Morgunblaðið - 21.02.1991, Page 28

Morgunblaðið - 21.02.1991, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRUAR 1991 Frumvarp til laga um listamannalaun: Skoðanaágreiningnr um starfslaunasjóði MENNTAMÁLANEFND neðri deildar hefur lokið umfjöllun um frum- varp til laga um listamannalaun og var frumvarpið til 2. umræðu í deildinni í gær. Nokkur ágreiningur er um fáein atriði, t.a.m. hvort gert skuli ráð fyrir sérstökum launasjóði lcikhúslistafólks. Ragnar Arnalds (Ab-Nv) formað- ur menntamálanefndar mælti fyrir áliti meirihluta nefndarinnar. Hann rakti lítillega forsögu málsins og fyrri tijhögun^ á starfslaunum til lista- manna. í máli hans kom m.a. fram að árið 1989 hefðu Iaun úr Launa- sjóði rithöfunda og af sérstakri fjár- veitingu kenndri við starfslaun sam- tals numið 764 mánaðarlaunum eða 64 árslaunum, alls um 45 milljónum króna. En þar að auki hefðu verið veitt heiðurslaun til listamanna sem næmu árið 1991 14,4 milljónum til 18 listamanna. Vænkast hagur Framsögumaður fór nokkrum orð- um um efnisatriði frumvarpsins. í frumvarpinu eins og það var fyrst lagt fyrir var gert ráð fyrir að veitt yrðu 840 mánaðarlaun á ári og síðan bætast við 60 mánaðarlaun á ári næstu 5 ár. Miðað skyldi við lektors- laun við Háskóla íslands en áður hefur verið miðað við laun framhalds- skólakennara. Almenn listamanna- laun skyldu veitt úr fjórum sjóðum, Launasjóði rithöfunda, Launasjóði myndlistarmanna, Tónskáldasjóði og úr almennum listasjóði. Sett verði upp sérstök stjórn til að hafa umsjón með sjóðum þessum. Meðal helstu breytinga, sem meiri- hlutinn lagði til að gerðar yrðu, er að starfslaunin aukist frá því sem frumvarpið gerir ráð fyrir — úr 840 mánaðarlaunum í 900. í frumvarpinu var upphaflega gert ráð fyrir að sett yrðu ákvæði um heiðurslaun lista- manna. Niðurstaða nefndarinnar var á þann veg að þetta frumvarp ætti ekki að hreyfa við heiðurslaunakerf- inu. Ræðumaður sagði umræður í nefndinni hafa nokkuð snúist um Listasjóðinn og væri það álit nefndar- manna að sá sjóður væri of þröngur miðað við verkefni; því væri gerð tillaga um að náms- og ferðastyrkir yrðu verkefni hvers sjóðs fyrir sig en ekki Listasjóðs sérstaklega. Auk þess væri gerð tillaga um að Lista- sjóður yrði aukin úr 180 mánaðar- launum í 240 mánaðarlaun. Ræðu- maður sagði ljóst að þeir sem myndu njóta Listasjóðs yrðu fyrst og fremst þeir sem tilheyrðu hinum sérgreindu sjóðum, myndlistarmanna, rithöf- unda og tónskálda. Rétt hefði þótt að ætla þessum hópum sérstaka sjóði því þeir ættu þess síst kost að vinna að list sinni í fastlaunuðu starfi. Þeir sem sæktu um starfslaun Lista- sjóðsins yrðu einkum og sér í lagi leikhúslistafólk, og einnig túlkendur Iista og aðrir listamenn en þeir sem aðgang hafa að sérgreindu sjóðun- um. Framsögumaður greindi frá því að leikhúslistafólk hefði óskað eftir Félagsmálaráðherra um frumvarp um Húsnæðisstofnun: Ahrif verkalýðshreyfingar- innar ættu að aukast til muna Húsnæðiskerfið gjaldþrota, sagði Þorvaldur Garðar JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra mælti fyrir frum- varpi um breytingu á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins. Það gerði hún á 59. fundi efri deildar í gær. Frumvarpið varðar breytingar á skipan Húsnæðismálastjórnar og skipulagi Húsnæðisstofnunar ríkis- ins. En einnig