Morgunblaðið - 24.02.1991, Síða 44
Bögglapóstur
um flllt Iflnd
varða i
i
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
MORGUNBLADID, ADALSTRÆTl 6. 101 REYKJAVtK
TELF.X 2127. PÓSTFAX 6S1S1I, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRyETl 85
SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1991
VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR.
Smásíld
breyttí
þorsk 1
Breiðafírði
„BREIÐFIRÐINGAR eru svo
mikið á móti loðnuveiðum, þar
sem verið sé að taka æti frá
þorskinum, þannig að ég er bú-
inn að gera samning við þá og
koma fyrir alveg æðislega stórri
smásíldartorfu í Sandabrúninni
norður af Snæfellsnesinu," segir
Jakob Jakobsson forstjóri Haf-
rannsóknast ofnunar. Jakob segir
að þorskurinn við Snæfellsnesið
sé úttroðinn af smásíld.
„Ég er búinn að segja Breiðfirð-
ingum að þetta sé uppbót fyrir
loðnuleysið og þeir eru alsælir, því
þeir hafa aldrei fengið svona stóran
og feitan þorsk eins og núna og
smásíldin vellur út úr honum,“ seg-
ir Jakob Jakobsson. „Nokkrir kaft-
einar af Snæfellsnesi, bæði drag-
nótarmenn og netamenn, hafa
hringt til mín og þeir eru mjög
ánægðir með vertíðina. Mér finnst
það vera mjög merkilegt að breyta
síld, sem lítið verð fæst fyrir, í rán-
dýran þorsk með þessum hætti,“
segir Jakob.
Útlit fyrir
óbreytt
verð búvara
Háskólarektor á Háskólahátíð í gær:
^ Morgunblaðið/Árni Sæberg
I vetrarsól við höfnina
Að mörgu þarf að hyggja við höfnina, jafnt á sumrum sem vetrum og þar eru mörg handtökin unnin. Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins kom við
í Daníelsslipp í Reykjavíkurhöfn á dögunum voru nokkrir menn að bjástra þar við toghlera. Þó sólin sendi geisla sína yfir höfnina var kuldinn
bitur, en um það þýðir ekki að fást þegar ljúka þarf verki.
ÚTLIT er fyrir að verð búvara
breytist ekki um næstu mánaða-
mót. Slátur- og heildsölukostnað-
ur kindakjöts mun ekki hækka
samkvæmt ákvörðun fimm-
mannanefndar, sem ákveður
heildsöluverð búvara. Enn hefur
ekki verið tekin ákvörðun um
"breytingar á vinnslu- og dreif-
ingarkostnaði mjólkur, en ólík-
legt er talið að um hækkun verði
þar að ræða.
Fundur verður væntanlega hald-
inn í sexmannanefnd um grundvall-
arverð landbúnaðarvara til bænda
í vikunni. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins er líklegt að um
einhveija hækkun verði að ræða á
grundvallarverði í nautgriparækt,
og til þess að koma í veg fyrir verð-
hækkun mjólkur verði niðurgreiðsl-
ur á mjólk auknar, en hins vegar
verði niðurgreiðslur á dilkakjöti
lækkaðar á móti.
Háskólasjónvarp fái afnot af
dreifikerfi ríkissjónvarpsins
Kveðst undrast þegar ráðherrar tjá óánægju sína með skoðanir hans
SIGMUNDUR Guðbjarnason, há-
skólarektor, sagði í ræðu sinni
við brautskráningu kandídata á
Háskólahátíð í gær, að skoðana-
frelsi og Ijáningarfrelsi væru
undirstaða lýðræðisins. „Hefur
það stundum vakið undrun mína
þegar ráðherrar hafa hringt til
að tjá óánægju sína með viðhorf
mín og skoðanir á ýmsum málum,
sem ég hafði látið í ljósi opinber-
lega, til dæmis við tækifæri sem
þetta. Þjóðfélagsumræðan má
ekki takmarkast við stjórnmála-
menn og efnahagsmál, sem er
þó oftast raunin," sagði hann.
Hann sagði einnig að óskað hefði
verið eftir því við ríkissjónvarpið
að Háskólasjónvarpið fái endur-
gjaldslausan aðgang að dreifi-
kerfi ríkissjónvarpsins
Frumvarp fyrir þingflokkum:
Tekjuskattur fyrirtækja
veroi lækkaður í 45%
TEKJUSKATTUR fyrirtækja lækkar úr 50% í 45%, samkvæmt laga-
frumvarpi, sem er til meðferðar hjá þingflokkum ríkisstjórnaiinnar.
