Morgunblaðið - 28.02.1991, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 28.02.1991, Qupperneq 48
Flugleiðir: Stefnt að yerulegri hlutafjár- aukningu Á AÐALFUNDI Flugleiða, sem haldinn verður 21. mars, verður tekin fyrir tillaga stjórnar fé- lagsins um heimild til að auka hlutafé í félaginu. Samkvæmt heimilduin Morgunblaðsins er áætlað að auka hlutaféð að minnsta kosti um sömu upphæð og gert var í fyrrahaust, en þá ^var það aukið um 330 milljónir að nafnvirði, og seldist það fyrir um 730 milljónir á markaðsverði. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, sagði í samtali við Morg- unblaðið að ekki væri komin fram endanleg tillaga um hve mikil hluta- fjáraukningin verður, en sagði ljóst að hún yrði veruleg. „Þetta verður fyrst. og fremst gert til að styrkja eiginfjárstöðu félagsins. Það er búið að skuldsetja fyrirtækið töluvert og taka talsvert af lánum vegna endurnýjunar flug- ^lota félagsins, en það er hvorki um að ræða rekstrar- eða greiðsluerfið- leika. Þetta er gert til að minnka lánin og fjárfesta í flugvélum, en við viljum reyna að gera það meira með eigið fé. Það er í okkar stefnu- mörkun að eigið fé sé að minnsta kosti 25% af heildareignum félags- ins. Þetta er því í framhaldi af þeirri stefnu sem stjórn og starfs- menn félagsins mörkuðu á síðasta ári,“ sagði Sigurður. ÍSAL: —Alverð er lágt og tap- rekstur fyr- irsjáanlegur AÐHALDI verður beitt í rekstri álversins í Straumsvík á þessu ári, en að. svo komnu máli vilja forráðamenn ISAL ekki segja að samdráttur verði í rekstrinum og ekki eru áætlaðar breytingar á starfsmannahaldi, að sögn Rann- veigar Rist, blaðafulltrúa ISAL. Álverð er lágt um þcssar mundir, 1.550 til 1.600 dollarar tonnið, þannig að útlit er fyrir taprekstur á árinu. Rannveig sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að þetta álverð dygði ekki fyrir framleiðslukostnaði og því væri útlit fyrir taprekstur á þessu ári, ef verð ekki hækkaði á ný. Rekst- ur ársins 1990 stóð hins vegar í járn- um. Rannveig sagði ekki gott að sjá fyrir hvert stefndi. „Þróun mála í heiminum er það óljós í dag, að ekki er gott að spá um horfur eða líklega ^j^róun á heimsmarkaði. ÍSAL safnar þó ekki birgðum, enda getum við selt á frjálsum mai'kaði." Hún var spurð hvernig brugðist væri við hinu lága álverði. „Við skoð- um vel okkar gang, beitum aðhaldi, en ekki er hægt að kalla það sam- drátt á þessu stigi málsins," sagði hún. Rannveig sagði ekkert útlit vera -yrir breytingar á starfsmannahaldi hjá Islenska álfélaginu. FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Ólafsvík: Sjómaður slasast á höfði SJÓMAÐUR á þrítugsaldri slas- aðist á höfði í gær um borð i Auðbjörgu SH sem var á veiðum skammt frá Malarrifi við Snæ- fellsnes. Var siglt með manninn til Ólafsvíkur þar sem hann var lagður inn á heilsugæslustöðina. Hafði hann skorist illa á höfði en var talinn hafa sloppið við beinbrot. Slysið átti sér stað þegar verið var að taka inn dragnót í þungum sjó og dróst garnið út úr kraft- blökkinni með þeim afleiðingum að sjómaðurinn rakst harkalega í blökkina. Fiensan berst um allt land FLENSAN sem víða hefur gert vart við sig á höfuðborgarsvæð- inu er farin að stinga sér niður á