Morgunblaðið - 28.02.1991, Side 24

Morgunblaðið - 28.02.1991, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRUAR 1991 pltrgwMalii Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Sá á kvölina semá fTinn 22. júlí sl. birti Morgunblað- |~T ið að gefnu tilefni forystugrein um rorystumenn Sjálfstæðisflokks- ins. Þar sagði m.a.: „Þegar Geir Hallgrímsson tók ákvörðun um að láta af formennsku haustið 1983 hafði hann sameinað Sjálfstæðis- flokkinn á ný, leitt flokkinn í gegnum þingkosningar vorið 1983 með árang- ursríkum hætti og tryggt aðild flokksins að ríkisstjórn þeirri, sem mynduð var þá um vorið og Geir Hallgrímsson átti manna mestan þátt í að var mynduð. Engum duldist, að ógróin sár voru enn í Sjálfstæðisflokknum fyrstu árin eftir að Þorsteinn Pálsson tók við formennsku hans, enda höfðu átökin í Sjálfstæðisflokknum verið mjög hörð um nokkurt skeið. Klofningur Sjálfstæðisfiokksins fyrir þingkosn- ingamar 1987 og niðurstaða kosn- inganna þá urðu mikið áfali fyrir Sjálfstæðismenn. En Þorsteinn Páls- son bognaði ekki, hann stóð af sér þessi áföll og fyrir nokkru tókust ' heilar sættir á milii hans, Sjálfstæðis- fiokksins og Alberts Guðmundssonar, sem hafði forystu um stofnun Borg- araflokksins veturinn 1987.“ Og síðar í þessari sömu forystu- grein segir: „Forysta Sjálfstæðis- flokksins er vel komin í höndum tveggja ungra manna, Þorsteins Páls- sonar og Davíðs Oddssonar, varafor- manns flokksins.“ Nú hefur það gerzt með óvæntum hætti, að helztu trúnaðarmenn Sjálf- stæðisflokksins, fulltrúar á lands- fundi flokksins, standa frammi fyrir því að velja á milli þessara tveggja ungu manna við formannskjör á landsfundi í næstu viku. Óhætt er að fullyrða, að það er val, sem lang- flestir landsfundarfulltrúar hefðu vilj- að komast hjá og mörgum þeirra þykir áreiðanlega óþægilegt að vera settir í þá aðstöðu að standa frammi fyrir slíku vali. Sá er munur á þessum átökum og þeim, sem urðu um for- ystu Sjálfstæðisflokksins fyrir rúm- um áratug, að þá voru þau milli tveggja mismunandi hópa innan Sjálfstæðisflokksins, sem hafði greint töluvert á um veigamikla þætti þjóð- mála. Núverandi formaður og vara- formaður Sjálfstæðisflokksins sækja hins vegar fylgi sitt innan fiokksins til sama kjamans. Þá hefur það komið skýrt fram í málflutningi þeirra beggja, að ekki er um málefnaágreining að ræða þeirra í milli. Þannig hefur Davíð Oddsson, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, tekið fram, að um skoð- anaágreining sé ekki að ræða milli hans og Þorsteins Pálssonar í mikil- vægum málaflokkum eins og afstöð- unni til fiskveiðistefnunnar og sam- skipta við Evrópubandalagið. Þor- steinn Pálsson hefur staðfest þá skoð- un Davíðs, að málefnaágreiningur sé ekki fyrir hendi. Sú staðreynd, að ekki er um málefnaágreining að ræða, gerir landsfundarfulltrúum enn erfiðara um vik að taka afstöðu. Því er áreiðanlega svo farið um flesta sjálfstæðismenn, að þeir vilja veg beggja þessara ungu manna sem mestan. Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir mörgum öðrum erfiðum úrlausnarefnum á þessum lands- fundi. Eins og Morgunblaðið hefur margoft vikið að skiptir verulegu máli, að -sjáifstæðismönnum- takist 4-- völina - þessum vettvangi að marka fiskveiði- stefnu, sem þjóðin getur sameinast um. Almenningur sameinast aldrei um þá niðurstöðu, að afhenda eigi fámennum hópi manna helztu auðlind þjóðarinnar endurgjaldslaust. Þá er mikilvægt, að landsfundi takist að leggja línur í afstöðu til Evrópumál- anna, þannig að menn geti áttað sig á því, hvaða afstöðu flokkurinn hefur til Evrópubandalagsins eða væntan- legs efnahagssamstarfs í Evrópu í grundvallaratriðum, þótt enginn geti ætlast til afdráttarlausrar niðurstöðu nú, löngu áður en samningaviðræðum er lokið. Innan Sjálfstæðisflokksins eru sterk öfl, sem telja, að aðild að Evrópubandalaginu komi ekki til greina við óbreyttar aðstæður og ráði þar mestu um fullveldisatriði og margyfírlýst stefna um algjör og óskert yfirráð íslenzku þjóðarinnar yfír fískimiðum sínum og sjávarút- vegi. Innan flokksins heyrast þær raddir, að ísland eigi sem fyrst að sækja um aðild að Evrópubandalag- inu og erlend fjárfesting í sjávarút- vegi sé ekki óeðliieg. Er nokkur von til þess, að landsfundinum auðnist að komast að málefnalegri niðurstöðu um þessi stórmál, þegar orka lands- fundarfulltrúa beinist að baráttu um formannskjör? Onnur mál bíða enn úrlausnar og skiptar skoðanir um margvísleg efni, sem landsfundur verður að taka afstöðu til, þótt ef til vill séu þau ekki jafn brýn og fyrr- nefnd stórmái. Þar má nefna þætti, sem snerta landbúnað og byggða- mál, alþjóðlega fjölmiðlun á íslandi og eflingu innviða ísienzks þjóðfélags og menningar. Vinnubrögð skipta máli í stjóm- málum. Sú var tíðin, að forystumenn Sjálfstæðisflokksins nutu óskoraðs trausts flokksmanna sinna. Þá vegn- aði flokknum vel. Síðar þróuðust mál því miður á þann veg, að umgengni og framkoma við forystumenn flokks- ins var ekki við hæfi. Gengi flokksins í stjómmálabaráttunni markaðist óhjákvæmilega af því. Sú bitra lífsreynsla Sjálfstæðismanna má ekki gleymast, þótt nokkuð sé um liðið. Hitt er svo annað mál, að ýmsir telja, að nýr tími og nýjar aðstæður kalli á önnur vinnubrögð og opnari póli- tískar umræður en áður voru, og í því ljósi má sjá framboð Davíðs Odds- sonar. En þó er hverjUm flokki nauð- synlegt, að friður sé milli forystu- manna hans og þá ekki sjður, að frið- ur riki um þá sjálfa. Á það hefur Morgunblaðið oftsinnis bent og lagt áherzlu á og ekkert það hefur gerzt, sem breytir þeirri skoðun blaðsins. Nú kemur til kasta landsfundar- fulltrúa að hafa síðasta orðið um það, hvernig þessi friður verður bezt tryggður, þannig að borgaraleg öfl í landinu geti í kosningum sótt þann kraft til þjóðarinnar, sem leysti úr læðingi til uppbyggingar og hagsæld- ar og er sú þörf meiri en ella vegna þeirrar hálfsósíölsku miliifærslu- stefnu, sem framkvæmd hefur verið í tíð núverandi stjómar. Eins og skoð- anakannanir hafa sýnt er Sjálfstæðis- flokkurinn það afl í landinu, sem þjóð- in virðist treysta til að framkvæma fijálslynda borgaralega stefnu. Þrátt fyrir augljós og hörð átök á miiii manna á landsfundi verður þó að vona, að þau leiði tii góðs en ekki ills. En - sá á kvölina sem á völina. Úrslitastund er run upp í Eystrasaltsrík Lý ðræðisþróunin í Eistlandi ristir dýpra en í Litháen Texti og myndir: Líney Karlsdóttur ATBURÐIRNIR i Litháen voru runnir undan rifjum Kommúnista- flokks Sovétríkjanna. Sviðsetningin var sú sama í Eistlandi og Lettl- andi, en sýningin fór út um þúfur. Kommúnistaflokkurinn getur ekki sætt sig við annað en forustuhlutverk. Lýðræðisþróunin í Eistl- andi ristir dýpra en í Litháen. Að snúa þeirri þróun við er aðeins unnt með blóðugri valdbeitingu, — segir