Morgunblaðið - 28.02.1991, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRUAR 1991
Freistingar
eftir Pétur Kr.
Hafstein
i
Einhverja snjöllustu grein um
stjórnmál á íslandi á síðari árum
skrifaði Matthías Johannessen í
Morgunblaðið á árinu 1980, þegar
Gunnar Thoroddsen, sem þá var
varaformaður Sjálfstæðisflokksins,
hafði látið undan pólitískum freist-
ingum og myndað ríkisstjórn með
vinstri öflunum gegn vilja formanns
flokksins og þeirra stofnana hans,
er um slík mál eiga að véla. í þeirri
grein, sem bar heitið Býsnavetur í
íslenzkri pólitík, sagði m.a.:
„Af þessu má draga þá ályktun,
að stjórnmál eru a.m.k. afstæð eins
og annað í þessari voluðu veröld
okkar, sem virðist nú hafa það helzt
á stefnuskrá sinni, að freistingar
séu til þess að standast þær ekki.
Margir hafa fallið fyrir metnaði sín-
um á íslandi undanfarnar vikur og
mánuði, ekki síður en annars stað-
ar. Hornkerling vill enginn vera,
allra sízt í Einskismannslandi ís-.
lenzkra stjórnmála. Ég held samt
það sé skemmtilegra og raunar eft-
irsóknarverðara á alla lund að falla
fyrir öðrum og betri kræsingum en
þessum eilífa egóisma og afdrifa-
ríka, en þó drepleiðinlega metnaði
ogsjálfsánægju."
í þessari grein var rætt um hið
pólitíska þor Bjarna Benediktsson-
ar, sem hafði ævinlega kjark til að
eiga samstarf við pólitíska and-
stæðinga án þess að láta þá nota
sig, eins og þá hafði hent Gunnar
Thoroddsen í metnaðarstríði hans
við formann Sjálfstæðisflokksins,
Geir Hállgrímsson. Þar segir svo
um Bjarna:
„Þó kunni hann umfram allt
freistingum sínum hóf í löngu og
farsælu samstarfi við foringja stnn,
Ólaf Thors. Af þeim sökum sá Ólaf-
ur alltaf framan í andstæðinga sína.
Hann átti þeirra aldrei von að baki.
Hann vissi, að það var traustur
grundvöllur, að Bjarni væri manni
í vinarhúsi. Hann gat treyst því,
að Bjarni Benediktsson stæði að
baki honum, en ynni ekki á bak við
hann. Hann mat þann bakhjarl mik-
ils, sem hann gat stuðzt við alla
tíð, ekki_ síður en Jón Þorláksson,
þegar Ólafur var varaformaður
hans og styrkasta stoð. Bjarni hafði
síðar sama stuðning af heilindum
Jóhanns Hafstein.“
II
Nú hefur það enn gerzt, að póli-
tískar freistingar bjóða heim nýjum
býsnavetri í Sjálfstæðisflokknum
og raunar íslenzkri pólitík. Þetta
gerist, þegar skammt er til alþingis-
kosninga og flokkurinn virðist eftir
öllum sólarmerkjum að dæma sigla
góðan byr undir forystu Þorsteins
Pálssonar. Enn er þar varaformaður
flokksins á ferð, sem nú heitir ekki
Gunnar Thoroddsen heldur Davíð
Oddsson. Enn er svo komið, að
varaformaður telur sig betur til
forystu fallinn en formann og það
brýnast nauðsynjamála í kosninga-
undirbúningi, að formaðurinn víki
fyrir sér. Nú fær Þorsteinn Pálsson
að yita, að Davíð Oddsson kom
ekki í stól varaformanns fyrir
tveimur árum til þess áð efla ein-
ingu Sjálfstæðisflokksins fyrst og
fremst eða vera formanni sínum
bakhjarl, eins og Ólafur Thors gat
treyst um Bjarna Benediktsson og
Bjarni um Jóhann Hafstein. Þannig
gerast kaupin á eyrinni, þegar fall-
ið er fyrir „þessum eilífa egóisma
og afdrifaríka, en þó drepleiðinlega
metnaði og sjálfsánægju".
