Morgunblaðið - 28.02.1991, Side 31
KÍG'l MAÚJiaa'í ,8S flUDÁO J’TMMU (i-OAJ'o/. jQilOM_____________________________________________________0DV
MORGUNBLAÐIÐ FIMM'I'UDAGUR 28. FEBRÚAR 1991 31
Foreldrar ekki fórn-
arlömb rangtúlkana
Tilefni þessarar yfirlýsingar frá
Foreldrasamtökunum eru bréfa-
skipti þau er að undanförnu hafa
farið fram, opinberlega á síðum
Morgunblaðsins, á milli félags-
málaráðherra, Jóhönnu Sigurðar-
dóttur, og Foreldrafélags leikskól-
ans Hálsaborgar í Reykjavík.
Þar hafa tilteknir foreldrar og
félagsmálaráðherra deilt um ágæti
leikskólafrumvarpanna frá
mennta- og félagsmálaráðuneyt-
inu. Foreldrarnir hafa lýst yfir
ánægju sinni með annað frumvarp
er lagt var fram af leikskólanefnd
(forskólanefnd) sem var skipuð af
menntamálaráðuneytinu. Segja
þau það fnjmvarp byggja á rétti
barnsins þar sem það skapi ramma
um nýtt forskólastig sem tryggt
verði öllum börnum til aðgangs.
Eru foreldrarnir óánægðir með
breytingar er gerðar voru á frum-
varpinu en ríkisstjórnin tók það
til meðferðar. Virtist þeim sem
breytingar væru einungis gerðar
til að fella það að frumvarpi fé-
lagsmálaráðuneytisins.
Hafa athugasemdir þær er for-
eldrafélag þetta gerði vegna máls-
ins farið mjög fyrir bijóstið á Jó-
hönnu Sigurðardóttur félagsmála-
ráðherra. Svaraði hún foreldrum
leikskólabarna mjög svo hvat-
skeytlega í opnu bréfi um miðjan
janúar. Þar kveður hún foreldra
fórnarlömb „ómerkilegs áróðurs"
sem sé þáttur í „baráttuaðferðum
sem hluti fóstra hefur ákveðið að
tileinka sér“. Talar félagsmálaráð-
herra um rangtúlkanir á tilteknu
frumvarpi og síðan tekur hún þann
pólinn í hæðina „að koma því
sanna á framfæri við foreldra
barna í leikskólum“.
Að máti stjórnar Foreldrasam-
takanna var bréf félagsmálaráð-
herra afskaplega ósmekklegt.
Sýndi hún foreldrum og fóstrum
ókurteisi og lítilsvirðingu með ák-
úrum um ómerkilegan áróður og
rangtúlkanir. Að hennar mati virð-
ast foreldrar vera óupplýstur hóp-
ur fólks sem hvorki hefur skilning
né eigin skoðanir á málefnum er
varða velferð barna þeirra. Þykir
stjórn Foreldrasamtakanna íeitt
að jafn mikilvægt málefni sem
þetta hafi leitttil jafn ómerkilegra
orðahnýtinga á opinberum vett-
vangi. Félagsmálaráðherra gerir
sér vonandi grein fyrir að skoðan-
ir annarra beri ekki að dæma sem
rangtúlkanir og ennfremur að það
er varla viðeigandi að ráðherra í
lýðræðisþjóðfélagi telji sig hafa
einkarétt á hinu „sanna“.
Hvað varðar ágreiningsefnið
sjálft þá er stjórn Foreldrasamtak-
anna sammála foreldrafélaginu í
Hálsaborg um ágæti frumvarps
leikskólanefndarinnar. Þykir okk-
ur æskilegast að þróun mála, í
byijun, verði sú að öllum börnum
frá tveggja ára aldri verði tryggð
leikskóladvöl. En mæta þarf hins
vegar þörfum foreldra með yngri
börn á annan hátt. Slíkur leik-
skóli yrði að sjálfsögðu að falla
undir menntamálaráðuneytið og
starfa samkvæmt ákveðinni
kennslu- og uppeldisáætlun, til að
tryggja að börn alls staðar á
landinu öðlist jafnan rétt. En sam-
kvæmt frumvarpi félagsmálaráðu-
neytisins skulu sveitarfélög „eftir
föngum bjóða upp á leikskóla
barna þar sem þeirra er þörf“.