er það nýmæli að landinu verði skipt niður í átta húsnæðisumdæmi. Tilefni þessa frumvarps eru at: hugasemdir Ríkisendurskoðunar. í ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra kom m.a. fram, að í skýrslu Ríkisendurskoðunar árið 1988 hefði sýnst vafi leika á því hver stjórnsýsluleg staða Hús- næðistofnunar ríkisins væri, og lögð áhersla á að skýrar væri kveðið á um, hver hefði vald og ábyrð. í frumvarpinu væri þess sérstaklega getið að félagsmálaráðherra færi með yfírstjórn húsnæðismála til að taka af allan vafa um samband félagsmálaráðherra og Húsnæðis- málastjórnar. Hvað varðaði hlut- verk Húsnæðisstofnunar væri lagt til að fellt yrði á brott það ákvæði í lögunum að stofnunin hafí forystu um stefnumótun í húsnæðismálum. Öll forysta um stefnumótun kæmi, að áliti Ríkisendurskoðunar, annars vegar frá félagsmálaráðherra og ríkisstjórn og hins vegar frá Al- þingi. Gert er ráð fyrir að landinu verði skipt í 8 húsnæðisumdæmi sem fylgja eiga kjördæmaskiptingu, að undanskildu höfuðborgarsvæðinu og Suðumesjum. Kveðið er á um að skipaðar verði 5 manna umdæm- isstjómir húsnæðismála í hverju umdæmi sem félagsmálaráðherra skipi að afloknum sveitarstjómar- kosningum. Tveir fulltrúar skulu tilnefndir af landshlutasamtökum sveitarfélaga, tveir af ASÍ og BSRB en einn skipaður af ráðherra eftir tilnefningu Húsnæðismálastjómar. Verkefni umdæmisstjórnanna verða á sviði félagslega hluta húsnæðis- lánakerfisins og einnig ýmis önnur verkefni er varða áætlanagerð og upplýsingamiðlun. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að Húsnæðismála- stjóm ákveði skiptingu ráðstöfun- arfjár Byggingarsjóðs verkamanna til einstakra umdæma. En umdæm- isstjórnimar úthluti síðan lánum til sveitarstjóma og annarra fram- kvæmdaraðila. í frumvarpinu er lagt til að full- trúum í Húsnæðismálastjórn verði fækkað úr 10 í 5 en að dómi félags- málaráðherra er 10 manna stjórn of fjölmenn til að tryggja skil- virkni. Fjórir þessara fimm stjórn- armanna verði kjörnir af sameinuðu þingi en ráðherra skipi formann án tilnefningar. Fulltrúar Alþýðusam- bands íslands og Vinnuveitenda- sambands íslands eigi ekki lengur sæti í stjórninni. Ræðumaður benti á að launþegahreyfingin myndi fá 2 fulitrúa af fímm í hverri um- dæmisstjórn. Áhrif verkalýðshreyf- ingarinnar ættu því að aukast til muna á stefnuna í húsnæðismálum. Félagsmálaráðherra lagði að lokum til að málinu yrði vísað til annarrar umræðu og félagsmálanefndar. „Óslitinn hrakfallabálkur" Þorvaldur Garðar Krislján^ son (S-Vf) sagði nauðsynlegt að fara nokkrum almennum orðum um húsnæðiskerfið og rakti nokkuð þróun þess. Ræðumaður sagði síð- ustu tvo áratugi hefðu menn gert andvaralausir um þýðingu þess að lánakerfið hefði fjárhagslega getu til að sinna þeim verkefnum sem því væri falið og eftir 1980 væri sagan í þeim efnum „óslitinn hrak- fallabálkur". Þorvaldur Garðar und- anskildi engan í þeirri gagnrýni; hér ættu allir stjórnmálaflokkar óskilið mál. Þeir hefðu keppst við að hlaða verkefnum á bygging- arsjóðinn. Ræðumaður taldi nú vera svo komið að búið væri að gera hús- næðiskerfið gjaldþrota og rústirnar blöstu við. — En þetta frumvarp tæki ekki á þessum vanda. Frumvarp þetta um Húsnæðis- stofnun var mjög nýlega iagt fram og hafði Þorvaldi Garðari ekki gef- ist tími til að fara eins vel í