Morgunblaðið - 28.02.1991, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 28.02.1991, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1991 37 Kristín Halldórs- dóttir - Kveðjuorð 1924 gengu þau í hjónaband og hann vígðist prestur til Landeyja- þinga. Þau bjuggu á Bergþórshvoii í Vestur-Landeyjum um tuttugu ára skeið og þar fæddust dætur þeirra tvær, María, fædd 27. janúar 1926, og Ástríður, 14. mars 1933. Fjöimennt var á heimili Jennýjar og séra Jóns á Bergþórshvoli á þess- um árum, því auk ijölskyldunnar bættust við síðar í heimilið faðir Jóns og tveir yngstu bræður hans. Þar var einnig gestkvæmt, margir komu að hitta prestinn vegna emb- ættisverka hans svo og vinir og kunningjar hjónanna. Má því nærri geta, að mikið hefur mætt á hús- freyjunni, en Jenný var þeim vanda vaxin, dugmikil og ákveðin en ávallt manna ljúfust og mildust. Jenný lét sig einnig félagsmál skipta og var stofnandi kvenfélagsins Bergþóru í Vestur-Landeyjum og formaður þess um margra ára skeið. Hún fékk til liðs við sig margar góðar og dugmiklar konur enda gott fólk í Landeyjum, og lét kvenfélagið margt gott af sér leiða. Síðar var Jenný gerð að heiðursfélaga kvenfé- lagsins Bergþóru. Árið 1944 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur og séra Jón Skagan verður starfsmaður hjá ríkisféhirði um tíma og tekur síðar við starfi æviskrárritara á Landsbókasafni. Eldri dóttir þeirra, María, byrjar nám í Verslunarskóla íslands, en verður fyrir slysi, sem orsakað hefur mikla fötlun og heilsutjón síðan. Þetta var mikið áfall fyrir fjölskyld- una, en þau hjón stóðu við hlið dótt- ur sinnar í þessum áratuga veikind- um og var þá trúin þeim til mikillar hjálpar og blessunar. Yngri dóttirin, Ástríður, stundaði fyrst nám í Kvennaskólanum, hélt síðan til náms og starfa í Englandi, en lést þar eftir stutta legu fyrir um það bil tveimur áratugum. Má öllum vera ljóst hve mikill má missir var. En þá eins og svo oft áður kom í ljós hversu sterk kona Jenný var, hún var trúuð og bað til guðs um styrk og hjálp þeim öllum til handa. Jenný varð sjálf að ganga í gegn- um ýms veikindi á ævinni og nú síðustu sex árin hafði hún verið á sjúkrahúsum og aðhlynningarheim- ili vegna lærbrots og handleggs- brots. Eftir þetta gat hún ekki verið á eigin heimili þar sem séra Jón var nú orðinn háaldraður, en hann lést á Skjóli eftir aðeins fárra mánaða dvöl þar fyrir tæpum tveimur árum, þá 91 árs að aldri. Var samvera þeirra þar of stutt, því þau voru ávallt eins og nýtrúlofuð og máttu ekki hvort af öðru sjá. Þrátt fyrir mörg og mikil áföll um ævina var Jenný ávallt glaðleg og hlý í allri framkomu, einstaklega jafnlynd og sást aldrei skipta skapi. Henni var margt til lista lagt t.d. málaði hún, skar út í tré af miklum hagleik með aðeins einum hnífkuta eins og hún orðaði það, átti þá ekki til þess gerð tól. Við allan útsaum var hún mjög vandvirk og sýna hlut- ir eftir hana ótvíræða listræna hæfi- leika. Jenný lærði að leika á orgel og söng vel og hafði alla tíð unun af söng og tónlist. Arið 1976 flutti fósturdóttir þeirra hjóna, Sigríður Lister hjúkr- unarfræðingur, ásamt manni sínum, Kenneth Lister, til íslands frá Eng- landi, en Sigríður var skólasystir Ástríðar, dóttur þeirra hjóna, í Kvennaskólanum og kom mikið á heimili þeirra á þeim árum. Hún hefur verið þeim ekki bara góð og elskuleg fósturdóttir heldur ómet- anleg hjálparhella í öllum erfiðleik- um þeirra. Sigríður sá til þess að þær mæðgur gætu hist sem oftast. Það voru þeim mæðgum, Maríu og Jennýju, dýrmætar stundir því á milli þeirra var slík ást og um- hyggja að leitun er á öðru eins. Sig- ríður, sem er hjúkrunarforstjóri á Sjúkrahúsi Akraness, hefur verið öllum stundum hjá fósturmóður sinni og fóstursystur undanfarnar vikur og annast þær af mikilli um- hyggju. Jenný vissi að hveiju dró og að hún gat farið róleg og skilið „Maju sína“ eftir í umsjá Sigríðar. Að lokum vil ég, sem þessar línur rita, þakka Jenný innilega áratuga langa vináttu'og tryggð og sendi þeim fóstursystrum og öðrum ætt- ingjum innilegar samúðarkveðjur. Sólveig Ingimarsdóttir Fædd 16. september 1910 Dáin 8. febrúar 1991 Lækkar lífdaga sól löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól fegin hvíldinni verð. (Herdís Andrésdóttir) Þessar ljóðlínur hljómuðu fyrir eyrum mér er ég frétti lát frænd- konu minnar, Kristínar Halldórs- dóttur. Hún var búin að stánda af sér storma lífsins sem hetja í veik- indum manns síns og ekki hvað síst í sínum eigin um margra ára skeið. Við kynntumst henni og manni hennar, þegar þau fluttu í næsta nágrenni við okkur. Þau höfðu tek- ið