Morgunblaðið - 28.02.1991, Blaðsíða 28
28
MORGUNBDA0IÐ FIMMTUDAGTJR 28. FEBRÚAR 1991
Húsnæðisstofnim ríkisins:
Framsóknarmenn gera
fyrirvara við frumvarp
FRUMVARP Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra um breyt-
ingar á skipulagi Húsnæðisstofnunar sem m.a. gera ráð fyrir skipan
umdæmisstjórna um landið, var enn til umræðu í efri deild í fyrra-
dag. Ljóst er að skoðanir þingmanna eru mjög skiptar um þetta
mál. Þingflokkur Framsóknarmanna gerir fyrirvara um ýmis atriði.
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra mælti fyrir þessu
frumvarpi í efri deild síðastliðinn
miðvikudag. Þorvaldur Garðar
Kristjánsson (S-Vf) fór þá nokkrum
orðum um frumvarpið og gerði
ýmsar athugasemdir. En að ræðu
Þorvalds Garðars lokinni varð að
fresta umræðu vegna þingflokks-
funda. Málið var þó á engan hátt
útrætt; framhald 1. umræðu var
því á dagskrá efri deildar í fyrradag.
Danfríður Skarphéðinsdóttir
(SK-Vl) benti á, að umtalsverðar
breytingar hefðu orðið á húsnæðis-
kerfinu pg í ljósi þeirra yrði ekki
hjá því komist að taka frumvarpið
til rækilegra umfjöllunar í félags-
málanefnd og einnig með hliðsjón
af þeim andmælum sem hefðu
heyrst. Kvennalistinn fagnaði þeirri
^hugsun að færa valdið út um landið
en Danfríður áskildi sér allan rétt
til að athuga hvort þær leiðir sem
frumvarpið legði til væru þær réttu.
Jóhann Einvarðsson (F- Rn)
greindi frá því að þingflokkur fram-
sóknarmanna gerði fyrirvara ýmis
atriði. Framsóknarmenn tæku undir
þær meginhugmyndir að flytja
þjónusta Húsnæðisstofnunar út á
landsbyggðina. Hins vegar væri það
skoðun þingflokksins að fyrirkomu-
lag þeirra mála tengdist framtíðar-
uppbyggingu húsnæðiskerfisins og
hlutverki Húsnæðisstofnunar í
framtíðinni. Þingflokkurinn taldi
líklegt að húsbréfaviðskipti myndu
í framtíðinni þróast þannig að bank-
astofnanir myndu í vaxandi mæli
taka við þjónustuhlutverkinu og því
vöknuðu spurningar um hlutverk
umdæmisstjórna, og hvort ekki
væri heppilegra að stiga skrefið til
fulls og semja við bankastofnanir
um að annast þjónustuhlutverkið
og leggja upplýsingaöflunina á
herðar húsnæðisnefnda sveitarfé-
laga. Framsóknarmenn töldu einnig
vafasamt að leggja á herðar lands-
hlutasamtaka kostnað vegna flutn-
ings þjónustunnar út á Iandsbyggð-
ina. Skiptar skoðnanir væru einnig
meðal einstakra þingmanna um
stjórnsýslulega stöðu Húsnæðis-
stofnunar ríkisins og hvort rétt
væri að strika út aðild fulltrúa vinn-
umarkaðarins í stjórn Húsnæðis-
málastofnunar. Þingmenn Fram-
sóknarmanna áskildu sér rétt til að
flytja breytingatillögur.
Brotið samkomulag
Guðmundur H. Garðasson (S-Rv)
taldi sig ekki þurfa að hafa langa
ræðu um þetta frumvarp en Þor-
valdur Garðar Kristjánsson hefði
gert því nokkuð ítaleg skil í sinni
ræðíi síðastliðinn miðvikudag. Full-
trúar Sjálfstæðisflokksins í félags-
málanefnd myndu fjalla um málið
og leita umsagna áður en þeir tæku
afstöðu til einstakra greina. Guð-
mundur taldi þó margt orka tvímæl-
is í frumvarpinu. Hann taldi að
frumvarpið — ef samþykkt yrði —
gengi þvert á það samkomulag sem
aðilar vinnumarkaðarins og ríkis-
valdið hefðu gert í ársbyrjun 1986.
