Morgunblaðið - 24.02.1991, Page 22

Morgunblaðið - 24.02.1991, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1991 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUIt 24. FEBRÚAR 1991 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Kauphækkun Ólafs Ragnars að fer ekkert á milli mála, að Ólafur Ragnar Grimsson, fjármálaráðherra, er kominn í kosningaleik með peninga skatt- greiðenda. Ráðherrann hefur ákveðið að hækka laun opinberra starfsmanna um 0,3% vegna bættra viðskiptakjara, þannig að kauphækkun þeirra 1. marz verði 2,8% en ekki 2,5% eins og ráð var fyrir gert í kjarasamningum. Rök- semd fjármálaráðherra fyrir þess- ari staðhæfingu er sú, að með til- vísun til bókunar samningsaðila á vinnumarkaði frá 24. nóvember sl. beri að taka tillit til bættra við- skiptakjara. Ari Skúlason, hagfræðingur Al- þýðusambands íslands, sagði um þessa ákvörðun fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær: „Við sjáum ekki marktækar við- skiptakjarabætur umfram þær for- sendur, sem við vorum með 5 samn- ingunum. Það var reiknað með því, að viðskiptabatinn yrði örlítið meiri í febrúar en í desember og því má segja, að við séum nokkurn veginn á pari núna. Þetta er ein- hliða pólitísk ákvörðun og við sjáum ekki nein efnisleg rök fyrir þessu. Hvað ætla þeir að gera, ef viðskiptakjörin versna örlítið? Á þá að taka kauphækkunina til baka?“ Hagfræðingur Alþýðusam- bandsins sagði ennfremur um þessa ákvörðun fjármálaráðherra: „Það kemur á óvart, að staðan sé svona góð. Við hefðum heldur vilj- að, að svigrúmið væri nýtt til að hækka skattleysismörk, hækka barnabótaauka eða eitthvað slíkt þannig, að það nýttist þeim, sem mest þurfa á slíku að halda. Með þessum aðgerðum fær símadaman um 150 krónur aukalega á mánuði á meðan ráðherrann fær um 700 krónur.“ Augljóst er, að ef Alþýðusam- band íslands hefði talið efnisleg rök fyrir þessari hækkun með til- vísun til viðskiptakjarabata, hefðu þau samtök sett fram kröfu um launahækkun á þeim forsendum. Sú _ staðreynd, að. hagfræðingur ASÍ telur engin efnisleg rök fyrir hækkuninni sýnir, að Ijármálaráð- herrann er í ómerkilegum kosn- ingaleik og skirrist ekki við að notá fé skattgreiðenda til þess. Þetta er sá sami fjármálaráðherra, sem hefur undanfarna mánuði sagt, að staða ríkissjóðs væri svo erfið, að efna þyrfti til frekari skattahækkana til þess að bæta þá stöðu. Ólafur Ragnar Grímsson hefur viljað láta taka sig alvarlega sem fjármálaráðherra og m.a. beitt sér fyrir ítarlegri skilagrein um Ijár- mál hins opinbera en tíðkazt hef- ur. En lágkúrulegur pólitískur leik- ur af þessu tagi gerir það að verk- um, að það er ómögulegt að taka mark á orðum ráðherrans, þegar hann Jjallar um ríkisíjármál. Þegar heildarsamtök launafólks í landinu telja, að ráðherrann hafi engin efn- isleg rök fyrir kauphækkun er óneitanlega langt gengið! Þetta þjóðfélag er orðið upplýst- ara en það var. Þess vegna geta stjórnmálamenn ekki lengur slegið sér upp á ákvörðunum sem þess- um. Þvert á móti verður það til þess að draga úr því trausti, sem einhveijir kunna að hafa borið til þeirra og starfa þeirra. Launaútgjöldin eru lykilþáttur í verðbólgubaráttunni. Það voru samtök atvinnurekenda og launa- fólks á hinum almenna vinnumark- aði, sem höfðu forystu um kjara- samninga fyrir ári, sem hafa leitt til þess, að verðbólgan er komin á svipað stig og í nálægum löndum. Á margan hátt hefur ríkisstjórnin verið þar til óþurftar m.a. með því að halda raunvöxtum uppi. Þar ber fjármálaráðherra mesta ábyrgð vegna gegndarlausrar lántöku hins opinbera. Ef sú lántaka hefði ekki komið til á síðasta ári væru raun- vextir mun lægri og hagur launa- fólks og atvinnuvega þeim mun betri. Sami ráðherra og ber mesta ábyrgð á að halda uppi raunvöxt- um hefur nú forystu um að ýta undir kauphækkanir, sem Alþýðu- samband Islands telur ekki efnis- leg rök fyrir! Er þetta hægt, Ólaf- ur Ragnar? 