Morgunblaðið - 28.02.1991, Qupperneq 18
icei. HA'jjiaaí .gs auoAauTMMn aiaAjavtuoHOM
MÖRGUNBLÁÐÍÐ FIMMTUDÁGUR 28' FEBRUAR 1991
18
Býður í slendingum
prentun peninga-
seðla og frímerkja
Viðtal við Harald Sivertsen, framkvæmda-
stjóra prentsmiðju norska seðlabankans
í VIKUNNI var staddur hér á landi, Harald Sivertsen, fram-
kvæmdastjóri prentsmiðju norska seðlabankans, Norges Bank.
Var erindi hans að bjóða íslendingum hágæða prentun peninga-
seðla og frímerkja. Átti hann viðræður við yfirmenn Pósts og
síma og Seðlabankans þar sem hánn kynnti þeim framleiðslu
prentsmiðjunnar, sem er öll endurnýjuð og búin fullkomnum
tækjabúnaði.
Þar er m.a. notuð svokölluð
djúpþrykksprentun, eða lágprent-
un, sem er afar vandasöm en
tryggir bestu gæði. Hún er hins
vegar kostnaðarsamari en venju-
leg offsetprentun.
í Norges Bank fer ekki aðeins
fram seðlaprentun heldur einnig
umsvifamikil frímerkjaprentun
með djúpþrykkstækninni.
íslensk frímerki í fremstu
röð
„Við vonumst til að geta hafið
prentun frímerkja fyrir Islendinga
á næsta ári. Yfirmenn Pósts og
síma sýndu þessu mikinn áhuga
og ég mun koma aftur til íslands
með tilboð innan skamms. Við
gætum hafíð frímerkjaprentun
fyrir íslendinga á næsta ári en
íslensk frímerki eru í heimsklassa
og verðskulda góða prentun,"
sagði Harald.
• Harald sagði að yfírmenn
Seðlabankans hefðu sýnt áhuga á
prentgæðum prentsmiðju Norges
Bank en ekki væri fyrirhugað að
hefja prentun nýrra peningaseðla
á næstunni.
Seðlabanki íslands hefur frá
árinu 1933 fengið alla sína pen-
ingaseðlaprentaða í Englandi.
Seðlabankar allra Norðurland-
anna, að íslandi undanskildu sjá
sjálfír um eigin seðlaprentun. Er
samkeppni mikil á milli prent-
smiðja í Evrópu sem margar eiga
við umframgetu að stríða þar sem
seðlaútgáfa hefur víðast hvar
dregist saman vegna aukinnar
notkunar greiðslukorta. Prent-
smiðja Norges bank er þó vel sam-
keppnisfær og er að auka umsvif-
in að sögn Haralds.
Eru áætlanir uppi um seðla-
prentun fyrir Eystrasaltsríkin og
eitt Afríkuríki. Auk þess býður
prentsmiðjan prentun frímerkja,
skuldabréfa og margs annars með
vandaðri djúpþrykksprentun.
Vann til verðlauna
Harald segir mikils virði að
prentsmiðja Norges Bank vann
nýlega til fyrstu verðlauna í al-
þjóðlegri samkeppni um gæði frí-
merkja í 128 löndum, sem efnt
var til af frönsku tímariti. Norsku
frímerkin fengu þá umsögn að
vera „heimsins fallegustu frí-
•merki."
Norges bank sér um alla djúp-
þrykksprentun frímerkja í Noregi
og hefur auk þess tekið að sér
marghliða prentun fyrir fjölda
Harald Siverts-
en með sýnis-
horn frímerkja
með myndum
af sögufrægum
byggingum í
Noregi en þau
eru öll prentuð
með djúp-
þrykkstækni.
NORGE ■ NOREG
Þessi dýramerki voru meðal þeirra frímerkja sem unnu til verð-
Iauna í alþjóðlegri frímerkjasamkeppni 128 landa á síðasta ári.
Þau eru öll prentuð í prentsmiðju norska seðlabankans.
landa í Evrópu, að sögn Haralds.
„íslendingar hafa fengið sín
frímerki prentuð í Sviss, Hollandi
og England. Gæði íslensku frí-
merkjanna eru mjög mikil en ég
vonast til að næst taki íslendingar
tilboði okkar og prenti einhvern
hluta íslenskra frímerkja í Nor-
egi. Við bjóðum gæðaprentun og
gott verð,“ segir Harald.