gegnum frumvarpið og hann viidi, — en hann hafði séð nóg til að hafa mikl- ar efasemdir. Hann taldi það skil- virkara að fækka í Húsnæðismála- stjóm um 5. — En um leið væri fjölgað í 45, með umdæmisstjórnun- um; honum var stórum til efs að þessi ljölgun og milliliðir ykju skil- virkni eða þjónustu við íbúa á lands- byggðinni. Þorvaldur Garðar Krist- jánsson vildi skoða þetta frumvarp betur og sagðist geyma sér frekari athugasemdir ef frumvarpið yrði talið lífvænlegt. En það mátti merkja á máli hans að hann taldi frumvarpið óburðugt og lífslíkur takmarkaðar. Umræðunni var frestað vegna þingflokksfunda. Ragnar Arnalds sérstökum sjóði. Á þetta gat nefndin ekki fallist. Of flókið mál yrði að skipta öllum listamönnum upp í til- greinda hópa. Listasjóðurinn ætti að geta þjónað leikhúslistafólki þótt hann væri ekki sérstaklega kenndur við þann hóp. Listasjóðurinn myndi sinna þörfum þess; ákveðið var að bæta við úthlutunarfé Listasjóðsins. Auk þess gerði meirihluti nefndar- innar ráð fyrir því að helmingurinn af starfslaunum gangi til leikhúsli- stafólks. I breytingartillögunum væri einnig kveðið á um að stjórn sjóð- anna skyldi skipuð til þriggja ára og að menntamálaráðherra skyldi skipa sérstakar úthlutunarnefndir sam- kvæmt tillögum samtaka viðkomandi listamanna. Ragnar Arnalds gerði nokkra grein fyrir ágreiningsefnum í nefnd- inni. Ragnhildur Helgadóttir (S-Rv) og Sólveig Pétursdóttir (S-Rv) skrif- uðu undir álit meirihluta með fyrir- vara og flyttu breytingartillögur. Ragnar taldi að sumt gæti valdið ágreiningi við samtök listamanna. Onnur sjónarmið Sigrún Helgadóttir (SK-Rv) mælti fyrir áliti minnihlutans. Kvennalistinn fagnaði frumvarpinu en taldi að taka ætti tillit til athuga- semda leikhúslistafólks og því væri gerð tillaga um sérstakan launasjóð leikhúslistafólks. Aðeins um fjórð- ungur af þessum listamönnum væri fastráðinn og atvinnu- og öryggis- leysi væri síst minna en þeirra hópa sem væru ætlaðir sérstakir sjóðir. Breytingartillaga minnihlutans gerði ráð fyrir að helmingur Listasjóðs yrði notaður til að stofna launasjóð leikhúslistafólks. Breytingartillagan fæli því ekki í sér meiri fjárútlát en miðaði að því að mæta þeirri ósk leikhúsmanna að þeirra listgrein Sigrún Helgadóttir væri ekki sett skör lægra en þeirra sem hefðu sína sérgreindu sjóði. Sólrún Pétursdóttir (S-Rv) gerði grein fyrir breytingartillögum sínum og Ragnhildar Helgadóttur (S-Rv). M.a. að þeir sem nytu starfslauna skyldu að „öðru jöfnu“ ekki gegna föstu starfi, Sólrún vildi ekki alveg útloka þennan möguleika eins og frumvarpið gerði ráð fyrir. Einnig var gerð tillaga um að víkka nokkuð hlutverk Listasjóðs en jafnframt var gerð tillaga um að starfslaunum skyldi fjölga um 24 mánaðarlaun árlega næstu 5 ár í stað 12 eins og frumvarpið gerði ráð fyrir. Tillaga var gerð um að starfslaun skyldu veitt til hálfs eða eins. árs, en heim- ilt að framlengja starfslaunatímann til þriggja ára. I frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimilt sé að framlengja tímabilið til 5 ára. í frumvarpinu og breytingartillögum meirihlutans er gert ráð fyrir að menntamálaráð- hen'a setji nánari reglur um fram- kvæmd laganna að höfðu samráði við „Rithöfundasamband íslands, Samband íslenskra myndlistarmanna og Tónskáldafélag íslands". Sólveig Pétursdóttir