Morgunblaðið - 24.02.1991, Side 6
6 FRÉTTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1991
Fyrsti Islendingurmn sem
lærir hönnun golfvalla
Hannes Þorstemsson:
KENNARINN, kylfingurinn og líffræðingurinn Hannes Þorsteins-
son frá Akranesi leggur nú stund á golfvallahönnun hjá samtök-
um golfvallaarkitekta í Bretlandi. Hann er einn fjórtán nemenda
sem teknir voru í nám hjá samtökunum. í samtökunum er 21
viðurkenndur golfvallaarkitekt víðs vegar að úr Evrópu. Hannes
verður því fyrsti menntaði golfvallahönnuðurinn hér á landi.
Hannes teiknaði fyrsta golfvöllinn aðeins 16 ára gamall og nú
nálgast golfvellirnir, sem hann hefur aðstoðað við hönnun á hér
á landi, þriðja tuginn.
Hannes Þorsteinsson er líffræð-
ingur að mennt og er kennari við
Fjölbrautaskóla Vesturlands.
Hann er í ársleyfi frá kennslu til
að mennta sig í golfvallahönnun
hjá samtökum golfvallaarkitekta
í Bretlandi. Samtökin ákváðu fyr-
ir ári að fjölga golfvallahönnuðum
og tóku 14 nýja nemendur í læri.
Hannes er einn þeirra en aðeins
21 golfvallaarkitekt telst til þess-
ara samtaka, sem eru mjög virt
á sínu sviði.
„Námið fer þannig fram að
hver lærlingur er með einn meist-
ara og ég er svo heppinn að vinna
undir handleiðslu Donald Steel,
forseta samtakanna og eins virt-
asta golfvallahönnuðar í Evrópu.
Þetta er tveggja ára nám sem er
byggt þannig upp að við sækjum
fyrirlestra í ákveðinn tíma en
síðan er þetta meira og minna
vinna við að teikna og hanna velli
auk þess að skrifa ritgerðir um
golfvelli, þannig að ég vinn að
mestu hér heima,“ segir Hannes.
Hann sagði að inntökuskilyrði
í skólann væru háskólamenntun í
einhveiju sem kemur að gagni við
gerð golfvalla. Góð þekking á
golfleiknum er einnig nauðsynleg
og ekki skemmdi það fyrir ef
menn hefðu starfað á golfvöllum.
Hannes byijaði ungur að hugsa
um golfvelli. „Ég hef ekki verið
nema 16 ára gamail þegar ég
lagði fram tillögu að golfvelli
hérna á Akranesi. Þessari tillögu
var tekið og síðan fékk ég eitt
og eitt verkefni, en síðustu 3-4
árin hafa verkefnin hlaðist upp,“
segir Hannes.
Hannes sagði að nóg væri að
gera hjá sér við að hanna golf-
velli. Þessa dagana er hann með
þijá velli á teikniborðinu og fyrir
liggur að skoða tvö ný svæði þar
sem hugmyndin er að gera golf-
velli. Golfvellir á íslandi, sem
Hannes hefur aðstoðað við hönn-
un á, eru að nálgast þriðja tug-
inn, og eru það bæði vellir í eigu
golfklúbba, einstaklinga og fé-
lagasamtaka. Hann er nú að vinna
að 18 holu golfvelli fyrir Odd-
fellow-regluna sem á að gera upp
við Urriðavatn fyrir ofan Hafnar-
fjörð og sagði Hannes að búið
væri að móta fyrstu 10 holurnar
og ætlunin væri að heija sáningu
og frágang i vor. íslenska Járn-
blendifélagið er að gera golfvöll
á Þórisstöðum í Svínadal og einn-
ig hafa bændur, sem eru með
svokallaða bændagistingu, rætt
við hann um að hanna golfveili.
Hannes hefur í samstarfi við
John Garner, landsliðsþjálfara ís-
lands í golfi, skipulagt og teiknað
átján holu golfvöll í Baskahéruð-
um Frakklands, niður við landa-
mæri Spánar. Verið er að afla
nauðsynlegra leyfa til að hefjast
handa við völlinn og þegar þau
fást munu þeir félagar halda
áfram þar sem frá var horfið.
Einnig hafa þeir sent hugmyndir
að nokkrum golfvöllum í Englandi
og eru tvær þeirra í athugun þar
í landi.
Aðspurður um hvort golfvalla-
hönnun gæfi ekki vel í aðra hönd
sagði Hannes svo ekki vera. „Hér
á landi er engin leið að verða ríkur
á þessu. Menn hafa litla peninga
til að gera velli og reyna eðlilega
að komast af eins ódýrt og hægt
er. Erlendis er oft greitt fyrir
hönnun sem hlutfall af byggingar-
kostnaði, örfáir fá allt að 30%,
og þegar völlur kostar 100-200
milljónir þá gefur hönnunin vel
af sér. En þetta er hlutur sem ég
á alveg eftir að kynnast," sagði
Hannes.