1 OO SAGAN • um Odyss- eif og Sírenurnar er áleitið íhugunarefni einsog nú horfir. Það er uppörvandi við skul- um enn geta kynnt okk- ur auðveldlega hvernig Sveinbjörn Egilsson kemur henni til skila. Þjóð sem á slíkt tungutak ætti ekki að vera á flæðiskeri stödd. En nú er svo komið hún þarf að varast hætturnar, því Sírenur sitja á fleti fyrir. Lögbrot lögfest og aðför að sjálfsvirðingu okk- ar og arfi einsog hver önnur fíflskapar- mál á atkvæðamarkaðnum. Sjálfstæð- isflokkurinn má þakka sínum sæla að sitja ekki uppi með ábyrgð Alþýðu- bandalagsins eða sósíalista, sem hafa löngum talið sig einskonar framhald af fjölnismönnum og sjálfstæðishetj- um og þá að sjálfsögðu einnig útverði íslenzkra mennta. En enginn veit sína ævina fyrren öll er og nú er engu líkara en þessi samtök séu skrifuð útúr Don Kíkóta. En eitt er að gera mistök, en annað að gera þau fyrir skjölstæðinga sína einsog nú væri sagt ef sjálfstæðismenn hefðu breytt reglum fyrir Stöð 2. En kannski var opnað fyrir Skæ og CNN-flóðið handa ríkissjónvarpinu, ég veit það ekki! Og skiptir engu máli, nú þegar við sitjum upp með nánast erlent sjónvarp. Nú er að láta binda sig við siglutréð, drepa vaxi í eyrun og róa stafnbláu skipi mikillar arfleifðar framhjá hættunum. Og láta binda sig því fastar við tréð sem sjónvarpsseiðurinn er sætari. En svo segir í Odysseifskviðu: „Hin tignarlega Kirka talaði þá til mín þessum orðum: „Þannig eru þá allar þessar þrautir unnar. Hygg nú að því, sem eg segi þér; mun og guð sjálfur minna þig þar á. Fyrst muntu koma til Sírena, er seiða alla menn, ef nokkurr kemur nærri þeim. Ef nokkurr nálgast Sírenur óvörum og heyrir rödd þeirra, þá mun ekki kona hans koma á fund hans, né ungbörn hans verða fegin heimskomu hans; því Sírenur sitja á engi nokkuru, og seiða menn með snjöllum söng; þar er hjá þeim stór hrúga af bein- um þeirra manna, er fúna þar og þorna upp í skinni. Þú skalt róa langt út frá þeim; þú skalt taka hunangssætt vax, og hnoða, og drepa því í eyru förunauta þinna, svo engi þeirra heyri. En langi þig sjálfan til að heyra, þá skulu þeir binda þig á því fljóta skipi á höndum og fótum uppréttan við siglufótinn, og festa reipsendana við siglutréð; getur þú svo með því móti haft þá skemmtun, að heyra rödd beggja Sírena. En ef þú biður félaga þína, og mælist til, að þeir leysi þig, þá skulu þeir binda þig með enn fleiri böndum.