Morgunblaðið - 17.03.1991, Page 6
6 FRÉTTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991'
Fegurðardrottning Reykjavíkur:
Fallið reynd-
ist fararheill
Besta afmælisgjöfín, segir Rakel Haralds-
dóttir systir fegurðardrottningarinnar
SVAVA Haraldsdóttir, 18 ára menntaskólanemi, var krýnd feg-
urðardrottning Reykjavíkur 1991 á föstudagskvöldið á Hótel Is-
landi. Svava var einnig valin besta ljósmyndafyrirsætan og Sigur-
veigu Guðmundsdóttur völdu stúlkurnar sjálfar sem vinsælustu
stúlkuna í hópnum.
„Ég ætlaði ekki að trúa því þeg-
ar nafn mitt var nefnt, hélt að
mér hefði misheyrst. Ég var dálít-
ið taugaóstyrk fyrst eftir að kjör-
inu hafði verið lýst, en það lagað-
ist fljótlega. Þetta kvöld byijaði
ekki gæfulega hjá mér því þegar
við komum fram á sundbolum, í
upphafi keppninnar, hrasaði ég í
tröppunum á s.viðinu. Ég datt samt
ekki alveg en ætli það sé ekki
óhætt að segja að fall sé farar-
heill,“ sagði Svava í samtali við
Morgunblaðið eftir krýninguna.
Það er ef til vill undarleg tilvilj-
un að systur skyldu taka þátt í
fegurðarkeppninni á sama tíma.
Eldri systir Svövu, Rakel Haralds-
dóttir, tók einnig þátt í keppninni
og sögðu þær systur báðar að ekki
hefði verið um neinn systraslag
að ræða. Rakel átti reyndar af-
mæli á laugardaginn og sagði hún
að sigur Svövu hefði verið besta
afmælisgjöfin sem hún hefði getað
hugsað sér. „Þetta er besta afmæl-
isgjöfín. Mér leið mjög vel þegar
ég heyrði nafn hennar nefnt. Ég
er fegin að hún vann. Hún átti það
fyllilega skilið," sagði Rakel.
„Það var bara gaman að vera
með Rakel í þessari keppni. Það
var tilviljun að við fórum báðar í
keppnina á sama tíma. Ég var
beðin að taka þátt í henni í fyrra
en ég taldi mig ekki tilbúna þá en
sló síðan til þegar haft var sam-
band núna. Það var haft samband
við okkur sitt í hvoru lagi og við
höfðum ekki samráð um að fara
báðar í keppnina. Við vissum eigin-
lega ekki hvor af annari fyrr en
báðar höfðu ákveðið að vera með,“
sagði Svava
KGA
Systurnar Svava og Rakel Haraldsdætur eftir að Svava hafði
verið krýnd fegurðardrottning Reykjavíkur 1991. Á efri mynd-
inni sést Eygló Ólöf Birgisdóttir, fegurðardrottning Reykjavíkur
1990, krýna Svövu Haraldsdóttur.
Hún er á þriðja ári í Menntaskól-
anum í Hamrahlíð, á náttúrufræði-
braut, og langar til að halda áfram
að læra eftir að því námi lýkur.
„Ég hef gaman að því að teikna
og langar að fara í arkitektúr þeg-
ar ég er búinn með MH,“ sagði
Svava.
Verkfallsboðun flugmanna:
Brot á kjarasamn-
ingum aðalástæðan
- segir Geir Garðarsson formaður FÍA
FUNDUR hefur verið boðaður I kjaradeilu Flugleiða og flugmanna
hjá ríkissáttascmjara í dag. Geir Garðarsson, formaður Félags ís-
lenskra atvinnuflugmanna, FÍA, segir að höfuðástæða þess að boðað
hafi verið til verkfalls séu brot Flugleiða á kjarasamningum við flug-
menn, sem kveða á um að hafa skuli samráð við FÍA þegar erlendar
áhafnir og vélar eru fengnar til að annast fraktflug félagsins. Flug-
menn hafa boðað verkfall 29. mars næstkomandi.
Einar Sigurðsson blaðafulltrúi
Flugleiða sagði að það væri stefna
félagsins að gefa ekki upp laun ein-
stakra hópa en ganga mætti út frá
að flugmenn væru mjög vel launaðir
miðað við aðra hópa í þjóðfélaginu.
Hann sagði að mikið væri bókað
þann dag sem flugmenn hafa boðað
verkfall. Sagði hann mögulegt áð
einhveiju flugi yrði flýtt eða seinkað
eftir atvikum en hann átti ekki von
á því að gripið yrði til leiguflugs.
