Morgunblaðið - 28.02.1991, Side 35

Morgunblaðið - 28.02.1991, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1991 35 Valdimar Björns- son - Minning Fæddur 5. ágúst 1907 ■ Dáinn 19. febrúar 1991 Valdimar Björnsson fæddist að Gafli í Villingaholtshreppi. Hann var sonur hjónanna Margrétar Jó- hannsdóttur frá Götu í Landsveit, og Björns Markússonar frá Péturs- ey í Mýrdál. Hann var elstur 6 systkina, ólst upp í foreldrahúsum og gekk í barnaskóla í sveitinni. 16 ára gamall fór hann fyrst af- heiman er hann réð sig sem háset; á tólfæring í Þorlákshöfn. Síðan vai hann eina vertíð á Eyrarbakka o^ tvær vertíðir í Þorlákshöfn. Voric 1930 réðst hann á togarann Gylfa frá Reykjavík. Eftir það var hann næstum samfellt á togurum, auk þess sem hann stundaði á 7. ára- tugnum trilluútgerð frá Bolung- arvík og Suðureýri. Árið 1976 veikt- ist hann um borð í togara úti á miðum með- þeim afleiðingum að hann lamaðist og missti mál. Hann lagði ekki árar í bát heldur fékk þjálfun og náði, með einstakri ein- beitni og viljastyrk, máli og nokkr- um styrk. Þá fékk hann vinnu sem vaktmaður hjá Eimskipafélagi ís- lands og vann þar um nokkurra ára skeið. Valdimar kvæntist þann 10. júní 1938 Ingibjörgu Helgadóttur frá Hreimsstöðum í Norðurárdal í Borgarfirði. Eignuðust þau eina dóttur, Margréti Birnu, sem nú er búsett I Njarðvík. Eiginmaður henn- ar, Valur Símonarson, sem er er- lendis vegna starfs síns, biður fyrir kveðjur og þakkir. Ingibjörg átti áður einn son, Hilmar, og var ávallt hlýtt á milli hans og Valdimars. Ingibjörg lést af barnsförum þann 29. mars 1944. VhdancL Heílsuvörur nútímafólks Jesús er svarið - hann veitir þér frelsi og frió! Opin samkoma verður í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld, fimmtu- dag, kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. VEGURINN - kristió samfélag Hvaðer ArmaSlex Það er heimsviðurkennd pípueinangrun í hólkum, plötum og límrúllum frá Þ. ÞORGRIMSSON & CO Ármúla 29 - Múlatorgi - Sími 38640 Wterkur og L/ hagkvæmur auglýsingamiðill! 20. júlí 1949 kvæntist Valdimar móður minni, Huldu Pálínu Vigfús- dóttur, sem lifir mann sinn. Hún átti þá auk mín, Jensínu Nönnu Eiríksdóttur, sem búsett er í Reykjavík. Hefur hann reynst okkur og Ijölskyldum okkar vel, bar þar aldrei á skugga né nokkurt styggð- aryrði. Hlutverk stjúpa er oft vandasamt. Hefðu fáir leyst það betur af hendi en hann gerði og kann ég honum innilegar þakkir fyrir. Valdimar og Hulda eignuðust tvö börn, Kristínu Vigdísi, sem nú býr í Mosfellsbæ og Björn, búsettan á Siglufirði. Valdimar var hamhleypa í starfi og lét aldrei sitt eftir liggja í neinu sent hann tók sér fyrir hendur. Þótti það rúm vel skipað sem hann var. Hann var að eðlisfari fáskiptinn og lítið fyrir að trana sér fram. Hann var vel að sér um menn og málefni, hafði gamán af að rifja upp ýmislegt úr sveitinni heima og spaugileg atvik sem borið höfðu fyrir á lífsleiðinni. Valdimar var óvenju sterkbyggð- ur