Morgunblaðið - 28.02.1991, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRUAR 1991
15
Erlingur Sigurðarson
„Eftir stendur: Ég
gagnrýndi verk sem
unnið var og ég taldi
til óhappa. Ég lofsöng
hins vegar ekki eitt-
hvað sem átti að gera
eða stefnt var að. Það
kemur mér fyrir ekki
þótt eitthvað kunni að
vera í huga guðs.“
ur á að framkvæma. En meðal
annarra orða: Hvenær var reglu-
gerðarnefndin skipuð? Getur verið
það hafi ekki verið fyrr en þessa
sömu daga? Ef svo er spyr ég hvort
hægt sé að segja að þetta hafi „leg-
ið fyrir lengi“.
Eftir stendur: Ég gagnrýndi
verk sem unnið var og ég taldi til
óhappa. Ég lofsöng hins vegar
ekki eitthvað sem átti að gera eða
stefnt var að. Það kemur mér fyr-
ir ekki þótt eitthvað kunni að vera
í huga guðs. Mér eru minnisstæð
orðin: „Sýn mér trú þína af verkun-
um“ og eins hitt sem kveðið var:
„Góð meining enga gerir stoð“.
Það er kominn tími til þess fyrir
marga stjórnmálamenn að taka
þetta til greina. Það dugir ekki að
sitja með góðan hug í ríkisstjórn
ef ekki er þar vilji til framkvæmda
í sama anda. En það vandamál var
þegar þekkt í Biblíunni: „Hið góða
sem ég vil, það gjöri ég ekki...“
Enn er spurningum
mínum ósvarað
Herra menntamálaráðherra:
í opnu bréfi til þín bar ég fram
12 tölusettar spurningar. Þær end-
urtek ég ekki hér en minni á um
hvað þær snerust:
í fyrsta lagi hvaða knýjandi
ástæða hefði verið til að breyta
reglugerðinni og hvort sú breyting
stæðist samkvæmt anda útvarps-
laganna.
í öðru lagi hvort fylgt hefði ver-
ið eftir ákvæðum um Menningar-
sjóð útvarpsstöðva og hvort það
væri ekki vænlegra til árangurs
en að stefnt skuli að einhveiju í
óraframtíð.
1 þriðja lagi hvernig ætlunin
væri að fylgja hinni nýju reglugerð
eftir og nú spyr ég: Hefur henni
yerið fylgt eftir til þessa?
í fjórða lagi hvort ritskoðaður
fréttaflutningur af stríðinu hefði
verið svo æskilegt sjónvarpsefni
að gert hefði breytingu á reglu-
gerðinni bráðnauðsynlega og hvort
vænta mætti fleiri aðgerða til að
greiða götu slíks efnis'til lands-
manna.
Mér fannst allar spurningarnar
þess verðar að þeim yrði svarað.
Svo veit ég að var um marga fleiri
sem hafa þakkað mér bréfið. Þú
hefur hins vegar tekið það persón-
ulega í stað þess að meta það eins
og til var stofnað: Málefnalega
gagnrýni á tiltekið embættisverk
þitt sem ráðherra sem ég skoraði
á þig að ómerkja.
Þú kvaddir „í vinsemd þrátt fyr-
ir allt“. Gömul sannindi segja:
„Sýndu mér vini þína, og ég skal
segja þér hver þú ert.“ Ég hef aldr-
ei ætlað þér svo illan hlut að sjá
þig í félagsskap Alþýðublaðsins
sem helst hefur réttlætt það emb-
ættisverk þitt sem ég hef gagn-
rýnt. Gömul sannindi segja líka:
„Sá er virtur er til vamms segir.“
og í Hávamálum stendur: „Er-a
sá vinur öðrum er vilt eitt segir.“
Þau eru að vísu þúsund ára göm-
ul. Á þeirri tungu sem nú hellist
óþýdd og ótextuð yfir þjóðina em
þau eitthvað á þessa leið: „He who
only tells you what you like to
hear is not your friend.“
Höfundur er íslenskukennari við
Menntnskólann á Akureyri.
Suðureyri:
Súgfirðing-
ar sestir á
skólabekk
Suðureyri.
EFTIR áramót settust margir
Súgfirðingar aftur í gömlu skóla-
stofurnar sínar frá því á grunn-
skólaárunum og ekki var laust
við að mörgum minningum skyti
upp í kollinn við það tækifæri.
Tilefnið er að Tölvufræðsla Akur-
eyrar hf. stendur nú fyrir starfs-
menntunarnámi í skrifstofutækni í
grunnskólanum á Suðureyri.
Skólinn hófst í byijun febrúar
og mun standa til loka maí. Kennar-
ar koma bæði frá Suðureyri og
Tölvufræðslu Akureyrar hf. Nem-
endur eru 20 af báðum kynjum og
af öllum aldri. Kennslan fer fram
þijá daga í viku, það er seinnipart
mánudags og miðvikudags og allan
laugardaginn.
- Sturla Páll.
HORNSÓFINN
Ný íslensk framleiðsla sem kemur þér í sólskinsskap
1
ST
sgH
1
FLORIDA homsófinn er fáanlegur í
mismunandi stærðum og í úrvali áklæða
s.s. bómul, leður og leðurlíki.
% húsgögn
SÝNINGARSALUR, BÍLDSHÖFÐA 8, SÍMI: 686675
NÝTT!
Sjálfvirkur aldrifsbúnaöur
Engar skiptingar
□ 1,8 lítra bensfnhreyfill
með fjölinnsprautun
□ Sítengt aldrif með seigji
□ Samlæsing á hurðum
□ Veghæð = 18 cm.
□ Hjólbarðar = 165 x 14
Verð kr. 1.181.760
MiTSUBISHI
MOTORS
HEKLA
LAUGAVEGI 174
S(MI 695500