Morgunblaðið - 28.02.1991, Side 29
M.0RGUNBLAB1Ð FIMMTUOAGUR-28 > iFEBRÚAR'1199.1
5-29
Morgunblaðið/Benjamín
Það er föng-uleg'ur hópur sem þátt tekur í sýningu Freyvangsleik-
hússins á leikritinu „Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitt“, sem frum-
sýnt verður annað kvöld.
Freyvangsleikhúsið:
Þú ert í blóma lífsins
frumsýnt annað kvöld
Ytri-Tjiirnum.
Freyvangsleikliúsið frum-
sýnir annað kvöld, föstudags-
kvöld, nýtt íslenskt leikrit sem
heitir „Þú ert í blóma lífsins,
fíflið þitt“, eftir Davíð Þór
Jónsson og unglingadeild Leik-
félags Hafnarfjarðar, en þar
var leikritið frumflutt í fyrra.
í uppfærslu Freyvangsleik-
hússins er verkið örlítið staðfært.
Þetta er fjörugur gamanleikur, en
þó með alvarlegu ívafi og vekur
eflaust marga til umhugsunar um
lífið og tilveruna í íslensku samfé-
lagi í dag.
Fimmtán af tuttugu og einum
leikara sem þátt taka í sýning-
unni voru á leiklistarnámskeiði
sem leikfélagið hélt fyrir áramót.
Leikstjóri er Sigurður Hallm-
arsson og honum til aðstoðar
Katrín Ragnarsdóttir. Sýningin
hefst kl. 21.00 í Freyvangi. Form-
aður Leikfélags Öngulsstaða-
hrepps er Leifur Guðmundsson.
-Benjamín
Ólafur Theodorsson í hlutverki
sínu, en hann leikur m.a.
rútubílstjóra í leikritinu.
Verðkönnun Neytendafélags Akureyrar; 5
Hagkaup hefur hækkað
kjöt um 15% frá jólum
KJÖTVÖRUR í Hagkaup á Akureyri hafa hækkað um tæplega 15%
frá því fyrir jól, en meðalverð-68 algengra neysluvara í versluninni
hefur hækkað um 1%. Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun sem
Neytendafélag Akureyrar og nágrennis gerði nýlega. Félagið kann-
aði verð á algenguin neysluvörum í fimm verslunum í byijun desemb-
er og um miðjan janúar. Þá gerði félagið einnig könnun sem ber
yfirskriftina verðbreytingar á jólasteik fyrir og eftir jól.
Fram kemur í könnuninni að
engar verðbreytingar eru á kjötvör-
um frá verslun Benny Jensens á
tímabilinu frá því í desember og
fram í febrúar. í þeirri verslun er
verðið lægst en einnig eru litlar
breytingar á verði í Matvörumark-
aðnum, sem sett hefur mikið af
sínum kjötvörum á tilboðsverð á
meðan birgðir endast, að því er
fram kemur í verðkönnun Neyt-
endafélagsins.
Fram kemur í greinargerð með
verðkönnuninni að líkum hafi verið
að því leitt við gerð fyrri könnunar-
innar, að Hagkaup hafi lækkað
verð á kjötvöru í þeim tilgangi að
fá fleiri viðskiptavini inn i verslun-
ina og segir að síðari könnunin virð-
ist staðfesta það álit. Fram kemur
í könnuninni að hamborgarhryggur
með beini og Bayonesskinka hafi
hækkað um 40% í Hagkaup frá því
um miðjan desember. Nokkrar teg-
undir hafa hækkað á bilinu frá
20-30%, en að meðaltali er hækkun-
in 14,7%.
í Hrísalundi hafa kjötvörur
hækkað um rúm 10% frá því jóla-
könnunin var gerð. Þar hefur létt-
reyktur hrygguj' hækkað mest, um
27,4%, en Byonesskinka og hring-
skorin bógur hafa hækkað um tæp
25%.
Neytendafélagið hefur jafnframt
gert könnun á 68 algengum neyslu-
vörum, í desember og janúar og
kom þar í ljós að minnst verðbreyt-
ing hafði orðið í Matvöru- og Plús-
Þrotabú Öluns hf. á Dalvík:
Hagsmunaaðilar í góðu
sambandi við búsljóra
- segir starfsmaður Byggðastofnunar
VALTÝR Sigurbjarnarson hjá Byggðastofnun á Akureyri segir að það
hafi ekkert með áhuga á málefnum þrotabús Öluns hf. á Dalvík að
gera þó fulltrúi stofnunarinnar hafi ekki mætt á skiptafund fyrr i
þessum mánuði. Það hefði engu breytt um framgang málsins, fyrir
hafi legið hvernig mál stæðu, enda hefðu hagsmunaaðilar verið í
góðu sambandi við bústjóra. Þá sagði hann að enginn 33 kröfuhafa
í búið hefðu mætt á fyrsta skiptafundinn.
Valtýr Sigurbjarnarson sagði að Valtýr sagði að á fyrsta skipta-
eftir að fiskeldisfyrirtækið Ölunn hf. fundinum hafí verið gengið i'rá
var lýst gjaldþrota og bústjóri hefði
verið skipaður hófst ágæt samvinna
starfsmanna Byggðastofnunar við
hann. Fiski var slátrað og reynt að
koma honum í sem best verð og síðan
voru kvíar sem Atvinnutrygginga-
sjóður og Byggðastofnun eiga veð í
teknar á land og komið örugglega
fyrir. Það hafi verið gert á kostnað
Byggðastofnunar.