„Ég er bjartsýnn á að samning-
ar takist um þetta á milli land-
anna. íslendingar og Norðmenn
hafa átt samleið frá fornu fari og
fer vel á að samstarf takist á
milli þeirra um prentun frí-
merkja," segir hann.
En er Harald Sivertsen sjálfur
frímerkjasafnari? „Nei, það er ég
ekki. Ég læt mér nægja að fram-
leiða frímerki. Ég hóf störf hjá
prentsmiðju Noreges Bank fyrir
fjórum árum en hef starfað við
prentun síðast liðin tuttugu ár og
var þar af í tíu ár við prentun
dagblaða," svarar hann.
Könnun Verðlagsstofnunar:
Bankakostnaður einstakl-
ings lægstur í Landsbanka
Heildarútgjöld bankakostn-
aðar einstaklings á einu ári eru
lægst hjá Landsbanka Islands,
en hæst hjá sparisjóðunum, mið-
að við könnun Verðlagsstofnun-
ar. Miðað var við verðskrár
bankanna 1. janúar sl.
í könnuninni voru sett upp tvö
Olafur Magnússon frá
Mosfelli látinn
ÓLAFUR Magnússon frá Mosfelli
lést á Landakotsspítalanum 25.
febrúar, 81 árs að aldri.
Ólafur fæddist á Mosfelli í Mos-
fellsdal 1. janúar 1910. Foreldrar
hans voru Valgerður Gísladóttir og
sr. Magnús Þorsteinsson, sóknar-
prestur á Mosfelli, en hann féll frá
þegar Ólafur var 12 ára gamall.
Ólafur lauk búnaðarprófí frá bænd-
askólanum á Hólum árið 1927. Að
því loknu vann hann við ýmis störf,
en lengst af var hann umsjónarmað-
ur á Heilsuvemdarstöðinni í
Reykjavík, eða frá 1955 til 1980.
Ólafur lærði söng hjá Pétri Jóns-
syni óperusöngvara og varð félagi
í Karlakór Reykjavíkur árið 1934.
Hann söng með kómum um langt
skeið og oft sem einsöngvari, en
hann var heiðursfélagi í kómum. Á
seinni árum söng hann með karla-
kórnum Stefni í Mosfellssveit, og
hljómplata með einsöng Ólafs var
gefín út í tilefni af 75 ára afmæli
hans.
Ólafur lætur eftir sig eigin-
rkonu, Rósu Jakobsdóttur, og þijú
börn.
dæmi og miðuðust þau við ársút-
gjöld vegna tékkareiknings, víxla-
og skuldabréfaviðskipta og gjald-
eyriskaupa. Annað dæmið var um
einstakling, sem innti allar greiðsl-
ur af hendi á gjalddaga og hitt
um einstakling sem lenti í vanskil-
um með hluta af sínum greiðslum.
Niðurstöðumar vom m.a. þær, að
heildarútgjöld einstaklings í báð-
um dæmunum vom lægst hjá
Landsbanka íslands, en hæst hjá
sparisjóðunum. í öðru dæminu var
kostnaður sparisjóðanna 7,1%
hærri en kostnaður Landsbankans
og í hinu dæminu var kostnaður
sparisjóðanna 6,6% hærri en
kostnaður Landsbankans.
Allnokkur munur reyndist vera
á einstökum liðum í dæmum Verð-
lagsstofnunar. Lántökugjald,
stimpilgjald, útlagður kostnaður
og fleira vegna skuldabréfa var
um 47% hærri hjá íslandsbanka
en Búnaðarbankanum. Gjald
vegna innheimtu á skuldabréfi var
43% hærra hjá Búnaðarbankanum
en Landsbankanum. Tékkahefti
vom um 14% dýrari hjá sparisjóð-
unum en hjá bönkunum.
1 meðfylgjandi töflu sést kostn-
aður miðað við að alltaf sé staðið
í skilum, dæmi 1, ög miðað við
að einstaklingur lendi í vanskilum
með hluta af greiðslum, dæmi 2.
