Morgunblaðið - 28.02.1991, Síða 4
MORQb'NHJjADID FiMMTUI)AGUR 28í]FJÍHRÚAR:!.991
&
VEÐUR
VEÐURHORFUR I DAG, 28. FEBRÚAR
YFIRLIT i GÆR: Við suðausturströnd Grœnlands er kyrrstæð
975mb lægð en 1044 mb hæð yfir Skandinavíu. Um 600 km suðsuð-
austur af Hornafirði er 1006 mb smálægð á leið norður.
SPÁ: Hæg suðvestlæg átt og heldur kólnandi, þó víðast frostlaust
yfir hádaginn. Snjóél suðvestanlands en bjart veður að mestu á
Norður- og Austurlandi.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FÖSTUDAG: Vaxandi austan- og suðaustanétt meðélj-
um sunnanlands en hæg breytileg átt og bjart verður norðantil.
Vfðast frost, mest í innsveitum norðanlands.
HORFUR Á LAUGARDAG: Hvöss austan- og suðaustanátt með
rigningu eða slyddu víða um land. Hlýnandi veður.
TAKN:
O-Hei
Heiðskirt
Lettskyjað
Hálfskýjað
Skyjað
Alskyjað
a Norðan, 4 vindstlg:
" Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* # *
10 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
Y Skúrir
V El
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld *
OO Mistur
—j- Skafrenningur
Þrumuveður
Eftir að veiða 40 þúsund
tonn af loðnukvótanum
Bókamarkaðurinn:
7 0 þús. bækur seldar
RÚMLEGA 70 þúsund bækur hafa selst á fyrstu viku bókamark-
aðar Félags íslenskra bókaútgefenda, sem haldinn er í Kringl-
unni. Að sögn Gunnars Dungal forstjóra Pennans, seljast yfir
10 þúsund bækur á dag.
„Þetta gengur alveg ótrúlega
vel og kemur okkur reyndar veru-
lega á óvart, þar sem við áttum
von á að bókamarkaðurinn sem
haldinn var á Eiðistorgi mundi
draga úr sölu, en það er eins og
allir vilji kaupa bækur og salan
nú er jafn mikil og í fyrra,“ sagði
Gunnar.
Ódýrustu bækurnar kosta kr.
35 en meðalverð bókanna er kr.
200 auk þess sem boðið er upp á
sjö bækur í pakka á kr. 498.
Yngstu bækurnar voru gefnar út
árið 1989.
Bókamarkaðurinn stendur
fram á kvöld sunnudaginn 3.
mars.
Fjölmenni var á bókamarkaðnum í gær.
Morgunblaðið/KGA
Loðnan að verða hæf til hrognatöku
GÓÐ loðnuveiði hefur verið síðustu daga. I gær var búið að veiða
samtals 134 þúsund tonn frá áramótum, þar af um 110 þúsund tonn
frá því að loðnuveiðibanninu var aflétt fyrir tveimur vikum. Það á
því aðeins eftir að veiða 40 þúsund tonn af þeim 175 þúsund tonnum
sem sjávarútvegsráðuneytið heimilaði að veiða á vertíðinni.
I gær voru 10 loðnuskip á veiðum
12 mílur norður af Öndverðarnesi
þar sem aðalloðnugangan er nú.
Sandgerðingar fengu fyrstu loðn-
una á þessari vertíð um helgina,
alls um 1.100 tonn. Loðnugangan
hefur verið á hraðri leið til hrygn-
ingar í Breiðafirði og segja skip-
stjórar að nú sé ekki meira en vika
í hrygningu. Búist er við að loðnan
verði hæf til hrognatöku í dag. í
gær var Miðnes í Sandgerði byijað
tilraunir með hrognaframleiðslu.
Höfrungur AK var á loðnumiðun-
um í gær og sagði Gjuðjón Bergþórs-
son, skipstjóri, að mikið væri af
loðnu, en erfitt væri að eiga við
hana á daginn. „Loðnan er þétt og
því þung í svo að næturnar vilja
rifna. Það er betra að eiga við þetta
á nóttinni því þá kemur hún upp
w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tfma hlti veður Akureyrt 4 léttskýjað Reykjavík 1 snjóél
Bergen 4 skýjað
Helsinkl +3 léttskýjað
Kaupmannahöfn 0 léttskýjað
Narssarssuaq +14 snjóélás.klst.
Nuuk +20 skýjað
Ósló +2 léttskýjað
Stokkhólmur +1 léttskýjað
Þórshöfn 8 skýjað
Algarve 15 skýjað
Amsterdam 1 þoka á s. klst.
Barcelona 14 mistur
Berlín 2 hálfskýjað
Chlcago +7 léttskýjað
Feneyjar 11 þokumóða
Frankfurt 6 mistur
Glasgow 7 skýjað
Hamborg 2 léttskýjað
Las Palmas vantar
London 7 rigning á s. klst.
LosAngeles 13 alskýjað
Lúxemborg 8 mistur
Madríd 12 hálfskýjað
Malaga 17 skýjað
Mallorca vantar
Montreal +10 skýjað
NewYork +1 alskýjað
Orlando vantar
Par/s 7 þokumóða
Róm 16 léttskýjað
Vín 4 léttskýjað
Washíngton t1 léttskýjað
Wlnnipeg +17 skýjað
og er léttari í. Loðnan hefur verið
á þrjátíu faðma dýpi yfir daginn
og með herkjum að við náum niður
í hana. Bátamir hafa verið að fá
um 100 tonn í kasti yfir hádaginn,
en mun meira í myrkrinu,“ sagði
Guðjón.
