Morgunblaðið - 28.02.1991, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1991
23
FYRI
PERSAFLOA
Bandaríkjamenn:
Hlutlaust svæði í
Irak að stríði loknu
Washington. Reuter.
BANDARÍKJAMENN munu
krefjast þess að svæði meðfram
landamærum íraks og Kúveits
verði hlutlaust belti, sem her-
sveitir frá löndum araba og öðr-
um múslimalöndum hafi eftirlit
með, þegar Persaflóastríðinu
lýkur. Þetta kom fram í sjón-
varpi í Bandaríkjunum á þriðju-
dag.
Friðargæslusveitir, sem ekki
yrðu eingöngu skipaðar aröbum
heldur hugsanlega öðrum múslim-
um eins og t.d. Pakistönum einnig,
myndu hafa eftiriit með svæðinu.
Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC
hafði þetta eftir háttsettum banda-
rískum embættismanni.
I frétt stöðvarinnar kom einnig
fram að háttsettur embættismaður
hefði sagt að ef Saddam Hussein
íraksforseti yrði áfram við völd í
eftir að stríðinu lýkur myndu
Bandaríkjamenn styðja allar til-
íbúar í Kúveitborg virða fyrir
sér lík írasks hermanns.
raunir til þess að haldin verði yfir
honum réttarhöld að honum fjar-
stöddum.
Bandaríska varnarmálaráðuneytið:
Gætið tekið mánuði að
slökkva olíuelda í Kúveit
Washington. Reuter.
ELDAR loga í olíu á um 500
stöðum í Kúveit og það gæti
tekið mánuði að slökkva þá eft-
ir að Persaflóastríðinu lýkur,
að sögn bandaríska varnar-
málaráðuneytisins á þriðjudag.
Háttsettir embættismenn ráðu-
neytisins sögðu á fréttamannafundi
að hersveitir bandamanna hefðu
náð íröskum herskjölum sem sönn-
uðu að íröskum yfirmönnum hefði
verið skipað að kveikja eldana.
Mike McConnell, aðmíráll og
leyniþjónustusérfræðingur, sagði
að helmingur olíulinda Kúveita
brynni og að það tæki mánuði og
jafnvel einhver ár að bæta fyrir tjón
af völdum eldanna og vikur eða
mánuði að slökkva þá. Tom Kelly
stórfylkishöfðingi sagði að 600 eld-
ar hefðu verið kveiktir síðustu daga
og að u.þ.b. 500 þeirra loguðu enn-
þá.
Belgía:
Eftirlýstur lögreglu-
maður gefur sig fram
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
CHRISTIAN Schietecatte, lögreglumaðurinn sem gætti íslenska
sendiherrabústaðarins í Brussel, gaf sig fram við belgísku lögregl-
una í fyrrakvöld. Schietecatte, sem særði mann með byssuskoti,
hefur verið leitíið síðan þriggja klukkustunda umsátri um bústað
íslenska sendiherrans í Brussel lauk um hádegi á sunnudag.
Talið er að vakað hafi fyrir Schi- að bera skotvopn í lögreglunni í lok
etcatte að ræna stúlku, sem hann
lagði hug á, en í þeirri viðureign
særði hann föður hennar tveimur
skotsárum. Á flóttanum hafði Schi-
etecatte neyðst til að aflífa lög-
regluhundinn sem hafði fylgt hon-
um á flóttanum.
Schietecatte var sviptur leyfi til
síðasta árs vegna andlegs óstöðug-
leika. Hann hafði komist yfir skot-
vopn vinnufélaga síns sem hann
notaði síðan til óhappaverkanna.
Lögregluvörður hefur verið við bú-
stað sendiherrans síðan á sunnudag
ef Schietecatte skyldi leita þangað
aftur.
Kennarabraut • Macintosh
©
Ritvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi.
Sérsnlöin námskeiö fyrir kennarai
Tölvu- og verkfrœöiþjónustan
Grensásvegi 16 - flmm ár f forystu
Yfirlýsing róttækra klerka í íran:
Boða hryðjuverk gegn Is-
rael og* Bandaríkjunum
Nikósíu, Washington. Reuter.
HÓPUR róttækra, íranskra
klerka hefur hvatt til hryðju-
verka gegn Bandaríkjamönnum
og Israelum vegna þess að
Bandaríkjamenn muni ekki láta
sér nægja að leggja Irak í rúst.
Þeir muni einnig beita nágranna-
þjóðir íraka yfirgangi eftir að
Persaflóastríðinu lýkur. Þetta
kom fram í írönsku dagblaði í
gær. Hvatningin brýtur mjög í
bága við hlutleysisstefnu Irana í
Persaflóastríðinu hingað til.
