Morgunblaðið - 20.03.1991, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 20.03.1991, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ. 1991 15 ÍSLENSK FYNDNI _________Leiklist_____________ Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Hugleikur sýnir í Brautarholti 8: Sngnn um Svein sáluga Sveins- son í Spjör og samsveitunga hans. Höfundar: Anna Kristín Krist- jánsdóttir og Unnur Guttorms- dóttir. Leiksljóri: Bjarni Ingvarsson. Tónlist og söngtextar: Árni Hjartarson. Lýsing: Árni Baldvinsson. Leikmynd: Leikhópurinn. Hugleikur er leikhús sem hefur skapað sér sérstöðu sem áhuga- mannafélag. Flest slík leikfélög, hvort sem er í skólum eða í byggð- um landsins, fara inn á hina hefð- bundnu braut sem atvinnuleikhúsin marka, reynt er að líkja sem best eftir „alvöru" leikhúsi og tekst það oft prýðilega. En aðstandendur Hugleiks hafa ákveðið að fara aðra leið og nú er svo komið að hægt er að tala um ákveðinn Hugleiks- blæ. Flest verkin hafa verið skrifuð fyrir Hugleik af liðsmönnum leik- hópsins og flest gerast þau í fortíð- inni. En þó tími aldamótanna svífí yfir vötnum eru atriði úr nútíman- um oft tekinn inn í söguþráðinn á býsna frjálslegan hátt, allt eftir því hvað henta þykir. Enn er ónefnt það atriði sem skiptir mestu máli í sýningum Hugleiks og þar á ég við skopið sem ræður ríkjum því sýningamar eru byggðar á spaugi fyrst og fremst en djúpvitur alvara látin lönd og leið. Gamansemina, sem er allsráðandi, má ef til vill kalla íslenska fyndni þó erfítt sé að útskýra hvað felst nákvæmlega í því hugtaki. Skopið er einfalt, byggist einatt á þjóðlegum arfi sem skapar aukið svigrúm í brönduium, t.d. með tímabrengli. Að auki er yfírleitt um bókstaflega fyndni að ræða, t.d. ef sagt er að einhver gangi með grasið í skónum á eftir einhverri þá er hinn sami auðvitað með gras í skónum! Orðaáherslur og blæbrigði eru oft notuð í leik til þess að ná húmomum fram ásamt ýktum leikmáta. Reyndar má sjá ýmislegt líkt með sýningum Hugleiks og Spaugstofuþáttunum og kannski styður það kenninguna um íslenska fyndni. Sýningin Sýningin á verkinu (eða ofleikn- um eins og sagt er í leikskrá) Sag- an um Svein sáluga Sveinsson í Spjör og samsveitunga hans er engin undantekning frá því sem að ofan er sagt eins og nafn leik- ritsins gefur hvað best til kynna. Sögusviðið er íslensk sveit í kring- um aldamótin og sagt er frá til- raunum tveggja framliðinna sálna til þess að hafa áhrif á þá sem eftir lifa. Þau dauðu era Sveinn sálugi fyrram bóndi í Spjör og Hild- ur blaðra sem er löngu látin föru- kona. Sveinn ætlar að bæta upp misheppnaðar æskuástir sínar og Málfríðar, nú húsfreyju á Mikla- Kroppi, með því að láta son sinn og dóttur hennar ná saman. En Málfríður ætlar að láta dóttur sína taka saman við prestinn enda hefur hana dreymt fyrir því að hann eigi eftir að verða biskup. Fósturdóttir Málfríðar reynist hins vegar líka hafa mikinn áhuga á því að ganga að eiga bóndasoninn í Spjör og Hildur blaðra styður þau áform að handan. Malin era því talsvert flók- in og eiga eftir að verða flóknari því það kemur í Ijós að menn og konur era yfirleitt ekki synir eða dætur feðra sinna. Allt fer þó vel að lokum og draugar og menn fá flestir sínu framgengt. Leikmátinn er með alvörulausum blæ, Hugleiksblæ, einfaldur og ýktur í takt við neðanbeltishúmor- inn sem ríkir stundum. Leikaramir áttu allir sínar góðu senur og skemmtu sér og áhorfendum yfír textanum. Flestir vora afslappaðir í framkomu en það er ekki hægt að tala um mikil leikræn tilþrif í þeim skilningi að skapa einhverja dramatík. Hulda B. Hákonardóttir bar þó af í hlutverki húsfreyjunnar á Mikla-Kroppi, svipbrigði og lát- bragð var oft á tíðum kostulegt. Rúnar Lund og Unnur Guttorms- dóttir áttu líka ágætan leik sem hinir framliðnu enda um þakklát hlutverk að ræða. Áhorfendur hlógu oft dátt á framsýningu en leikaramir gættu sín ekki alltaf á því að gera þá smá hlé. Það kom því fyrir að textinn drakknaði í hlátrasköllum en þetta er einfald- lega æfíngaratriði sem felst í því að læra að leika með salnum eða í takt við