Morgunblaðið - 20.03.1991, Síða 16

Morgunblaðið - 20.03.1991, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1991 Kvótamir og lífs- björg þjóðarhumr eftir Snjólf Ólafsson Varðveitir kvótakerfið í sjávarút- vegi lífsbjörg þjóðarinnar eða rænir það henni frá sjávarþorpunum? Eru kvótakaupendur að kaupa köttinn í sekknum? Grein þessi fj'allar um þessar spurningar og aðrar fleiri. Tilefnið er að skrif og ræður um kvótasölu og kvótakerfið hafa af- hjúpað mikið skilningsleysi á nokkr- um grundvallaratriðum. Gömul og ný mistök Það voru mistök að undanskilja báta undir 10 tonnum í kvótakerfmu frá 1984 og undir 6 tonnum í kerf- inu frá 1988. Ástæða mistakanna var að meirihluta skorti á Alþingi fyrir þeim sjálfsagða hlut að hafa allar veiðar undir sama kerfi. Afleið- ingar mistakanna voru fyrst gífurleg fjölgun 9,9 tonna báta og síðar minni báta. Nú er verið að stoppa í þetta gat á kvótakerfinu og fylgir því sárs- auki fyrir suma og ágóði fyrir aðra. Það eru mistök 1 núgildandi kerfi að hafa ekki í því auðlindagjald í einhvetju formi. Gjaldið gæti verið í formi veiðigjalds eða auðlinda- skatts eða verið innheimt með sölu veiðileyfa. Ástæða mistakanna er að skilning skortir á Alþingi á þess- um sjálfsagða hlut. Þessi mistök verða væntanlega leiðrétt við endur- skoðun á næsta ári, en það mun þó ekki ganga átakalaust fyrir sig. Nú munu einhvetjir hugsa sem svo að útgerðarfyrirtæki séu ekki rekin með miklum gróða og eigin- fjárstaðan sé slæm hjá sumum þeirra. Það er rétt, en ef þorskkvót- inn verður 20% meiri en nú er, flot- eftir Jón Steinar Gunnlaugsson í síðustu viku var á bæjarþingi Reykjavíkur kveðinn upp undirrétt- ardómur í prófmáli BHMR þar sem reyndi á lögmæti bráðabirgðalag- anna frá síðasta sumri. Dómurinn taldi lögin standast og sýknaði ríkið. Við athugun á forsendum þessa dóms kemur í Ijós, að fallist er á flest sjónarmið þeirra, sem hafa haldið því fram að bráðabirgðalögin stæðust ekki. Þegar hins vegar kem- ur að því hjá dómurunum að ljúka dómi sínum með niðurstöðu í sam- ræmi við þetta, þá bregðast þeir. Er þá gripið til röksemdafærslu, sem ekki fær staðist. í II. kafla hér á eftir verður vikið að þessu. Fyrst vil ég fara nokkrum orðum um ann- að atriði í dómnum sem athygli vek- í bréfi, sem Morgunblaðinu hefur borizt frá forsvarsmönnum leiðang- ursins, segir að ísland sé lítið sem ekkert þekkt í Ungveijalandi, og því hafi þótt ástæða til að gera út leið- angur til rannsókna á landinu, í því skyni að gefa út bók fyrir ungverska lesendur Ágóðinn af sölu bókarinnar mun renna til góðgerðamála. inn 10% minni og loðnuvertíð góð, þá munu birtast tölur um ofsagróða fyrirtækjanna og há laun sem engin þjóðarsátt mun standast. Reyndar eiga margir nú þegar erfitt með að sætta sig við laun tekjuhæstu sjó- mannanna. Því væri eðlilegt að hafa gjaldið mjög lágt núna en hækka það veru- lega þegar hagræðingin hefur aukist og aflinn e.t.v. einnig. Framtíð kvótakerfisins Sumir vilja leggja kvótakerfið nið- ur en þeir hafa ekki bent á neinn betri kost. Betri kostur er vart til, en rétt er að skoða þær tillögur sem koma fram. Umræðurnar á Alþingi einkennast allt of mikið af órétt- mætri gagnrýni á kvótakerfið og vanhugsuðum tillögum sem eiga meira skylt við sveitarómantík en raunveruleikann. Gera verður þá kröfu til þingmanna sem hafna kvótakerfinu að þeir bendi á raun- hæfa valkosti. Það þarf að laga núverandi kerfi. Stærsta endurbótin felst í því að framkvæma 