Guðmundur taldi allan grundvöll
fyrir því að skylda lífeyrissjóðina
til að kaupa fyrir 55% af ráðstöfun-
arfé skuldabréf Húsnæðisstofnunar
vera brostinn.
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra vék að athugasemd-
Guðmundur Jóhann
H. Garðarsson Einvarðsson
um Jóhanns Einvarðssonar og sagði
m.a. að frumvarpinu hefði verið
breytt á þann veg að starfsmenn
umdæmisstjórna yrðu kostaðir af
Húsnæðisstofnun ogjöfnunarsjóður
myndi einnig aðstoða við rekstur.
Jóhanna vék að þeirri gagnrýni sem
fram hefði komið um að verið væri
að taka fulltrúa verkalýðshreyfing-
arinnar úr stjórn Húsnæðismála-
stofnunar. Ráðherra benti á að í
staðinn fengi verkalýðshreyfingin
16 fulltrúa í umdæmisstjórnunum
vítt og breitt um landið. Ráðherrann
taldi það ekki léleg skipti. Félags-
málaráðherra taldi engin ákvæði í
frumvarpinu réttlæta ummæli Guð-
mundar H. Garðarssonar um að
forsendur fyrir skuldabréfakaupum
lífeyrissjóðana væru brostnar. Fé-
lagsmálaráðherra vonaðist til þess
að málið fengi skjóta afgreiðslu í
félagsmálanefnd og kvaðst vera
opin fyrir öllum ábendingum sem
kæmu fram í nefndarstarfinu.
Karvel Pálmason (A-Vf) tók
undir það sjónarmið að æskilegt
væri að flytja og dreifa valdinu til
landshlutanna. Þetta frumvarp gæti
hugsanlega orðið til þess að greiða
götu slíkar valddreifingar. En það
þyrfti að skoða vandlega hvort
frumvarpið færði valdið raunveru-
lega til. Gerðir væru ekki alltaf það
sama og stæði á blaði. Fólkið á
landsbyggðinni
væri orðið
þreytt á sein-
drepandi að-
ferðum til að
hrekja það úr
sinni heima-
byggð.
Karl Stein-
ar Guðnason
(A-Rn) sagði
stjórnsýsluleg-
ar breytingar
sem fælust í frumvarpinu vera all-
verulegar. Umdæmisskrifstofunum
væri ætlað mjög veigamikið hlut-
verk og var hann þeirrar skoðunar
að hlutur verkalýðshreyfingarinnar
yrði síst minni. Guðmundur H.
Garðarsson (S-Rv) taldi hins vegar
að verkalýðshreyfingin bæri skarð-
an hlut frá borði. Umdæmisstjórn-
unum væri m.a. ætlað að fjalla um
hinn svonefnda félagslega þátt hús-
næðiskerfisins en 70% af húsnæðis-
kerfinu væru ennþá í almenna kerf-
inu. Og frumvarpið gerði aðila vinn-
umarkaðarins áhrifalausa um þann
hluta.
Guðmundur H. Garðarsson
(S-Rv), Jóhanna Sigurðardóttir
félagsmálaráðherra og Karl Stein-
ar Guðnason (A-Rn) skiptust á
skoðunum í nokkrum ræðum og
orðasnerrum. Var rætt um kost og
löst þessa frumvarps, hlutverk líf-
eyrissjóðanna, samkomulagið 1986
og reynsluna af því. Einnig vexti
og fleiri atriði. í þessum orðaskipt-
um kom m.a. fram að bankar munu
taka að sér þjónustu varðandi hús-
bréfin 15. apríl næstkomandi.
