Morgunblaðið - 28.02.1991, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 28.02.1991, Qupperneq 20
20 MOKGIiNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUK 28< FLBRÚAK 1991 Þýskaland: Skattahækkanir vegna sam- einingarmnar o g stríðsins Bonn. Reuter. THEO Waigel, fjármálaráðherra Þýskalands, skýrði frá því á þriðjudag að ákveðið hefði verið að hækka tekjuskatta og álögur á eldsneyti. Eiga skattahækkanir þessar að standa undir kostnaði Konur flykktust á kjörstaði í Bangladesh í gær í fyrstu frjálsu kosn- ingum í landinu í 20 ár. Konur flykkjast á kjör- staði í Bangladesh Dhaka. Reuter. FYRSTU fijálsu kosningar í Bangladesh i 20 ár voru haldnar í gær. 62 milljónir manna hafa kosningarétt og var kjörsókn góð, sérstaklega meðal kvenna. Ör- yggisgæsla var gifurleg á kjör- stöðum og fór allt friðsamlega fram en 17 manns hafa fallið í sjálfri kosningabaráttunni. „Við stefnum að metkjörsókn og teljum að hún geti farið í allt að 80%,“ sagði háttsettur embættis- maður kjörstjómar. Kjörsókn hefur hingað til hæst farið í 43% í landinu en það var í kosningum árið 1973. 2.800 frambjóðendur beijast um 300 þingsæti. Þeim flokki sem fær mest fylgi verður úthlutað 30 þing- sætum til viðbótar og í þau verður hann að tilnefna konur. Kjörstaðir voru opnir frá kl. 8 í gærmorgun til kl. 1,7 að staðartíma. Urslit munu liggja fyrir á morgun, fimmtudag. Um hádegi í gær töldu Tékkóslóvakía: Borgaravett- vangnr klofnar Prag. Reuter. Stjórnarflokkur Tékkósló- vakíu, Borgaravettvangur, hef- ur klofnað í tvær fylkingar. Fylkingarnar báðar ætla þó að halda áfram samstarfi um stjórn landsins þangað til kosn- ingar fara fram í landinu í júní á næsta ári. Formaður Borgaravettvangs Vaplav Klaus sagði að hreyfmgin hefði klofnað þar sem hluti hennar sætti sig ekki við að verða að hefð- bundnum stjómmálaflokki. Önnur fylkingin ætlar að stofna hægri- sinnaðan flokk undir forystu Klaus en hin hyggst verða að breiðri stjórnmálahreyfingu. starfsmenn kjörstaða í og nálægt höfuðborginni, Dhaka, að kjörsókn væri komin upp í 50%. vegna sameiningar Þýskalands og fjárstuðnings sem bandamönnum hefur verið veittur vegna her- kostnaðar þeirra við Persaflóa. Samkvæmt áætlunum stjórnarliða eiga tekjur ríkisins með þessu móti að aukast um að minnsta kosti 20 milljarða marka á ári, eða sem sam- svarar um 730 milljörðum íslenskra króna, frá og með næsta ári. Otto Lambsdorff greifi, formaður Fijálsa demókrataflokksins (FDP), sagðist telja að þessar hækkanir á sköttum ættu eftir að draga úr hag- vexti í Þýskalandi á þessu ári sem næmi einu prósentustigi. Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, strengdi þess heit fyrir þing- kosningarnar í desember sl., að skattar yrðu ekki hækkaðir vegna sameiningar Þýskalands. Samein- ingin hefur hins vegar reynst mun erfíðari og dýrari en talið var í fyrstu. Þá hefur stjórnin í Bonn skuldbundið sig til að greiða allt að 16 milljarða marka til bandamanna vegna stríðsins í Persaflóa. Loks er talið að Þýskaland muni þurfa að greiða mun meira en hingað til hef- ur verið reiknað með í efnahagsað- stoð við Austur-Evrópuríki. Reuter Rúmenskur heimilis- iðnaður blómstrar Rúmenskur smábóndi fer með sópa, sem fjölskylda hans gerði, á markað í Búkarest. Heimilisiðnaður stendur nú í blóma í Rúmeníu eftir fall kommúnistastjórnarinnar í lok ársins 1989. Gorbatsjov segir umbótaöfl geta valdið borgarastvriöld ö ? O * (/ d • Leiðtoginn varar Vesturlönd við afskiptum af innanríkismálum Sovétríkjanna Moskvu^Genf. Reuter. MÍKHAIL S. Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, telur stefnu róttækra umbótasinna geta haft í för með sér borgarastyrjöld og harðstjóm. Forsetinn sagði í ræðu á fundi með menntamönnum í Hvíta-Rússlandi á þriðjudag að valdabarátta og atlaga umbótasinna gegn „lögum og reglu“ gæti sundrað sambandsríkinu samtímis því sem verið væri að hrinda í framkvæmd umbótum en hann myndi ekki beygja sig. Leiðtog- inn sagði að Sovétmenn myndu ekki sætta sig við vestræna gagnrýni á innanríkismál sín. „Okkar eigin mál koma ekki öðrum þjóðum við og þetta á við um öll sjálfstæð ríki. Reynt hefur verið að taka okkur, í kennslustund, tala niður til okkar. Þetta verður ekki þolað.“ Englands- banki boðar vaxtalækkun London. Reuter. Englandsbanki tilkynnti í gær að vextir yrðu lækkaðir um hálft prósentustig í 13%. Verðbólga í Bretlandi hefur farið hjaðnandi að undanförnu. Hún mældist hæst 11% síðasta haust en var 9% í janúarmán- uði. Var þessi lækkun talin gefa svigrúm til vaxtalækkana. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna samþykkti á þriðjudags- kvöld ályktun þar sem Sovétstjómin var hvött til að gæta þess að mann- réttindi væru haldin í heiðri í Eystra- saltsríkjunum. Lýst var „þungum áhyggjum" vegna átakanna í Lithá- en og Lettlandi þar sem sovéskir hermenn myrtu tugi óbreyttra borg- ara í janúarmánuði. Framferði her- liðsins var þó ekki fordæmt beinum orðum og Sovétstjóminni var hrósað fyrir framfarir í • mannréttindamál- um. Fulltrúi Sovétmanna féllst á orðalag ályktunarinnar sem var samþykkt einum rómi. Gorbatsjov Sovétleiðtogi sakaði umbótasinnaða andstæðinga sína um að beita „ný-bolsévískum aðferð- um“ — útifundum, mótmælaaðgerð- um og hungurverkföllum. „Síðustu daga hafa þessar aðferðir náð hám- arki. Við vitum að þeir munu beita sálfræðihernaði, krefjast upplausnar þingsins og reyna að þvinga forset- ann til afsagnar. Við munum snúast gegn öllum tilraunum til valdaráns því að slíkt myndi hafa borgarastríð í för með sér.“ Gorbatsjov sagði að færi svo að ekki tækist að stöðva baráttu um- bótaafianna yrði efnahagsumbótum stefnt 1 voða og afleiðingin gæti orðið „ mjög harkalegar ráðstafanir. í upplausninni myndi einræðisstefna ná fótfestu." Hann vísaði á bug ásökunum um að hann væri sjálfur orðinn fráhverfur umbótastefnunni sen kennd var við perestrojku og glasnost. í ræðu sem forsetinn hélt fyrr um daginn hjá verkamönnum í Minsk sagði hann öflugasta and- stæðing sinn, Borís Jeltsín Rúss- landsforseta, hafa vikið af braut umbótastefnu. Jeltsín hefur krafist róttækari uihbóta og afsagnar Gor- batsjovs. Georgíumönnura hótað? Ummæli Gorbatsjovs marka nokkur tímamót því að fram til þessa hefur hann oftast reynt að sigla milli skers og báru og reynt að deila gagnrýni jafnt milli róttækra um- bótasinna og harðlínuafla í komm- únistaflokknum. Forystumenn í samtökunum Lýðræðislegt Rúss- land, best skipulagða bandalagi rót- tækra, hvöttu á þriðjudag umbóta- sinna til að lýsa „afdráttarlaust og í heyranda hljóði andstöðu við Sovét- stjórnina undir forystu Gorbatsjovs." 