1. grein kvótakganna sem segir: „Nytjastofnar á íslands- miðum eru sameign íslensku þjóðar- innar.. . Uthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiði- heimildum." Það má vera ljóst að þjóðin mun ekki una því að útgerðarmenn og sjómenn verði mun tekjuhærri en aðrar þjóðfélagsstéttir. Þjóðin hefur byggt velmegun sína á auðlindum hafsins og mun halda áfram að gera það. Því mun auðlindagjald í ein- ur, einkum þó smákafla um lagaskil- yrði fyrir setningu bráðabirgðalaga, sem mér sýnist að dómararnir hefðu betur sleppt úr dómi sínum. I. Dómstóllinn fellst á, að dómstólar hafi vald innan þröngra marka til að meta, hvort nauðsyn hafi verið svo brýn, að réttlætt hafi setningu bráðabirgðalaga. Dómstóllinn telur síðan að sýnt hafi verið fram á að nauðsynin frá síðasta sumri hafi verið nægilega brýn. Látum þetta vera. Verri er eftirfarandi viðbót við þennan kafla dómsins: „Rétt er að taka hér fram að ekki þykir skipta máli hvort nauðsyn á setningu laga í þessu skyni kann að hafa legið fyrir einhvern tíma áður en bráðbirgðalögin voru sett, því að mat á nauðsyninni verður að miða Ungveijarnir ætla að rannsaka plöntu- og dýralíf, jarðfræði, bygg- ingarlist, menningarlíf, aðferðir Is- lendinga við umhverfisvemd og þjóð- fræðileg einkenni landsmanna. Þá verða ljósmyndarar með í för. Leið- angursstjóri verður dr. György Szoll- át, plöntulíffræðingur við Ungverska náttúruminjasafnið í Búdapest. hveiju formi verða lagt á þessa sam- eign okkar fyrr en síðar. Það er að vísu hægt að sólunda svo arði eign- arinnar, t.d. með sóknarmarkskerfi, að enginn græði á henni. Gróði og tap við kvótasölu Margir hafa hagnast mikið á kvót- asölu síðustu mánuðina og einstök tilvik verið blásin upp í fjölmiðlum. Helstu ástæður kvótasölugi-óðans (sem er oft mistúlkaður) eru annars vegar aukin hagræðing og hins veg- ar þau mistök sem útskýrð eru hér að framan. En tapar þá einhver á þessum viðskiptum? Margir álykta að fyrst seljandinn græðir á viðskipt- unum hljóti kaupandinn að tapa á þeim. Þetta er rangt. Sá sem kaupir kvóta telur sig hagnast á því. Þann- ig leiðir verslun með kvóta til ha- græðingar sem leiðir til gróða í stað sóunar. Það er því verið að stækka þjóðarkökuna með því að minnka útgjöldin og sumir fá meira en aðrir af þessari stækkun. Það er þó ekki útilokað að sumir hafí keypt köttinn í sekknum. Þeir sem telja sig vera að eignast hluta af auðlind þjóðarinnar, og hafa borg- að samkvæmt því, gætu lent í erfið- leikum eftir nokkur ár. Eg hef heyrt að algengt sé að kaupendur miði við að geta notað kvótann endurgjalds- laust í fimm ár. Það er allt eins lík- legt að þau verði aðeins tvö eða þijú. Fræðimenn hafa í áratug haldið því fram að flotinn væri of stór, að minni floti væri hagkvæmari. Fleiri og fleiri hafa tekið undir þá skoðun. Með fijálsu framsali kvóta, sem er forsenda kvótasölugróðans, hefur minnkun flotans hafist. Því er spáð við setningartíma bráðabirgðalag- anna.