Morgunblaðið - 24.02.1991, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRUAR 1991
Háskólarektor við brautskráningu kandídata í gær:
Átak við nýyrðagerð er við-
fangsefni allrar þjóðarinnar
„NÚ, þegar þið hafið lokið háskólaprófi, hafið náð þessum áfanga í
lífinu og farið til annarra starfa í þjóðfélaginu, þá vaxa þær kröfur
sem til ykkar verða gerðar, kröfur um afköst og ágæti í starfi, kröf-
ur um virka þátttöku í rekstri þjóðarbúsins og ákvarðanatöku. Við
eigum framtíð í frjálsu landi ef þið kjósið svo, ef þið mótið slíka fram-
tið og vinnið að þróun þessa þjóðfélags og velfarnaði," sagði dr. Sig-
mundur Guðbjarnason, háskólarektor, í hátíðarræðu sinni við braut-
skráningu kandidata á Háskólahatíð í gær.
Háskólarektor hvatti kandídata til
að kjósa í komandi alþingiskosning-
um og að kynna eigin hugmyndir,
vonir og væntingar á fundum og í
fjölmiðlum. „Ef þið hafið enga skoð-
un og látið ykkur litlu skipta þróun
samfélagsins þá munu aðrir verða
fúsir til að taka af ykkur ómakið
og skammta ykkur það litla sem þið
fáið,“ sagði háskólarektor. „Lýðræð-
ið nærist á skoðunum ykkar og
gagnrýni mun betur en á fullyrðing-
um stjórnmálamanna og fyrirheit-
um,“ sagði hann i ræðu sinni.
Vék háskólarektor að mikilvægi
skoðanafrelsis í ræðu sinni og sagði:
„Lýðræðið er viðkvæmt en skoðana-
frelsi og tjáningarfrelsi er undirstaða
þess. Hefur það stundum vakið undr-
un mína þegar ráðherrar hafa hringt
til að tjá óánægju sína með viðhorf
mín og skoðanir á ýmsum málum,
sem ég hafði látið í ljósi opinber-
lega, t.d. við tækifæri sem þetta.
Þjóðfélagsumræðan má ekki tak-
markast við stjómmálamenn og
efnahagsmál, sem er þó oftast raun-
in,“ sagði háskólarektor.
Háskólasjónvarp
Háskólarektor fjallaði um erlendar
sjónvarpssendingar á íslandi og vék
síðan að fyrirhuguðu Háskólasjón-
varpi: „Fyrir skömmu samþykkti
Háskóli íslands að leita eftir stuðn-
ingi við uppbyggingu á fræðslu- og
menningarsjónvarpi Háskólans.
Hlutverk þessa Háskólasjónvarps er:
1) að annast fjarkennslu, -2) að efla
endurmenntun, 3) að miðla fræðslu-
efni til almennings, 4) að fjalla um
menningarmál almennt og styrkja
íslenska tungu og menningu sérstak-
lega,“ sagði hann.
Sagði hann að ástæðurnar fyrir
þessari hugmynd væru margar en
ein væri að sú tilraun sem gerð var
til að byggja upp fjarkennslu á veg-
um ríkisútvarpsins, hefði ekki tek-
ist, en fjarkennsla í sjónvarpi ætti
engu að síður erindi hingað ög hefði
þetta kennsluform víða gefið góða
raun.
Þá sagði hann að aðstaða væri í
húsnæði því sem hannað var í Odda
fyrir myndver og eðlilegt væri að
byggja upp nútíma aðstöðu því þeg-
ar væri hafi kennsla í hagnýtri fjöl-
miðlun við háskólann.
„Óskað hefur verið eftir því við
menntamálaráðuneytið, að Háskóla-
sjónvarpið fái þá fjárveitingu sem
nú er á fjárlögum til fjarkennslu til
að reka slíkt myndver. Einnig hefur
verið óskað eftir því við ríkisútvarp-
ið að Háskólasjónvarpið fái endur-
gjaldslausan aðgang að dreifíkerfi
ríkissjónvarpsins með það í huga að
sjónvarpa á morgnana beint til skól-
anna og til almennings á tímum sem
ekki eru nú nýttir af ríkissjónvarp-.
inu. Útvarpsstjóri hefur heitið stuðn-
ingi sínum og mun beita sér fyrir
því að Háskólasjónvarpið fái slíkan
aðgang að dreifíkerfi ríkissjónvarps-
ins. Þá er áformað að leita til einka-
framtaksins, fyrirtækja, banka og
stofnana um stuðning við uppbygg-
ingu á myndverinu.
Þriðja og í raun veigamesta
ástæðan fyrir uppbyggingu Háskól-
asjónvarps er að skapa vettvang
fyrir þá viðleitni Háskólans að
treysta menningarlegt sjálfstæði
þjóðarinnar, að auðga íslenska tungu
og styrkja sjálfsvitund íslendinga
og sjálfsvirðingu," sagði háskóla-
rektor.
