Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 1
104 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 46. tbl. 79. árg. SUNNUDAGUR 24. FEBRUAR 1991 PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS Undirbúningi fyrir stór- sókn gegn Irökum lokið * Irakar samþykkja tillögur Gorbatsjovs - Hörðustu loftárásir á Bagdad til þessa - 179 olíulindir brenna í Kúveit Riyadh, Bagdad, Dhahran, Washington, einhvers staðar í norðurhluta Saudi-Arabíu. Reuter. Daily Telegraph. HERSVEITIR bandamanna höfðu í gær lokið undirbúningi fyrir stórsókn gegn Irökum og voru veðurhorfur fyrir landhernað sagðar ákjósanlegar. Frestur sem írökum hafði verið gefinn til að að hefja brottflutning innrásarliðsins frá Kúveit rann út klukkan 17 að íslensk- um tíma en í gær sáust þess engin merki að Irakar væru á förum. Útvarpið í Bagdad birti yfirlýsingu sex klukkustundum áður en loka- fresturinn rann út þar sem sagði að landhernaður væri yfirvofandi og væru írösku sveitirnar búnar til bardaga. Væri árás bandamanna dæmd til að mistakast því íraski herinn myndi hefna hennar grimmi- lega. Bandamenn hafa undanfarna daga rutt fótgönguliði og stórskota- liðssveitum braut gegnum tveggja til þriggja metra háa sandgarða og jarðsprengjubelti meðfram landa- mærum Iraks og Kúveits. Höfðu margar aðkomuleiðir verið myndað- ar, sumar langt inn á óvinasvæði, og hermenn sett upp eftirlitsstöðvar allt að 20 km innan írösku landa- mæranna. Um þær mun liðsafli bandamanna streyma fari svo að blásið verði til sóknar landhersins gegn írökum. Verkfræðideildir bandaríska hers- ins höfðu jafnframt byggt eldsneyt- isstöðvar fyrir herþyrlur langt inni í írak án þess að hafa mætt mót- spyrnu meðan á verkinu stóð. Not- uðu bandarískar og franskar árásar- þyrlur þær til eftirlits- og árásar- ferða tugi kílómetra innfyrir írösku landamærin í gær og fyrradag. Á einum stað í norðurhluta Saudi- Arabíu óku tugir bandarískra MlAl skriðdreka, Bradley-bi-yndreka og brynvarinna flutningavagna inn yfir landamærin [ suðurhluta íraks árla á föstudag. Óku þeir um fimm að- komuleiðir en vegna takmarkana á fréttaflutningi fengu blaðamenn sem ferðast með sveitunum ekki að skýra frá hversu langt inn á íraskt land var sótt. Útvarpið í Bagdad sagði á föstudagsmorgun að stórsókn bandamanna væri hafin en því var vísað'á bug af hálfu bandamanna. Yfirmaður franska flughersins við Persaflóa sagði í gær að ástæðu- laust væri að bíða með stórsókn gegn írökum hefðu þeir ekki sýnt nein merki um að þeir væru að tygja sig til brottfarar þegar lokafrestur- inn rynni út. Veðurútlit næstu tvo sólarhringina væri ákjósanlegt og því ekki eftir neinu að bíða. Byltingarráðið í írak samþykkti í gær friðartillögur Míkhaíls Gor- batsjovs Sovétforseta sem Tariq Aziz utanríkisráðhera hafði áður fallist á. Skýrði Aziz frá þessu á blaðamannafundi í Moskvu í gær- morgun og þar vísaði hann á bug fullyrðingum bandamanna þess efnis að Irakar hefðu hafið kerfisbundna eyðiléggingu olíuframleiðslustöðva Kúveits. Bandamenn birtu hins veg- ar gervitunglamyndir sem leitt hafa í ljós að kveikt hafði verið í 179 olíu- lindum í Kúveit í gærmorgun. Jafn- framt sögðu Bretar og Bandaríkja- menn að samþykkt íraska bylting- arráðsins á friðartillögum Gor- batsjovs breytti engu þar sem tillög- urnar fullnægðu ekki skilyrðum bandamanna fyrir því að hernaða- raðgerðum yrði hætt við Persaflóa. Bandamenn gerðu í fyrrinótt mestu loftárásir til þessa á Bagdad. Vestrænir fréttamenn í borginni sögðu borgina hafa skolfið af völdum linnulausra sprenginga frá þvi síð- degis á föstudag þar til í dögun í gær. í birtingu hefðu þeir séð kol- svarta reykjarmekki stíga til himins víðs vegar um borgina. Sjá ennfremur bls. 4. * .v. .