Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 29
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 21. FEBRUAR 1»I 8£ 29 Leikfélag Akureyrar: _ A annað þúsund sjá Ætt- armótið um helgina HÁTT á annað þúsund manns munu sjá gleðileikinn Ættarmótið, eftir Böðvar Guðmundsson um helgina, en fimm sýningar verða á verkinu og er þegar uppselt á fjórar þeirra. Þegar sýningum á verk- inu lýkur eftir helgi hafa um 7.300 manns séð leikritið hjá Leikfé- lagi Akureyri og er þetta ein besta aðsókn sem sögur fara af hjá félaginu. Einungis söngleikurinn My Fair Lady hefur dregið að sér fleiri áhorfendur. Ekkert lát er hins vegar á vinsældum Ættarmóts- ins, miðar á sýningar helgarinnar seldust upp á örskömmum tíma, þannig að reynt verður að koma á sýningum síðar. frumsýnt um jólin. Að loknum þeim fimm sýningum sem verða um helg- ina verða sýningar orðnar 34 talsins og áhorfendur alls um 7.300. Það er einungis söngleikurinn vinsæli My Fair Lady sem sýndur hefur verið oftar, en 54 sýningar voru á því verki. Ættarmótið hefur slegið út söngleikinn Piaf, sem næstur kom í aðsóknarröðinni. Sigurður Hróarsson leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar sagði að leikhúsfólk væri harla ánægt með viðtökurnar og vissulega væri súrt í broti að þurfa að hætta sýningum nú, en öðru væri ekki við komið þar sem frumsýna ætti söngleikinn „Kysstu mig, Kata“ um miðjan mars. Ættarmótið hefur verið sýnt fyr- ir fullu húsi allt frá því það var Morgunblaðið/Rúnar Þór Þjónustumiðstöð sem nú er í byggingu á milli tveggja fjölbýlishúsa fyrir aldraða við Víðilund hefur stækkað umtalsvert frá því sem upphaflega var ráðgert. Þjónustumiðstöð fyrir aldraða við Víðilund: KOSTNAÐUR við byggingu þjónustumiðstöðvar við fjölbýlishús sem byggð voru fyrir aldraða við Víðilund er orðinn mun meiri en gert var ráð fyrir, en reiknað er með að kostnaður verði um 115 milljón- ir króna þegar upp verður staðið. Þá hefur miðstöðin stækkað um 100 fermetra frá því sem samþykkt var í bæjarsljórn þegar ákveðið var að fara út í byggingarframkvæmdir. Nokkrar umræður urðu um bygginguna á fundi bæjarstjórnar í fyrradag, en fyrir fundinum lá greinargerð um málið. Á síðasta ári var unnið við bygg- inguna fyrir 32 milljónir króna og á ijárhagsáætlun þessa árs er gert ráð fyrir að nota 46,5 milljónir króna. Kjallarar undir húsunum tveimur verða einnig nýttir sem þjónusturými og kostnaður við kaup á þeim er um 17 milljónir króna. Þá er áætlað að veija þurfí um 21 milljón króna vegna frágangs bæði í kjöllurunum og einnig á lóðinni. Fyrstu hugmyndir gerðu ráð fyrir 450 fermetra húsi, en bæjarstjórn samþykkti síðan byggingu um 600 fermetra húss, fermetramir urðu um 700 og að viðbættum kjöllurum beggja húsanna er þjónusturýmið um 1.200 fermetrar. Sigurður J. Sigurðsson formaður bæjarráðs sagði á bæjarstjórnar- fundi að Akureyringar væru oft djarftækir í hugmyndum, þegar unnið væri við hönnun hugsuðu menn eins og þeir væru í milljóna- borg, en þegar að framkvæmdum kæmi yrði mönnum ljóst að íbúar bæjarfélagsins væru 15 þúsund. Bjöm Jósef Amviðarson bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks sagði við umræðurnar að svo virtist sem að enn einu sinni hefðu framkvæmdir farið úr böndunum svo óþolandi væri. Af þessu gætu menn lært að ekki væri fysilegt að verkefni sem þetta væri í of margra höndum. Hluti vandans væri sá að of margir menn með of mikið vit á hlutunum kæmu nálægt verkefnum sem unn- in væm á vegum bæjarins. Það hefði ævinlega verið feimnismál að ræða um þau verkefni sem fara úr böndunum, en slík mál væri ekki endalaust hægt að láta yfir sig ganga. Björn Jósef yarpaði fram þeirri tillögu að eftirlitsmenn á vegum Úttekt gerð á eigna- og skuldastöðu bæjarsjóðs Bæjarstjórn Akuréyrar sam- þykkti á fundi sínum í fyrradag tillögu frá Jakobi Björnssyni bæjarfulltrúa Framsóknarflokks þess efnis að gerð