Morgunblaðið - 28.02.1991, Side 22

Morgunblaðið - 28.02.1991, Side 22
22 MORQUNlíIi/VttlÐ FIMMTUDAGUR 28.' FEBRUAR' 1991 Reuter íbúi Kúveitborgar fagnar kúveiskum hermönnum, sem komu inn í borgina í gær eftir að megnið af íraska hernámsliðinu hafði flúið úr henni. Kúveitborg aJgjörlega á valdi bandamanna Kúveitborg. Reuter. VFIRMAÐUR hers Saudi-Arabíu, Khaled bin Sultan al-Sabah, lýsti því yfir í gær að Kúveitborg væri á valdi bandamanna eftir tæplega sjö mánaða hernám íraka en leit stæði enn yfir af íröskum hermönnum sem leyndust í borginni. Kúveiskir andspyrnumenn í borginni sögðust hafa tekið um 4.000 íraska hermenn til fanga eftir að megnið af herná- msliðinu hafði lagt á flótta. Þeir sökuðu hernámsliðið um ýmis grimmd- arverk gegn óbreyttum borgurum; hundruð manna hefðu sætt pynting- um, konum hefði verið nauðgað og aldrað fólk ofsótt. Andspyrnumennimir sögðu að þeir tekið með sér um 5.000 óbreytta hinir hermennimir hefðu flúið borg- ina samkvæmt skipun frá Saddam Hussein íraksforseta og skilið eftir um þúsund særða hermenn. Þeir sögðu að írösku hermennimir hefðu áður nauðgað konum og drep- ið börn fyrir framan fjölskyldur þeirra. Skotið hefði verið í fætur og hendur karlmanna áður en þeim var banað með skoti í höfuðið. Þá hefðu borgara er þeir flúðu borgina. Nor- man Schwarzkopf, æðsti yfirmaður herafla bandamanna, staðfesti þetta á blaðamannafundi í gær og sagði að allt að 40.000 Kúveitar hefðu verið fluttir ti! íraks á undanförnum vikum. Hann kvaðst ekki vita hvaða tilgangi þessir flutningar þjónuðu. Ibúar Kúveitborgar sögðu að ástandið þar hefði gjörbreyst eftir að írösku hersveitimar hefðu tekið að flýja. íraskir hermenn hefðu bank- að á dyr hjá fóiki er hersveitir banda- manna nálguðust borgina og beðið um klæðnað til að geta dulbúið sig sem óbreytta borgara og komist hjá handtöku. Um 400.000 manns eru enn í Kúveitborg og borgarbúar flykktust út á göturnar eftir að írösku her- mennimir flúðu. Fólkið hélt á þjóð- fána Kúveita, söng ættjarðarlög og hrópaði vígorð gegn Saddam. Kúveiskir hermenn komu til höf- uðborgarinnar á þriðjudagskvöld og drógu þjóðfána Kúveits að hún í miðborginni. Nokkrum klukkustund- um síðar komu hermenn af öðrum þjóðemum. Los Angeles Times: Áætlun um refsiað- gerðir til að grafa und- an Saddam Hussein Los Angeles. Reuter. Bandaríkjasljórii vinnur nú að því að koma í veg fyrir að Saddam Hussein, forseti íraks, geti rétt bágborinn efnahag landsins við eftir stríðið. Er þetta gert í von um að það verði til að knýja Iraka til uppreisnar gegn leiðtoga sínum, að sögn bandaríska dag- blaðsins Los Angeles Times í gær. Blaðið hafði eftir háttsettum bandarískum embættismönnum að Bandaríkjastjórn hygðist beita sér fyrir áframhaldandi banni við kaup- um á olíu af írökum, þannig að Saddam geti ekki aflað sér þeirra fjármuna sem hann þarf til endur- uppbyggingar í landinu eftir loftár- ásir bandamanna. Embættismenn- irnir vonast til þess að versnandi lífskjör íraka leiði til uppreisnar gegn forsetanum innan nokkurra vikna eða mánaða. „Við viljum koma írökum til skilnings um að á. meðan Saddam Hussein er við völd leiði hann aðeins fátækt og vesaldóm yfir þá,“ sagði einn þeirra. Blaðið sagði að Bandaríkjastjóm vildi einnig að Sameinuðu þjóðirnar bönnuðu áfram sölu vopna og her- gagna til íraks svo Saddam geti ekki eflt her sinn