Morgunblaðið - 21.02.1991, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTiR FIMMTl.'DAGUR 21. FEBRÚAR 1991
45
ÍÞRÓTTIR UNGLINGA / FIMLEIKAR
Morgunblaðið/KGA
Ungt félag á uppteið
Fimleikafélag Keflavíkur var stofnað 1985 og þetta unga félag átti tíu keppendur á Unglingamótinu á laugardag. Fimm
stúlkur unnu það afrek að komast í hóp þeirra 32. keppenda sem unnu sér þáttökurétt í Meistaramótið á sunnudag Þær
eru frá vinstri: Jane Petra Gunnarsdóttir, Ólafía Vilhjálmsdóttir, Sigrún Gróa Magnúsdóttir, íris Dröfn Halldórsdóttir
og Ósk Daníelsdóttir. Þær eru á myndinni ásamt tékkneskum þjáifara sínum, Stanislav Mikuláss. Það er athyglisvert að
þær kepptu allar í flokki 13-16 ára á 4. þrepi á laugardaginn. Jane Petra varð hlutskörpust í þeim flokki og náði
hæstu einkunn sem gefin var á mótinu, 9.65 stig fyrir stökk yfír hest. Á sunnudeginum varð íris Dröfn efst fimmenn-
inganna en hún hafnaði í 6. sæti.
Morgunblaðið/Frosti
Dagmar Pétursdóttir og Tinna Margrét Rögnvaldsdóttir úr Ármanni sögð-
ust vera nokkuð ánægðar með mótið en þær kepptu á laugardaginn. Þær sögðu
að gólfæfingar og stökk væru skemmtilegustu keppnisgreinarnar og samsinntu
því að framtíðarmarkmiðið væri að komast í landsliðið.
Árangur næst
ekkián æfinga
ÍÞRÚmR
FOLK
■ Viktor Kristmannssonog Geir
Gunnarsson úr Ármanni voru
yngstu keppendur Unglingamóts-
ins. Þeir eru báðir fæddir 1984 og
því á sjöunda aldursári. Unnur D.
Karlsdóttir úr KR, var yngsta
stúlkan en hún er fædd 1983.
■ Sigurbjörg Ólafsdóttir,
Stjörnunnináði hæstu einkunn á
áhaldi sem gefin var í keppninni á
1. þrepi. Hún fékk einkunnina 9,5
fyrir stökk á hesti. Það dugði henni
þó ekki til sigurs, hún datt í gólfæf-
ingunum og fékk aðeins 6,75 stig
fyrir þær.
■ Hiidur Einarsdóttirúr Björk
kom mjög á óvart á unglingamótinu
á laugardag með því að vinna sigur
í sínum flokki á 3. þrepi. Hildur
hafði nefnilega aldrei keppt áður á
3. þrepi og því áttu fæstir von á
því að hún mundi ná sæti á meist-
aramótinu.
■ Ármenningurinn, Þórir Garð-
arssonog Jón Sæmundsson,
Gerplu, unnu öruggustu sigrana á
unglingamótinu. Þórir sem keppti
í 4. þrepi, tíu ára og yngri hlaut
10.75 stigum meira en sá sem varð
í 2. sæti. Jón taldist einnig nokkuð
öruggur sigurvegari því að hann
fékk 10.65 stigum meira enn sá sem
næstur kom í keppni á 3. þrepi, 16
ára og yngri.
■ Nína Björg Magnúsdóttiríré.
Björk hefur þegar náð tilskildum
lágmörkum til að keppa á Evrópu-
móti unglinga en hún mun þó ekki
taka þátt. Nína hefur litla móta-
reynslu og Evrópumótið verður
mjög sterkt á þessu sinni því marg-
ir keppenda nota það sem undirbún-
ingsmót fyrir Ólympíuleikana. Nína
mun hinsvegar líklega verða meðal
keppenda á móti í Þýskalandi í
haust.
■ Steinunn Ketilsdóttirsem
keppti á 1. þrepi þarf ekki að fara
langt til að ráðgast við Hlín Árna-
dóttir, þjálfara sinn utan æfinga-
tíma. Þær eru mæðgur.
■ Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Björkv arð fyrir því óhappi á laugar-
daginn að lenda illa í afstökki á
tvíslá og meiðast á hné.
- segir Hlín Árnadóttir, þjálfari Bjarkar
Þegar á heildina er litið eru
miklar framfarir hjá stúlkun-
um. Þær stúlkur sem ætla að standa
sig vel þurfa bæði að leggja hart
að sér við æfingar og skipuleggja
tíma sinn vel, annars ná þær ekki
árangri," sagði Hlín Árnadóttir,
þjálfari hjá Björk og unglingalands-
liðinu sem þjálfað hefur fimleika í
meira en tuttugu ár.