Málinu var vísað til 2. umræðu
og félagsmálanefndar.
Jóhanna
Signrðardóttir
Stuttar þingfréttir:
Greiðslur úr ríkissjóði
Þingmenn sem sæti eiga í fjár-
veitinganefnd hafa lagt fram
frumvarp um greiðslur úr ríkis-
sjóði. Frumvarpið miðar að því
að greiðslu úr ríkissjóði megi ekki
inna af hendi nema heimildar til
hennar sé aflað fyrirfram í íjár-
lögum eða fjáraukalögum fyrir
hvert reikningsár. I greinargerð
kemur fram að svonefndar „auk-
afjárveitingar" íjármálaráðherra
hafí tíðkast um árabil og þá ýmist
með eða án samráðs við ríkis-
stjórn eða íjárveitinganefnd.
Flutningsmenn telja augljóst að
slíkt bijóti þá grundvallarreglu
að Alþingi fari með Ijárveitingar-
valdið.
Þetta frumvarp byggir í megin-
atriðum á frumvarpi um sama
efni sem ijárveitinganefndarmenn
stóðu að og fluttu á síðasta þingi,
en þá varð málið ekki útrætt.
Loðnubresturinn
Meirihluti sjávarútvegsnefndar
efri deildar hefur skilað áliti á
frumvarpi sjávarútvegsráðherra
um ráðstafanir vegna aflabrests
í loðnuveiðum. Meirihlutinn legg-
ur til að frumvarpið verði sam-
þykkt. Undir álit meirihlutans
skrifa: Stefán Guðmundsson
(F-Nv) og Jóhann Einvarðsson
(F-Rn); Halldór Blöndal (S-Ne)
og Guðmundur H. Garðarsson
(S-Rv). Ekki náðist samkomulag
í nefndinni. Skúli Alexandersson
(Ab-Vl) og Karvel Pálmason
(A-Vf) munu skila séráliti og
leggja fram breytingatillögur.
Danfríður Skarphéðinsdóttir (SK-
VI) mun væntanlega einnig skila
séráliti.
Greiðslujöfnun
fasteignaveðlána
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra mælti í gær í efri
deild fyrir frumvarpi um breyt-
ingu á lögum um greiðslujöfnun
fasteignaveðlána til einstaklinga
nr. 63./1983. í greinargerð segir
m.a. að samkvæmt núgildandi
lögum um greiðslujöfnun fast-
eignaveðlána, njóta allir hús-
byggjendur eða húskaupendur
greiðslujöfnunar ef misgengi
verður, óháð eignum og tekjum.
Með því að fella misgengi vegna
raunvaxtahækkunar burt úr lög-
unum sé verið að tryggja að þeir
sem eigi rétt á vaxtabótum, fái
raunvaxtahækkun bætta.
Suðureyri:
Vestfirskir
kennarar funda
■FRÆÐSLUFUNDUR 26 kennara
frá Bolungarvík, Flateyri, Þing-
eyri og Suðureyri var í grunnskó-
lanum á Suðureyri nýlega.
Bergþóra Gísladóttir flutti fram-
söguerindi um hegðunarvandamál og
eineltiþ. Siðan voru málin rædd í
hópum. Hver hópur skilaði áliti að
verkefni loknu. Fræðsluskrifstofa
Vestfjarða hafði veg og vanda af
fundi þessum. Kennarar á Suðureyri
voru ánægðir með fundinn, töldu
hann fræðandi og gefa kennurum á
svæðinu tækifæri til þess að kynnast
og skiptast á skoðunum um málefni.
- Sturla Páll
Eitt atriði úr myndinni Hættuleg tegund.
Hluti af leikhóp Leikfélags Mosfellssveitar.