að nýju. Stjómin hyggist leggja til við Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að einhveijar af ályktunum þess verði áfram í gildi þar til bandamenn í stríðinu fyrir botni Persaflóa hafí tryggt varanleg- an frið og öryggi í Mið-Austurlönd- um, eins og kveðið er á um í ályktun ráðsins númer 678. Los Angeles Times segir að Bandaríkjastjórn vilji hins vegar slaka á sumum refsiaðgerðum Sam- einuðu þjóðanna og heimila sölu á öðrum varningi en hergögnum til Iraks, svo sem matvælum. Blaðið hafði einnig eftir nokkmm háttsettum embættismönnum að Bandaríkjastjóm vildi ekki að banda- rískar hersveitir yrðu til langframa í írak. Ef hernáms- eða eftirlitssveit- ir reyndust nauðsynlegar þar í ein- hvern tíma myndi Bandaríkjastjórn stefna að því að hersveitir ara- baríkja tækju við því hlutverki sem fyrst. Tjónið í Bagdad: Raforkukerf- ið í rústum Bagdad. Reuter. TJÓNIÐ af völdum loftárása bandamanna veldur því að það mun taka a.ni.k. ár að koma á ný nægilegri raforku til höfuðborg- arinnar Bagdad, að sögn háttsetts verkfræðings í borginni. Hann sagði að allar tíu dreifistöðvar borgarinnar, sem hefur rúmar fjórar milljónir íbúa, hefðu verið eyðilagðar. Thakir Ismail al-Qubaisi verk- fræðingur sagði erfitt að gera sér grein fyrir því hve mikið það myndi kosta að endurreisa stöðvarnar; allt verðlag væri farið úr skorðum. Sú litla raforka sem framleidd er í Bagdad er nú að mestu notuð til að dæla vatni til borgarbúa í tvær klukkustundir á dag. Yfirvöld ráð- leggja íbúum að sjóða allt vatn vegna farsóttahættu en holræsakerfið er mikið skaddað. Otrúleg hersljórnarmistök: Saddam kall- ar upprætingn yfir heraflann í SAMÞYKKTUM Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er hvergi vik- ið að því að markmiðið með aðgerðum gegn Irökum sé að koma Saddam Hussein frá völdum. Hins vegar telja margir að dagar hans á valdastóli i Irak kunni brátt að vera taldir nú þegar lok Persaflóastyijaldarinnar virðast skammt undan og unnið er að því með skipulegum hætti að uppræta herafla hans. Bandamenn stefna að því að eyða vígvél forsetans og þar með draga úr pólitískum áhrifum Saddams í Mið-Austurlöndum. Þetta virðist ætla að takast og er það ekki síst að þakka óskiljanlegum mistökum Saddams allt frá því hann réðist inn í Kúveit og síðar þegar styrjöldin braust út. Fréttaskýrendur telja ólíklegt að bandamenn hernemi írak og stefni sveitum sínum gegn Saddam Hussein sjálfum þar sem hann heldur til í byrgi sínu í Bagdad. Trúlega verður látið nægja að bijóta á bak aftur allt viðnám íraska hersins í suðurhluta lands- ins og fréttir herma að þar verði markað „öryggjssvæði" að styij- öldinni lokinni. í suðurhluta lands- ins og í Kúveit var meginuppistaða heraflans, þar á meðal úrvalssveit- ir Saddams forseta, Lýðveldisvörð- urinn, sem enn virtist halda uppi vömum síðdegis í gær. Hermt var að 26 af 42 herdeildum íraka hefðu verið gerðar óvígar, líkast til um 300.000 menn. Almennt er talið að mótspyrna Iraka verði brotin á bak aftur á allra næstu dögum og þá hafi herstyrkur Saddams for- seta verið upprættur. Þegar upp- gjöf íraka liggur fyrir taka stjórn- málamennimir við af hersveitun- um á vígvöllunum og ákvarða framhald málsins. Rætt hefur ver- ið um að svæla beri Saddam út úr byrginu í Bagdad til að unnt verði að efna til stríðsglæparéttar- halda yfír honum. Líklegra