Morgunblaðið - 28.02.1991, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1991
21
Verður stuðning-
ur Tyrkja endur-
goldinn ríkulega?
^ Suður-Tyrklandi. The Daily Telegraph.
Á SAMÁ tíma og bandarískar sprengjuþotur gera harðar árásir á
írösk skotmörk frá Tyrklandi ganga leiðtogar landsins út frá því
að bandamenn endurgjaldi þeim ríkulega fyrir stuðninginn við fjöl-
þjóðaherinn í stríðinu fyrir botni Persaflóa.
Tyrknesk stjórnvöld hafa staðið
staðfastlega með Bandaríkjamönn-
um og bandamönnum þeirra gegn
Irökum frá innrásinni í Kúveit 2.
ágúst. Tyrkir urðu fyrstir til að
framfylgja viðskiptabanni Samein-
uðu þjóðanna á Iraka og skrúfuðu
fyrir olíuleiðsluna frá Irak aðeins
tveimur dögum eftir innrásina. Suð-
vesturhluti Tyrklands hefur einnig
orðið illa úti efnahagslega vegna
viðskiptabannsins og íbúar þessa
svæðis hafa gagnrýnt mjög stuðn-
ing tyrknesku stjórnarinnar við
bandamenn.
Sú ákvörðun stjórnarinnar að
heimila Bandaríkjamönnum að nota
tyrkneska herflugvelli tii að gera
loftárásir á írak olli miklu uppnámi
á meðal íbúa landsins, en 90% þeirra
eru múslimar. Stjómvöld í Sýrlandi
og íran gagnrýndu einnig þessa
ákvörðun enda óttast þau aukinn
hernaðarmátt Tyrkja.
Áætlað er að Tyrkir hafi þegar
tapað um 2,5 milljörðum punda, 267
milljörðum ÍSK, vegna viðskipta-
bannsins. Hagvöxturinn í iandinu
var um tíu af hundraði í fyrra en
talið er að hann minnki um helming
í ár. Einnig er búist við að ferðum
útlendinga til landsins fækki gífur-
lega á árinu vegna stríðsins.
Turgut Ozal, forseti Tyrklands,
virðist þó geta andað léttar nú þeg-
ar íraskir hermenn flýja undan
sveitum íjölþjóðahersins. Stuðning-
ur Týrkja mun alls ekki hafa verið
ókeypis. Talið er að Ozal hafi sam-
ið við James Baker, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, fyrir stríðið
um gífurlegar viðskiptaívilnanir,
einkum fyrir tyrknesk vefnaðarfyr-
irtæki. Mestur verður þó ávinningur
tyrkneska hersins, sem er sá næst
stærsti innan Atlantshafsbanda-
lagsins en illa búinn að vopnum.
írakar hafa óttast innrás tyrkneska
hersins og því þurft að halda þrett-
án stórfylkjum við norðurlanda-
mæri sín. Bandaríkjamenn háfa
þegar flutt ýmis varnarvopn til
Tyrklands vegna stríðsins, svo sem
Patriot-gagnflaugar, og búist er við
að þau verði þar áfram. Talið er
að hernaðaraðstoð Bandaríkja-
manna við Tyrki verði mikil á næstu
árum.
Ozal forseti boðaði nýlega mikla
hagsæld í Tyrklandi eftir stríðið.
Nú þegar flótti er brostinn á í liði
íraska hernámsliðsins í Kúveit
bendir flest til þess Tyrkir verði á
meðal þeirra fáu sem hagnast á
stríðinu fyrir botni Persaflóa.
PageMaker • Macintosh
Nauösynlegt námskeiö fyrir alla sem vinna aö útgáful
12 klst námskeið fyrir byrjendur og lengra komnal
Tölvu- og verkfræftiþjónustan
Grensásvegi 16 - fimm ár I forystu
Níu Bretar féllu fyrir skot-
hríð bandarískra samherja
París. Riyadh. Reuter.