“ Og enn: „Þá mælti eg harmþrunginn til föru- nauta minna: „Kærir vinir, ekki hæf- ir, að einn eða tveir einir menn viti það, sem Kirka, hin ágæta gyðja, sagði mér, að fyrir oss lægi. Eg skal láta yður vita af því, svo það komi ekki óvart á oss, hvort sem vér bíðum bana, eða oss verður auðið af að komast og umflýja dauða og feigð. Hún bað mig fyrst forðast söng Sírena og hið blóm- vaxna engi. Hún kvað mig einan heyra mega rödd þeirra; en þér skuluð binda mig með sterku bandi uppréttan við siglufótinn, svo eg sé þar grafkyrr, og festa reipsendana við siglutréð; og ef eg ibið yður, og mælist tii, að þér leysið mig, þá skuluð þér binda mig með enn fleiri böndum". Meðan eg var að tjá og telja hvað eina fyrir förunautum mínum, þá bar hið traustsmíðaða skip skjótlega að ey beggja Sírena, því hægur byr var á eftir. Þá tók snögglega af allan byr, og gerði blæjalogn, því einhverr guð hafði svæft bárurnar; stóðu menn þá upp, tóku saman seglin og lögðu niður í skipið, settust við árar, og létu sjóinn hvítna fyrir enum tegldu furu- árum. Þá tók eg stóra vaxköku og skar í smátt með beittu eirsaxi, og hnoðaði milli minna sterku hánda, blotnaði vaxið skjótt, því mitt mikla því í eyru á öllum skipveijum, en þeir bundu mig innanborðs á höndum og fótum uppréttan við siglufótinn, og festu reipsendana við siglutréð, settust síðan niður og lustu árum hinn gráa sæ. Nú vorum vér komnir svo nærri, að mál mátti nema, því vér rerum hart; þá urðu þær varar við, að hið örskreiða skip renndi þar hjá, og hófu upp snjallan söng: „Kom hingað, lof- sæli Odysseifur, prýðimaður Akkea! Legg hér að skipi þínu, svo þú megir heyra sönghljóð okkar þeggja; því enn hefír engi farið hér svo framhjá á skipi, að hann hafi ekki fyrst hlýtt á hina sætthljómandi rödd af munnum vorum, enda fer sá svo á burt, að hann hefir skemmt sér og er margs fróðari. Því vér vitum allar þær þraut- ir, er Argverjar og Trójumenn áttu í hinu víða Trójulandi eftir ráðstöfun guðanna; vér vitum og allt hvað við ber á hinni margfijóvu jörð“. Svo mæltu þær, og létu til sín heyra fagra rödd; langaði hjarta mitt þá til að hlýða á, og bandaði eg förunautum mínum með augnabrúnunum, og bað þá leysa mig, en þeir lutu áfram og reru; en Perimedes og Evrýlokkus stóðu þegar upp, og bundu mig enn fleiri böndum og reyrðu mig fastara." [Um þessi mál hef ég áður fjallað á þessum vettvangi (og oft á þau minnzt í forystugreinum Morgun- blaðsins) og vísa ég þá ekki sízt til kaflans Jón forseti og réttur tungunn- ar sem birtist 1990 í Ævisögu hug- mynda, helgispjalli.j P.S. Síðar hóf Sveinbjörn að yrkja Hómer inní eddustíl, þar segir m.a. til gamans: „Fyrst fróð gyðja oss forðast bað saung Sírena sætrómaðra; bað oss firrast blómvaxit tún, þars seiðmeyjar sitja í grasi." afl og skin þins máttuga Helíuss Hýp- eríonssonar knúði það. Síðan drap eg (78. erindi M. (meira næsta sunnudag.) HELGI spjall REYKJAYÍKURBRÉF Laugardagur 23. febrúar -—r---HirriTrTTrrrw(i)Qnf 'VERSU LENGI verður hægt að taka mynd á hálendi ís- lands á borð við þá, sem birtist með þessu Reykj avíkurbréfi? Svarið er, að það verður ekki hægt innan tíðar, ef svo fer sem horfir. Gísli Gestsson, ljósmyndari, tók þessa fallegu og glæsilegu mynd þar sem Herðubreið, drottning óbyggðanna, gnæfir í baksýn. Fyrirhugað er að byggja mann- virki á þessu svæði og þá verður ekki leng- ur hægt að taka slíka mynd frá þeim stað, þar sem hún var tekin. Umferð um hálendi íslands hefur stór- aukizt á undanförnum árum. Fyrir tveimur áratugum var ekki mikið um ferðalög um hálendið. Raunar var það svo, að íslenzka var ekki algengasta tungumálið, sem þar var talað! Erlendir ferðamenn voru yfir- leitt fleiri en innlendir. En nú stefnir mik- ill fjöldi ferðamanna á þetta svæði á sumr- in, bæði innlendir og erlendir. Ferðaskrif- stofur selja hálendið í útlöndum og skipu- leggja hópferðir erlendra ferðamanna og Islendingar sækja