og 71 kg.
JARÐVEGSÞJÖPPUR meö bensín- eöa dieselvél, 92,137 og 168 kg.
VALTARA, tveggja kefla meö dieselvél, 670 kg.
ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT VERO !
Ráðgjöf - Sala - Þjónusta
Skútuvogur 12A- Reykjavík - S 82530