Morgunblaðið - 28.02.1991, Side 32

Morgunblaðið - 28.02.1991, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1991 Hjónanwming: Ragnhildur Jónsdóttir 'Jóhann Ingi Jónsson Ragnhildur Fædd 14. júlí 1907 Dáin 19. febrúar 1991 Jóhann Ingi Fæddur 11. janúar 1910 Dáinn 10. febrúar 1988 Bæði voru þau fædd og uppalin á Austurlandi. Ingi var fæddur á Ormsstöðum í Norðfjarðarsveit. ^oreldrar hans voru hjónin Jón aónsson frá Loðmundarfirði og Sig- urlaug Jónsdóttir frá Strönd í Valla- hreppi á Héraði. Ragnhildur var fædd á Hjartar- stöðum í Eiðaþinghá. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Sigurðar- dóttir frá Hjartarstöðum, fædd 1883, og Jón Jónsson læknir, fædd- ur 1879. Jón var læknir í Hróarst- unguhéraði eins og það var þá nefnt, og var með aðsetur á Hjartar- stöðum þar sem Ragnhildur fædd- ist.^ Árið 1908 fluttust þau hjónin til Þórshafnar, þar var Jón héraðs- læknir til dauðadags 1910, þá að- eins 31 árs að aldri. —>■ Eftir lát Jóns flytur Ingibjörg til Seyðisfjarðar með börn sín tvö, Ragnhiidi og Jón Baldur. Jón Bald- ur deyr 1914 aðeins 5 ára. Ragnhildur ólst upp hjá móður sinni á Seyðisfirði, þar lýkur hún prófi frá unglingaskólanum 15 ára gömul. Að því loknu byrjar hún að vinna í íslandsbanka á Seyðisfirði. Vorið 1927 fer hún til Akureyrar og tekur próf upp úr 2. bekk gagn- fræðaskólans og næsta vetur er hún í skólanum á Akureyri og lýkur þaðan gagnfræðaprófi vorið 1928 og yar hún dúx á því prófi. Árið 1930 býðst henni starf í Landsbankanum á Akureyri svo þær mæðgur flytja til Akureyrar. En Rænka (eins og hún var oftast nefnd) hefur viljað afla sér frekari menntunar og í febrúar 1935 fér hún til London til náms í Pitmans College og vann um tíma í Ham- bro’s-banka. 1938 flytja þær mæðgur til Reykjavíkur og fer Rænka að vinna í Landsbankanum í Austurstræti og vinnur þar öll stríðsárin. Hun sagði mér að það hefði verið erfitt, oft mjög mikið að gera og vinnuá- fct jIA» ^ •••• Z lotaðar vinnuvélar til sölu. 2 stk. AVELING BARF0RD vegheflar, gerö ASG-13 1 stk. FIAT-ALLIS hjólaskófia 20 tonna árg. 82 3 stk. 50 KW rafstöðvar Getum útvegað með skömmum fyrirvara erlendis frá flestar gerðir af notuðum vinnuvélum. M MERKÖR HE -'S NÁMSKEIÐ Bensininnsprautun Kynning á kostum bensíninnsprautunar og ástæð- um fyrir vaxandi notkun hennar. Kynning á uppbygg- ingu og virkni þriggja mismunandi kerfa, þýsks, amerísks og japansks. Farið verður nákvæmlega í gegnum LE (LH)-Jetronic og Motronic kerfi með lit- skyggnum til undirbúnings notkunar á Horstman- bretti. Þátttakendur: Bifvélavirkjar með góða þekkingu á rafkerfi, sem hafa sótt námskeið þar um. Lengd námskeiðs: 25 tímar. BENSÍNINNSPRAUTUN verður haldið fimmtudaginn 7. mars, föstudaginn 8. mars frá kl. 9-18 og laugardaginn 9. mars frá kl. 9-13. Þeir, sem koma utan af landi fá ferða- og dvalarstyrki. Þátttaka tilkynnist í síma 91-83011 eða 91-681551. Þátttökugjald fyrir félagsmenn kr. 6.500,-, utanfélags- menn kr. 26.000,- lagið mikið enda mun hún hafa verið aðalgjaldkeri bankans um tíma og mikið í gjaldeyrisdeildinni. Á þessum árum kynnast þau Ingi og Rænka. Ingi flutti til Reykjavík- ur frá Eiðum sumarið 1942. Hann hafði þá misst fyrri konu sína, Iluldu