„Áhuginn á fimleikum hefur ver-
ið að aukast á síðustu árum og það
er hægt að þakka það að miklu
leyti bættri aðstöðu. Alls eru 220
stúlkur skráðar á æfingar hjá okkur
og aðsóknin tók mikinn kipp þegar
við fengum gryfjuna fyrir tveimur
árum. Stærsti hópurinn er á aldrin-
um 7-11 ára en við fáum krakka
allt niður í fjögurra ára aldur. Þau
yngstu mæta einu sinni í viku í
svokallaðan, „leikfimileik."
Morgunblaðið/KGA
ÞaA war þröngt á þingi á ganginum fyrir framan búningsherbergi Laugardalshallarinnar þegar rúmiega 200 keppend-
ur röðuðu sér upp fyrir lokaathöfn unglingamótsins.
IMógaðgera
hjá Sigrúnu
Þær stúlkur og drengir sem
leggja stund á fimleika þurfa
að leggja mikið á sig og oft er lítill
tími aflögu fyrir tómstundir. Sigrún
Gróa Magnúsdóttir gefur sér þó
tíma til að sinna píanónámi og fim-
leikaæfingum auk þess sem hún er
í grunnskóla.
„Ég neita því ekki að ég er oft
þreytt á kvöldin en ég hef mjög
gaman af hvorutveggja og ætla
halda áfram þó að þetta tvennt
geti verið tímafrekt," sagði Sigrún.
Guðmundur Þór Brynjólfsson.
Góðaræfingar
á svifránni
Mér hefur alltaf gengið illa í
svifránni, en að þessu sinni
æfði ég hana vel fyrir mótið ásamt
þjálfurum mínum og það skilaði ár-
angri," sagði Guðmundur Þór Brynj-
ólfsson frá Gerplu, sigurvegari í æf-
ingum þriðja þreps á meistaramótinu.
Guðmundur fékk hæstu einkunn
sem gefin var á 3. þrepi karla fyrir
æfingar sínar á svifránni, 9.35 stig.
Ég get þó ekki sagt að ég hafi
æft stíft fyrir mótið. Eg stunda nám
í MR og það gefst frekar lítill tími
frá skólanum til æfinga."
- Hvernig stóð á því að þú byijað-
ir í fimleikum?
„Sem krakki hafði ég ákaflega
gaman af því að standa á höndum,
vinur minn sem æfði fimleika benti
mér á að koma á æfingu og ég skellti
mér með honum.“
Þijár stúlkur í sérflokki
SIGURBJÖRG Óiafsdóttir úr
Stjörnunni og þær Nína Björg
Magnúsdóttir og Elvu Rut Jóns-
dóttir úr Björk voru í nokkrum
sérflokki í keppni í 1. þrepinu
um helgina.
Þær Sigurbjörg og Nína unnu
báðar gull, Sigurbjörg sigraði
á Unglingamóti Islands á laugardag
en Nína hafði betur daginn eftir
■■■I þegar keppt var í
FrostiB. Meistaramóti
Eiðsson íslenska fimleika-
skrifar stigans. Elva Rut
komst á pall í báðum
mótunum, hún hlaut silfur og brons.
„Ég var ánægð með árangurinn
fyrri daginn en á sunnudaginn gerði
ég slæm mistök í stökkseríu. Næsta
verkefni hjá mér er íslandsmótið
en ég vil ekki gefa^of mikið upp
um möguleika mína á því,“ sagði
Sigurbjörg sem sagði tvíslánna vera
í uppáhaldi hjá sér.
„Ég var vondauf um að geta sigr-
að á sunnudaginn því að Sigurbjörg
var alltaf í forystunni," sagði
Nína.„Ég byijaði að æfa gex ára
og þjálfarinn okkar þá lét okkur
byija strax á 1. þrepi. Til að ná
árangri í fimleikum þar að æfa vel
og við hjá Björk æfum sex sinnum
í viku í 3-4 tíma í senn.“
„Það hefur alltaf verið mikill
áhugi á fímleikum heima hjá mér.
Elsta systir mín æfði og nú eru
tvær yngri systir mínar komnar í
fimleikana. Sjálf var ég að verða
átta ára þegar ég fór á fyrstu æf-
Sigurbjörg Ólafsdóttir frá Stjömunni í gólfæfmgum.
Morgunblaðið/KGA
inguna með tveimur vinkonum
mínum,“ sagði Elva Rut sem sagð-
ist ánægð með árangur sinn á mót-
inu.
Nína var ásamt Elvu Rut yngst
af þeim keppendum sem tóku þátt
í keppninni á 1. þrepi. Þær eru
báðar ellefu ára.