í yfirlýsingu frá klerkunum segir
að Bandaríkjamenn stefni að því
að steypa Saddam Hussein íraks-
forseta með valdi í þeim tilgangi
að ögra öðrum andstæðingum
sínum á svæðinu. „Eftir að hafa
afgreitt Kúveit-málið og ríkisstjórn
íraks munu Bandaríkjamenn ekki
láta aðrar þjóðir á svæðinu í friði,“
sagði í yfirlýsingunni. í yfirlýsing-
unni eru byltingarsinnar um allan
heim hvattir til að ráðast gegn
„ólöglegum og glæpsamlegum
hagsmunum Bandaríkjamanna og
ísraelsku valdníðinganna hvar sem
því verður við komið,“ sagði í
íranska dagblaðinu Abrar.
Morris Busby, sem hefur sam-
ræmingu aðgerða gegn hryðjuverk-
um með höndum á vegum innanrík-
isráðuneytis Bandaríkjanna, varaði
við aukinni hættu á hryðjuverkum
eftir að Persaflóastríðinu lýkur í
greinargerð sem hann flutti nefnd
á vegum öldungadeildar _ Banda-
ríkjaþings á þriðjudag. „í kjölfar
allra stríða í Miðausturlöndum
síðustu þijá áratugi hefur skollið á
alda hryðjuverka," sagði Busby.
„Síðan ófriður braust út höfum við
orðið vitni að þrisvar sinnum fleiri
hryðjuverkum en við mætti búast
við eðlilegar kringumstæður.“
Þess hefur ekki orðið vart að
skipulagðar aðgerðir gegn Banda-
ríkjamönnum séu á döfinni en ýms-
ir embættismenn óttast að þeim
hafi aðeins verið frestað og séu
þess vegna enn yfirvofandi.
Ringiilreið í Iraksher
á flótta frá Kúveit
Riyadh. Reuter.
TUGÞÚSUNDIR íraka eru nú á flótta frá Kúveit til íraks og
hafa hermenn bandamanna gert árásir á þá úr lofti. Gífurlegt
umferðaröngþveiti skapaðist á veginum frá Kúveit til Basra í
gær, að sögn talsmanna bandaríska hersins. Þeir sögðu einnig
að ringulreiðin kæmi sennilega í veg fyrir að Saddam Hussein
Iraksforseta tækist að bjarga verðmætum út úr Kúveit eftir ósig-
urinn í stríðinu um landið.
„Saddam ætlar að reyna aú ná
eins miklum tækjabúnaði út úr
landinu og hann getur. Hann iæt-
ur verðmæt farartæki ganga fyrir
en eyðileggingarmáttur okkar er
mikill," sagði liðsforingi í Banda-
ríkjaher. „Bandamenn gera harð-
ar árásir á herflutningalestina.
Hræddir og niðurbrotnir hermenn
munu ekki fara eftir skipunum
yfirmanna sinna sem reyna að
stjórna ferðinni," bætti liðsforing-
inn við. Hann hafði eftir íröskum
föngum, sem fallið hafa í hendur
bandamanna og eru nú orðnir um
33.000 talsins, að margir yfír-
manna Irakshers hefðu flúið
átakasvæðin hvort eð er. „Ef
sveitir Lýðveldisvarðarins reyna
að flytja skriðdreka heim á flutn-
ingavögnum er óvíst hvort þeir
komist áfram vegna umferðar-
hnúta,“ bætti hajm við.' Við
Efrat-fljót lenda írakar enn í
vandræðum því þar hafa banda-
menn sprengt allar brýr og ráðast
samstundis á bráðabirgðabrýr
sem írakar reyna að koma upp.
Sveitir bandamanna gera árásir
á flutningalestirnar vegna þess
að íraska liðið er enn vel vopnað.
Ef hermennirnir yfirgæfu farar-
tæki sín og héldu áfram fótgang-
andi yrði ekki ráðist á þá, að sögn
liðsforingjans.
w w w'wwwyrw^rw w\
SPARIÐ - SETJIÐ SAMAN SJÁLF
inni hugmynd!
B jönúnn býður upp á gott og
íjölbreytt úrval efniviðar til
smíði á eldhús- og baðinnréttingum
og fataskápum.
Fagmenn okkar sníða efnið
eftir þínum þörfum.
Þú setur innréttinguna saman
sjálf(ur) og sparar þannig
peninga.
Komdu með þína hugmynd til
okkar - fagmenn aðstoða þig
við að útfæra hana.
BJORNINN
BORGARTÚNI28 S. 6215 66
fyé&et/i ófmutÁúæ