Mosfellsbær:
Jörundur á
íjalirnar á ný
HAFNAR eru að nýju vegna
fjölda áskorana sýningar hjá
Leikfélagi Mosfellssveitar á leik-
riti Jónasar Arnasonar, „Þið
munið hann Jörund".
Hlégarði í Mosfellsbæ hefur af
þesstí tilefni verið breytt í hina
gömlu og góðu krá „Jokers and
Kings“ þar sem saga Jörundar er
flutt í tónum og tali. Meðan á sýn-
ingunni stendur er gestum boðið
að sitja til borðs með ölkrús í hendi.
Félagasamtök og starfshópar
jafnt sem einstaklingar hafa fjöl-
mennt á þessar sýningar leikfélags-
ins.
Bíóhöllin sýnir mynd-
ina „Hættuleg tegund“
BIOHOLLIN hefur tekið til sýn-
inga myndina „Hættuleg tegund".
Með aðalhlutverk fara Jeff Dani-
els og Harley Jane Kozak. Leik-
stjóri er Frank Marshall.
Dr. Atherton er skordýrafræðing-
ur sem fer til Venezuela til að skoða
köngulær í firnadjúpu jarðfalli sem
má segja að hafi verið sambands-
laust við umheiminn ótrúlega lengi.
Giskað er á að köngulærnar þar niðri
hafi ekki breyst um hundruð alda.
í för með Atherton er ljósmynd-
ari, Jerry Manley að nafni. Hann
veikist snögglega og lætur lífið.
Hann er sendur til síns heima í
líkkistu til Canaima í Kaliforníu. Um
sama leyti er ungur læknir, Ross
Jennings að nafni, að heíja störf í
bænum. Jennings kynnist roskinni
konu að nafni Margaret Hollins sem
vill verða honum innanhandar við
að koma upp stofu. En Margaret
verður ekki langlíf og deyr hún
snögglega af óljósri ástæðu og
nokkru síðar deyr skólapiltur í bæn-
um og einnig Metcalf læknir en hann
hafði staðið í vegi fyrir að Jennings
Rabbfundur
NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA
Kópavogs og Náttúruverndarfé-
lag Suðuvesturlands hafa staðið
að rabbfundum um íslenska nátt-
úru og ýmislegt er snertir hana.
Á næsta rabbfundi mun Hjálmar
Vilhjálmsson fiskifræðingur
fjalla um loðnuna sem tegund og
stöðu hennar í vistkerfinu.
Þá mun hann fjalla um hvernig
gæti krufið líkin. Kemur það svo í
ljós að ókunn banvæn tegund af
könguló hefur borist frá Suður-
Ameríku, Venezuela. Menn eru
ásáttir um að ef ekki takist að finna
upphaflegu kóngulóna og hreiður
hennar munu þær smám saman
verða öllum bæjarbúum að bana og
síðan breiðast út um allar jarðir.
Áhöfn Steindórs GK:
Þakkir færðar
Gæslunni
SÆVAR Ólafsson skipstjóri Steind-
órs GK, sem strandaði við Krísuvík-
urberg fyrir rúmri viku, vill fyrir
sína hönd og áhafnar sinnar færa
áhöfn TF-Sif, þyrlu Landhelgis-
gæslunnar, og öllum öðrum sem
þátt áttu í að bjarga áhöfn skips-
ins, þakkir lífgjöfina. Sævar sagði
að þessir aðilar hefðu unnið stór-
kostleg störf miðað við aðstæður.
um loðnuna
staðið er að veiðum á þessum nytja-
fiski okkar og sögu loðnuveiða við
landið.
Á laugardaginn kl. 13.30 verður
heimsótt fyrirtæki sem starfar að
loðnuvinnslu. Þetta verður nánar
kynnt á rabbfundinum sem haldinn
verður í kvöld, fimmutdagskvöld,
kl. 21.00 í Náttúrufræðistofu Kópa-
vogs, Digranesvegi 12.