Byggðastofnun keypti fiskeldis-
stöð Oluns á Sandskeiði á uppboði
í desember sl. og er nú reiknað með
að stofnunin leggi þá eign fram sem
aukið hlutafé í Fiskeldi Eyjafjarðar
hf. til að bæta stöðu fyrirtækisins
til rannsókna á fiskeldi í samvinnu
við Háskólann á Akureyri, Hafrann-
sóknastofnun og fleiri aðila. Umsjón
með þessum eigum hefði verið í
góðri samvinnu Byggðastofnunar og
annarra sem hagsmuna eiga að
gæta í þessu máli.
formsatriðum vegna krafna í þrota-
búið, en fyrir fundinn hafi verið vit-
að að kröfur Atvinnutryggingasjóðs
og Byggðastofnunar hefðu verið
formlega samþykktar af bústjóra.
„Það að ekki var mætt á fundinn
segir ekkert um áhuga á málefnum
búsins og breytir engu um framgang
málsins, enda lá fyrir hvernig mál
stæðu, einmitt vegna þess að hags-
munaaðilar hafa verið í góðu sam-
bandi við bústjóra og haft við hann
ágæta samvinnu um alla þætti þessa
máls,“ sagði Valtýr, en hann vildi
að lokum, til að fyrirbyggja hugsan-
legan misskilning taka fram að eng-
inn 33 kröfuhafa mætti á fyrsta
skiptafundinn, en ýmis mál verði
nánar rædd á næsta skiptafundi sem
haldinn verður næsta þriðjudag.
Athöfnin hefst við Múlagöng þar
sem forsetinn mun afhjúpa áletrað-
an skjöld, en síðan verður hóf bæj-
arstjórnar í Tjarnarborg, listsýning-
ar og almenningi boðið til kaffí-
mörkuðunum. Hefði ekki komið til
hækkun á verði hvítkáls hefði orðið
um verðlækkun að ræða í þessum
verslunum.
Niðurstaða fjögurra verðkann-
ana á tímabilinu desember til febró-
ar er sú að verð á kjötvörum er
lægst hjá verslun Benny Jensen,
þá í matvörumarkaðnum, Hagkaup
og Hrísalundi í þessari röð, en hvað
varðar algengar neysluvörur er
verðið lægst í KEA Netto, þá Plús-
markaðnum, síðan Hagkaup, Hrísa-
lundi og í Matvörumarkaðnum.
Ólafsfjörður:
Engin loðna komið á
land á þessari vertíð'
ENGIN loðna hefur borist til Fiskimjölsverksmiðjunnar í Ólafsfirði
á þessari vertíð. Forráðamenn verksmiðjunnar segja að hún sé ekki
fær um að keppa við það verð sem verksmiðjurnar hafi verið að
bjóða að undanförnu.
Jóhann Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ól-
afsfjarðar sagði að þar í bæ hefðu
menn lítið verið að teygja sig eftir
loðnuförmum. „Við höfum lítið
reynt að fá loðnu, á síðustu vertíð
tókum við þátt í keppninni og töpuð-
um á því. Þetta er lítil verksmiðja
og það borgar sig hreinlega ekki
fyrir okkur að borga það verð sem
í boði er,“ sagði Jóhann.
Bein eru brædd í verksmiðjunni
tvisvar í viku og sagði Jóhann að
áhersla væri Iðgð á beinin á þess-.
ari vertíð.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Oveðursskemmdir lagaðar
Jóhann Hauksson og Lúðvík Jónsson, starfsmenn Akureyrarhafnar,
unnu í gær við að lagfæra skemmdir sem urðu á Torfunefsbryggju í
óveðrinu sem gekk yiir landið fyrr í þessum mánuði. Þeir þurftu ekki
að kvarta yfir veðrinu sem var í gær, hafnarstarfsmenn og aðrir sem
útivinnu stunda, en sól var og blíða.
Ólafsfjörður:
Múlagöng opnuð 1. mars
Ólafsfírði.
FÖSTUDAGINN 1. mars verða Múlagöng formlega opnuð við hát-
íðlega athöfn í Ólafsfirði. Mikið verður um dýrðir i bænum vegna
þessa. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, mun heimsækja
Olafsfjörð af þessu tilefni auk ráðherra, þingmanna og fleiri gesta.
drykkju. Skemmtidagskrá verður
undir borðum ag að dagskrá lokinni
mun forsetinn heimsækja skólana
í bænum. Um kvöldið verður al-
mennur dansleikur. SB
XEROX SYNING
i
SKRIFSTOFUVÉLAR SUND
í SAMVINNU VID TÖIVUTÆKIBÓKVAL
halda Xerox sýningu á Hótel KEA 27.-28. febrúar,
miðvikudag og fimmtudag, kl. 14-18.
Komið og sjáið það nýjasta á sviði myndvinnslu.
Á sýningunni verður m.a. hin byltingarkennda
þrenna.
Við sýnum einnig kortalesara á Ijósritunarvél, sem
gerir það kleift fyrir skóla og aðra að selja aðgang
að Ijósritun án rýrnunar.
10% sýningarafsláttur á þessum frábæru tækj-
um. Gildir aðeins sýningardagana.
Verið velkomin á sýninguna.
KVAL
SKRIFSTOFUVELAR sund hf