*••/* V' - ioi------------------I í Reuter M1 Al-skriðdreki bandariska hersins ryðst gegnum sandgarða á landamærum Saudi-Arabíu og íraks. Setningu neyðarlaga hótað í Albaníu drasri ekki úr ólaru Vínarborcf. Reuter. ^ J m J HIÐ nýja forsætisráð Albaníu, sem Ramiz Alia forseti skipaði í fyrra- dag, hótaði í gær að grípa til neyðarlaga kæmist ekki á röð og regla í landinu, en komið hefur til mikilla mótmæla umbótasinna í vikunni. Að sögn albanska útvarpsins biðu a.m.k. tveir menn bana.í skotr bardaga við liðsforingjaskóla hers- ins í Tirana, höfuðborg landsins, í fyrrinótt en talsmenn stjórnarand- stöðunnar segja fjóra hafa týnt lífi, einn lögregluþjón og þijá óbreytta borgara. Útvarpið sagði að mann- tjón hefði orðið er hópur fólks reyndi að ryðjast inn í herskólann þar sem fulltrúar stjórnmálaflokka, hersins og fjölmiðla sátu á neyðar- fundi. Stjórnarandstæðingar sögðu að fjórir hefðu fallið, fjöldi slasast og a.m.k. 50 hefðu verið handtekn- ir. Þeir sögðu fólkið hafa safnast saman við skólann þegar út spurð- ist að foringjar í hernum ráðgerðu að reisa nýja styttu af Enver Hoxha fyrrum einræðisherra í stað þeirrar sem felld var af stalli í miðborg Tirana í vikunni. Hoxha stjórnaði með stálhnefa í 45 ár og var hatað- ur af þjóðinni. Alia setti stjórn landsins af í Thailand: Herinn hrifsar völdin Hangkok. Iteutcr. HERINN í Thailandi steypti í gær forsætisráðherra landsins, Chatic- hai Choonhavan, af stóli, án þess að til átaka kæmi, eftir langvarandi valdabaráttu. Chatichai var handtekinn á flug- vellinum í Bangkok þegar hann var um það bil að fara um borð í flugvél á leið til Chiang Mai í norðurhluta landsins ásamt Arthit Kamlang-ek , fyrrverandi hershöfðingja. Þar átti konungur landsins að setja Kamlang- ek í embætti aðstoðarvarnarmálaráð- herra. Vopnaðir hermenn hertóku stjórnarráðið og ríkisreknar sjón- varps- og útvarpsstöðvar í gærmorg- un. „Friðargæsluráð þjóðarinnar, sem samanstendur af foringjum úr land- her, sjóher, flugher og ríkislögregl- unni, hefur tekið yfirstjórn iandsins í sínar hendur frá og með 23. febrú- ar 1991 kl. 11.30. Ráðið hefur fulla stjórn á því sem er að gerast,“ sagði Sunthorn Kongsompong yfirhers- höfðingi í yfirlýsingu sem lesin var í sjónvarpi. Þetta var 16. valdarán eða tilraun til valdaráns síðan algjört einræði var afnumið í landinu árið 1932. Chatichai, seni er fynverandi hers- höfðingi í riddaraliðinu, varð forsæt- isráðherra árið 1988 í fyrstu lýðræð- islegu kosningum í landinu í meira en 10 ár. Undir hans stjórn hefur orðið mikil efnahagsuppsveifla í landinu. Spenna hefur þó einkennt samskipti hans og ráðamanna innan hersins. Sl. miðvikudag tilnefndi hann Arthit Kamlang-ek í stöðu að- stoðarvarnarmálaráðherra, en hann hefur verið andstæðingur og keppi- nautur þeirra, sem nú fara með æðstu völd innan hersins, og er talið að þeir hafi ekki getað sætt sig við tilnefningu hans í embættið og látið þess vegna til skarar skríða. fyrradag og skipaði nýja undir for- ystu Fatos Nano sem einnig er forrfiaður forsætisráðsins. í nýju stjórninni sem skipuð er nær ein- göngu tæknikrötum eru aðeins tveir ráðherrar úr fyrri stjórn. Stjórnmál- askýrendur segja að með því að skipa hina nýju stjórn hafi Alia lát- ið undan kröfum stúdenta og lýð- ræðissinna sem sögðu að umbóta væri ekki að vænta í landinu meðan harðlínumenn væru við völd. Lýðræðisflokkurinn, langstærsti flokkur stjórnarandstæðinga, sak- aði stalínista í stjórnkerfinu og fyrr- um ráðherra um að reyna að koma á glundroða og kalla neyðarlög yfir þjóðina með því að hvetja til mót- mæla gegn umbótum og lýðræði. Sömuleiðis reyndu nokkrir íhalds- samir liðsforingjar í hernum að stofna ráð sem hygðist „setja sig ofar herforingjum sínum og æðsta stjórnanda hersins". Skoraði flokk- urinri í gær á albanska hermenn að sýna hollustu við stjórnarskrána og hlýða fyrirmælum æðsta yfir- manns hersins. Útvarpið í Tirana birti í gær yfir- lýsingu frá hópi manna sem höfð- ust. við í liðsforingjaskóla hersins þar sem fordæmd var sú aðgerð lýðræðissinna að fella risastóra styttu af Hoxha af stalli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.