Dæmi 1
Kostnaður við tékkareikning Búnaðarb. íslands 9.200 íslands- banki 6.575 Landsb. íslands . 6.575 Spari- sjóðirnir 6.875
Kosinaður við víxlaviðskipti 7.311 7.351 6.936 7.311
Kostnaður v. skuldabréfaviðskipti 44.120 47.444 44.451 47.915
Kostnaður við gjaldeyriskaup 1.150 1.175 1.130 1.170
Samtals 61.781 62.545 59.092 63.271
Dæmi 2
Kostnaður við tékkareikning Búnaðarb. íslands 14.337 íslands- banki 14.112 Landsb. íslands 13.212 Spari- sjóðirnir 14.012
Kostnaður við víxlaviðskiptí 8.786 8.826 8.411 8.786
Kostnaður v.skuldabréfaviðskipti 47.267 50.896 47.895 51.372
Kostnaður við gjaldeyriskaup 1.150 1.175 1.130 1.170
Samtals 71.540 75.009 70.648 75.340
Salan á Hjörleifi RE
til Skagstendings:
Kom okk-
ur mjög
áóvart
- segir framkvæmda-
sljóri Dvergasteins
ENGIN áform eru uppi hjá
Dvergasteini lif. á Seyðisfirði að
kaupa annað skip í stað Hjörleifs
RE 211, sem fyrirtækið ráðgerði
að kaupa af Granda hf. í Reykja-
vík, en skipið hefur verið selt til
Skagstrendings hf. á Skaga-
strönd fyrir 125 milljónir kr.
Svanbjörn Stefánsson fram-
kvæmdastjóri Dvergasteins vildi
ekki tjá sig um ástæður þess að
ekki varð af kaupunum en gengið
hafði verið frá bráðabirgðasamningi
milli þessara aðila. Hann sagði að
þessi framvinda mála hefði komið
þeim hjá Dvergasteini mjög á óvart.
Hjörleifi RE fylgdi 450 tonna
aflakvóti í þorskígildum og höfðu
forsvarsmenn Dvergasteins reiknað
með þessum kvóta í bolfiskvinnslu
.fyrirtækisins, en Seyðisfjarðartog-
ararnir Gullver og Otto Wathne
hafa einkum siglt með afla sinn eða
selt á fiskmörkuðum.
„Við fáum físk hjá Gullveri og
svo komum við til með að sækja
físk á fiskmarkaði suður til Reykja-
víkur,“ sagði Svanbjöm aðspurður
um horfur í bolfiskvinnslu fyrirtæk-
isins. Hann sagði að engin áform
væru uppi um skipakaup hjá fyrir-
tækinu.
Sigurbjörn Svavarsson útgerðar-
stjóri Granda hf. sagði að samning-
ar við Dvergasstein hf. hefðu verið
langt komnir og búið að gera sam-
komulag um útborgun en dregist
hefði hjá fyrirtækinu að uppfylla
það samkomulag. Þá hafi verið
gert samkomulag um að setja dag-
setningu á útborgunina sem Dverg-
asteinn hafi ekki séð sér fært að
standa við. Hafi menn þá orðið
ásáttir um að slíta viðræðunum.
Dvergasteinn átti að greiða 10 millj-
ónir við undirskrift kaupsamnings
og 10 milljónir við afhendingu
skipsins.
Sigurbjörn sagði að Skagstrend-
ingur hf. hefði komið inn í myndina
um sama leyti og viðræður voru í
gangi við Seyðfirðingana og þegar
ljóst varð að það gengi ekki eftir
voru hafnar samningaviðræður við
Skagstrending.
---------------
Formannskjörið í
Sjálfstæðisflokknum:
Stuðnings-
menn Þor-
steins opna
skrifstofu
Stuðningsmenn Þorsteins
Pálssonar, í formannskjöri Sjálf-
stæðisflokkssins, hafa opnað
skrifstofu að Suðurgötu 7 í
Reykjavík.
Víglundur Þorsteinsson forstjóri
sagði við Morgunblaðið, að þessi
skrifstofa væri aðallega hugsuð
sem fundaraðstaða og samastaður
stuðningsmanna Þorsteins Pálsson-
ar. Ekki væri fyrirhuguð auglýs-
inga- eða útgáfustarfsemi en mikil
vinna væri framundan við að ræða
við landsfundarfulltrúa fyrir kosn-
inguna.
Stuðningsmenn Davíðs Oddsson-
ar hafa opnað skrifstofu í Heklu-
húsinu við Laugaveg, eins og fram
kom í Morgunblaðinu í gær.