Morgunblaðið - 21.02.1991, Page 35

Morgunblaðið - 21.02.1991, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991 35 að eiga rúm í hjarta sínu fyrir aðra tengist í mínum huga Kjerúlfættinni ásamt músíkinni og því að gleðjast á góðri stundu. I kringum 1965 keypti fjölskyldan húseignina Samtún 18, þar bjó Sig- ríður ein seinustu árin. Reisn sinni og andlegu atgei’vi hélt Sigríður til síðasta dags, þó svo Elli kerlingu tækist að beygja hana líkamlega og gera hana næstum blinda. Maðurinn uppsker eins og hann sáir. Vinamörg var Sigríður alla tíð, systur, mágar og frænkur létu sér annt um hana, og litla eldhúsið í Samtúni 18 var samkomustaður okk- ar margra. Þar sem rennt var upp á „tiu hestafla kaffi“ eins og hún orð- aði það. Á köldum vetrardögum mitt í annríki og stressi daganna var líka gott að leggja þangað leið sína og hitta hana eina: „Hallaðu þér fyrir ofan mig gæskan mín og slappaðu af,“ ef heimilishundurinn var með í för lagðist hann til fóta og lét sér líða vel í návist þessarar góðu konu. Hvernig Sigríður ávaxtaði sitt pund og undirbjó brottför sína með kostgæfni bar vott um kjark og styrkleika. Ráðstafaði jarðneskum eignum sínum til þeirra sem minna mega sín. Þrátt fyrir gestrisni, frændgarð og vini efast ég ekki um að hún hefur átt sínar einmanalegu stundir, vegna sjóndepru og minninga um horfna ástvini. Þegar hún missti einkadóttur sína, Eddu, var einhver strengur sem brast, því eftir það tók hún aldrei í orgelið. Það var meðal annars í gegnum ljóð og lög sem Sigríður gaf manni hlutdeild í lífi sínu; fegurð Fljótsdalshéraðs, lífi fólksins' í dalnum þar sem hún ólst upþ, tíðarandanum, búskaparháttum og fleiru. Sú var tíðin að strax á húströppunum varð maður þess áskynja hvort húsmóðirin var glöð eða hrygg, í gegnum orgeltónana sem bárust út. Sólargeisli í lífi Sigríður var lítil frænka hennar sem skírð var í höfuð- ið á henni, Sigríður Harpa, dóttir hjónanna í Holti undir Eyjafjöllum, sem nú er orðin hin vænsta stúlka. Án Sigríðar hefði líf mitt orðið miklu fátækara. Við áttum saman bæði góðar og sárar stundir, á móti söknuði vegur nú gleðin að henni skildi auðnast að fá þá ósk uppfylla að kveðja lífið með skóna á fótunum. Dauðinn er vinur sem kemur þegar okkur liggur mest á. Sigríður átti alltaf mörg spor í kirkjugarðinn i Fossvogi, nú seinustu árin einnig í kirkjugarðinn í Gufu^ nesi. Nú er hún verður lögð þar til hinstu hvílu við hlið ástvina sinna óska ég henni góðrar ferðar heim, austur og heim, heim til Guðs. Hrönn Jónsdóttir t CARMEN |J| HOOVERs ri FÍINAI caiuven SPÁÐU í VEBÐIÐ HOOVER ÞVOTTAVÉL A 2400 1300 Snúninga vinduhraði Ryðfrítt stál i tromlu og belg Sparnaðarkerfi Einfaldar og skilmerkilegar ísl leiðb 69.990,- HOOVER ÞURKARI D 6380 4,5 kg. ryðfrír stálbelgur Gefur Ijósmerki að þurrk loknum 39.990,- HOOVER. ÞVOTTAVÉL OG ÞURKARI A 8566 Tekur 5 kg. 1300 snúninga vinduhraði Ryðfrítt stál í tromlu og belg Sparnaðarkerfi IQfÞráo,- 89.990,- HOOVER. RYKSUGA COMPACT 1000W 11.990,- O F^UNAI ÖRBYLGJUOFN MO 8 TH 23 lítra 5>«^þ,- Blástur 37.815f- HOOVER RYKSUGA U5096 22.240,- 0 FÍINAI SJÓNVARP 2003 20" litskjár 60 stöðva innsetningarminni 16 liða þráðlaus fjarstýring Scart beintengi - 21 pinna 39.990,- EMMERSON KLUKKUÚTVARP RE 5515 1.990,- 14" LITSJÓNVARP DT 1414 Sjálfleitun að stöðvum Inniloftnet og fjarstýring 30 stöðva minni Skipanir byrtast á skjá fí FÍINAI VIDEO VCR 8003 HiFi Stereo Nicam Scart tengi Long play Fjölrása fjarstýring m/ upptökuminni 25.990,- 55.670,- * öll verð eru miðuð við stgr. HEIMILISKAUP H F • HEIMIUSTÆKJADEILD FÁLKANS • Suðurlandsbraut 8 - Sími 84670 ?CRfKR NÚTÍMA HÖHNIIN CORA Glæsileg og stílhrein blöndunar- tæki SAPO Handlaugar, sérstök hönnun MADISON Falleg hönnun BAÐKER í úrvali, úr stáli og akrýl HORNSTURTUKLEFAR Góð lausn, fáanlegir úr akrýl og gleri K.AUÐUNSSON HF. Sérverslun meö hreinlætistæki Grensásvegi 8 - Sfmi: 686088 EB. NÝR DAGUR SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.