er þó talið að hann verði látinn afskipta- laus eftir að hafa mátt þola þá algjöru niðurlægingu sem raun ber vitni. Stjórnarandstaðan upprætt Fréttaskýrendur benda á að ír- aksforseti kunni hugsanlega að geta haldið völdum með aðstoð þeirra hersveita sem enn eru eftir og öryggislögreglunnar. Skipulega andstöðu í Irak hefur forsetinn fyrir löngu upprætt og útlagahópar íraskir hermenn á leið í fangabúðir í Saudi-Arabíu. Reuter þeir sem dveljast utan landsins eiga ekkert sameiginlegt nema hatrið á honum. Þykir ekki líklegt að þeir reynist þess megnugir að taka við stjórn landsins. Það þykir óskiljanlegt með öllu að Saddam skyldi ekki nýta sér þau fjölmörgu tækfæri sem hann fékk til að kalla innrásarlið sitt heim frá Kúveit. Margoft hefur verið bent á að með því móti hefði honum tekist að sleppa frá Persaf- lóadeilunni með einhverri reisn auk þess sem honum hefði tekist að halda eftir stærstum hluta herafla síns, sem var mjög öflugur á mælikvarða Mið-Austurlanda. Óhæfur herstjórnandi Sú skýring virðist blasa við að Saddam hafí ofmetið styrk her- sveita sinna og gjörsamlega van- metið tortímingarkraft þeirra vígtóla sem gegn honum var stefnt. Áður hafði hann gjörsam- lega vanmetið staðfestu banda- manna í deilunni og virðist hafa trúað því að almenningsálitið á Vesturlöndum og í fjölmörgum ríkjum araba myndi snúast á sveif með honum. Það gerðist ekki og allar vangaveltur um að bandalag- ið gegn Iraksforseta væri við það að bresta reyndust rangar. Sadd- am tók stjórn heraflans í eigin hendur og þótt ævinlega hafa blas- að við að íraksher gæti aldrei sigr- ast á sveitum fjölþjóðaherliðsins reyndist forsetinn auk þess gjör- samlega óhæfur herforingi Hann dró rangar ályktanir á úrslita- stundu, ofmat styrk hersveita og vantreysti reyndum foringjum sem fyrir bragðið sýndu enga hollustu og gáfust upp um leið og tækifæ- rið gafst. Hersveitunum var fjar- stýrt frá byrginu í Bagdad án þess að forsetinn hefði, að því er virð- ist, nokkurn skilning á ástandinu. Trúlega hafa undirsátar hans ekki árætt að hreyfa mótmælum og vekja athygli á því að þetta stríð myndi aldrei vinnast. Fólkorrustur og nútíma herfræði Innra stjórnkerfi hersins var hrunið en engu að síður var óreyndum, og buguðum hermönn- um att út í átök. Saddam virðist ekki hafa gert sér nokkra grein fyrir herstjórnarlist andstæðings- ins og sérstaklega virðist hann ekki hafa gert sér ljóst að fjöl- þjóðaliðið myndi freista þess að einangra liðsafla hans með öflugri tangarsókn, sem nú hefur orðið til þess að írösku hermennimir kom- ast ekki undan á flóttanum. Allur viðbúnaður hans virðist hafa mið- ast við fólkorrustur líkar þeiirwsem háðar voru í styijöldinni við írani og minna þóttu á blóðbaðið á vígvöllum fyrri heimsstyijaldarinn- ar. Saddam hefur þegar lýst yfir því að hersveitir íraka hafí unnið siðferðislegan sigur í Persaflóa- styijöldinni. Vera kann að almenn- ingur í írak sé tilbúinn til að trúa þessu nú um stundir. En þegar alþýðu manna verður ljós sú al- gjöra niðurlæging sem herafli Saddams varð fyrir í Suður-írak og Kúveit munu þessar yfírlýsing- ar forsetans trúlega hljóma ámóta sannfærandi og fyrri fullyrðingar hans um óhjákvæmilegan sigur íraka í Persaflóastyijöldinni, „Móður allra bardaga". Byggt á The Daily Telegraph, Reuter ofl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.