meira og meira inn í óbyggðimar. Áður fyrr voru þessar ferðir nánast eingöngu famar á sumrin, nú fjölg- ar þeim einnig, sem fara í vetrarferðir um hálendið á sérstaklega útbúnum bílum eða öðrum tækjum. Samhliða vaxandi umferð ferðamanna aukast framkvæmdir af ýmsu tagi. Skálar eru byggðir hér og þar, vegarspottar eru lagfærðir og Landsvirkjun hefur verið býsna athafnasöm á þessu svæði. Og nú koma fram tillögur um að leggja vegi um hálendið þvert og endilangt til þess að stytta fjarlægðir á milli byggða. Af þessum sökum er það sérstakt fagn- aðarefni, að Júlíus Sólnes, umhverfisráð- herra, hefur lagt fram á Alþingi skýrslu um undirbúning að löggjöf um stjórnsýslu á miðhálendi Islands varðandi skipulags- og byggingarmál. í skýrslu þessari segir m.a.: „Eins og mönnum er kunnugt er stjórnsýsla utan byggða mjög á reiki hér á landi. Hefur framkvæmd t.d. byggingar- og skipulagsmála verið mjög tilviljana- kennd, og er varla ofmælt að hafa megi um þetta ástand orðið stjórnleysi. Slíkt ástand er algerlega óviðunandi og getur meðal annars leitt til stórfelldra náttúru- snialla á hinu viðkvæma hálendi. Auk þess ...... ............................ skapast af þessu óviðunandi réttaróvissa, þegar undirbúnar eru framkvæmdir, t.d. lagning á vegum, línulagning orkuveitna og alls konar önnur mannvirkjagerð.“ Síðan er í skýrslu þessari upplýst um umtalsverðar nýjar framkvæmdir, sem fyrirhugaðar eru á vegum Landsvirkjunar og þar segir m.a.: „Landsvirkjun hefur um árabil borið allar sínar framkvæmdir á hálendinu undir Náttúruverndarráð og á síðustu árum hefur Landsvirkjun kynnt Skipulagsstjórn_ ríkisins fyrirhugaðar framkvæmdir. Á næstu fjórum árum ráð- gerir Landsvirkjun að leggja 4-500 km háspennulínu m.a. um hálendið, frá fyrir- hugaðri Fljótsdalsvirkjun að Rangárvöllum við Akureyri og þaðan suður um að Sig- ölduvirkjun.“ Loks segir í skýrslu umhverfisráðherra: „Á hálendi íslands hefur á undanförnum áratugum verið mikið um byggingarfram- kvæmdir, og hafa þær færzt í vöxt á síðustu árum. Umferð ferðamanna um hálendið hefur aukizt, og fjallaskálar ýmissa ferðafélaga og björgunarsveita rísa á víð og dreif. Á Hveravöllum, í Kerlingar- fjöllum, í Nýjadal og víðar hefur verið unnið að því að bæta hreinlætisaðstöðu og fjölga skálum, sem ástæða hefði verið til að fjalla um samkvæmt skipulags- og byggingarlögum ... Allar byggingarfram- kvæmdir á hálendinu, hvort sem þær eru meiri eða minni háttar, breyta umhverf- inu, og því er riauðsynlegt, að um þær sé fjallað á sama hátt og framkvæmdir innan marka sveitarfélaga. Þótt hugsanlega megi flytja fjallaskála milli staða, þá verð- ur háspennulína ekki auðveldlega flutt og það sama gildir um vegi, sem lagðir hafa verið. Gera þarf skipulagsáætlun fyrir hálendið, sem taki tii allra þátta núver- andi og fyrirhugaðrar landnótkunar. Þátt ferðamála þarf að athuga sérstaklega í tengslum við uppbyggingu ferðamanna- þjónustu og meta þarf, hvernig bezt fari saman hæfileg nýting og náttúruvernd.