Morgunblaðið - 28.02.1991, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1991
19
Heild 3 byggir við Skútuvog
Framkvæmdir eru hafnar við byggingu rúmlega 11.000 fermetra skrif-
stofu- og verslunarhúsnæðis á þremur hæðum við Skútuvog 1. Það er
hópur sextán heildsala og verslunarmanna, Heild 3, sem stendur að
framkvæmdunum. Samið hefur verið við verktakafyrirtækið Byggðaverk
hf. og er áætlaður kostnaður um 400 milljónir króna. Gert er ráð fyrir
að byggingin verði tilbúin undir tréverk og málningu 1. september 1992.
„Þetta er ein af síðustu lóðunum á þessu svæði og aðstaða eins góð og
frekast verður á kosið,“ sagði Sigurður Hálfdánarson sem sæti á í bygg-
ingarnefnd. „Þá mun þetta vera eitt stærsta ef ekki stærsta húsið sem er
í bygginu á Reykjavíkursvæðinu um þessar mundir.“
Píanó-
tónleik-
ar í Borgar-
neskirkju
GUÐRÍÐUR St. Sigurðardóttir
pianóleikari heldur einleikstón-
leika í Borgarneskirkju fimmtu-
daginn 28. febrúar og hefj-
ast þeir kl. 20.30.
Á efnisskránni verða verk eftir
C.P.E. Bach, J. Haydn, A. Skijab-
in og C. Debussy.
75. þing Bandalags kvenna í Reykjavík:
Ánægja með frumvarp um
félagsþj ónustu sveitarfélaga
Morgunblaðiö/Sverrir
Fulltrúar 28 kvenfélaga sátu 75. þing Bandalags kvenna í Reykjavík.
Á 75. þingi Bandalags kvenna í
Reykjavík nýlega, lýstu fulltrúar
yfir ánægju með frumvarp til laga
um félagsþjónustu sveitarfélaga.
Að sögn Sjafnar Sigurbjörnsdótt-
ur kennslufulltrúa og nýkjörins
formanns bandalagsins, kom fram
að sú heildarsýn á málefnum fjöl-
skyldunnar sem í frumvarpinu
felst, sé mikilvægur grundvöllur-
þess að styrkja stöðu heimilanna.
Meðal annarra ályktana sem sam-
þykktar voru á þinginu má nefna
samþykkt í uppeldis- og skólamála-
nefnd um einsetinn skóla og sam-
felldan skóladag með áherslu á verk-
og listgreinar í skólum. Frá neytend-
amálanefnd kom fram ályktun, þar
sem tekið. er undir nauðsyn þess að
koma verðlagsmálum landbúnaðar-
ins í viðunandi horf. Brýnt er talið
að verð á landbúnaðarvörum lækki
verulega og bent er á að það hljóti
að vera skýlaus og sanngjörn krafa
neytenda^að hér verði breyting á og
að neytendum verði gert kleift að
kaupa þessa vöru. íslensk landbún-
aðai’vara sé með því besta sem þekk-
ist. Nefndin hvetur neytendasamtök-
in til að taka höndum saman við laun-
þegasamtök og bændasamtökin um
að leita leiða til að tryggja aukna
hagkvæmni í landbúnaði og tryggja
lægra vöruverð.
I ályktunum um launa- og jafn-
réttismál er lögð áhersla á að launa-
misrétti verði útiýmt í þjóðfélaginu
og þeim áfanga fagnað sem náðst
hefur með lífaldursreglu í kjara-
samningum ýmissa stéttarfélaga.
Skorað er á aðila vinnumarkaðarins
að leggja á það áherslu f komandi
kjarasamningum að lífaldursreglu
verði komið á í sem flestum kjara-
samningum. Með því væri reynsla
húsmóður að fullu metin til starfs-
reynslu líkt og önnur störf á vinnu-
markaðinum. Bent er á nauðsyn þess
að hækka skattleysismörk og draga
þannig úr áhrifum minnkandi kaup-
máttar, sem helst kemur niður á lág-
tekjuhópum en þar eru konur í mikl-
um meirihluta. Bandalagið telur það
siðleysi að reikna skatt af tekjum
undir kr. 70.000 á mánuði.
Áhersla í síðustu kjarasamningum
var lögð á stöðugt verðlag og gengi
og minnkandi verðbólgu. Bandalagið
harmar að sveitarfélög og ríkí hafa
gengið á undan með hækkanir, með-
al annars á fasteignagjöldum.
Þá er því beint til þeirra, sem sjá
um fréttaflutning og fjölmiðlun, að
fréttir af hörmulegum atburðum sem
vanheilir einstaklingar hafa framið,
sé flutt hlutlaust og málefnalega.
Ógæfa og sorg þessara einstaklinga
og fjölskyldna þeirra er nógu þung
fyrir þótt ekki sé aukið á hana með
slíkri umflöllun. Hvatt er til að virð-
ing fyrir einstaklingum og fjölskyld-
um sem og siðareglur fréttamanna
séu hafðar í huga þegar fjallað er
um viðkvæm mál sem þessi. Fagnað
er þeirri ákvörðun um að komið verði
á fót deild fyrir geðsjúka afbrota-
menn og skorað á þá sem fara með
þann málflokk að starfseminni verði
hrundið af stað hið bráðasta.
Í tilefni tímamótanna var flutt
hátíðardagskrá eftir Ásdísi Skúla-
dóttur þjóðfélagsfræðing og leik-
stjóra, þar- sem rakin var saga
Reykjavíkur og bandalagsins. Af
öðrum dagskrárliðum má nefna at-
riði undir yfirskriftinni Mannvernd,
þar sem séra Ólöf Ólafsdóttir, Magn-
ús Skúlason geðlæknir og Páll Skúla-
son prófessor fluttu erindi. Á þinginu
lét Kristín Guðmundsdóttur skrif-
stofustjóri Landlæknisembættisins
af störfum formanns í bandalaginu
samkvæmt lögum þess og voru henni
þökkuð vel unnin störf.
VOR
Kynning á dömu- og herraþeysum
frá Alafossi dagana Z 8. feb. -14. mars
i Miklagarbi og Kaupstab i Mjódd
IMJÖDD