Morgunblaðið - 28.02.1991, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28: PEBRÚAR 1991
*
Ast er...
... Ijúfur dans.
TM Rag. U.S. Pat Off.—all righta reservad
® 1990 Loa Angalas Times Syndicate
Með
morgnnkaffíjnu
Ég gaf engin fyrirmæli um
að lirista flöskuna!
HOGNI HREKKVISI
/, i/a/sr Jbó a/rrrtZ4£> um uaih//zoú
GULLr/S/cA ?"
Sannleikurinn mun sigra
Til Velvakanda.
„í upphafi var orðið — speki —
og orðið var hjá Guði, og orðið var
Guð. Allir hlutir eru gjörðir fyrir
það, og án þess varð ekkert til, sem
til er orðið.“ Hvað meinti Jóhannes
með þessu? Hann var að vitna í
Gamla testamentið, nánar tiltekið í
Orðskviðina 8. „Heyr, spekin kallar
og hyggnin lætur raust sína gjalla.
Til yðar, menn, tala ég, og raust
mín hljómar til mannanna barna.
Þér óreyndir, lærið hyggindi, og þér
heimskingjar, lærið skynsemi. Því
að sannleika mælir gómur minn og
guðleysi er viðbjóður vörum mínum.
Eg, spekin, er handgengin hyggind-
unum og ræð yfir ráðdeildarsamri
þekking. Mín er ráðspekin og fram-
kvæmdasemin, ég er hyggnin, og
minn er krafturinn. Drottinn skóp
mig í upphafi vega sinna, á undan
öðrum verkum sínum, fyrir alda
öðli. Frá eilífð var ég sett til valda,
frá upphafi, áður en jörðin var til.
Þegar hann gjörði himininn þá var
ég þar. Þá stóð ég honum við hlið
sem verkstýra, og ég var yndi hans
dag hvern. Hlýðið á aga, svo að
þér verðið vitrir, og látið hann eigi
sem vind um eyrun þjóta. Því að
sá, sem finnur mig, finnur lífið og
hlýtur blessun af Drottni. En sá,
sem missir mín, skaðar sjálfan sig.“
Svo segir hann í Jóh.: 18. „Eng-
inn hefir nokkurn tíma séð Guð!“
En sáu ekki allir Jesúm labba um
á meðan hann var á meðal okkar?
Og áfram segir Jóhannes: „Sonur-
inn eingetni, sem hallast að bijósti
föðurins, hann hefur veitt oss þekk-
ing á honurn." Enginn hefir nokk-
um tíma séð Guð. Guð labbaði ekki
um á jörðinni í mannsmynd; hann
er Guð almáttugur, skapari okkar
og skapari Jesú, hans eingetna son-
ar.
„Og orðið — speki — varð hold
(Jesús), og hann bjó með oss, fullur
náðar og sannleika. Og við sjáum
dýrð hans, dýrð sem eingetins sonar
frá föður.“
Allir sem þekkja Biblíuna vita
að engillinn sem gaf Jóhannesi
Opinberunarbókina er Jesús, en
hann heitir Míkael á himnum; Opin-
berun 12:7-8 (Elías-Jóhannes skír-
ari heitir þar Gabriel og Móse heit-
ir Rafael, Lúkas 9:28-31). Og hann,
Jesús-Míkael, sagði „Varastu að
tilbiðja mig! Tilbið þú Guð. Þetta
er sannleikurinn, og það þarf ekki
neinar útskýringar. Aðeins eitt í
viðbót. „En um þann dag eða stund
veit enginn, ekki einu sinni englarn-
ir á himni, né sonurinn, heldur að-
eins Faðirinn," Markús 13:32. Þetta
tekur af allan efa um hver er Faðir-
inn og hver er sonurinn.
Að tilbiðja Jesúm Krist sem Guð
almáttugan og einnig Maríu og
Jósef, er hjáguðadýrkun. „Mennirn-
ir eru því án afsökunar, þar sem
þeir hafa ekki, þótt þeir þekktu
Guð, vegsamað hann eins og Guð,
né þakkað honum, heldur gjörst
hégómlegir í hugsunum sínum og
hið skynlausa hjarta þeirra hjúpast
myrkri. Þeir kváðust vera vitrir, en
urðu heimskingjar og breyttu veg-
semd hins ódauðlega Guðs (sem
þýðir að hann gat ekki dáið á kross-
inum!) í mynd sem líkist dauðlegum
manni. Þeir hafa umhverft sann-
leika Guðs í' lygi, og göfgað og
dýrkað skepnuna í stað skaparans."
Rómv. 1:21-25.
„Sæll og heilagur er sá, sem á
hlut í fýrri upprisunni. Yfir þeim
hefir hinn annar dauði, dauði í hel,
ekki vald, heldur munu þeir vera
prestar Guðs og Krists og þeir
munu ríkja með honum um þúsund
ár.“ Opinberunarb. 20:6. Já, prestar
Guðs og Krists. Sannleikurinn mun
sigra.