Magnúsdóttur frá Hjartar- stöðum, en hún dó af barnsförum í marsmánuði 1942 og undi Ingi ekki á Eiðum eftir það. Hann hafði þá byggt íbúðarhúsið Garð, sem síðan hefur verið kennarabústaður þar. Árið 1949 giftast þau Ingi og Rænka og búa fyrst í Garðastræt- inu en 1955 flytja þau í Kópavoginn og eiga þar heima þangað til 1973 er þau kaupa Njálsgötu 75 þar sem þau bjuggu síðan, og er nú heimili einkadóttur þeirra sem fædd er 1952 og heitir Ingibjörg í höfuðið á Ingibjörgu ömmu sinni sem alltaf var hjá þeim þar til hún lést árið 1963. Rænka hætti að vinna í Lands- bankanum nokkru eftir að þau gift- ust Ingi og hún, en með húsmóður- störfum vann hún að þýðingum á smásögum sem birtust í dagblöðum og sumar las hún sjálf í útvarpið. Árið 1966 hóf hún störf sem skráningarstjóri innheimtudeildar Ríkisútvarpsins og vann þar uns hún lét af störfum fyrir aldurssakir 70 ára. Itænka stofnaði ásamt öðrum Verslunarmannafélag Akureyrar og tók alla tíð virkan þátt í kjara- baráttu og starfi stéttarfélaga sinna. Einnig tók hún þátt í starfi Kvenréttindafélags Islands. Hún unni bókmenntum, listum og tónlist og lék sjálf á píanó. ' Eftir að Ingi flutti til Reykjavíkur vann hann við ýmis störf í fyrstu, en fékk svo verkstjórastöðu hjá ÁTVR sem hann gegndi til 72 ára aldurs. Síðustu árin vann hann ýmis störf hjá fyrirtækinu við næt- urvörslu og fleira þar til hann veikt- ist og lést eftir stutta legu á spítala. Um nokkurra ára bil komu þau Rænka og Ingi austur á land, venju- lega á hveiju sumri og dvöldu þá ýmist á Hjartarstöðum eða á Norð- firði. Ingi dvaldi sjaldan nema tvo þijá daga. Þó að oftast væri mikið að gera í sveitinni á þeim árum, var alltaf séð af stund til þess að spjalla við Inga því að annan eins gest bar ekki oft að garði. Hann var alveg einstaklega fróður, vel lesinn og minnugur svo af bar. Ættfróður var hann með afbrigðum og virtist þekkja ótrúlega margt fólk vítt og breitt um landið. Hann hafði undraverða hæfileika til að segja vel frá þannig að tíminn var fljótur að líða við skemmtilegu frá- sagnir hans og skarplegar athuga- semdir um menn og málefni. Rænka dvaldi hins vegar stund- um tvær þijár vikur með Ingibjörgu dóttur þeirra með sér, sem þau töldu að þyrfti að kynnast sveitalífinu, enda var það alsiða þá, að reynt var að koma borgarbörnum til veru í sveit um sumartíminn. Ég held að Rænka hafi notið þess að geta komið í sveitina, enda mikill náttúruskoðari og ferðaðist mikið með áætlunarbílum því hún sagðist alltaf sjá eitthvað nýtt í hverri ferð. Það vakti oft undrun mína að Ljósmyndastofurnar: Barna og fjölskylduljósmyndir sími 1 26 44 Ljósmyndastofa Kópavogs sími 4 30 20 Ljósmyndastofan Mynd sími 5 42 07 Vertu ekki of seinn Nú eru allir tímar að verða upppantaðir á Ollum stofunum 3 ÓDÝRASTIR hún virtist þekkja öll blóm og jurtir sem á vegi hennar urðu, og var þar miklu betur að sér en við sem í sveitinni bjuggum. Hún var reyndar vel að sér á fleiri sviðum. Hún var skarpgreind enda afburða nemandi í skóla, bæði áhugasöm og metnað- argjörn. Hún varþannig skapi farin að hún lét ekki sinn hlut fyrir öðr- um, var mjög rökföst og ákveðin í skoðunum og lét þær í ljósi umbúða- laust. Það var henni ekki að skapi