Morgunblaðið - 24.02.1991, Qupperneq 38
38
MORGt.-NBl.APH> FOLK I■ FRfc'i liJM^stíN^t'jIáóur í24: FEBRtjJAR 1991
ÍÞRÓTTIR
Körfuboltafjöl-
skylda í Njarðvík
Keflavík.
ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem 4 bræður taka þátt í sama
leiknum þegar úrvalsdeildin í körfubolta er annars vegar. Þetta
átti sér þó stað í Njarðvík um síðustu helgi þegar Njarðvíking-
ar léku gegn Þór frá Akureyri. Þetta voru bræðurnir Sturla,
Teitur, Gunnar og Stefán Örlygssynir sem allir tóku þátt í leikn-
um. Sturla með Þór, en Teitur, Gunnar og Stefán voru í liði
Njarðvíkinga sem sigraði örugglega í leiknum.
Ekki eru þeir bræður einu fjöl- Þoivaldssyni og Ernu Agnarsdótt-
skyldumeðlimimir sem ur, foreldrum Sturlu, Teits, Gunn-
stunda körfubolta því þeir eiga ars, tvíburanna Stefáns og Krist-
þrjár systur, Margréti, Kristínu ínar, Margrétar og Huldu, áletr-
og Huldu, sem allar hafa leikið aðan silfurdisk fyrir framlag
körfubolta með Njarðvík. Af þessu þeirra til körfuboltans í Njarðvík.
tilefni færðu Njarðvíkingar Orlygi - BB
Morgunblaðið/Björn tílöndal
Bræðurnir Stefán, Gunnar, Teitur og Sturla Örlygssynir.
Systurnar Margrét, Kristín og Hulda Örlygsdætur með silfur-
diskinn sem þær tóku við fyrir hönd foreldra sinna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Snemma kvölds. Tómas situr fyr-
ir en Johanson þreifar sig áfram.
A innfelidu myndinni er verkið
fullgert.
LIST
Tómas
teiknaður
• •
á Ommu Lú
MATARGESTIR á veitingahús-
inu Ömmu Lú urðu vitni að held-
ur óvenjulegri uppákomu undir
borðum á laugardaginn fyrir
viku. Eigandi staðarins, Tómas
Tómasson sat þá hátt í fimm
klukkustundir fyrir hjá sænskum
Iistmálara sem dró upp og næst-
um fullgerði á þeim tíma sér-
kennilega mynd af Tómasi sem
lengst af hefur verið kenndur
við Tomma-hamborgara og Hard
Rock Kaffi og nú siðast Ómmu
Lú. Listamaðurinn, Erling Jo-
hanson, hér um bil lauk verkinu,
en staðurinn fór að ókyrrast
nokkuð er klukkan fór að ganga
tólf og ballgestir fóru að tínast
inn. Varð því að ráði að verkinu
myndi hann ljúka síðar. Það hef-
ur nú gengið eftir.
Þetta átti sér nokkurn aðdrag-
anda,“ segir Tómas og segir
frá því að tíu dögum áður hafi Jo-
hanson komið í Hard Rock og ver-
ið með ýmsar vangaveltur, rætt
bæði við son sinn og hann sjálfan.
Af varð að hann gerði umrædda
mynd af Tómasi í Ömmu Lú og
var leikin kammertónlist á meðan
þannig að stemmingin var heldur
óvenjuleg og matargestir greini-
lega forvitnir að sögn Tómasar,
sérstaklega er líða tók á „atriðið".
Hvort hann væri ánægður með
verkið svaraði Tómas: „Þetta er
nokkuð skemmtilegt verk, ekki
hefðbundið portrett, heldur í nokkr-
um Píkassóstíl."
Af Johanson þessum er það helst
að frétta, að í fórum hans eru Ijós-
myndir af verkum eftir hann þar
sem þekktir sænskir stjómmála-
menn eru fyrirsætur og heyrst hef-
ur að hann hafi einnig málað
kóngafólk. Hann er búsettur í
Frakklandi, en ferðast mikið. Hér
á landi verður hann trúlega fram
á vor, en ætlar þá að halda til
Grænlands.
eyjcxn grætia
Aðeins 150 sæti
Aðeins kr. 19.700,-
BarnaverS kr. 13.700,-
AUSTURSTRÆT117, SÍMI 62 22 00
Skrifstofan \ Austurstræti 17 er opin í dag frá kl. 13—16. Sími 62 22 00