“ Eins og fram kom í Morgunblaðinu fyr- ir viku, hefur Trausti Valsson, skipulags- fræðingur, um nokkurt skeið kynnt hug- myndir um lagningu hálendisvega, sem mundu tengja saman byggðir Norður- og Austurlands og þéttbýlissvæðið á suðvest- urhorninu. Slíkir hálendisvegir mundu stytta mjög leiðina milli þessara landshluta og áreiðanlega auka flæði viðskipta og margyíslegrar þjónustu á miljj þessara byggða. En hver yrðu áhrif slíkrar vega- lagningar á óbyggðir íslands, sem nú er sótt að úr öllum áttum? Náttúra lands okkar, sem enn er að mestu óspillt, ef miðað er við flest ná- grannalönd, er ein mesta auðlind þjóðar- innar. Hingað til hefur verið rætt um tvær meginauðlindir, þ.e. fiskimiðin og orku fallvatnanna. Umræður á alþjóða vett- vangi um náttúru- og umhverfisvernd valda því, að við getum nú litið á óspillta náttúru landsins, sem þriðju auðlindina. Með sama hætti og nú fer fram mikið verndarstarf til þess að varðveita fiskimið- in, helztu auðlind þjóðarinnar, sem búið var að ganga of nærri, þurfum við að vemda náttúru lands okkar og þá alveg sérstaklega óbyggðirnar, hvort sem þær eru á miðhálendinu eða t.d. á Hornströnd- um. Ihaldssemi er oft mikil dyggð og þegar um er að ræða óbyggðir íslands er íhalds- semi til fyrirmyndar. Það skiptir höfuð- máli að halda öllum framkvæmdum í al- geru lágmarki, hvort sem um er að ræða vegagerð, byggingarframkvæmdir eða línulögn. Það er alls ekki sama hvar há- spennulínur eru lagðar og það er ekki sjálf- gefið, að þær eigi að leggja, þar sem hag- kvæmast kann að vera fyrir Landsvirkjun. I þeim efnum verður líka að taka tillit til þess, hvað er hagkvæmt út frá heildar- hagsmunum þjóðarinnar, þ.e. hvernig verður óbyggðunum spillt sem minnst með línulögnum. Það er áreiðanlega orðið tímabært að veija hálendið fyrir of miklum ágangi, of miklum framkvæmdum. Vonandi er skýrsla umhverfisráðherra vísbending um að það verði gert með myndarbrag. Viðhorf Eystrasalts- ríkjanna EISTLENZKU ráðherrarnir tveir, sem hér voru á ferð í liðinni viku voru kærkomnir gestir. Heimsókn þeirra er til marks um, að þjóðirnar við Eystrasalt líta svo á, að framlag okkar íslendinga til sjálfstæðisbaráttu þeirra skipti nokkru máli. Að auki veita þeir okkur svolitla inn- sýn í veröld, sem hefur verið okkur sem lokuð bók að mestu. Lennart Meri, utanríkisráðherra Eist- lands, sem hér var á ferð ásamt forsætis- ráðherra landsins, var 12 ára gamall, þeg- ar hann var fluttur nauðungarflutningi ásamt fjölskyldu sinni til Síberíu, þar sem fjölskyldan dreifðist á milli fangabúða. Þar vann hann í sex ár 10-14 tíma á dag við skógarhögg undir eftirliti fangavarða. Ef ekkert var unnið var engan mat að fá. Meirihluti þeirra, sem sendir voru í þessar þrælkunarbúðir komu ekki lifandi til baka. Þróun alþjóðamála síðustu misseri, sem hefur verið mikið fagnaðarefni á Vestur- löndum lítur öðru vísi út frá sjónarhóli þeirra, sem eru í forystu fyrir sjálfstæðis- baráttu Eystrasaltsríkjanna. í þeirra aug- um eru Sovétríkin ekki einhöfða þurs held- ur eru fimm valdamiðstöðvar í ríkinu. Þær eru: Kommúnistaflokkurinn, KGB, herinn, stjórnmálaráðið og æðsta ráðið. Lengst af réð stjórnmálaráðið ferðinni. En þegar Andropov, yfirmaður KGB, var kjörinn aðalritari Kommúnistaflokksins, var það til marks um, að KGB hafði náð undirtök- unum. Þegar Andropov dó og Chernenko tók við var það vísbending um, að stjórn- málaráðið hafði náð völdunum í sínar hend- ur á ný. En KGB endurskipulagði liðsveit- ir sínar og þegar Chernenko féll frá gerði KGB Gorbatsjov að aðalritara Kommún- istaflokksins. KGB er annað og meira en njósnastofn- un, sem skipuleggur njósnir í öðrum lönd- um. Enginn aðili í Sovétríkjunum býr yfir jafngóðum upplýsingum og KGB um hið raunverulega ástand í landinu. Þessar upp- lýsingar eru lykillinn