“ Hér verða menn að hafa í huga, að skilyrði setningar bráðabirgða- laga er ekki aðeins að nauðsyn sé brýn, heldur einnig að þing sitji ekki. Dómurinn virðist með tilvitnuðum orðum telja það standast að setja bráðabirgðalög eftir að þingi er slit- ið um nauðsynjamál, sem lá fyrir svo tímanlega að leggja hefði mátt það fyrir þingið. Fróðlegt væri að vita, hvað dómurinn teldi gilda ef svo stæði á, að málið hefði verið lagt fyrir þingið tímanlega, en fellt þar. Ætli stjórnvöld (forseti með atbeina ráðherra) mættu þá setja bráðabirgðalög um málið eftir að þing er farið heim? Ég tel ljóst að skýra verði þessi tvö skilyrði saman, þannig að sú brýna nauðsyn, sem talin er réttlæta setningu bráða- birgðalaga, verði að hafa komið upp meðan þing situr ekki. H- Aðalágreiningurinn varðandi lög- mæti bráðabirgðalaganna hefur snú- ist um hvort launaauki sá, sem BHMR-menn höfðu öðlast með kjar- asamningi sínum, telst vera eignar- réttindi, sem verndar njóti skv. 67. gr. stjórnarskrár. Hef ég m.a. haldið því fram í blaðagreinum að svo væri, en aðrir andmælt því. Borgardómur Reykjavíkur kemst að þeirri einu réttu niðurstöðu um þetta, að um eignarréttindi sé að ræða sem verndar njóti skv. 67. gr. Og nú hefði meðgöngutími dómsins átt að vera liðinn og dómsorðið svo gott sem fætt. En ekki aldeilis, því nú tekur dómurinn sér fyrir hendur að athuga hvort einhveijar ástæður hafi réttlætt bótalausa skerðingu Snjólfur Ólafsson Úr flokki greina há- skólamanna þar sem reifuð eru þjóðmál nú þegar kosningar fara í hönd. að fiskiskipaflotinn muni minnka um a.m.k. 10% á næstu 2-3 árum. Tvennt gerist við flotaminnkun- ina. Annars vegar eykst hagkvæmn- in og þar með minnkar sóun fjár- muna og gróði útgerðarinnar eykst, enda þótt þjóðin taki sinn skerf með auðlindagjaldi eða öðrum hætti. Hins vegar fækkar skipum og þá mun sjómönnum fækka og tekjur þeirra sem eftir eru aukast. Líklega mun útgerðarstöðum einnig fækka. Fáir stjórnmálamenn hafa haft kjark eða skilning til að ræða þessa fækkun opinberlega en þeim fer nú fjölgandi. Kvótinn og byggðastefnan „Kvótakerfið tekur lífsbjörgina frá byggðum" heyrist sagt. Þetta er bæði rétt og rangt. Það er rétt að kvótasala hefur í vissum tilvikum valdið því að frystihús fá ekki nægi- legt hráefni, en útflutningur fersks fisks hefur einnig haft sömu áhrif. Sala fískiskipa hefur alltaf verið leyfð og einnig valdið hráefnis- Jón Steinar Gunnlaugsson „Ég hef áður opinber- lega látið í ljósi þá skoð- un að íslenskir dómstól- ar séu hallir undir ríkis- valdið í dómum, þar sem úrlausn skiptir ein- hveiju máli. Þessi dóm- ur er að mínu áliti enn eitt dapurlegt dæmi um þetta.“ þessara eignarréttinda. Og þá birtist versti kafli þessa dóms. Það er nefni- lega talið að skerðingin hafí verið heimil vegna þess að „yfirgnæfandi líkur“ hafí verið á því, að stór hluti launþega í landinu hefði fengið greidda sömu kauphækkun og fé- lagsmenn í BHMR, hefðu bráða- birgðalögin ekki verið sett. Til glöggvunar fyrir Iesendur skal þess getið, að bótalaus skerðing eignarréttinda er talin geta orðið ef skerðingin er nægilega almenn, þ.e. eignarréttindi mjög margra, jafnvel alls þorra manna, verði fyrir skerð- ingu. Og dómstóllinn er hér að rökstyðja, að skerðingin hjá BHMR- mönnum standist vegna þessa al- skorti. En er það óæskilegt? Er rétt að halda áfram að selja hráefni á undirverði í frystihús þar sem fólk vinnur fyrir lág laun, oft svo lág að helst fást einhleypir útlendingar til starfa þar? Til að auðlindir sjávar haldi áfram að vera lífsbjörg þjóðar- innar þarf að eiga sér stað stöðug þróun. Menn hættu að nota orf og ljá þótt óskemmd væru. Olíukatlar voru flarlægðir þótt heilir væru þegar hitaveitan kom. Enginn keyrir gamla veginn eftir að nýi vegurinn var lagður. Hvenær hætta menn að nota sjávarþorp? Hvenær hætta menn að nýta afskekkta landshluta? Nú kann lesandinn að spyija: Hvað um fólkið í sjávarþorpinu sem missir aleiguna og lífsstarfið? Svarið er: Það er und- ir