Að lokum ber að geta þess að
í rannsókn er Foreldrasamtökin
stóðu fyrir á síðastliðnu ári kemur
fram að meirihluti foreldra, eða
72% telur áð dagvistir ættu að
heyra undir menntamálaráðuney-
tið. Það er skoðun Foreldrasam-
takanna að í framtíðinni verði leik-
skólar landsins fyrst og fremst
mennta- og uppeldisstofnanir en
ekki bara geymslustaðir af illri
nauðsyn, flokkaðir un^ir félags-
lega þjónustu.
Stjórn Foreldrasamtakanna
Óskar S. Krisljáns-
son - Afmæliskveðja
Áttræður er í dag Óskar Sigur-
vin Kristjánsson fyrrum útgerðar-
maður frá Hrísey. Hann er fæddur
28. febrúar 1914 á Framnesi í
Grýtubakkahreppi, S-Þingeyjar-
sýslu, og ólst þar upp til 14 ára
aldurs, fór þá til Hríseyjar og byij-
aði þar til sjós. Hann fór af og til
á heimaslóðir til 18 ára aldurs en
þá missti Óskar föður sinn. Móðir
hans og systir fluttu þá til Sval-
barðseyrar. Var Óskar þá búinn
að kynnast konu sinni, Boggu, eins
og hún var kölluð, Salbjörgu I.
Jónatans frá Siglufirði, f. 10. ágúst
1914, d. 11. nóvember 1990. Þau
giftust árið 1932. Hún var dóttir
Jónatans Guðmundssonar söðla-
smiðs úr Skagafirði og konu hans,
Vilhelmínu Norðfjörð Sigurðar-
dóttur frá Mjóafirði.
Byggðu þau hús í Hrísey sem
heitir Framnes. Óskar og Bogga
eignuðust fímm böm, þau eru: Osk
Norðfjörð, gift Pétri Geir Helga-
syni forstjóra, eiga þau fjögur börn
og 12 barnabörn, 1 barnabarna-
bárn; Hjördís Guðrún aðstoðarm.
Landspítalanum, ekkja Ólafs öss-
urarsonar skipstjóra, eignuðust
þau þijú börn og tvö barnabörn;
Sigríður Tryggvina sjúkraliði, var
gift Ægi Ölafssyni skipstjóra,
eignuðust þau þijá drengi og eitt
barnabarn — seinni maður Sigríðar
er Jóhann I. Ingason blikksmiður;
Kristján Jónatan, giftur Laufeyju
Magnúsdóttur. Þau eiga 4 börn og.
eitt barnabarn. Þau eiga verslunina
Hvamm í Hafnarfirði; Vilhelmína
Norðfjörð starfsstúlka á Land-
spítalanum, var gift Einar Guð-
mundssyni húsasmið, eignuðust
þau 4 börn og þijú barnabörn.
Seinni maður Vilhelmínu er Stefán
Þorleifsson sem rekur eigið fyrir-
tæki.
Óskar vann hjá Birni Jörunds-
sjni í Hrísey og var á bát sem hét
Öli Björns. Óskar sigldi tvo vetur
til Englands á stríðsárunum með
Alden. Árið 1944 hóf Óskar eigin
útgerð. Hann átti trillu og bátana
Tryggva og Svan. Bogga var hon-
um stoð og stytta, hún sá um beit-
inguna og allt það sem til þurfti í
landi. Þeir menn sem voru á bátun-
um með Óskari voru oft kostgang-
arar hjá þeim hjónum. Árið 1954
hættir Óskar til sjós og fer suður
og vinnur á Keflavíkurvelli við
ýmis störf. Árið 1956 flytur Óskar
með fjölskyldu sína til Akraness
og vinnur hjá Haraldi Böðvarssyni
og við hafnarframkvæmdir í höfn-
inni þar. Árið 1958 skilja Óskar
og Bogga. Nokkrum árum seinna
fær Óskar vinnu í Héðni og vann
þar til 67 ára aldurs.