að völdum KGB í Sovétríkjunum að mati ráðamanna við Eystrasalt. Þegar Gorbatsjov tók við, gerði KGB sér ljóst, að sovézka heimsveldið var komið að fótum fram. Efnahagslegt hrun blasti við. Þess vegna tók Gorbatsjov ákvörðun um að flytja víglínur heimsveld- isins til í Austur-Evrópu - tímabundið. Þess vegna sluppu A-Evrópuríkin undan oki Sovétstjórnarinnar. Jafnframt þurfti Gorbatsjov á fjárhags- stuðningi að halda frá Vesturlöndum, ekki til þess að koma á lýðræði og bæta kjör fólksins, heldur til þess að endurreisa sovézka heimsveldið. Minni háttar umbæt- ur á borð við þær að gefa Sakharov frelsi, leyfa inálfrelsi og ritfrelsi að njóta sín um skeið voru til þess fallnar að ýta undir stuðning frá Vesturlöndum. Jafnvel sarn- staða Sovétríkjanna með bandamönnum í Persaflóastríðinu er ekki byggð á heilind- um að mati ráðamanna í Eystrasaltsríkjun- um, heldur á þeirri trú, að Bandaríkin kunni að vinna stríðið en tapa friðnum og Sovétríkin verði það heimsveldi, sem njóti mestrar tiltrúar meðal Arabaþjóðanna, þegar upp verður staðið. Stuðningur í orði við bandamenn tryggi hins vegar fjár- stuðning frá þeim til Sovétríkjanna. Jafnvel Borís Jeltsín sé ekki sá umbóta- maður, sem hann er talinn vera á Vestur- löndum, heldur heyi hann harða baráttu um völdin í sovézka heimsveldinu, við Gorbatsjov. í raun sé það hinn síðar- nefndi, sem ráði stefnu Jeltsíns með þeim hætti að Jeltsín taki einfaldlega alltaf þver- öfuga afstöðu við þá, sem Gorbatsjov taki, hver svo sem hún er. ■■■■■■■i™ auðvitað eru Dökkmynd Sjónarmið af því tagi, sem hér hefur verið lýst, enginn algildur sannleikur. Og ráðamenn Eystrasaltsríkjanna eru sjálf- sagt ekki á einu máli um, að þetta sjónar- horn sé hið rétta. En að þeim fyrirvara gerðum er þetta óneitanlega mjög dökk mynd, sem dregin er upp og gefur lítið tilefni til bjartsýni. Sumir þessara manna eru þeirrar skoðunar, að markmið stjórn- enda Sovétríkjanna sé óbreytt, þ.e. heims- yfirráð. Þeir líti svo á, að þeir hafí engu að tapa, þótt þeir hafí um skeið sleppt A-Evrópuríkjunum lausum. Þeir geti lagt þau undir sig á ný hvenær sem er. Þegar horft sé um heimsbyggðina frá Moskvu sé Vestur-Evrópa eins og útnesjakjálki, sem fyrr eða síðar hljóti að falla undir áhrifasvæði Sovétríkjanna, þótt það verði ekki endilega með hervaldi. Óneitanlega eru ýmsir veikleikar í kenn- ingum af þessu tagi. Sovétríkin eru að hruni. komin efnahagslega. Það mun taka þau áratugi að öðlast einhvern efnahags- styrk á ný. Þar að auki eru Sovétríkin í upplausn. Fleiri þjóðir en Eystrasaltsþjóð- irnar beijast fyrir sjálfstæði sínu og vilja komast undan hæl Moskvustjórnarinnar. Óvíst er, að Kremlveijum takist að halda utan um heimsveldið í sinni núverandi mynd. Miðað við efnahagslegan veikleika sovézka heimsveldisins er það tæpast í aðstöðu til að bjóða Vesturlöndum byrginn í fyrirsjáanlegri framtíð. Engu að síður hljóta menn að staldra við, þegar þeir kynnast skoðunum af þessu tagi. Það er a.m.k. alveg ljóst, að það er lífsnauðsynlegt fyrir Vesturlandaþjóðir að flýta sér hægt við að draga úr herstyrk sínum. „íhaldssemi er oft mikil dyggð og þegar um er að ræða óbyggðir ís- lands er íhalds- semi til fyrir- myndar. Það skiptir höfuðmáli að halda öllum framkvæmdum í algeru lágmarki, hvort sem um er að ræða vega- gerð, byggingar- framkvæmdir eða línulögn.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.