Morgunblaðið - 28.02.1991, Síða 17

Morgunblaðið - 28.02.1991, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1991 17 Heimilisiolk Álandi 13 situr að snæðingi. „Annað líf “ - kynning á starfi MS-félags eftir Oddnýju Lárusdóttur Tilefni þessa greinarkorns er sýning sjónvarpsins í kvöld á mynd- inni „Et anded liv“, sem Ijallar um það hvernig líf ungrar konu breyt- ist þegar hún veikist af MS, við- brögðum ættingja og baráttu henn- ar til að sættast við veikindin. MS er ólæknandi sjúkdómur í miðtaugakerfi, sem heijar á ungt fólk, og veldur skyntruflunum, löm- un og mikilli þreytu. MS-félag Is- lands hefur starfað í 23 ár. Stofn- andi þess var Kjartan R. Guð- mundsson læknir og er félagið aðili að alþjóðasamtökum MS-félaga. Tilgangur félagsins er að styðja við bakið á MS-sjúklingum og fylgjast með því nýjasta sem gerist á sviði rannsókna. Síðastliðinn fimm ár hefur félag- ið rekið dagvist á Álandi 13 í Reykjavík, sem hefur auðveldað MS-fólki og íjölákyldum þeirra lífið. Þar gefst fólki tækifæri til sjúkra- þjálfupar og iðjuþjálfunar auk al- mennrar umönnunar. Farið er í sund tvisvar í viku, spilað, spjallað og fólk miðlar hvert öðru af reynslu sinni. Á sumrin er farið í skemmti- ferðir út fyrir borgina. Hafa þær verið til mikils ánægjuauka fyrir fólk sem hefur oft takmörkuð tæki- færi til ferðalaga. „Það er von okkar að þessi greinarstúfur veki einhvern til um- hugsunar um þann mik- ilvæga þátt í umönnun MS-sjúklinga sem dag- vistun og sjúkraþjálfun ér.“ Á þessum fimm árum sem liðin eru hefur aðsókn að dagvistinni stóraukist og er nú svo komið, að núverandi húsnæðj er orðið of lítið. Öryrkjabandalag íslands hefur af- salað félaginu hluta af lóð sinni við Sléttuveg og hefur félagið því ákveðið að ráðast í nýbyggingu fyrir starfsemi sina. Margir aðilar hafa sýnt félaginu velvilja, þörfin er orðin mikil fyrir stærra hús- næði, og þó að lítil þúfa geti oft velt þungu hlássi þurfum við stuðn- ing allra okkar velunnara. . Það er von okkar að þessi grein- arstúfur veki einhvern til umhugs- nnar um þann mikilvæga þátt í umönnun MS-sjúklinga sem dag- vistun og sjúkraþjálfun er. Von- umst við til að sem flestir horfi á þessa mynd sér til fróðleiks. BARHASKÓR BBRRRSKÖR SPRENGIÚTSALA á barnaskóm næstu þrjá daga. Gott úrval í stærðum 28-38. Póstsendum. sérverslun með barnaskó," Skólavörðustíg 6b, sími 622812. smáskór ★ GBC-lnnbinding Fjórar mismunandi gerðir af efni og tækjum til innbindingar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavik Símar 624631 / 624699 STfÖRNUIiORT Persónulýsing, framtíðarkort, samskiptakort. Gunnlaugur Guðmundsson, Stjömuspekistöðin, Miðbæjarmarkaðinum, Aðalstræti 9, sími 10377. TILBOÐ VIKUNNAR: CHEERIOS Apple-Cinnamon Verð áður2eif 425 gr .HUMALL fiskbo rgarar 19« Kaupið góða vöru ódýrt KEvnrauA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.