Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MYNDASOGUR SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl) (P*
I dag er heppilegt fyrir hrútinn
að byrja á skapandi verkefni
og sinna mikilvægum
símtölum. Einnig mundi hon-
um vinnast vel í hvers kyns
námi.
Naut
(20. apríl - 20. maí) íffö
Nautið fær ráð úr tveimur átt-
um og vísa þau einnig hvort í
sína áttina. Það getur sjálft
ráðið fram úr vandræðum
sínum, hjálparlaust.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) í»
Það er ekki ráðlegt fyrir
tvíburann að lána peninga í
dag. Hann getur ekki treyst á
vin sinn í augnablikinu, en
blómstrar i félagsstarfi sem
hann hefur yndi af.
* Krabbi
(21. júrlí - 22. júlí) HS^
Nú er ráð fyrir krabbann að
ræða ákveðið viðskiptamál.
Hann ætti reyna eftir mætti
að láta einkalífið ekki trufla
einbeitingu sína.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Dagdraumar kunna að draga
úr marksækni ljónsins um
þessar mundir. Ættingi þess
talar ekki hreint út um hlutina.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Óvæntur aukakostnaður fellur
á meyjuna núna. Hún ætti að
haida vel utan um pyngjuna
og forðast lántökur.
(23. sept. - 22. október)
Vogin talar við einhvem í trún-
aði í dag. HÚn á nú auðvelt
með að ná samkomulagi við
annað fóik. Einhver ruglingur
gæti orðið heima hjá henni.
Sporddreki
(23. okt. -21. nóvember)
Sporðdrekinn er á réttri leið í
vinnunni, en vegna truflana
verður honum ekki eins mikið
úr verki og hann vonaðist til.
Bogmadur
(22. nóv. - 21. desember)
Bogmaðurinn ætti að sinna
áhugamálum sínum í dag. Það
verkar ævinlega hvetjandi.
Hann á prýðilegt samfélag við
bamið sitt, en gerð rétt í því
að forðast hvers kyns fjárhags-
lega áhættu.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar) &
Steingeitin er ósamkvæm
sjálfri sér í viðskiptum sínum
við annað fólk í dag. Hún ætti
að stofna til fjölskylduum-
ræðna áður en hún tekur mikil-
vægar ákvarðanir sem varða
heimilið.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðh
Vatnsberinn á auðvelt með að
tjá skoðanir sínar í dag. Sumir
þeirra sem hann ræðir við em
þó óviðbúnir því að gefa bein
svör. Það eru ófriðarblikur á
lofti.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) '£+t
Fiskurinn hefur viðskiptavitið
í lagi í dag. Honum er óhætt
að kaupa og selja að vild.
Hann ætti samt ekki að láta
einhvem þvinga sig í krafti
vinskapar.
Stjörnusþána á að lesa sem
dœgradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
vísindalegra staðreynda.
DÝRAGLENS
GRETTIR
TOMMI OG JENNI
FERDINAND
Hér stendur hinn heims-
frægi gangbrautavörður á
veginum og stjórnar um-
ferðinni ... STOPP.
HÆGT. Ég er bara að
reyna að vinna mitt starf,
kunningi!
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
„Ég spila þetta bara nokkuð
vel,“ upplýsti suður félaga sína
við borðið.
Suður gefur; allir á hættu.
Vestur Norður ♦ K86 ¥963 ♦ ÁG3 ♦ 7652 Austur
♦ 75 ♦ G10932
¥ KDG72 llllll ¥84
♦ 1098 ♦ D7654
♦ G43 ♦ K
Suður ♦ ÁD4 ¥ Á105 ♦ K2 ♦ ÁD1098
Vestur Norður Austur Suður
— — — 2 grönd
Pass 3 grönd Pass Pass
Pass
Utspil: hjartakóngur.
Suður dúkkaði hjarta tvívegis,
fór síðan inn á blindan á spaða-
kóng og spilaði laufí. Þegar
kóngurinn birtist í austur, dúkk-
aði suður og tókst þannig að
fríspila laufið án þess að vestur
kæmist inn. Og var ánægður
með afrekið.
Austur leit framan í makker
sinn, sá fyrirlitningarsvipinn og
ákvað að játa syndir sínar:
„Nei, ég er hræddur um að
þú hafir ekki spilað mjög vel.
Þú dúkkaðir hjartað einum of
oft og gafst mér tækifæri til að
henda laufkóngnum í þriðja slag.
Þá kemst makker alltaf inn á
gosann."
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Margar skákanna í fyrstu um-
ferð áskorendaeinvígjanna voru
meingallaðar, einvígið Korchnoi-
Sax var t.d. sérlega illa teflt. Þessi
staða kom upp í fjórðu einvígis-
skák Predrag Nikolic (2.620),
Júgóslavíu, og Boris Gelfand
(2.700), Sovétríkjunum, sem hafði
svart og átti leik. Hvítur lék síðast
25. Hg3-g4.
Þýzkur skákáhugamaður,
Manuel nokkur Wolbert, hefur
bent á nokkuð einfalda vinnings-
leið fyrir svart í stöðunni: 25. —
Hd2! 26. Dxd2 — Rxb3 og svart-
ur verður manni yfír. í staðinn lék
Gelfand slakan leik, 25. — Hf8?
og skákinni lauk um síðir með
jafntefli. Þótt Gelfand sé þriðji
stigahæsti skákmaður heims náði
hann ekki að tryggja sér sigur
gegn Nikolic fyrr en í 45 mín.
skákum í framlengingu. Við skul-
um rifja upp úrslit áskorendaein-
vígjanna: Ivanchuk-Judasin
i'h-'h, Anand-Dreev i'h-l'h,
Timman-Húbner i'h-2'h, Gel-
fand-Nikolic 5'h-i'h, Korchnoi-
Sax 5V2-4V2, Jusupov-Dolmatov
6V2-5V2, Short-Speelman 5'h-i'h.
f fjórum siðastnefndu einvígjunum
þui-fti að framlengja og stytta
tímann til að fá úrslit. I fjórðungs-
úrslitunum að ári tefla: Karpov-
Anand, Gelfand-Short, Ivanchuk-
Jusupov og Timman-Korchnoi.