III
Sá stjórnmálamaður er ekki til,
að hann sé ekki umdeildur og verk
hans misjöfn. Þar er Þorsteinn Páls-
son ekki undanskilinn fremur en
Davíð Oddsson eða fyrri foringjar
Pétur Kr. Hafstein
„Þótt Davíð Oddsson
kunni að telja sig geta
unnið Sjálfstæðis-
flokknum meira gagn
með þessum hætti en
leiðaflokkinn áfram
við hlið Þorsteins Páls-
sonar, án þess að hafa
þó fært fyrir því nokk-
ur haldbær rök, hefur
hann við þær aðstæður,
sem nú eru uppi, stofn-
að einingu og heill
Sjálfstæðisflokksins í
meiri hættu en hann
hefur siðferðilegan rétt
til sem varaformaður
hans.“
Sjálfstæðisflokksins. Þorsteinn
Pálsson tók við formennsku Sjálf-
stæðisfí'okksins fyrir átta árum við
afar erfiðar aðstæður eftir þær
miklu viðsjár, sem þá höfðu verið
með mönnum um langt skeið. Það
er óhætt að segja, að hann hafi
tæpast fengið tækifæri til að njóta
sín til fulls í forystu lengi framan
af, og liggja til þess ýmsar ástæð-
ur, sem óþarft er að rekja hér. Sú
ógæfa reið yfir Sjálfstæðisflokkinn
skömmu fyrir síðustu kosningar,
að hann klofnaði og Borgaraflokk-
urinn varð til. Þorsteini Pálssyni
hefur þó tekizt að sameina flokkinn
að nýju m.a. með sáttargjörð við
Albert Guðmundsson og fylkja hon-
um fram til nýrrar sóknar við vax-
andi gengi í skoðanakönnunum, en
jarðneskra leifa Borgaraflokksins
sér nú tæpast stað á landakorti ís-
lenzkra stjórnmála. Við þessar að-
stæður er að koma i ljós, hvern
foringja Þorsteinn Pálsson hefur að
geyma og hvers má af honum
vænta, ef Sjálfstæðisflokkurinn ber
nú gæfu til að eflast til nýrra átaka
við landstjórn. Það er ekki víst, að
allir þeir, sem helzt telja sig kallaða
til forystu, hefðu sýnt sömu stað-
festu og drenglund og Þorsteinn
Pálsson hefur gert í þrengingum
Sjálfstæðisflokksins á undanförn-
um árum. Það eru slík tök en ekki
sjónhverfingar í fjölleikahúsi stjórn-
málanna, sem bezt munu duga
Sjálfstæðisflokknum og þjóðinni,
þegar til lengdar lætur.
IV
Það er haft á orði, að sjálfstæðis-
menn fiafi almennt ekki talið það
spurningu um hvort heldur hvenær
Davíð Oddsson tæki við formennsku
Sjálfstæðisflokksins úr hendi Þor-
steins Pálssonar. Sjálfur hefur var-
aformaðurinn brýnt menn á því, að
treysta yrði dómgreind hans sjálfs
um það, hvenær slík breyting teld-
ist rétt og tímabær. Atburðir síð-
ustu daga vekja þó efasemdir um,
að málið sé svo einfalt.
Það er tvennt ólíkt að hafa á bak
við sig traustan meirihluta í borgar-
stjórn Reykjavíkur og fullar hendur
Ijár eða leiða Sjálfstæðisflokkinn á
landsvísu, á Alþingi og í ríkisstjórn.
Það mun Geir Hallgrímsson m.a.
hafa fengið að reyna, og var þó
dugnaði hans og vinsældum í starfi
borgarstjóra viðbrugðið. Davíð
Oddsson hefur haft skamman tíma
til að reyna sig við stjórn Sjálfstæð-
isflokksins sem varaformaður hans
og Iítinn þátt tekið í landsmálapólit-
íkinni. Framganga af því tagi, er
hann hefúr nú sýnt, þegar hann
teflir einingu Sjálfstæðisflokksins í
tvísýnu á elleftu stundu fyrir lands-
fund og alþingiskosningar með
þeim sömu aðferðum og beitt var
við að þrýsta Friðriki Sophussyni
úr sæti varaformanns fyrir tveimur
árum, gefur fullt tilefni til að draga
í efa dómgreind hans og raunveru-
lega hæfni enn sem komið er a.m.k.
til að stýra svo stóru og margþættu
liði, er stendur að Sjálfstæðis-
flokknum. Þeir, sem vilja láta taka
sig alvarlega í stjórnmálaforystu,
mega aldrei falla í þá freistni að 1
taka persónulegan metnað fram
yfir hagsmuni þeirrar liðsheildar,
sem hefur sýnt þeim trúnað. Þótt
Davíð Oddsson kunni að telja sig
geta unnið Sjálfstæðisflokknum
meira gagn með þessum hætti en
leiða flokkinn áfram við hlið Þor-
steins Pálssonar, án þess að hafa
þó fært fyrir því nokkur haldbær
rök, hefur hann við þær aðstæður,
sem nú eru uppi, stofnað einingu
og heill Sjálfstæðisflokksins í meiri
hættu en hann hefur siðferðilegan
rétt til sem varaformaður hans.
Formaður kjördæmisráðs Sjálf-
stæðisflokksins á Vestfjörðum, Ein-
ar Oddur Kristjánsson, hefur í varn-
aðarorðum í útvarpi bent á, að í
átökum af því tagi, sem nú er stofn-
að til, sé aðeins einn sem tapi —
og það sé Sjálfstæðisflokkurinn.