sig upp frá heimkynnum sínum fyrir vestan, frá ísafirði, og fluttu hingað suður með þrjá syni sína með sér. Þetta var á þeim tímum, þegar litla eða jafnvel enga vinnu var að fá vestur á fjörðum. Það gefur auga leið, að það þarf mikinn kjark og'dugnað til þess að rífa sig upp frá æskustöðvum sínum og flytja á nýjar ókunnar slóðir. En þetta var aðai þeirra hjóna, dugnað- urinn og ósérhlífnin, og ekki vant- aði Kristínu myndarskapinn, sama að hveiju hún gekk. krístín giftist Brynjólfí Alberts- syni og eignuðust þau 5 börn, þijá syni, sem fluttu með þeim suður, og tvær dætur, en að auki ólu þau upp dótturson sinn. Við hjónin eigum Kristínu margt upp að unna í langri og góðri við- kynningu. Til hinstu stundar hennar urðum við aðnjótandi umhyggju- semi hennar og nærgætni í sannri nágrannavináttu, sem aldrei bar skugga á. Eg vona að nú, þegar Kristín er farin í sína hinstu för, að þá megi ljós eilífðarinnar skína skært á þann veg sem hún gengur. Ég efast raun- ar ekki um að bjart verði yfir henni á Guðs vegum. Og ég efast heldur ekki um að vel verði tekið á móti henni af eiginmanni, dóttur og son- ardóttur, sem farin voru á undan henni, en þau tregaði hún mjög. Að endingu vil ég kveðja Kristínu með þessum ljóðlínum eftir Svein Víking, sem mér finnst vel við eiga: Þá líða fer að lokum ævidags og Ijósið slekkur dauðans kalda hönd, i aftanroða síðasta sólarlags við sjáum líka ný og fegri lönd. Við viljum að leiðarlokum Krist- ínar þakka henni órofa tryggð við okkur allt frá fyrstu kynnum. Við munum sakna góðs vinar, sem þó mun lifa í hugskoti minninganna. Við sendum fjölskyidu og öðrum aðstandendum okkar dýpstu sam- úð. Útför hennar fór fram 16. febrú- ar. Kristín og Magnús Þór Helgason. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. t Maðurinn minn, JÓN JÓNATANSSON' frá Hóli, Önundarfirði, til heimilis íReynihvammi 27, Kópavogi, lést í St. Jósefsspítala 26. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Guðmundsdóttir. t Móðir mín, amma okkar og systir, SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR, Njálsgötu 64, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 1. mars kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á kvennadeild Rauða krossins. Herdís Kristjánsdóttir, Sif Arnardóttir, Kristján Arnarson, Rannveig Helgadóttir. t Útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR K. PÉTURSDÓTTUR, Hverfisgötu 63, fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 1. mars kl. 1 5.00. Pétur Steingrímsson, Sigurveig Sigtryggsdóttir, Anna Kristin Pétursdóttir, Haraldur Líndal Pétursson, Sigrún Líndal Pétursdóttir. t ÓLÍNA MARTA ÞORMAR, Sólheimum 23, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 1. mars kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á Langholts- kirkju eða Heimahlynningu Krabbameinsfélags íslands. Guttormur Þormar, Guðrún Guðbrandsdóttir, Halldór Þormar, Lilja Þormar, Hörður Þormar, Vilborg Guðmundsdóttir. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, stjúpföður, tengdaföður og afa, KJARTANS G. JÓNSSONAR fyrrverandi kaupmanns, Sóleyjargötu 23, Reykjavik, verður gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn 1. mars nk. kl. 10.30. Unnur Ágústsdóttir, Magnús G. Kjartansson, Auður Kristmundsdóttir, Bjarni Kjartansson, íris Viibergsdóttir, Ágúst Schram, Bára Magnúsdóttir, Hrafnhildur Schram og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, RAFNKELL JÓNSSON frá Dýhóli, Austur-Skaftafellssýslu, verður jarðsunginn frá Bjarnaneskirkju laugardaginn 2. mars kl. 14.00. Arnbjörg Sveinsdóttir, Guðrún Rafnkelsdóttir, Magni Þorleifsson, Sveinn Rafnkelsson, Elsa Þórarinsdóttir, Rafn Arnar Rafnkelsson, Sigurbjörg Alfreðsdóttir, Guttormur Rafnkelsson, Svanhvít Kristjánsdóttir, Birna Helga Rafnkelsdóttir, Sigurður Bjarnason, Jón Rafnkelsson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför systur okkar, ÖNNU SVEINSDÓTTUR fráVíkí Mýrdal, Snorrabraut 35, Reykjavfk. Ólafur Sveinsson, Guðmundur Sveinsson, Páll Sveinsson, Kjartan Sveinsson, Sigurður Sveinsson, og fjölskyldur. Helga Sveinsdóttir, Sigriður Sveinsdóttir, Guðný Sveinsdóttir, Þorbjörg Sveinsdóttir, Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts móður okkar, GUÐRÍÐAR GUÐLAUGSDÓTTUR, Hátúni 10. Grétar Bergmann, Guðlaugur Bergmann og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞORSTEINU SÓFUSDÓTTUR, Strandaseli 7. Alexander Guðmundsson, Hjördís Guðmundsdóttir, Tómas Guðmundsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Guðmunda Guðmundsdóttir, Þorsteinn Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.