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
Hannes við líkan af einni braut á golfvelli.
Blóðgjafarnir, sem verða heiðraðir á mánudag.
Blóðgjafar heiðr-
aðir á aðalfundi
AÐALFUNDUR Blóðgjafafélags
íslands verður haldinn á Hótel
Lind við Rauðarárstíg mánudag-
inn 25. febrúar nk. kl. 20.30.
Auk aðalfundarstarfa verður
sagt frá þriðja alþjóðaþingi Rauða
krossins sem haldið var í Hannover
í Þýskalandi á liðnu ári og fjailaði
um blóðsöfnunarstarfsemi. Á fund-
inum verða blóðgjafar heiðraðir sem
á síðasta ári hafa náð því marki
að gefa blóð 25,50 og 75 sinnum.
Blóðgjafafélag Islands verður 10
ára 16. júlí á þessu ári.
Alþjóðahvalveiðiráðið:
Visindanefndin á
fundi í Reykjavík
VÍSINDANEFND Alþjóðahval-
veiðiráðsins fundar í Reykjavík
út alla vikuna. Á fundi nefndar-
innar verður aðallega fjallað
um ástand langreyðarstofnsins
í Norður-Atlantshafi, að sögn
Jóhanns Sigurjónssonar hjá
Hafrannsóknastofnun.
Á fundinum verða um 50 vísinda-
menn, til dæmis frá Norðurlöndum,
Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástr-
alíu en sjö Islendingar taka þátt í
fundinum. „Þessi fundur er auka-
fundur og hluti af heildarúttekt
vísindanefndarinnar og Alþjóða-
hvalveiðiráðsins á hvalastofnum
heims en því starfi átti upphaflega
að ljúka árið 1990. Fjallað er um
einstaka hópa hvalastofna og í fyrra
var hrefnan í Norður-Atlantshafi
meðal annars tekin fyrir,“ segir
Jóhann Siguijónsson.
Bætur almannatrygg-
mga hækka um 2,5%
BÆTUR almannatrygginga
hækka um 2,5% frá 1. mars að
telja, skv. reglugerð sem Heil-
brigðis- og tryggingaráðherra
hefur gefið út.
Samkvæmt reglugerðinni hækk-
ar til dæmis elli- og örorkulífeyrir
(grunnlífeyrir) úr 11.497 í 11.784,
full tekjutrygging hækkar úr
21.154 í 21.683, meðlag vegna eins
barns hækkar úr 7.042 í 7.218,
mæðralaun/feðralaun hækka úr
4.412 í 4.522 og fæðingarstyrkur
hækkar úr 23.398 í 23.983. Fullir
sjúkradagpeningar hækka úr 981 á
dag í 1.006 á dag. Slysadagpening-
ar hækka úr 620.80 í 636.30.
Evrópskt efnahagssvæði:
* * *
Avinningur Islendinga minni
en aðrar þjóðir geta vænst
SAMNINGAR milli EFTA og Evrópubandalagsins um evrópskt
efnahagssvæði eru nú að komast á lokastig, og við íslendingar
vonumst eftir því að með þeim komi betri tið með blóm í haga.
En vegna sérstöðu okkar sem eigum mest allt undir fiskinum,
má ætla að beinn þjóðhagslegur ávinningur af þessum samningum
verði mun minni en aðrar þjóðir gera sér vonir um.
I nýrri greinargerð frá Þjóð-
hagsstofnun, um áhrif mögulegrar
aðildar Islands að evrópsku efna-
hagssvæði,
kemur fram að
það frelsi, sem
verið sé að inn-
leiða í Evrópu-
bandalaginu á
sviði iðnaðar og
þjónustu, nái ekki til sjávarútvegs-
ins. Því verði ábati íslensks sjávar-
útvegs minni af því að tengjast
evrópsku efnahagssvæði en sá
ábati sem aðrar þjóðir gera ráð
fyrir í þeim greinum iðnaðar og
þjónustu sem eru öflugastar í þeim
löndum.
Evrópubandalagið hefur reist
tollamúra utan um sjávarútveg
sinn og veitir honum um leið mikla
fjárhagslega styrki, til að draga
úr samkeppni frá löndum utan
bandalagsins.
Þjóðhagsstofn-
un segir að
þessi tolla- og
styrkjastefna
EB valdi
íslenskri fisk-
vinnslu nokkrum vanda og kosti
þjóðarbúið - verulegar fjárhæðir.