Það er satt og víst, að á framvindu
og þróun slíkra bræðravíga, sem
sjálfstæðismenn almennt höfðu
vonað, að heyrðu sögunni til, getur
enginn haft hemil, og afleiðingar
þeirra sér enginn fyrir. Ábyrgð
þeirra manna er mikil, er nú efna
til þess óvinafagnaðar f kosninga-
baráttu, sem hatrömm átök um
forystu í stjórnmálaflokki hljóta
ævinlega að vera. Þess verður að
vænta, að þorri þeirra óbreyttu liðs-
manna Sjálfstæðisflokksins, er ráða
mun þessu máli til lykta á lands-
fundi flokksins á næstu dögum,
skynji þá krefjandi ábyrgð sína að
vísa freistingum á bug og slá skjald-
borg um foringja sinn og efla hann
og aðra forystumenn Sjálfstæðis-
flokksins til átaka við andstæðinga
í öðrum stjórnmálaflokkum.
Höfundur er bæjarfógeti á ísafirði
og sýslumaður í ísafjarðarsýslu.
ISLAND OG EB
eftir Magnús
Guðmundsson
Örfá orð um sjálfstæðisbaráttu
íslendinga fyrir sjálfstæði Lithá-
ens. Ég er ekki í vafa um það að
þjóðin vill gera sitt í því að aðstoða
aðrar þjóðir -í sjálfstæðisbaráttu
þeirra, svo framarlega sem íslend-
ingar hafa getu og vit til að veita
aðstoð.
Eitt er víst, að þjóð sem er ekki
sterkari efnahagslega og stjórn-
málalega en svo, að ef eitt loft-
netsmastur fellur er allt í fári og
stjórnarliðar verða að leita til ann-
arra þjóða um lán til þess að bjarga
málunum, eru ekki beint til þess
fallnir að skipta sér af málefnum
Viðtalstimi borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
verða til viðtals íValhöll, Háaleitisbraut 1,
á laugardögum íveturfrá kl. 10-12.
Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum
og ábendingum.
Allir borgarbúar velkomnir.
Laugardaginn 2. mars verða til viðtals Guðrún Zoéga, formaður félagsmálaráðs og í stjórn veitu-
stofnana.'og Guðmundur Hallvarðsson, formaður hafnarstjórnar og í byggingarnefnd aldraðra.
annarra. Þjóð sem svona er ástatt
fyrir á nóg með að halda sínu eig-
in sjálfstæði, og ættu stjórnarliðar
að huga fyrst að því áður en þeir
blanda sér í vafasama sjálfstæðis-
baráttu annarra þjóða. Eru Litháar
þess megnugir að geta axlað sjálf-
stæði? Það er til lítils að öskra á
sjálfstæði og geta svo ,ekki verið
sjálfstæður eftir að sjálfstæðið er
fengið.
Eg er ekki í neinum vafa um
það að Vestmannaeyjar gætu verið
sjálfstæðar, fengju þær sjálfstæði.
Hins vegar væri erfitt fyrir Vest-
mannaeyjar að öðlast sjálfstæði
þótt Grímseyingar lýstu því yfir
að þeir styddu þá í þeirri baráttu.
Það er engu líkara en að íslenskir
stjórnarliðar hafi gleymt því, að
það tók íslendinga 680 ár að öðl-
ast sjálfstæði eftir að þeir misstu
það árið 1264.
Þegar þjóð hefur öðlast sjálf-
stæði vaknar með henni ótti við
að missa það og á hún að vaka
yfir því að halda sjálfstæðinu.
Það er þVí kaldhæðni örlaganna,
að um leið og íslenskir stjórnarlið-
ar beijast á hæl og hnakka fyrir
sjálfstæðisbaráttu Litháens, munu
þeir sömu menn leggja sig alla
fram við að grafa undan sjálfstæði
Islendinga rpeð því að undirbúa
innlimum íslands í Efnahagsband-
alag Evrópu. Ég kalla þá íslend-
inga sem leyfa sér leynt eða ljóst
að vinna að því að Island afsali
sér fullveldi landráðamenn, svikara
við land og þjóð. Það eru þeir sem
vilja innlima ísland í Efnahags-
bandalag Evrópu. Ilvað hefur orð-
ið af þjóðarstoltinu. Vilja íslend-
ingar, sem eru heimsfrægir sem
Magnús Guðmundsson
„Þegar þjóð hefur öðl-
ast sjálfstæði vaknar
með henni ótti við að
missa það.“
vopnlaus friðelskandi þjóð, verða
stofnendur að Evrópuhei-veldi?
Nei. Vilja íslendingar afsala sér
fiskimiðunum okkar til EB? Vilja
íslendingar afsala sér vatnsföllum
þjóðarinnar til EB? Vilja íslending-
ar að erlendir auðmenn ráði hér
ríkjum? Vilja íslendingar láta aðrar
þjóðir vera þeirra löggjafar? Ef
Islendingar ganga með litlu tána
inn í Evrópubandalagið, glata þeir
sjálfstæði sínu og menningu fyrir
fullt og allt.
Stöndum vörð um lýðveldið ís-
land.
Höfundur er fv. lögregluþjónn,
búsettur á Pnireksfirói.