Avo Meerits fertugur Eist- lendingur, giftur og á tvö börn, þegar við hittumst í Tallinn, höfuð- borg Eistlands fyrir skömmu. Þau hjónin vinna bæði á sviði menning- armála. Kona hans, Heldi, er kennari í rússnesku. Avo er eðlisfræð- ingur að mennt, en gerðist venjulegur skólakennari. Hann átti að fara í herinn og eina leiðin til að losna undan því var að fara að vinna sem kennari uppi í sveit. Seinna varð hann skólastjóri og deild- arsljóri í menntamálalefnd héraðsins og fyrir tveimur árum varð hann varaformaður í menntamálanefnd Tallinn-borgar. Núna sér Avo um þjálfun og endurmenntun skólastjóra. Auk þess hefur hann áhuga á því hvernig skólakerfið á Norðurlöndum er byggt upp. — Hvernig meturðu ástandið í Eystrasaltsríkjun um ? — Dæmi Litháens sýnir, að ástandið er eldfimt. Hvað leiddi til þess? Þegar ég var í heimsókn á Vesturlöndum, furðaði ég mig stöð- ugt á þeirri einfeldni sem Vestur- landafólk sýnir í mati sínu á Gorb- atsjov. Við vitum nákvæmlega hvernig skoðanir hans á iýðræði eru. Hann er lýðræðissinnaður að því tilskildu að einokunarstaða Kommúnistaflokksins haldi áfram. Ef það skapast einhver klofningur, kemur strax annað hljóð í strokk- inn. — Hvaða öfl vinna helst gegn baráttu Eystrasaltslandanna fyrir sjálfstæði? — Ég hef hugsað mikið um þetta og kannski frá öðrum sjónarhóli. Það er einfalt að útskýra þetta þannig að sumir séu íhaldssamir, en hinir lýðræðissinnar, en málið er flóknara en svo. Ef við berum saman Litháen og Eistland, þá get- um við sagt að Litháum fínnast baráttuaðferðir sínar áhrifameiri. En ég held, að breytingar í lýð- ræðisátt hafí gengið lengra og dýpra í Eistlandi. Eg er ekki að tala um stjórnarfarið heldur þjóðfé- lagið í heild. Rússneskumælandi íbúum hefur vegnað vel í Eistlandi, þeir hafa ekki þurft að leggja sig fram við vinnu. Ástandið hefur þó breyst mikið, en fæstir rússneskumælandi íbúar í Eistlandi geta áttað sig á breytingunum, og þetta veldur hræðslu hjá þeim. Rússneskir verkamenn leggja niður vinnu und- ir þiýstingi sovésku stjórnarinnar til þess að sýna samstöðu sína með sovéska kerfinu. Þeir vita einfaldlega ekki hvað markaður er. Þetta er i fyrsta skipti á ævinni sem þeir sjá að þeir geta misst eitthvað. Hingað til hafa þeir verið öruggir um að geta hætt vinnu ef þeim líkaði hún ekki og fengið aðra. Þetta ástand er að breytast. — Af hverju hafa einmitt rúss- neskumælandi íbúar orðið svo íhaldssamir? — Lýðræðisþróun hefur gengið hraðara í Eystrasaltslöndunum en \ öðrum lýðveldum Sovétríkjanna. Áratugum saman höfum við verið undir áhrifum upplýsinga frá Vest- urlöndum. Við horfum á finnska sjónvarpið á hveijum degi og skilj- um mjög vel gildismat Vesturlanda. Það var jafnvel brandari á Brezhn- ev-tímanum: maður vinnur í sós- íalismanum á daginn,, en á kvöldin kemur hann heim, kveikir á sjón- varpinu og er í kapítalismanum. — Rússneskumælandi íbúar hafa líka verið hér í Eistlandi og hafa horft á sömu þættina. — Já, en því miður er þetta fólk, sem flutti til landsins fyrir um fimm árum. Finnska og eistneska eru lík og við fáum upplýsingar beint. Ég vil ekki segja neitt slæmt um rússn- eskumælandi fólk í heild, en ákveð- inn hluti þess vill engar breytingar. Þeir vilja búa í fátækt sósíalismanS. Þetta er fólk sesm kom frá fátækum svæðum Rússlands og taldi Eistland kannski ekki vera himnaríki, en þeim fannst að hér væri að minnsta kosti