að baktala fólk heldur ganga beint til verks og segja meiningu sín hver sem hún var, og við hvern sem var. Ég held að Rænka sé einhver heiðarlegasta manneskja sem ég hef kynnst, t.d. efast ég um að hún hafi nokkurn tíma sagt ósatt orð. Nú verða orðin sem ég skrifa til minningar um þessi heiðurshjón ekki öllu fleiri. Að lokum þakka ég þá vinsemd og ræktarsemi sem þau sýndu okkur systkinunum frá Hjartarstöðum og okkar börnum, ekki síst þeim sem eru búsett fyrir sunnan. Það hefur oft verið boðið upp á leikhúsferð, málverkasýningu eða tónleika þegar tími hefur gefist til heimsókna á Njálsgötu 75. Þetta var mjög í anda þess menningar- áhuga sem ríkti á heimilinu, enda bei-a veggir íbúðarinnar þess glögg merki þar sem þeir flestir eru þakt- ir vönduðum göðum bókum, sem einkadóttirin kann örugglega vel að meta, svo vel þekki ég til. Bjart er yfir minningunni um þau Rænku og Inga. Það ber að þakka. Ingibjörg, einkabarnið, hefur mikið átt og líka mikið misst, en góður arfur frá foreldrunum mun reynast henni dijúgt veganesti á ókomnum árum. Raunar er hún búin að sýna hvað í henni býr með því að annast móður sína í veikindum hennar nú síðustu mánuði og hafði hana heima þar til hún varð svo veik að- ekki varð hjá því komist að hún færi á sjúkrahús. Hún andaðist þar fáum dögum seinna, og verður jarðsett í Fossvogskirkjugarði í dag, fimmtu- daginn 28. febrúar. Við hjónin vottum þér, Ingibjörg, innilega samúð okkar og óskum þér alls hins besta á ókomnum árum. Steinþór Magnússon Harða, blíða, heita, sterka sál, hjarta þitt var eldur, gull og stál, ólíkt mér, en allt eins fyrir það ertu gróin við minn hjartastað. (Matthías Jochumsson.) í örfáum orðum viljum við minn- ast fyrrverandi vinnufélaga okkar, Ragnhildar Jonsdóttur. Hún hóf stöi'f sem skráningar- stjóri hjá Ríkisútvarpinu innheimtu- deild, árið 1966. Þar vann hún allt fram til ársins 1977 er hún hætti vegna aldurs. Má jpeð sanni segja að Ragnhildur hafi unnið brautryðj- andastarf að skráningu sjónvarps- tækja við erfiðar aðstæður. Til að byija með við Sölvhólsgötu, síðan í Ingólfsstræti þar til deildin flutti að Laugavegi 176 og sameinaðist þá skráning hljóðvarps- og sjón- varptækja. Við þessa breytingu hvíldi ennþá meiri ábyrgð -á hennar herðum, sem hún axlaði með mikl- um dugnaði og ósérhlífni. Okkur sem unnum undir hennár stjórn var hún serh besti félagi og sýndi okkur mikla þolinmæði, ung- um og lífsglöðum stúlkunum. Studdi hún ætíð við bakið á okkur í launabaráttu og jafnréttismálum, sem voru henni afar hjartfólgin. Ragnhildur var kona sem bar ekki tilfinningar sínar á torg, en sýndi þær frekar í verki og má þar nefna árlegar jólagjafir til barna okkar og fylgdist hún með upp- vexti þeirra í gegn um árin. Hún var mikill listunnandi og var félagi í Tónlistarfélaginu. Ósjaldan bauð hún okkur að koma með sér á tónleika, sem við þáðum. Vakti það áhuga okkar á klassískri tónlist og erum við henni þakklátar fyrir það. Erfitt er að lýsa þessari sérstæðu konu, en ljóðið hér í upphafi grein- ar finnst okkur lýsa henni einna best. Ingibjörgu, dóttur hennar, fær- um við okkai' einlægustu samúðar- kveðjur. Maggý og Imma

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.