byggðastefnunni komið hvort til slíks þurfi að koma. Sú óskilgreinda byggðastefna sem nú ríkir hefur valdið því að margir hafa tapað miklu fé og aðrir sitja fastir þar sem þeir ekki vilja. Það væri hægt að móta og framkvæma byggðastefnu sem auðveldar fólki að flytja frá deyjandi stöðum án þess að glata meirihluta eigna sinna. Spurningin er: Hveiju viljum við ná fram með byggðastefnunni? Niðurlag Stjórn fiskveiða hér á landi er betri en víðast hvar. Þó þarf að bæta hana með því að lagfæra kvótakerfið. Sú gagnrýni á kvóta- kerfið sem á rætur sínar að rekja til kvótasölugróða smábátaeigenda er í raun gagnrýni á galla á kvóta- kerfinu sem nú er búið að laga. Það er heldur ekki rétt að kenna kvóta- kerfinu um erfiða stöðu margra sjáv- arþorpa. Breyttir þjóðfélags- hættir, síbreytilegir markaðir og dyntir náttúrunnar hljóta að valda alls kyns erfiðleikum sama hvaða fiskveiði- stjórn er beitt. Þessa erfiðleika er unnt að minnka með góðri og vel skilgreindri byggðastefnu, og þegar hún hefur verið mótuð má laga kvótakerfið að henni ef þörf er á. ________________/________________ Höfundur er dósent við Háskóla íslands. menna eðlis skerðingarinnar. En hér er bara einn hængur á. Þau „rétt- indi“, sem aðrir misstu og dómurinn notar til að réttlæta skerðingu eign- arréttinda félaganna í BHMR voru alls ekki eignarréttindi, sem verndar nutu skv. 67. gr. stjórnarskrár. Aðr- ir launþegar höfðu ekki eignast laga- legan rétt til launahækkunar. Því hafði aðeins verið lýst yfir af fyrir- svarsmönnum vinnuveitenda að þeim yrði fengin slík hækkun. Dóm- stóllinn réttlætir því skerðingu eign- arréttinda lítils hóps manns, sem verndar njóta skv. 67. gr. stjórnar- skrár með því að líka séu skert „rétt- indi“ stórs hóps, sem engrar slíkrar verndar njóta! Það þarf enga lög- fræðikunnáttu til að skilja að þetta er afgreiðsla sem ekki fær með nokkru móti staðist. Ef talin var nauðsyn á að koma í veg fyrir þau válegu áhrif sem hækkun allra launa voru talin fela í sér var unnt að gera það með því að láta alla halda þeim eignarréttindum, sem þeir þeg- ar höfðu öðlast með hinum umsömdu launahækkunum, en banna síðan frekari hækkanir. Með því að dæma af mönnum eignarréttindi með tilv- ísun til hugleiðinga um að til standi að stofna viðlíka réttindi hjá öðrum mönnum, eru dómarar ekki að dæma eftir lagalegum mælikvarða heldur pólitískum. III. Ég hef áður opinberlega látið í ljósi þá skoðun að íslenskir dómstól- ar séu hallir undir ríkisvaldið í dóm- um, þar sem úrlausn skiptir ein- hveiju máli. Þessi dómur er að mínu áliti enn eitt dapurlegt dæmi um þetta. Það er eins og dómararnir skilji ekki, að með þessu eru þeir að fórna miklu meiri hagsmunum fyrir miklu minni. Það er grundvall- aratriði, sem varðar kjarnann í því ríki sem við köllum réttarríki, að dómstólar dæmi bara eftir lögum. Mér hefur fundist íslenskir dóm- stólar taka sig á að undanförnu. Ég vona, þrátt fyrir þennan dóm, að þetta sé rétt þegar á heildina er litið. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Dómur sem fær ekki staðist Ungverskur rannsóknaleiðangur; Hygfgjast gefa út bók um Island á ungversku HOPUR ungverskra fræðimanna og stúdenta er væntanlegur hingað til lands á komandi sumri í því skyni að safna efni í Islandsbók, sem gefa á út í Ungverjalandi. Ungverjarnir hafa haft samband við ýmsa aðila hér á landi og leitað aðstoðar og styrkja við þetta verkefni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.