Bronko Bj. Haralds
tíríRFiSbrrrn
i , i, i, i , I., L...L, t.l
i ,‘t; r,T.,i., i; 141; i ;q:
1 '■ 1 1 r '■ r 1 1 1 1 1 ) 1
ÞARF VITNA VIÐ
Þriðjudaginn 15. janúar um
klukkan 20.30 ók ég Mazda-bíl
vinstra megin á Hverfisgötu sam-
síða Renault-bíl. Við húshom
Hverfisgötu lOla skall Renaultinn
á hægra frambretti Mözdunnar,
eins og ökumaðurinn hafi snögg-
lega ákveðið að aka niður að
Hljómbæ. Við áreksturinn
stöðvaðist umferðin. Ökumaður
Renault-bifreiðarinnar fór þess á
leit við mig að við færðum okkur
svo umferðin tepptist ekki, hann
sagði það væri í lagi fyrir mig,
hann vissi að hann væri í 100%
órétti. Það vildi ég ekki, vildi kalla
til lögreglu. Renault-bifreiðastjór-
inn ansaði því engu og færði bíl-
inn. í því ók bifreið vinstra megin
fram með Mözdunni, ég gaf öku-
manninum merki og hann skrúfaði
niður rúðuna, ég bað hann að
hringja á lögregluna. Hún kom á
staðinn og í viðræðum við lögregl-
una sagði ökumaður Renault-bif-
reiðarinnar að ég hefði ekið á
hans bíl. Tryggingafélög bifreið-
anna hafa komið sér saman um
að bæta tjónin hvorum aðila að
hálfu. Ástæða þess er sú að að-
stöðumynd er teiknuð upp sam-
kvæmt stöðu bílanna þegar lög-
reglan kemur á staðinn, þá var
Renault-bíllinn langt frá þeim stað
sem óhappið gerðist. í lögreglu-
skýrslu kemur fram umsögn
beggja ökumanna sem stangast
á. Eg er mjög ósátt að taka við
við tjónabótum fyrir hálfan skaða,
þess vegna bið ég þá sem geta
vottað að ég ók ekki á Renault-bíl-
inn að hafa samband við mig í
síma 37915.
Með fyrirfram þakklæti.
Þórunn S. Magnúsdóttir
Víkveiji skrifar
Kunningi Víkveija var á dögun-
um á ferð um Bandaríkin.
Til að halda heim á ný flaug hann
til New York og lenti þar á La
Guardia. Þangað kominn uppgötv-
aði hann sér til ánægju að hann
átti um hálfan dag lausan í borg-
inni áður en hann þurfti að ná flugi
á John F. Kennedy flugvellinum.
Sú ánægja hvarf hins vegar fljót-
lega er kom í ljós að hvergi gat
hann geymt farangur sinn á með-
an. Hafði til dæmis öllum farang-
ursgeymslum á brautarstöð einni
veríð lokað og ekki tókst honum
að fá starfsfólk tveggja hótela til
að geyma töskurnar nokkrar
klukkustundir. Ástæðan: Hertar
öryggisreglur vegna stríðsins við
Persaflóa. Hafurtaskið losnaði
kunninginn ekki við og varð því að
sætta sig við að eyða klukkustund-
unum á Kennedy-flugvelli, nokkuð
sem hann hafði lítinn áhuga á.
Það sama var upp á teningnum
þegar Víkvetji átti leið um flugvöll-
inn. j Lúx^mbprg, .fyrir , nokkrum
dögum. Farangursgeymslunni sem
þar er hafði verið lokað vegna
stríðsins.
xxx
essar hertu ráðstafanir fara
ekki fram hjá neinum sem
ferðast um Evrópu eða Bandaríkin
þessa dagana og verða menn að
gera ráð fyrir að afgreiðsla á fliig-
völlum taki mun lengri tíma en
venjulega. Víkveiji hafði viðkomu á
flugvelli í Þýskalandi í janúarmán-
uði og þó að farangur hans hefði
þegar verið tékkaður inn, gegnum-
lýstur og skoðaður á öðrum flug-
velli þurfti hann vesgú að sækja
þær að nýju og láta gegnumlýsa,
hrista og hossa að nýju. Ekki bara
einu sinni heldur tvisvar. Öryggis-
verðir gráir fyrir járnum voru líka
eflaust fleiri talsins en farþegar í
flugstöðinni.
XXX
að sem komið hefur Víkveija
ánægjulega á óvart er hins
vegar hversu mikinn skilning ferða-
menn alls staðar þar sem hann
hefur komið sýna þessum erfiðu
aðstæðum. Fólk virðist fyllilega
gera sér grein fyrir því að það sé
þeirra eigin hagur að haga málum
með þessum hætti. Þó að ógeming-
ur sé að fullyrða um hver ástæða
þess sé er það Iíka staðreynd að
þrátt fyrir hin stóru orð Saddams
Husseins um að hryðjuverkaherferð
yrði sett af stað réðist fjölþjóðaher-
inn til atlögu, þá hefur lítið farið
fyrir henni nú lúmum mánuði eftir
að hemaður hófst.
xxx
Víkveiji hefur orðið var við
umtal þess efnis að Morgun
blaðið hafí fengið Félagsvísinda-
stofnun Háskólans til þess að fram-
kvæma skoðanakönnun um það
hvaða stjórnmálamenn nytu mests
fylgis meðal þjóðarinnar til þess að
gegna embætti forsætisráðherra
næsta kjörtímabil. Af þessu tilefni
skal upplýst að engin slík könnun
hefur verið gerð á vegum Morgun-
blaðsins eða að beiðni blaðsins.