NIU breskir hermenn féllu er bandarísk A-10 árásarsprengjuvél
réðst af misgáningi á tvö brynvarin farartæki breska fótgönguliðs-
ins í gær. Alls hafa því þrettán Bretar fallið og tíu særst síðan land-
hernaður bandamanna hófst sl. sunnudag.
Sjö menn úr verkfræðingasveit-
um Bandaríkjahers og tveir fran-
skir sérsveitarmenn létust er
sprengjur sprungu meðan verið var
að rannsaka íraskan flugvöll og
virki í gær. Maurice Schmitt, hers-
höfðingi og yfirmaður franska her-
aflans, sagði Bandaríkjamennina
sjö hafa fallið er þeir voru að leita
að sprengjum á As-Salman-flug-
vellinum í suðurhluta íraks. Þá
sagði hann tvo Frakka hafa fallið
og tuttugu og fimm særst er þeir
voru að leita að sprengjum í As-Sal-
man-virkinu.
Engar upplýsingar um mannfall
í röðum íraka hafa verið gerðar
opinberar, hvorki af hálfu banda-
manna né Iraka. Það er þó talið
verulegt.
Yfirmaður franska heraflans var
spurður á fundinum hvernig stæði
á því að írakar hefðu ekki notað
efnavopnabúr sitt. Sagði hann
kenningu sína vera að íraskir hers-
höfðingjar hefðu virt að vettugi
fyrirmæli frá Bagdad um að beita
slíkum vopnum.
SINGER
/ 140 ÁR
1851-1991
AFMÆLISTILBOÐ IMARS OG APRIL A ÞREMUR
NÝJUSTU OG VINSÆLUSTU GERDUNUM.
íiAfSMS
^ SAMBANDSINS
MIKLAGARÐISÍMAR 68 55 50 : 68 12 66
Allar vélarnar hafa upp á ad bjóda
4-10 mismunandi gerðir affallegum
nytjasaumum og teygjusaumum auk
nokkurra skrautsauma og svo
auðvitað lokasaum.
SAMBA 4
Áður 25.100
Nú 22.600 stgr.
MELODIE 70
Áður 34.900
Nú 26.200 stgr.
MELODIE100
Áður 37.225
Nú 31.300 stgr.
Kaupstaður í Mjódd
Samkaup Kefíavík
Vöruhús KEA Akureyri
Vöruhús KA Selfossi
Skagfirðingabúð Sauðárkróki
Vöruhús Vesturiands Borgarnesi
Kaupfélögin um land allt.
þína ööruvísi og bjóddu gestunum kínverska veislurétti í tilefni dagsins.
Viö sendum matinn rjúkandi heitann og lánum einnig hitaplötur, diska, skálar
og önnur matarílát ef óskaö er. Viö bjóöum einnig sal til útleigu á Drekahœö
fyrir fermingarveisluna, sem rúmar allt aö 40 manns í sœti.
Tilboösmatseöill:
Vorrúllur - Súrsœtar rcekjur
Kjúklingur m/papriku
Lambakjöt í karrý
Nautakjöt m/grœnmeti
Verö f. 30 - 50 manns
l .090,- kr. á manninn
Verö f. 50 - 100 manns
990,- kr. á manninn
Aöalréttir:
Val um:
Súrsœtar rœkjur,
Lambakjöt,
Svínakjöt
eöa Kjúkling
meö sósu að eigin vali.
Verö f. 10 - 100 manns
650,- kr. á manninn
Smáréttir:
Djúpsteikt Wan tan - Litlar vorrúllur
Dumpling - Djúpsteiktur smokkfiskur
Sjú mai (svínakjöt m/grœnmeti)
Kjötbollur
Verö 750,- kr. á manninn
eöa ef teknir eru 4 af þessum réttum
þá kostar þaö 600,- kr. á manninn
Hrísgrjón fylgja meö öllum réttum
Frí heimsendingarþjónusta
Laugavegi 28b, simi 16513