Flugleiðir telja að kröfur flug-
manna jafngildi 80% launahækkun
en Geir Garðarsson telur að þetta
sé íjarri lagi. „Það eru ótal hlutir sem
eru settir fram til umræðu og það
getur vel verið að þeir reikni alla
skapaða hluti í botn. Það má vel
vera að hægt sé að fá út 80% launa-
hækkun eða jafnvel meiri, en mér
fínnst óraunhæft að slá þessu fram
og eins er það gert til að slá ryki í
augu fólks,“ sagði Geir. Hann sagði
að sett hefði verið fram krafa um
fullt vaktaálag, það væri gömul krafa
FÍA. Það tíðkaðist allstaðar að vakta-
álag væri 33% en væri 15% hjá flug-
mönnum. Þá hefðu Flugleiðir stund-
að fraktflug í á annað ár einu sinni
til tvisvar í viku með erlendum flug-
mönnum og vélum þrátt fyrir að
kveðið væri á um það í kjarasamning-
um að Flugleiðir ættu að semja um
þetta flug við flugmenn Flugleiða.
FÍA gerði skýlausa kröfu um að
staðið væri við þetta ákvæði kjara-
samninganna ella yrði flugmönn-
um greiddar skaðabætur. Geir
sagði að Flugleiðir hefðu ekkert
samráð haft við félaga í FÍA um
þessi mál og þetta væri höfuðá-
stæða þess að boðað hefði verið
verkfall.
Flugmenn setja einnig fram þá
kröfu að flugmenn sem hafa verið
ráðnir til Flugleiða, til dæmis frá
Amarflugi, njóti þeirrar reynslu
sem þeir hafi að baki sem flug-
menn. Þá er þess krafist að áhafna-
skipti verði höfð þegar flogið er á
nóttunni'.
Ferðakynning á Hótel Sögn:
Fjallað um Austurlönd fjær
INGÓLFUR Guðbrandsson heldur áfram að kynna íslendingum heim-
inn og undur hans. Hann gerir víðreist og er nýkominn úr langri ferð
um Austurlönd fjær. Ingólfur mun fjaila um ferð sína og ferðalög í
þeim heimshluta í erindi, sem hann kallar „Ferð inn í fortíð og framtíð"
í Ársal Hótels Sögu kl. 4 síðdegis í dag, sunnudaginn 17. mars. Jafn-
framt mun hann sýna myndir frá Filippseyjum, Jápan, Taiwan og
Thailandi.
Meðan dregið hefur verið úr ferða-
lögum víða á Vesturlöndum, leita
fleiri og fleiri ferðamenn frá Évrópu
og Ameríku nú til fjarlægra Austur-
landa, þar sem þeir njóta betri þjón-
ustu en víðast annars staðar. Japan-
ir standa framarlega í ferðaþjónustu
og ferðast einnig mikið sjálfir til
útlanda, eða um 10 milljónir á síð-
asta ári samkvæmt opinberum
skýrslum, þ. á m. 700 þúsund nýgift
japönsk hjón í brúðkaupsferð. Japan-
ir eru vel efnaðir og eyða almennt
meira fé en aðrir ferðamenn. Sam-
kvæmt frétt frá Reuter var meðal-
neysla þeirra í París 1.300 banda-
ríkjadollarar á mann á dag. íslend-
ingar ferðast líklega ódýrar en flest-
ar aðrar þjóðir. Fyrir tilstilli Ingólfs
hyggst ein virtasta ferðaskrifstofa
Japans bjóða íslandsferðir í náinni
framtíð. (Fréttatilkynning)
Neyðarnúmer fyrir allt land:
Slæm reynsla hefur verið af 000
EITT neyðarnúmer fyrir allt landið er draumur þeirra hjá Pósti
og síma og hefur 000 orðið fyrir valinu, þar sem það hefur þeg-
ar verið tengt, nú síðast í ísafjarðarsýslu. Það geta allir verið
sammála um að slíkt númer er nauðsynlegt því eins og Guðjón
Petersen framkvæmdastjóri Almannavarna bendir á, eru neyðar-
númerin 136 á öllu landinu en reynslan af 000 er því miður ekki
góð. Að sögn Bergþórs Halldórssonar yfirverkfræðings hefur
náðst samkomuiag um að 112 verði neyðarnúmer allra Evrópu-
landa þegar fram líða stundir.
IKeflavík og á Akranesi hefur
neyðarnúmerið 000 verið
tengt lögreglunni undanfarin ár.
Þar eru menn sammála um að 000
sé ekki heppilegt númer. „Reynsla
okkar er ekki góð,“ sagði Halldór
Jónsson varðstjóri lögreglunnar í
Keflavík. „Það er sárasjaldan
hringt og til-
kynnt um
óhöpp en aftur
á móti mikið
hringt og þá er
það vitlaust
númer eða
krakkar eru að fikta. Ég held að
þetta sé óheppilegt númer og hef
orðíð var við að númer sem enda
á 0 lenda hjá okkur.“
Gísli Björnsson varðstjóri á
Akranesi sagði að númerið hefði
gefist illa. „Það er alltaf samslátt-
ur og mikið um hringingar, sem
eru annaðhvort vitlaust númer eða
eitthvað annað,“ sagði hann. „Það
er mikið um að krakkar eru að
fikta í símanum og slá inn 000.