hann. Hugleikur er sérstæður sproti í leikhúslífi borgarinnar og hans rætur era alvöraleysi og gaman- semi. Þessar sýningar eiga allt undir því að þær séu fyndnar ann- ars falla þær dauðar. Sagan af honum Sveini sáluga í Spjör er fyndin en sum atriðin eru fáránleg í hæsta máta og allt að því súrrel- ískar uppákomur. Dæmi um það er hringjarinn í kirkjunni, kroppin- bakur sem gengur um og slær í handslökkvitæki! Svona atriði eiga alltaf á hættu að fara yfír strikið og verða of fáránteg og það getur hreinlega skipt máli í hvemig skapi áhorfendur eru. Atriðin virtust þó flest hitta vel í mark og að mínu mati lifa skyggnilýsingamar og draumur Málfríðar hvað best. Það er svolítið heimilis- og sveitalegur blær yfír þessum sýningum og þessi verk ættu að henta prýðilega áhugaleikfélögum út á landi, græskulaust gaman í eina kvöld- stund. ★ Pitney Bowes Frímerkjavélar og stimpilvélar Vélar til póstpökkunar o. fl. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 -105 Reykjavik Símar 624631 / 624699 fcléleVideo T ö L v u R Hraðvirkar. Mjög lág kilanatíöni. Framleiddar í Bandaríkjunum. SKRIFSTOFliVÉLAR SUND HF NÝBÝLAVEGI16 - S(MI 641222 -tækni og þjónusta á traustmn grunni Þegar þú skiptir um Teikn í ljósmynd Myndlist Bragi Asgeirsson Þeir eru af ýmsu tagi fríðar- sinnarnir í heimi hér og einn af þeim er hinn andlega sinnaði „John Hopkins" sem kynnir nokkur verka sinna í Listhúsinu einn einn við Skólavörðustíg. Heimurinn er að ég best veit morandi í slíkum og hefur lengi verið. Þeir ferðast margir land úr landi og tjá sig í öllum tegund- um lista máli sínu til framdrátt- ar, jafnt innan húss sem utan. Að sjálfsögðu hafa þeir mikið til síns máls, en satt að segja er maður ekki alltaf viss um að heimurinn yrði betri, næðu hinar fögru hugsjónir þeirra að rætast sbr. blómabörnin forðum, því að það er einatt nokkuð bil á milli hugsjóna og framkvæmda, og allir vita hvemig sá friður hefur verið hjá þeim, sem mest hafa reynt að virkja hann fyrir mál- stað sinn á þessari öld. En listrýnirinn er á hálum ís, ætli hann að rökræða stór mál í stuttum listdómi, og víst hefur hann ekkert á móti friði og sátt- um, en slíkt næst sjaldnast bar- áttulaust! John Hopkins nefnir sýningu sína „teikn í ljósmynd“ og hún byggist eins og nafnið ber með sér fyrst og fremst á ljósmyndum og ljósmyndaröðum. Ljósmynd- um límdum á tilfallandi frum- form og raðað upp á ýmsan hátt á vegg, og öll sýningin er í bún- ingi sínum mjög hugmyrtdafræð- ilegs eðlis. Jafnframt hefur hún sVip af því, sem ég hef séð áður af skyldri gerð bæði hér heima og erlendis. Á sýningunni eru m.a. nokkr- ar fallegar ljósmyndir frá Snæ- fellsnesi og vöktu þær hvað mesta athygli mína fyrir listræn tök á viðfangsefninu, og svo er þarna spakleg ritgerð eða kannski réttara tilvitnun í kafla úr ritum Thomasar Mann frá 1946, fagurlega innrömmuð og vekur til Urtihugsunar. Þá eru þama allskonar hug- arsmíðar eins og á slíkum sýn- ingum og skara drauma og hug- leiðingar um lífið og dauðann eins og t.d. myndskreyttu rám- taksverkin, er nefnast „Totem grace - Dream memory". Það er auðséð af allri sýning- unni, að John Hopkins hefur stórt hjarta og er vel meðvitaður um vandamál samtíðarinnar og vill leggja sitt af mörkum til mannræktar, svo að menn geti lifað í betri og kærleiksríkari heimi. Gerandinn er með sanni það, sem menn nefna alþjóðlega heit- inu „Pacifist" - Friðarsinni. skiptir ■9BS8Uj«iMiiaiMlpa«N máli Ef þú þarft að láta endurnýja glugg- ana þína skaltu hafa samband við Húsasmiðjuna. Þar getur þú fengið allt sem til þarf s.s efni í glugga og opnanleg fög, gluggajárn, lamir, gler- lista, þéttikanta, festifrauð, þéttiefni, kítti, skrúfur, áfellur, geretti, sólbekki, viðarvörn og málningu, - og jafnvel rimlagardínur. En það er ekki nauðsynlegt að hugsa um allt þetta. Þér nægir að hafa sam- band við okkur í síma 687700. Við útvegum þér góða fagmenn sem koma á staðinn, meta verkið, hefjast handa - og Ijúka því fljótt og vel. £l HUSASMIÐJAN Súðarvogi 3-5 ■ Sími 68 77 00

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.