og Ragnhildur Helga- dóttir vilja ekki útiloka samráð við fleiri og vilja því að það orðist svo að haft verði samráð við „samtök rithöfunda, samtök myndlistar- manna og samtök tónskálda". Að endingu greindi ræðumaður frá því að þetta má! hefði verið afgreitt í nokkrum flýti úr nefnd og því yrðu fleiri breytingartillögur fluttar við .3. umræðu. Af þeim sökum yrðu þær tillögur, sem hún hefði nú gert grein fyrir, dregnar til baka til 3. umræðu. Ekki tókst að greiða atkvæði um frumvarpið, þar sem ekki voru nógu margir þingmenn úr stuðningsliði ríkisstjórnar viðstaddir. Réttur foreldris til fæðingarstyrks: Semja má um greiðslu mismunar á fæðingarstyrk og fullum launum Réttaróvissa um grundvallarmannréttindi óviðunandi „Það skerðir ekki rétt foreldr- is til greiðslu fæðingarstyrks frá Tryggingastofnun ríkisins... þótt samið sé við launagreiðanda um greiðslu mismunar á fullum laun- um og fæðingarstyrk að hluta eða að fullu,“ segir í frumvarpi til breytinga á almannatrygg- ingalögum, sem Sólveig Péturs- dóttir (S-Rv) og fimm aðrir þing- menn úr fjórum þingflokkum hafa lagt fram á Alþingi. Samkvæmt gildandi lögum eiga foreldrar í fæðingarorlofi rétt á greiðslu fæðingardagpeninga, „enda leggi þeir niður launuð störf þann tíma“. Þessar greiðslur nema nú u.þ.b. 50 þúsund krónum á mánuði sem hámark. Full laun for- eldris á vinnumarkaði geta á hinn bóginn numið hærri fjárhæð. I slík- um tilfellum er ekki óeðlilegt, segir í greinargerð, „að einstaklingur geti samið við launagreiðanda um greiðslu mismunar á fullum launum og greiðslum frá Tryggingastofnun, enda hluti af því samningsfrelsi er hér ríkir lögum samkvæmt. Lífeyr- isdeild Tryggingastofnunar hefur hins vegar synjað öllum fæðingar- orlofsgreiðslum ef viðkomandi um- sækjandi hefur hlotið einhveijar viðbótargreiðslur frá atvinnurek- Sólveig maður. Pétursdóttir alþingis- enda“. Akvæði laganna ná ekki til fé- lagsmanna í samtökum opinberra starfsmanna, bankamanna eða ann- arra stéttarfélaga, er njóta óskertra launa í fæðingarorlofi samkvæmt kjarasamningum, þann tíma er óskert laun eru greidd. Það kemur fram í greinargerð að í desembermánuði sl. féll dómur í bæjarþingi Reykjavíkur í máli, sem kona höfðaði gegn Tryggingar- stofnun, til að fá greitt fæðingaror- lof (fæðingarstyrk og fæðingardag- peninga) frá stofnuninni. Dómurinn féllst á kröfu konunnar. „Sam- kvæmt dómnum er því ljóst að framkvæmd þessara mála ætti að vera á þann veg sem mælt er fyrir í þessu frumvarpi. Tryggingar- stofnun hefur hins vegar ekki enn séð ástæðu til þess að breyta fram- kvæmd fæðingarorlofslaganna ...“ Þessvegna er þetta frumvarp endur- flutt, en það var fyrst lagt fram á síðasta þingi. „Réttur til fæðingarorlofs eru slík grundvallarmannréttindi," seg- ir í greinargerð, „að ekki verður > unað við neina réttaróvissu í þessum efnum ... Ef frumvarp þetta verður samþykkt þykir rétt og sanngjarnt að gera ráð fyrir því að þeir foreldr- ar, sem eru í sex mánaða fæðingar- orlofi þegar frumvarpið er lagt fram, njóti þess réttar sem það mælir fyrir um.“ Meðflutningsmenn Sólveigar að frumvarpinu eru Geir H. Haarde (S-Rv), Anna Olafsdóttir Björnsson (SK-Rn), Guðrún Helgadóttir (Abl- Rv), Ingi Björn Albertsson (S-Vl) og Jón Sæmundur Siguijónsson (A-Nv).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.