maður og einstakur vinnuþjark- ur. Hann var heilsteyptur persónu- leiki, ósérhlífinn, heiðarlegur og traustur. Hann gerði engar kröfur sér til handa, var einstaklega óeig- ingjarn og einn fárra sem frekar spurðu hvað þeir gætu gert fyrir aðra en hvað aðrir gætu gert fyrir þá. Það var hann sem var veitandi en við þiggjendur. Hann bar hag fjölskyldu sinnar vel fyrir brjósti og sá vel um heimili sitt. Síðustu mánuðirnir voru erfiðir, en hann naut umönnunar konu sinnar á heimiiinu. Það var hann þakklátur fyrir. Síðustu vikuna var hann á Borgarspítalanum og eru starfsfólki þar fluttar bestu þakkir. Guðrún Erla Skúladóttir ÁRSREIKNINGUR KAUPÞINGS HF Samstœbureikningur fyrir Kaupþing /if, Kaupþing Norðurlands hf., Ráðgjöf Kaupþings hf, Hávöxtunarfélagið hf og Kirnu hf * fyrir árib 1990. Upphœðir í milljónum króna. REKSTRARREIKNINGUR | 1 EFNAHAGSREIKNINGUR1 1990 1989 3/. desember 1990 1989 TEKJUR Se/dþjónusta 189,8 122,0 EIGNIR Veltufjármunir 116,6 48,0 GJOLD Laun og tengdgjöld 79,5 56,7 Fastafjármunir 195,3 156,0 Annar kostnaður 59,4 42,1 SAMTALS EIGNIR 311,9 204,0 Aðstöðugjald 2;1 1,6 SK ULDIR Skammtímaskuldir 98,5 43,0 Afskriftir 16,5 4,6 lumgjímasku/dir 79,6 56,8 Samtals gjöld 157,5 105,0 Samtals sku/dir 178,1 99,8 FJÁRM. T. Vaxtatekjur 7,5 10,4 HLUTDEILD MINNIHLUTA 4,6 0,0 Vaxtagjöld 9,6 15,5 Verðbreytingarfœrsla 4,0 8,7 EIGIÐFÉ H/utafé 20,7 20,2 Fjármunatekjur al/s 1,9 3,6 Annað eigið fé 108,5 84,0 HAGNAÐUR AFREGLULEGRI SAMTALS EIGIÐ FÉ 129,2 104,2 STARFSEMI 34,2 20,6 SAMTALS SKULDIR OG EIGIÐ FÉ 311,9 204,0 AÐRAR TEKJUR OG ÓREGLULEG GJÖLD -4,7 0,0 HAGNAÐUR FYRIR TEKJU- OC, EIGNARSKATT 29,5 20,6 TFKJU- OG EIGNARSKATTUR 10,4 3,3 HL UTDEILD MINNIHL UTA 2,1 0,0 HAGNAÐUR ÁRSINS 17,0 17,3 1 Meðalfjöldl starfsmanna 1990 var 30. Samstœðan Kaupþing hf. greiðir alls 26, 7 milljónir í opinber gjöld vegna ársins 1990: Sjóðirí vörs/u Kaupþings hf. í árslok 1990 voru (í millj.kr.): Verðbréfasjóðir Hávóxtunarfélagsins hf. 2.913 Fjárvarsla Kaupþings hf. 1.017 Hlutabréfasjóðurinn Auðlind hf. 230 Samtals 4.160 Stjórn Kaupþings hf. ákvað að birta ofangreindah ársreikning, viðskiptavinum og öðrum, sem áhuga hafa, til upplýsingar um stóðu fyrirtækisins. ‘ Stjóm Kaupþings hf. skipa: Baldvin Tryggvason, sparisjóðsstjóri í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, formaður. Sólon R. Sigurðsson, bankastjóri Búnaðarbankans, varaformaður. Jónas Reynisson, sparisjóðssstjóri í Sparisjóði Hafnarfjarðar, rítari. Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri í Sparisjóðnum í Kef/avík. Jón Adolf Guðjónsson, bankastjóri Búnaðarbankans. Stefán Pá/sson, barikastjóri Búnaðarbankans. Framkvcemdastjóri cr dr. Pétur H. Blöndal. Löggiltir endurskoðendur fyrir árið 1990: Fndurskoðunarmiðstöðin hf. N. Manscher. Kaupþing er í eigu níu sparisjóða, Búnaðarbanka íslands og Lánastofnunar sparisjóðanna hf. KAUPÞING HF Kring/unni 5, sími 6S90S0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.