Jafnframt er heimild til að leggja skattskyldan hagnað í fjárfestingar-
sjóð þrengd úr 15% í 10% af hagnaði, og afskriftarhlutfall liækkað úr
40% í 50%. Að sögn fjármálaráðherra verður skattbyrði fyrirtækja
óbreytt þrátt fyrir þessar breytingar. Að óbreyttu hefði skattbyrðin
þyngst milli ára sem samsvarar 300-500 milljónum vegna lækkunar
verðbólgu, en fyrirtækjaskattar eru greiddir eftir á.
„Þetta er enn eitt skrefið í kerfis-
breytingu á skattlagningu atvinnu-
lífsins. Annars vegar er fækkað frá-
dráttarliðum og skattstofninn
breikkaður, en skattprósentan jafn-
framt lækkuð, eins og alþjóðlegar
breytingar stefna í. Hins vegar er
Terið að aðlaga atvinnulífið því, að
verðbólgan er nú blessunarlega lág
og við þurfum því að breyta tölu-
stærðum í skattkerfinu svo fyrirtæk-
in líði ekki fyrir það,“ sagði Ólafur
Ragnar Grímsson fjármálaráðherra.
Hann sagði að þetta væri einnig
skref í að samræma skattlagningu
éinstaklinga og fyrirtækja þannig að
menn freistuðust ekki til þess að
vera með fyrirtæki í einstaklings-
rekstri vegna skattaákvæða, og
blönduðu þannig ekki einkafjármál-
um sínum saman við atvinnurekstur-
inn. Skatthlutfall fyrirtækja er nú
50% en einstaklinga 39,74%.
í greinargerð segir, að óbreytt lög
hefðu í för með sér að skattbyrði
fyrirtækja þyngdist um 300-500
milljónir kr. milli áranna 1990-1991.
Engu að síður væri áfram gert ráð
fyrir að tekjur ríkissjóðs vegna
álagningar tekjuskatts á fyrirtæki
hækki meira en sem nemur verð-
breytingum milli ára, sem stafaði
fyrst og fremst'af betri afkomu fyrir-
tsékja í fyrra en árið áður.
í ræðu sinni fjallaði háskólarekt-
or um undirbúning Háskólasjón-
varps og sagði að óskað hefði verið
eftir því við menntamálaráðuneytið,
að Háskólasjónvarpið fái þá fjár-
veitingu sem nú er á fjárlögum til
fjarkennsiu til að reka nútíma
myndver í húsnæði því serh hannað
hefur verið í Odda. „Einnig hefur
verið óskað eftir því við ríkissjón-
varpið að Háskólasjónvarpið fái
endurgjaldslausan aðgang að dreifi-
kerfi ríkissjónvarpsins með það í
huga að sjónvarpa á morgnana
beint til skólanna og til almennings
á tímum sem ekki eru nú nýttir af
ríkissjónvarpinu. Útvarpsstjóri hef-
ur heitið stuðningi sínum og mun
beita sér fyrir því að Háskólasjón-
varpið fái slíkan aðgang að dreifí-
kerfi ríkissjónvarpsins. Þá er áform-
að að leita til einkaframtaksins,
fyrirtækja, banka og stofnana um
stuðning við uppbyggingu á mynd-
verinu," sagði háskólarektor.
Hann greindi einnig frá skipu-
lögðu átaki innan Háskólans við
þýðingu fræðiorða og nýyrðagerð.
Verður þetta starf unnið í samvinnu
við sérfræðinga sem starfa í fyrir-
tækjum og stofnunum utan Háskól-
ans. „Við væntum þess að þið takið
þátt í þessu starfi, sendið orða-
nefndum ykkar háskóladeilda liug-
myndir ykkar og takið nýyrðin í
notkun þegar þau berast ykkur til
eyrna eða með öðrum hætti. Reynið
einnig að fá vini og vinnufélaga til
að taka þátt í þessari orðasmíð því
þetta er í raun viðfangsefni alirar
þjóðarinnar," sagði Sigmundur
Guðbjarnason, háskólarektor.
Sjá frásögn af ræðu háskóla-
rektors á bls. 24
Rúðubrota-
faraldur
í Eyjum
RÚÐUR voru brotnar í þreinur
verslunuin í Vestmannaeyjuni
aðfaranótt laugardagsins. Virð-
ist hálfgerður rúðubrotafaraldur
vera í gangi að sögn lögreglunn-
ar í Eyjum.
Lögreglan hafði uppi á nítján ára
pilti sem talinn er hafa brotið eina
rúðuna en svo virðist sem sömu
aðilarnir hafi ekki verið að verki í
öllum tiivikum.
Talsvert hefur verið um rúðubrot
í Vestmannaeyjum á undanförnum
vikum og segir lögreglan að svo
virðist sem þau komi í gusum.
Stundum sé ekki brotin rúða helgi
eftir helgi en svo skelli á helgi eins
og nú þar sem margar rúður eru
brotnar á einu kvöldi. Kunni lög-
reglan engar skýringar á þessum
faraldri.