Óskar átti sex hálfsystkini frá
föður, eina alsystur, ísgerði. Hún
er gift Þórði Guðmundssyni skrif-
stofumanni. Eiga þau 3 börn og 3
bamabörn.
Foreldrar Óskars voru Kristján
Þórðarson skipstjóri frá Skeri í,
Eyjafirði og Guðrún Kristjánsdóttir
húsmóðir, Fnjóskadal í S-Þingeyj-
arsýslu.
Öskar tekur á móti gestum á
heimili dóttur sinnar, Sigríðar,
Háaleitisbraut 32. kl. 16 í dag,
afmælisdaginn.
Sigríður Óskarsdóttir
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 5 = 1722288Ví = SK.
St.St. 59912287 X
I.O.O.F. 11 =1720228872 = 9.111.
Hvítasunnukirkjan
Völvufelli
Vitnisburðasamkoma i kvöld kl.
20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Frá Félagi eldri borgara
Gönguhrólfar hitfSst nk. laugar-
dag kl. 10.00 á Flverfisgötu 105.
Skipholti 50b
Samkoma í kvöld kl. 20.30.
Allir innilega velkomnir.
FERÐAFÉLAG
ÍSIANDS
jLDUGÖTU 3 S 11798 19533
Fimmtudagur 7. mars
Aðalfundur
Ferðafélagsins
Aðalfundur Ferðafélagsins verð-
ur haldinn fimmtudagskvöldið
7. mars í Sóknarsalnum, Skip-
holti 50a, og hefst hann stund-
víslega kl. 20.00. Venjuleg að-
alfundarstörf. Félagsmenn eru
hvattir til að fjölmenna. Athugið
að atkvæðisrétt og kjörgengi
hafa þeir einir, sem greitt hafa
árgjald 1990 og gengið í félagið
fyrir áramótin.
Ferðafélag (slands.
FERÐAFÉLAG
ÍSIANDS
ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533
Snæfellsjökull á fullu
tungli 1.-3. mars
Allir eiga þá ósk heitasta að
ganga á Snæfellsjökul og nú er
tækifærið að komast þangað
utan hefðbundinna páska- og
hvitasunnuferða. Svefnpoka-
gisting að Görðum, ein sú besta
á Snæfellsnesi. Náttúrufar Snæ-
fellsness er engu líkt. Tilvalið að
hafa með göngu- eða fjallaskíði,
en ekki skilyröi. Sund á Lýsu-
hóli. Brottför föstud. kl. 20.00.
Námskeið i ferðamennsku að
vetri er frestað til 16. mars.
Vetrarfagnaður
Ferðafélagsins
9.-10. mars á Flúðum
Viðburður [ félagsstarfi vetrar-
ins, sem enginn ætti að láta fram
hjá sér fara. Brottför laugard.
kl. 9.00, en einnig hægt að koma
á eigin vegum. Gönguferðir á
laugardeginum. Vetrarfagnaður
í félagsheimilinu Flúðum á laug-
ardagskvöidinu. Fordrykkur;
glæsileg máltíð; góð skemmti-
atriði í umsjá skemmtinefndar
F.í. Dansað langt fram á nótt.
Frábær gistiaðstaða í herbergj-
um. Ffeitir pottar á staðnum.
Allir velkomnir, jafnt félagsmenn
sem aðrir. Flagstætt verð. Pant-
ið tímanlega á skrifstofunni,
Öldugötu 3, símar 19533 og
1 11798. Telefax 11765. Munið
aðalfundinn fimmtudaginn 7.
mars.