yrði úttekt á skuldastöðu bæjarsjóðs, en í framhaldi var samþykkt að gera samantekt á eigna- og skulda- stöðu og þróun mála síðustu tíu ár. í tillögu Jakobs er gert ráð fyrir að fela Amari Ámasyni löggiltum endurskoðanda Akureyrarbæjar, að framkvæma samfara endurskoðun reikninga fyrir árið 1990 og leggja bæjarins myndu fylgjast með verk- efnum af þessu tagi, frá upphafí og til loka verksins. Með því móti ætti m.a. að vera. unnt að koma í veg fyrir að bæjarstjórn samþykkti byggingu 600 fermetra húss sem skyndilega yrði um 700 fermetrar. Úr sýningu Leikfélags Akureyrar á Ættarmótinu. Valbær selur Akureyrarbæ Arstíg 2: Munum áfram fjárfesta í atviimurekstri á Akureyri - segir Baldvin Valdemarsson framkvæmdastjóri Valbæjar fram með endurskoðuðum ársreikn- ingi, sérstaka úttekt og mat á skuldastöðu bæjarsjóðs Akureyrar, stofnana hans, sjóða og fyrirtækjá Vegna framkominnar tillögu var lagt til í bæjarráði að endurskoð- endum verði falið að gera saman- tekt og umsögn um eigna- og skuld- astöðu bæjarsjóðs og þróun þeirra mála síðustu tíu árin. Sambærileg athugun verði einnig gerð á rekstr- argjalda- og tekjuþróun á framan- greindu tímabili. Bæjarstjórn sam- þykkti á fundi í fyrradag að úttekt þessi yrði gerð. BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkti í fyrradag kaupsamn- ing við Valbæ hf. um kaup bæjar- sjóðs á fasteigninni við Arstíg 2, en þangað mun Slökkvilið Akureyrar flytja starfsemi sína. Heildarkaupverð var 57,6 millj- ónir króna, en hluti húsnæðis í Kaupangi við Mýrarveg sem var í eigu bæjarins gekk upp í kaup- in. Þar er um að ræða 130 fer- metra skrifstofuhúsnæði. Fram- kvæmdastjóri Valbæjar segir að félagið hafi hug á að nýta hluta þess fjármagns sem fæst með sölunni til fjárfestinga í atvinnu- lífinu á Akureyri. Valbær hf. var upphaflega sam- eignarfélag og hét Valdemar Bald- vinsson sf., en það fyrirtæki annað- ist rekstur heildverslunar á Akur- eyri um árabil. Valbær er nú eignar- haldsfélag, sem m.a. hefur á stefnu- skrá sinni að fjárfesta í atvinnu- rekstri. Rekstur heildverslunarinn- ar var seldur einum eigenda Val- bæjar, Hólmgeiri Valdemarssyni og stofnaði hann um það félagið Valdemar Baldvinsson hf. Baldvin Valdemarsson fram- kvæmdastjóri Valbæjar sagði að enn hefði ekki verið tekin ákvörðun Morgunblaðið/Rúnar Þór Fasteignin Árstígur 2, scm bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt að kaupa af Valbæ hf. í húsinu verður slökkvistöð og hluti þess mun nýtast fyrir aðra starfsemi á vegum bæjarins. um hvernig því fé sem losnaði við söluna yrði varið, en félagið hefði þá stefnu að eiga ákveðið samval eigna, með tilliti til áhættu og ávöxtunar, þ.e.a.s. hluti eigna í áhættulitlum verðbréfum og síðan ákveðinn hluti í atvinnurekstri, en slíku fylgdi alltaf viss áhætta. „Þrátt fyrir að út frá hreinu arð- semissjónarmiði sé skynsamlegra í flestum tilfellum, að fjárfesta í at- vinnurekstri í Reykjavík, þá viljum við fjárfesta hér á Ákureyri. Mark- aðurinn er að vísu nokkuð þröngur í augnablikinu svo við flýtum okkur hægt, en við erum þó að skoða nokkur mál, sem gætu verið snið- ug. Við höfum trú á að hægt sé að snúna vörn í sókn og viljum leggja okkar lóð á vogarskálina," sagði Baldvin. Hann sagði að Valbæjarmenn væru tilbúnir að fjárfesta í góðum hugmyndum eða nýjum fyrirtækj- um, „við viljum reyna að koma í veg fyrir að góðar hugmyndir séu sogaðar suður vegna þess mikla aðstöðumunar sem fyrirtækin búa við. Þeir sem fjárfesta á lands- byggðinni taka mun meiri áhættu og fórna oftast einhverri arðsemi," sagði Baldvin. BEINT FLUG, HUSAVIK - REYKJAVIK - HUSAVIK mióvikudaga • laugardaga • sunnudaga Farpantanir: Húsavík 41140 Reykjavík 690200 fluqfélaq nordurlands hf. Húsið stækkaði um 100 m2 án vitundar bæjarstjórnar Kostnaður verður um 115 milljónir sem er mun meira en áætlað var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.