Frá því að veiðibanni var aflétt
13. febrúar hefur loðnu verið landað
hjá öllum loðnuverksmiðjum á
landinu, nema á Ólafsfirði og Rauf-
arhöfn. Mestri loðnu hefur verið
landað í Vestmannaeyjum það sem
af er vertíð, alls tæpum 27 þúsund
tonnum. Eskifjörður er næst hæsta
löndunarstöðin með rúmlega 21
þúsund tonn. Á Neskaupstað hafa
komið á land rúmlega 16 þúsund
tonn og 11 þúsund tonn á Siglu-
fjörð.
Loðnuverksmiðjur greiða nú frá
3.600-4.000 krónur fyrir tonnið.
Einar Jónatansson, framkvæmda-
stjóri í Bolungarvík, sagði að þeir
greiddu nú 4.000 krónur fyrir tonn-
ið. Hann sagði að í Reykjavík hafi
verið greiddar 3.600 krónur og
3.800 krónur í Vestmannaeyjum.
Jón Baldvin forsætís-
ráðherra í sólarhring
JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra gegndi embætti forsæt-
isráðherra í einn sólarhring, 26.-27. febrúar, en þá var enginn ráð-
herra Framsóknarflokksins á landinu. Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra kom til landsins í gær og tók þá við embætti forsætis-
ráðherra.
Venjan er að ef ráðherrar fara
utan eru staðgenglar þeirra ráð-
herrar úr sama flokki. í vikunni
voru sjö ráðherrar af ellefu í útlönd-
um, flestir vegna fundar Norður-
landaráðs sem nú stendur yfir í
Kaupmannahöfn. Þriðjudag og mið-
vikudag var enginn ráðherra Fram-
sóknarfiokksins á landinu, og
gegndi Jón Baldvin Hannibalsson
formaður Alþýðuflokksins embætti
forsætisráðherra á meðan. Hann
gegndi einnig embætti iðnaðar- og
viðskiptaráðherra í fjarveru Jóns
Sigurðssonar.
Óli Þ. Guðbjartsson dómsmála-
ráðherra gegndi jafnframt embætti
umhverfísráðherra í fjarveru Júlíus-
ar Sólnes, og embætti sjávarútvegs-
ráðherra og heilbrigðisráðherra í
fjarveru Halldórs Ásgrímssonar og
Guðmundar Bjarnasonar. Ólafur
Ragnar Grímsson fjármálaráðherra
gegndi jafnframt embætti landbún-
aðar og samgönguráðherra og
menntamálaráðherra í fjarveru
Steingríms J. Sigfússonar og Svav-
ars Gestssonar.
Að sögn Jóns Sveinssonar að-
stoðarmanns forsætisráðherra hef-
ur það ekki komið áður fyrir í tíð
þessarar ríkisstjórnar, að starfandi
forsætisráðherra hafi ekki verið
samflokksmaður ráðherrans. En
það hefur komið fyrir að allir ráð-
herrar annarra stjórnarflokka hafa
verið fjarverandi í einu.
Aðalfundur
Okkar manna
OKKAR menn, félag fréttaritara
Morgunblaðsins, heldur aðalfund
fimmtudaginn 7. mars næstkom-
andi. Fundurinn verður i Hótel
Holiday Inn við Sigtún og hefst
klukkaii 19.
Fyrri hluta fundarins verður rætt
um félagsmál. „Fréttamat“ er yfir-
skrift síðari hluta fundarins þar sem
rætt verður almennt um störf
fréttaritaranna. Framsögu hefur
Bjöm Vignir Sigurpálsson blaða-
maður og síðan verða almennar
umræður með þátttöku fréttaritara
og blaðamanna Morgunblaðsins.
Félagið Okkar menn hefur starf-
að í sex ár, aðalfundir eru haldnir
annað hvert ár. í félaginu eru á
annað hundrað fréttaritarar Morg-
unblaðsins á landsbyggðinni.
(F'réttatilkynning)
Morgunblaðið/Sverrir
Aflanum úr Ásgeiri Frimanns landað í Hafnarfjarðarhöfn í gær.
*
A annað hundrað tonn af
keilu og þorski á línuna
LÍNUBÁTURINN Ásgeir
Frímanns frá Ólafsfirði landaði
í Hafnarfirði í gær. Aflinn var
yfir 100 tonn, uppistaðan var
fryst keila og þorskur, en 10
tonn aflans voru ísuð.
Fiskurinn er hausaður og slægður
fyrir heilfrystingu um borð og
svarar frystifarmurinn til um 125
tonna af físki upp úr sjó. ísfiskur-
inn fór til sölu á Fiskmarkað
Hafnarljarðar, en sá frysti verður
fluttur utan eða seldur hér heima,
fáist nægilegt verð fyrir hann að
mati útgerðarinnar. Hann færi þá
til endurvinnslu hér líkt og sá
þorskur, sem verið er að kaupa
úr Kyrrahafinu og endurvinna um
þessar mundir.