17. mars nk. hyggst Sovétleiðtoginn láta greiða atkvæði um nýjan samn- ing þar sem kveðið er á um réttindi einstakra lýðvelda sem eru alls 15. Sjö þeirra hafa þegar neitað að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og Lýð- ræðislegt Rússland hvatti fólk til að greiða atkvæði gegn samningnum. Róttæk-ir umbótasinnar segja að allt of mikil völd verði áfram í höndum Sovétstjórnarinnar samkvæmt samningnum og forystumenn margra lýðvelda krefjast fulls sjálf- stæðis. Forseti Georgíu, Zviad Gamsakhurdia, skýrði í gær frá því að hann hefði átt símasamtal við Gorbatsjov og hefði sér skilist á Sovétleiðtoganum að til greina kæmi að taka héruðin Suður-Ossetiu og Abkhaziu undan stjórn Georgíu- manna. fbúar umræddra héraða hafa krafist fullveldis og hafa tugir manna fallið í átökum þeirra við Georgíumenn sem segja Sovétstjórn- ina róa undir átökunum. Georgía er eitt þeirra Sovétlýðvelda sem stefnir að fullu sjálfstæði og neitar að taka þátt í atkvæðagreiðslunni um nýja ríkjasamninginn. Breski íhaldsflokkurinn: Hægri armurinn vill varð- veita arf Thatcher-áranna St. Andrews. Frá Guðmundi Ileiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. HÆGRI armur breska íhaldsflokksins hefur áhyggjur af þeim breytingum, sem eru að verða á flokknum. Margir búast við, að Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra, lýsi því yfir í þess- ari viku, að hún verði ekki í framboði í komandi kosningum. Hægri armur Ihaldsflokksins hefur áhyggjur af breytingum á stefnu flokksins á þeim tíma, sem John Major, forsætisráðherra, hef- ur verið leiðtogi flokksins. Hægri- sinnar innah flokksins vilja tryggja það, að þeir hafí áhrif á kosninga- yfírlýsingu flokksins fyrir næstu kosningar. Áhyggjuefni hægrimanna eru nokkur. Það, sem hæst ber, er stefnan í málefnum Evrópubanda- lagsins (EB). Þeir eru óánægðir með þá samstöðu, sem sjá mátti á nýlegum fundi Majors og Helmuts Kohls, kanslara Þýskalands. Nýlega stóð Briigge-hópurinn, sem er hópur andstæðinga EB inn- an og utan þings, að útgáfu bækl- ings þar sem staðhæft var, að það væru hreinar lygar Þjóðveija, að þeir gætu ekki sent herlið til Persa- flóans. Þýska sendiráðið kvartaði undan þessu við yfírvöld og breska utanríkisráðuneytið hefur sagt, að bæklingurinn sé miður heppilegur. Sömuleiðis hafa þeir áhyggjur af menntamálum, samgöngumál- um, breytingum á nefskattinum og nýlegum yfirlýsingum flokks- formannsins, Christophers Patt- ens, um að nú væri stefnt að fé- lagslegu markaðskerfi. Á fimmtudag verður fundur hjá íhaldsflokknum í Finchley í Norður-Lundúnum, en Margaret Thatcher hefur verið þingmaður kjördæmisins síðastliðin 31 ár. Margir búast við þvf, að Thatcher lýsi því yfir að hún hyggist láta af þingmennsku við næstu kosn- ingar. Það er vitað, að hún vill ekki lenda í sömu úlfakreppunni og Edward Heath hefur verið frá 1975, þegar hann féll í leiðtoga- kosningum fyrir Thatcher. Heath hefur lagt það í vana sinn að gagn- rýna forystu íhaldsflokksins harkalega með reglulegu millibili. En jafnframt hefur hann verið áhrifalaus innan flokksins. Thatcher byijar fyrirlestraferð i næstu viku í Bandaríkjunum, en margir vestrænir stjórnmálamenn gera fyrirlestra að aðalviðfangs- efni sínu á efri árum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.