En yrði hún aflögð, og afnumdir
tollar EB 'á mikilvægum sjávaraf-
urðum, svo sem söltuðum fiski,
skreið, saltsíld, ferskum fiskflök-
um og lagmeti, myndu margar
nýjar leiðir opnast fyrir íslenskan
sjávarútveg á markaði EB, og
tekjur af afurðum sem nú eru
fluttar út aukast. Því yrði þjóð-
hagslegt verðmæti slíkra tolla-
lækkana verulegt.
Þjóðhagsstofnun bendir einnig
á, að þar sem viss hætta sé á að
útflutningur ísfisks héðan aukist
áfram, vinnsla físks hér heima
minnki um leið, sé mikilvægt að
ná samningum við EB um að fella
þessa tolla niður. Þá myndi sam-
keppnisstaða íslenskrar físk-
vinnslu batna verulega og allar
líkur-séu á því að íslensk fisk-
vinnsla eigi verulega möguleika í
heimi frjálsra viðskipta með fisk-
afurðir og þurfi ekki að óttast
framtíðina ef hún keppi við sjávar-
útveg annarra landa á jafnréttis-
grundvelli.
En slíkt þarf að virka í báðar
áttir. ísland hefur gert fyrirvara
um fjárfestingar útlendinga í fisk-
veiðum og frumvinnslu sjávaraf-
urða og Þjóðhagsstofnin segir, að
hagfræðileg rök mæli með frelsi
tii fjárfestinga, því þá aukist
npöguieikar fyrirtækja til að stað-
setja framleiðsluna þar sem hún
er hagkvæmust, erlend fyrirtæki
geti flutt með sér tækniþekkingu
og markaðssambönd, auk þess
sem þau leggi til áhættufé. Hins
vegar sé augljóslega veigamikil
ástæða fyrir hendi fyrir undan-
tekningu, sú að eigendur ákveð-
inna íslenskra skipa hafi rétt tii
að nýta óveiddan fisk í sjónum án
þess að greiða fyrir hann fullt
verð eins og gert er í flestum öðr-
um atvinnugreinum sem nýta
náttúruauðlindir.
Þjóðhagsstofnun telur, að for-
senda þess að hægt sé að heimila
erlendum _ aðilum að fjárfesta í
útgerð á íslandi sé sú, að þannig
fyrirkomulag verði á úthlutun
aflakvóta að erlendu aðilarnir
greiði sannvirði fyrir verðmætin.
En fleiri forsendur verði að vera
fyrir hendi. Þannig sé ekki hægt
að leyfa erlendum aðila, sem styrki
útgerð sína með alls kyns aðgerð-
um, að bjóða í veiðileyfin. í öðru
lagi myndi slíkur veiðileyfamark-
aður varla skila hlutverki sínu ef
sumir gætu selt sínar afurðir á
hærra verði en aðrir vegna þess
að sjávarútvegur í þeirra löndum
nyti sérstakra styrkja. í þriðja lagi
sé eðlilegast, að leyfi útlendinga
til að nýta aflakvóta á íslandsmið-
um sé hluti af samkomulagi þar
sem íslendingar fái einnig rétt til
að keppa ájafnréttisgrundvelli um
veiðjleyfí á miðum annarra ríkja.
„Ólíklegt er að allar þessar for-
sendur verði uppfylltar í bráð. En
ef/þegar þær eru uppfylltar, þá
verður erfitt að réttlæta bann við
fjárfestingum erlendra aðila í sjáv-
arútvegi á íslandi á efnahagsleg-
um forsendum. Allar líkur eru á
því að við þær aðstæður mundi
íslenskur sjávarútvegur og sérs-
taklega íslensk útgerð hagnast á
því að banni við fjárfestingum
erlendra aðila væri aflétt," segir
í greinargerð Þjóðhagsstofnunar.
Þessi greinargerð er hluti af
víðtækri athugun sem nú fer fram
á mögulegum áhrifum aðildar ís-
lands að evrópsku efnahagssvæði
á íslenskan þjóðarbúskap. Þjóð-
hagsstofnun, Seðlabankinn, fjár-
málaráðuneytið og Byggðastofnun
hafa ýmist skilað eða vinna nú að
athugunum á ýmsum þáttum
málsins og jafnframt er starfandi
ráðgjafarnefnd fulltrúa ríkis-
stjórnarinnar og atvinnulífsins,
sem á að fjalla um málið í heild.
Er miðað við að yfiriit nefndarinn-
ar geti legið fyrir í byijun næsta
mánaðar.
BAKSVIÐ
eftir Gubmund Sv. Hermannsson