Fimmtudagur 28. feb. kl. 20
Kvöldganga áfullu
tungli - blysför
Létt kvöldganga og blysför að
Gjáarétt í Búrfellsgjá ,og yfir i
Smyrlabúð í Sléttuhlíð. Verð 500
kr. fritt f. börn m. fullorðnum.
Blys kr. 100. Brottför frá Um-
ferðarmiðstöðinni, austanmegin
(Hægt að taka rútuna á leiðinni
t.d. á Kópavogshálsi og i
Garðabæ). Fjölmennið.
Ferðafélag íslands.
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustræti 2
Kvöldvaka byrjar kl. 20.30.
Hjálparflokkurinn sér um veiting-
ar og happdrætti. Hugvekja:
Hanna Kolbrún Jónsdóttir.
Allir velkomnir.
Föstudag kl. 20.30 alþjóðlegur
bænadagur kvenna. Margir
söfnuðir taka þátt i samkom-
unni.
\” /
KFUM
AD-KFUM
Kvöldverðarfundur hefst með
borðhaldi I kvöld kl. 19.15 i
Kristniboðssalnum á Háaieitis-
braut 58. Nýirfélagsmenn boðn-
ir velkomnir í félagið. Nýaldar-
Kreyfingin II. Hver er staða
hennar í dag? Séra Jónas óísla-
son, vígslubiskup. Athugið
breyttan fundarstað og tíma.
UTIVIST
GRÓFINNII • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVAR11460(
Helgarferðir 1 .-3. mars
Básar að vetri
Básar og Goðalandið eru eltki
síður heillandi í vetrarbúningi en
að sumarlagi og ekki spillir það
fyrir að þessa helgi er fullt tungl.
Þægilegt gönguskiðaland (ef
snjóar leyfa).
Fararstjóri: Ásta Þorleifsdóttir.
Tindafjöll á fullu tungli
Gist í skála. Gengið á Tindfjalla-
jökul. Tilvalið að vera á göngu-
skíðum, þó ekki skilyrði.
Ath.: Tindafjöll þöðuð í tunglskini
er upplifun sem enginn gleymir.
Pantið tímanlega því þátttakenda-
fjöldi er takmarkaður og þetta er
eina ferðin i Tindafjöll í ár.
Fararstjóri: Reynir Sigurðsson.
Árshátíð Útivistar
Það stendur mikið til hjá Útivist
um þessar mundir, þvi nú nálg-
ast árshátíðin óðum. Skemmti-
nefndin hefur lagt nótt við dag
við undirbúning og æfingu
skemmtiatriða og mun þetta
verða besta árshátíð sem sög-
ur fara af. En sjón er sögu ríkari.
Mætum öll á þessa bestu
skemmtun ársins sem verður
haldin í Básnum í Efstalandi
9. mars nk. Ljúffengur matur.,
Stórhljómsveit Guðmundar frá
Meiritungu leikur fyrir dansi.
Miðar og pantanir á skrifstofu.
Sjáumst öll!
Útivist.
FUNDIR - MANNFA GNAÐUR
Aðalfundur
Húseigendafélagsins
Á aðalfundi Húseigendafélagsins, sem hald-
inn verður í Skipholti 70 1. mars nk. kl.
18.00, flytur dr. Pétur Blöndal erindi um
eignaskatta á Norðurlöndunum.
Stjórnin.
ATVINNUHÚSNÆÐI
Ármúli 38-160fm
160 fm atvinnuhúsnæði til leigu við Ármúla
38. Mjög hentugt fyrir teiknistofu, tölvu- og
hugbúnaðarþjónustu o.þ.h.
Upplýsingar í síma 685316 (Gyða).
KVOTI
Rækjukvóti óskast
Óskum eftir þessa árs rækjukvóta.
Þormóður Rammi hf.,
sími 96-71200.