Ætil það sé ekki um 95% af hring-
ingunum sem ekki eiga erindi en
síminn hringir þrisvar til fjórum
sinnum á dag.
Ég man eftir
tveimur til
þremur neyð-
artilvikum á
þessum tveim-
ur árum, þar
sem hringt var í 000 en þá voru
hinir símarnir lausir á stöðinni og
hægt að hringja í þá.“
Stefán Jóhannsson varðstjóri á
Selfossi, sagði að 000 væri ekki
lengur tengt hjá þeim. „Þetta var
ónothæft númer og er ekki til hjá
okkur lengur," sagði Stefán. „Hér
voru stanslausar hringingar þegar
hringt var venjulegt símtal milli
bæja innan sveitarinnar. Það var
mikið reynt til að fá þetta í lag
hjá Pósti og síma en þeir réðu
ekkert við það.“ Umdæmi lögregl-
unnar á Selfossi nær yfir Arnes-
sýslu alla og er því rétt að benda
á að láðst hefur að taka úr Síma-
skránni neyðarnúmerið 000 fyrir
Eyrarbakka, Stokkseyri, Flúðir,
Hveragerði og Þorlákshöfn. Það
númer er ekki lengur í gildi fyrir
þessa staði.
Lögreglan í Vestmannaeyjum,
hafði aðra sögu að segja. Neyðar-
númerið þar hafi gefið góða raun
þann tíma sem það hefur verið í
notkun. Þegar hringt er í 000
gefur lögreglan samband við
sjúkrahúsið, björgunarsveit,
slökkvistöð, flugtum eða áhalda-
hús svo dæmi séu tekin. Rík
áhersla er lögð á að númerið sé
eingöngu notað í neyðartilvikum
og hefur það gengið eftir, til dæm-
is vegna hjartatilfella og vegna
bruna, þá man fólk eftir 000. Þó
kæmi nokkuð oft fyrir að börn
væru að fikta í símanum og
hringdu í númerið.
Bergþór Halldórsson yfirverk-
fræðingur hjá Pósti og síma, sagði
að Selfyssingar hefðu verið fyrstir
með neyðarnúmerið. Því miður
væri stutt síðan kvartanir vegna
númersins á Selfossi hefðu borist
tæknideildinni í Reykjavík og var
það ekki fyrr en í vetur að vinna
hófst við að koma því í lag. En
hér væri um margþætt vandamál
að ræða. Meðal annars hefur ekki
verið hægt að rekja símtöl þegar
hringt er í 000, sem er krafan
þegar um neyðarnúmer er að
ræða. „Án þess að við séum komn-
ir til botns í vandanum þá lítur
út fyrir að rekja megi bilunina til
ákveðinna undirstöðva frá Sel-
fossi,“ sagði Bergþór. „Við vorum
að vonum ekki hressir með að
þarna hefði orðið óánægja með
kerfið að ástæðulausu og teljum
okkur geta gert betur.“
Hvað númerið sjálft, 000, varð-
ar þá sagði Bergþór, að í fyrstu
hefði verið talað um 999 sem neyð-
arnúmer. Nú hefðu menn hins
vegar orðið ásáttir um 112 sem
alþjóðlegt neyðarnúmer í Evrópu
og væri Danmörk fyrsta landið
sem hefði tekið það upp um leið
og símakerfinu var breytt þar fyr-
ir skömmu. „Það númer getum við
ekki tekiðupp hér núna vegna þess
að innan hvers svæðis eru númer,
sem byija á 112 og til þess að
hægt sé að nota það yrði að leggja
niður öll númer sem byijuðu á 11
á öllu landinu," sagði hann. Þegar
að því kemur verður áfram svarað
í 000 þar til tryggt er að allir
hafí áttað sig á 112.
Nokkrir staðir á landinu gefa
upp önnur sérstök neyðarnúmer
og er það í flestum tilvikum sama
númer og hjá lögreglu eða slökkvi-
liði nema á Blönduósi. Þar er svar-
að í neyðarsímann á sjúkrahúsinu,
sem er eina stofnunin með sólar-
hringsvakt í héraðinu.
Guðjón Petersen framkvæmda-
stjóri almannavarna ríkisins sagði
það brýna nauðsyn að komið yrði
upp neyðarnúmeri, sem sinnti dag-
legri neyðarþjónustu fyrir allt
landið. Kerfi almannavarna næði
eingöngu til náttúruhamfara eða
stórslysa og er utan við Póst og
síma. Enda væri litið svo á að ef
til verulegra náttúruhamfara
kæmi yrði ekki hægt að treysta á
símakerfíð og hafa almannavarnir
komið upp sínu eigin fjarskipta-
kerfi víðsvegar um landið.
BflKSVIÐ
eftir Kristínu Gunnarsdóttur