Viðfangsefni
Háskólasjónvarps
Rakti háskólarektor viðfangsefni
Háskólasjónvarps, sem hann sagði í
fyrstu einkum verða: IjEndur-
menntun - t.d. miðlun á námsefni
og námskeiðum sem hafi tekist vel
hjá Endurmenntunarnefnd Háskól-
ans. Um væri að ræða bæði sérhæft
efni fyrir sérfræðinga á ýmsum svið-
um og almennt efni, svokölluð menn-
ingamámskeið, sem hafí verið mjög
eftirsótt af fólki á öllum aldri. 2)F-
jarkennsla - fyrir framhaldsskólastig
og jafnvel grunnskóla í þeim til-
gangi að treysta undirstöðumennt-
un. Sagði háskólarektor að slík
stuðningskennsla gæti verið mjög
örvandi bæði fyrir nemendur og
kennara. Síðar ætti svo að stefna
að fjarkennslu og samnýtingu nám-
skeiða á háskólastigi. 3) Kynning á
vísindum og listum í landinu. „Sá
þáttur í menningarlífí þjóðarinnar
sem erfíðast virðist að kynna er vís-
indastarfsemin. Sjónvarpið er mikil-
virkast fjölmiðla í slíku starfí. ís-
lenska þjóðin gerir vaxandi kröfur
til vísindamanna sinna og er mikil-
vægt að kynna þá miklu grósku sem
nú er í vísindum hér á landi og lýs-
ir sér t.d. í stórauknum íjölda mjög
góðra umsókna í vísindasjóði um
styrki til rannsókna," sagði háskóla-
rektor.
„Vonir standa til að einkafram-
takið skynji og skilji að það hefur
hér hlutverki og skyldum að gegna,
því að góð almenn menntun er for-
senda framfara í þjóðfélaginu, - góð
almenn menntun þjónar bæði hags-
munum fyrirtækja og stofnana og
þá um leið hagsmunum heildarinn-
ar. Áþreifanlegur fjárhagsstuðning-
ur fyrirtækja og fjármálastofnana
yið þessa þróun væri mjög mikilvæg-
ur fyrir þessa viðleitni alla,“ sagði
hann.
íslensk íðorðasmíð
Háskólarektor fjallaði í ræðu sinni
um skort á íslenskum fræðiorðum
sem oft torveldaði kennslu og hvatti
kandídata til nýyrðagerðar.
„Ör þróun á flestum fræðasviðum
og sífelld aukning þekkingar krefst
markvissra viðbragða af hálfu Há-
skólans til að auðga íslenska tungu
að fræðiorðum svo að unnt verði að
ræða og rita um vísindi og tækni á
íslensku.,“ sagði hann. „Háskólaráð
samþykkti á liðnu hausti að beina
þeim eindregnu tilmælum til allra
háskóladeilda að þær vinni skipulega
að því að til verði íslensk fræðiorð
eða íslenskt íðorðasafn á kennslu-
sviðum deildarinnar. Líta skal á slíka
vinnu við nýyrðagerð eða íðorðasmíð
sem sjálfsagðan þátt í fræðastarfí
kennara og sérfræðinga við Háskóla
íslands. Jafnframt mælti háskólaráð
Dr. Sigmundur Guðbjarnason
háskólarektor.
með vissri vinnutilhögun við skipu-
lagningu starfsins og skipan orða-
nefnda er hafí það verkefni að skil-
greina og þýða hugtök og að mynda
nýyrði og þá með aðstoð sérfræðinga
frá íslenskri málstöð," sagði háskól-
arektor.
„Háskóli íslands hefur ákveðið að
mæta þessari sívaxandi þörf fyrir
nýyrði, fyrir ný heiti og hugtök með
'skipulögðu starfi orðanefnda á öllum
fræðasviðum Háskólans. Verður
þetta starf unnið í samvinnu við
sérfræðinga sem starfa í fyrirtækj-
um og stofnunum utan Háskólans.
Við væntum þess að þið takið þátt
í þessu starfi, sendið orðanefndum
ykkar háskóladeilda hugmyndir ykk-
ar og takið nýyrðin í notkun þegar
þau berast ykkur til eyrna eða með
öðrum hætti. Reynið einnig að fá
vini og vinnufélaga til að taka þátt
í þessari orðasmíð því þetta er í raun
viðfangsefni allrar þjóðarinnar.
Ræktun íslenskrar tungu er og verð-
ur að vera metnaður okkar allra, án
tillits til starfa eða stöðu í þjóðfélag-
inu,“ sagði háskólarektor í lok ræðu
sinnar á Háskólahátíð í gær.
Heppaíalnaðun: Jakkar fra kc 10.900,- Skor Ira kn 4.900,-
Buxur frá kr. 6.500,- Skyrtur (rá kr. 2.500,
Dömufatnaður: Kjolarírakr. 4.800,- —9.900,
Stutttuixurkr. 4.900,-
Fermingarföt í Urvali
Skórkr. 6.500,-