mannsæmandi líf. Og núna Hjónin Avo og Heldi Meerits. em þeir orðnir órólegir. Hvað verð- ur um þá? Og þeir leggja niður vinnu. Áð mínu mati eru öll þessi verkföll pólitískt spil. í raun og veru fengu þeir samt kaupið sitt. Það mun ekki endurtaka sig. Nú stendur yfír verkfall, sem þeir verða að þola kauplaust. Þeim tekst ekki að halda lengi út, þetta fólk vill fá peningana sína, en það er hrætt við yfírmenn sína. Ég verð að viður- kenna, að það hafa verið gerð mis- tök gagnvart rússneskumælandi fóiki. Þetta má útskýra með því, að Eistlendingar hafi alltaf orðið fyrir ofsóknum og kúgun. Til þess að geta unnið og lifað í Eistlandi varð Eistlendingur að tala rússn- esku, en Rússar í Eistlandi nenntu ekki að læra eistnesku, ekki nema 10% af þeim tala eistnesku. Annað afl fjandsamlegt lýðræði er samsteypa hernaðar og iðnaðar sem reynir að skapa spennu í landinu. Annars er mjög erfitt að útskýra af hveiju það harf að veija svo miklu til vopnaframleiðslu og tii hermála. í Eistlandi hafa rússn- eskumælandi verkamenn orðið Verðlaunaafliendingiii sner- ist upp í baráttufund Sama Kaupmannahöfn. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morpunblaösins. AFHENDING bókmennta- og tónlistarverðlauna Norðurlanda- ráðs, sem fram fór í ráðhúsinu i Kaupmannahöfn á þriðjudags- kvöld, snerist óvænt upp í baráttufund fyrir réttindum Sama. Samíski bókmenntaverðlaunahafinn Nils-Aslak Valkeapaa hélt þrumuræðu um óréttlætið, sem Samar væru beittir á Norður- löndunum, og hengdi fána Samalands á hljóðnemastandinn, sem hann stóð við. „Heiðruðu fulltrúar næstum allra þjóða á Norðurlöndum,“ var upphafsávarp Valkeapaas. „Ég tilheyri þjóðinni, semJskiiin ‘er út- undan. Það er skammarlegt að hér skuli enginn fulitrúi hinna norðlægu frumbyggja fínnast — það er skammarlegt." Strax þegar hér var komið sögu, hafði ógnvekjandi þögn slegið á hér um bil þúsund boðs- gesti, sem alls ekki höfðu átt von á þessari uppákomu. Verðlaunaaf- hendingin hafði verið með hefð- bundnu sniði, innblásnir dóm- nefndarmenn fjallað um ágæti verðlaunahafanna og Anker Jörg- ensen, forseti Norðuriandaráðs, afhent verðlaun til Valkeapaas og danska bassaleikarans Nils-Henn- ings 0rsted Pedersens. Valkeapáá bætti um betur þegar hann dró fána Sama upp úr rauðri skjóðu og hengdi hann á hljóðnemastand- inn. „Eg skil þetta eftir handa ykkur. Til þess að þið munið. Líka til þess að þetta verði einhvern tímann haft til réttra nota,“ sagði Valkeapáá. Yfir höfði hans biöktu fánar hinna Norðurlandanna, en líklega var samíski fáninn í fyrsta sinn í þeim félagsskap. Valkeapáá nýtti sér skáldagáfu sína tii hins ýtrasta í ræðu sinni, sem var að stórum hluta til í formi ljóðs um hina nánu sambúð Sam- anna og landsins. Valkeapáá höfð- aði til réttiætiskenndar Norður- landabúa og likti stöðu Sama við stöðu Indíána, Tamíla, íbúa Eystrasaltslandanna, Kúrda og Palestínumanna. Hann þakkaði fyrir verðlaunin, og sagði að með þeim hefði þjóð sinni verið sýndur heiður. „En þið heiðruðuð rithöf- und, sem kann ekki stafsetningu í móðurmáli sínu. Víst gekk ég í skóla um árabil, en ég fékk aldrei neina kennslu á eða í samísku.“ Valkeapáá lauk ræðu sinni með því að syngja langt samískt þjóð- lag. Augljóst var að hann hafði mikil áhrif á marga áheyrendur, en ekki urðu allir til að klappa fyrir rithöfundinum. N la hí

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.