Morgunblaðið - 28.02.1991, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1991
REX
skrifstofuhúsgögn
fyrir heimilið
og fyrirtœkið
í-
★ REX eru ódýr en vönduð
★ REX eru framleidd úr völdu beyki
★ REX fylgir 5 ára ábyrgð
★ REX eru afgreidd strax
★ REX eru á sama verði um allt land
Axis húsgögn bjóða úrval af skrifborðum, stóium,
skiiveggjum, skjalahillum og -skápum á mjög
hagstæðu verði. Dæmi:
Skrifborð 160x80 cm kr. 22.050,-
Líttuviðeða Skrifborð 127x60 kr. 16.695,-
hringduog Skúffueining kr. 17.745,-
láttu okkur a ’
aðstoða þig I pl Góðir greiðsluskilmálar.
viðaðfinna 1 8
snjalla lausn
fyrirþina
skrifstofu.
Opið kl. 09—18
virka daga,
kl.10—12
laugardaga.
AXIS
AXIS HÚSGÖGN HF.,
Smiðjuvegi 9, sími 43500
Varhugaverð
kosningabarátta
9f$fm
Góðan daginn!
eftir Gunnlaug
Þórðarson
Það fær ekki dulist að kosninga-
skjálfti hljóp í Jón Baldvin Hanni-
balsson, utanríkisráðherra, þegar
hann agtlaði að slá sig til ridd^ra
með þátttöku í sjálfstæðisbaráttu
Litháa og varaði jafnframt aðra við
að reyna að gera slíkt hið sama.
Hann vildi sýnilega vera einn um
hituna.
Það mátti vera ljóst, að Gorb-
atsjov forystumaður Sovétrfkjanna
var einlægur í því að veita Eystra-
saltsþjóðunum sjálfstæði. Á hinn
bóginn var vitað að leysa þurfti
mörg mál, sem varðaði samskipti
þessara þjóða og Sovétstjórnarinn-
ar, áður en til þess gæti komið.
Þá vildi svo illa til að mikill til-
fmningamaður var í fyrirsvari fyrir
lithásku þjóðinni, Landsbergis að
nafni. Sá var greinilega ljóður á
ráði hans, að hann var um of bráð-
látur fyrir hönd þjóðar sinnar og
setti Gorbatsjov forseta Sovétríkj-
anna stólinn fyrir dyrnar, strax í
upphafi málsins með því að láta
einhliða lýsa yfir sjálfstæði þjóðar
sinnar. Með þeim aðgerðum gerði
Landsbergis sjálfum Gorbatsjov,
sem virtist ætla að verða velgerðar-
maður þjóðar sinnar, miklu erfiðara
fyrir, ekki síst á heimaslóðum, og
spillti fyrir því að málið fengi eðli-
lega afgreiðslu, því sígandi lukka
er best í flestum málum. Þessar
aðgerðir Landsbergis urðu augsýni-
lega til þess að Sovétleiðtoginn varð
ekki eins sjálfráður um gang mála
og virtist í fyrstu. Þvi er ljóst, að
ef ekkert verður úr áformum Gorb-
atsjovs eða það dregst úr hömlu
að Litháar fái hið langþráða sjálf-
stæði, þá verður það ekki síst sjálf-
um Landsbergis, forseta Litháa, að
kenna.
Greinilegt er að málinu hefur
verið klúðrað. Þá varð það, sem
AUGLYSING
UM INNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00
1982- 1.fl. 1983- 1.fl. 1984- 2.fl. 1985- 2.fl.A 1985-2.fl.B 01.03.91-01.03.92 01.03.91-01.03.92 10.03.91-10.09.91 10.03.91-10.09.91 10.03.91-10.09.91 kr. 127.257,41 kr. 73.936,79 kr. 53.937,24 kr. 35.233,98 kr. 24.285,71**)
*)lnnlausnarverð er höfuöstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
**)Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1 og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, febrúar 1991.