landsbyggðinni. Að sögn Margrétar Guðnadóttur, for- stöðumanns rannsóknastofu Há- skóla Islands, er inflúensu veiran af A stofni með undirflokk HlNl. Bóluefnið sem notað var í haust vinnur gegn flensu af þessuni stofni. Margrét sagði, að flensan hefði fyrst greinst 19. janúar og kom sýnið frá barni í Kópavogi. Síðan hafa fleiri sýni komið til greiningar og að undanförnu af landsbyggð- inni. Þórarinn Hrafn Harðarson, skólalæknir Melaskólans sagði að, flensán sem þar gekk yfir fyrir skömmu væri í rénun. Það eru aðal- lega börn og ungt fólk sem tekið hafa veikina og berst hún óvenju hratt milli manna. Einkennin eru hálssærindi, höfuðverkur, beinverk- ir og hár hiti í allt að fjóra daga. Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar: Mælingar í Faxaflóa gefa ekki tilefni til frekari loðnuveiða Ekki sammála mælingunum, segir loðnuskipstjóri um borð JAKOB Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir að rannsóknarskipið Árni Friðriksson, hafi mælt stærð aðal hrygning- argöngu loðnunnar á sunnudag og mánudag en gangan var þá á miðjum Faxaflóa. Niðurstaðan hafi verið 350 þúsund tonna stærð göngunnar sem gefi ekki tilefni til meiri loðnuveiða. Árni Friðriks- son er nú við loðnuleit út af Suðurlandi og heldur síðan austur. Hrólfur Gunnarsson, skipstjóri og útgerðarmaður, sem er um borð í Árna til að fylgjast með loðnuleitinni, fyrir hönd LIU, segist ekki vera sammála mælingum Ilafrannsóknastofnunar. Segir hann ekki mikið að marka mælingar hjá einu skipi því það tæki ekki stóran hluta hafflatarins og að loðnutorfur gætu auðveldlega far- ið framjá skipinu. Nú er aðeins eftir að veiða 40 þúsund tonn af þeim 175 þúsund tonnum sem sjávarútvegsráðu- neytið heimilaði að veiða á ver- tíðinni. Veiðin hefur verið góð síðustu daga og í gær var búið að veiða samtals 134 þús. tonn frá áramót- um, þar af um 110 þúsund tonn frá því að loðnuveiðibanninu var aflétt. Jakob Jakobsson sagði að hegð- un loðnunnar, er mælingar í Fax- aflóa fóru fram, hafi verið þannig að erfitt hafi verið að ná mælingu og því víð öryggismörk á henni. Hann sagði að loðnan hafi verið í mjög þéttum torfum og útbreiðslu- svæði göngunnar um 400-500 fersjómílur. * Sveinn Sveinbjörnsson, leiðang- ursstjóri um borð í Árna Friðriks: syni, sagði í gær að leitað hefði verið með suðurströndinni síðustu daga. „Við höfum ekki fundið neitt sunnan við Reykjanesi,“ sagði hann. Hrólfur Gunnarsson sagðist greina mjög á við álit fiskifræð- inga. „Ég er viss um að þéttleiki loðnutorfanna er mun meiri en þeir telja. Þeir hafa aldrei verið við loðnu- veiðar sjálfir heldur eru þeir meiri 1 Arna Friðrikssyni pappírsmenn. En ég er þess full- viss að það er meiri loðna en þeir vilja vera láta,“ sagði hann. Sagði Hrólfur að útgerðarmenn væru nú farnir að efast um mæl- ingar fiskifræðinganna sem hafi ekki verið mjög marktækar undan- farin ár. Menn þyrftu að viðurkenna vit- leysuna áður en það yrði um sein- an. „Strax og við höfum eitthvað í höndunum þá stendur ekki á okk- ur að koma með tillögu um að stækka kvótann," sagði Jakob Jakobsson aðspurður um hugsan- lega aukinn loðnukvóta. Sjá frétt um loðnuveiðarnar á bls. 4.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.