SEÐLABANKI ÍSLANDS
Gunnlaugur Þórðarson
„Greinilegt er að raál-
inu hefur verið klúðrað.
Þá varð það, sem ut-
anríkisráðherra, Jón
Baldvin Hannibalsson,
tók til þess „hetju-
bragðs“ að ætla að
leysa sjálfstæðismál
Litháa með nærveru
sinni og fagurgala.“
utanríkisráðherra, Jón Baldvin
Hannibalsson, tók til þess „hetju-
bragðs“ að ætla að leysa sjáífstæð-
ismál Litháa með nærveru sinn og
fagurgala. Litháar höfðu augsýni-
lega skilið utanríkisráðherra íslands
svo að lofað væri að tekið yrði upp
stjórnmálasamband á milli þjóð-
anna og skipst á sendiherrum.
Þessu var lofað líkt og um íslenska
kjósendur væri að ræða og líkt og
venjulegt kosningaloforð, sem
þyrfti ekki að efna. En Litháar litu
allt öðrum augum á loforðið en
pólitíkusar okkar. Þess vegna
komst málið í algjöran hnút og þá
sáu alþingismenn hvílíkt frumhlaup
þetta hafði verið hjá utanríkisráð-
herranum og fundu til hinnar al-
kunnu þinglegu samstöðu með hon-
um í vanda hans. Reyndu þeir að
krafla hann og þar með þingið út
úr ógöngunum með því að sam-
þykkja þingsályktun, sem hvorki
var fugl né fiskur. Aðeins einn þing-
manna, Olafur Þ. Þórðarson, sá í
gegnum sýndarmennskuna og yfir-
klórið og hve iila væri farið að vekja
vafasamar vonir, sem í þeirri lausn
fólust og greiddi því atkvæði gegn
tillögunni. Orsök alls þessa bægsla-
gangs var einfaldlega frumhlaup
utanríkisráðherrans í von um að
vinna atkvæði í komandi kosning-
um. Nú er það betur komið á dag-
inn, sem margir voru þegar búnir
að átta sig á, að Jón Baldvin
Hannibalsson er ekki þeim vanda
vaxinn að gegna embætti utanríkis-
ráðherra. Það er vissulega íhugun-
arefni fyrir íslensku þjóðina.
Ekki bætti það stöðuna í málinu,
þegar forystumaður stjórnarand-
stöðunnar varð ekki síður ber að
yfirboðshugsun og hann skyldi í
ofurkappi sínu að vera ekki minni
maður en utanríkisráðherra og í
taumleysi tilfinninga sinna kalla
þann mann blóðhund, sem hefur
átt mestan þátt í að bæta sambúð
austurs og vesturs á síðustu tímum.
Pólitíkusar sem nota skammar- og
stóryrði, sem enginn alvarlega
hugsandi stjórnmálamaður léti sér
koma til hugar að nota, spilla bæði
fyrir málstaðnum og sjálfum sér.
Það er vottur um hve illa Alþingi
er mannað^ þegar slíkt ofurkapp
grípur þingmenn, sem lítið hafa til
mála að leggja, til þess að sýnast
hetjur, þegar um engan hetjuskap
er að ræða. Máltækið segir: „Orð
eru silfur, en þögn er gull.“ Það
þyrftu forráðamenn þjóðarinnar
oftar að hafa í huga.
Höfundur er þjóðréttarfræðingur.
SACHS
KUPLINGAR
DISKAR
HÖGGDEYFAR
1
BENZ - BMW - VOLVO
SÍNAR.
ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NOTA ÞAÐ BESTA
Þeiœing Reynsla Þjónusta
FALKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8 SlMI 84670
WI3ÍST KEý
Ibúöar- og sumarhús byggö af traustum aöilum.
Leitaöu upplvsinaa og fáöu sendan bækling.
S.G. Einingahús hf.
Selfossi, sími 98-22277