Morgunblaðið - 20.03.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.03.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1991 17 Hverfur íslensk tónlist í vaskinn? eftir Gunnar Guðmundsson Þegar lög nr. 50/1988 um virðis- aukaskatt eru skoðuð, kemur í ljós að íslensk tónlist er ekki undanþeg- in virðisaukaskatti. Hins vegar virðist öll önnur íslensk menning undanþegin virðisaukaskatti. Hvað réttlætir það að fella niður virðis- aukaskatt af útgáfu ljóða og texta en leggja hann síðan á þegar ljóð- ið eða textinn er sunginn eða les- inn á hljómplötu? Hér er listgrein- um berlega mismunað. Það hlýtur að vera jafnréttismál bæði fyrir hagsmunaaðila í tónlist og neytendur, að fá virðisauka- skatt felldan niður af sölu hljóðrita með íslensku efni. Ekki síst hlýtur þetta að vera kappsmál fyrir neyt- endur þar sem fleirum gæfist kost- ur á að njóta íslenskrar tónlistar á viðráðanlegu verði í stað þess að sleppa því að kaupa hljómplötu eða kaupa hana erlendis og veikja þannig undirstöðu íslenskrar tón- listarsköpunar og hljómplötufram- leiðslu. Við slíku ber að sjálfsögðu að sporna og með því að fella nið- ur virðisaukaskatt af íslenskum hljóðritum væri einnig stutt við bakið á innlendri hljómplötuútg- áfu, sem barist hefur í bökkum undanfarin ár vegna sífellt aukinn- ar samkeppni erlendra hljóðrita og erlendra tónlistarþátta í sjónvarpi auk skattlagningar opinberra aðila hérlendis. Á síðasta ári var virðisauka- skattur felldur niður af bókum. Spyija mætti hvert tekjutap ríkis- ins yrði af niðurfellingu virðisauka- „Lætur nærri að tekju- tap ríkisins vegna ís- lenskrar hljóðritaútg- áfu yrði einungis 10% af þeim tekjum sem rík- ið tapar vegna bók- arinnar.“ skatts af íslenskum hljóðritum samanborið ■ við bókina. Lætur nærri að tekjutap ríkisins vegna íslenskrar hljóðritaútgáfu yrði ein- ungis 10% af þeim tekjum sem rík- ið tapar vegna bókarinnar. Telja verður að sú almenna regla gildi hér á landi, að þau takmörk verði að setja löggjafanum varð- andi skattlagningu að skattar séu lagðir á eftir almennum efnislegum mælikvarða og vissri jafnræðis- reglu. Skattlagning einstakra manna og einstakra hópa, sem ekki næði til annarra er eins stæði á um, bryti gegn stjórnarskránni. Framangreind regla styðst við nið- urstöður þeirra íslensku fræði- manna í stjórnskipunarrétti sem mest hafa um málefni þetta ljallað Grundvallarreglan er, eins og áður segir, að allir eiga að sitja við sama borð. Sú grundvallarregla er því miður brotin, en auðvelt ætti að vera að leiðrétta þetta augljósa óréttlæti. Slikt yrði vænt- anlega aðeins gert með breytingu á lögum um virðisaukaskatt, en Gunnar Guðmundsson sú breyting er knýjandi og þarf að eiga sér stað hið fyrsta. Höfundur er héraðsdómslögmaður. Tolur sem tcilci sínu mcxLi d)BÚNAÐARBANKINN EIGINFJÁRSTAÐA Eiginfjárstaöa Búnaöarbankans 31.12.1990 nam 3.0 milljöröum króna. Hækkun á árinu 1990 nam 577 milljónum króna eöa 24%. Samkvæmt lögum um viðskiptabanka á eiginfjárhlutfall að vera 5% að lágmarki. Eiginfjárhlutfall Búnaðarbankans 31.12.1990 var 9.9%. LAUSAFJÁRSTAÐA Samkvæmt reglum Seðlabanka íslands ber bönkum að eiga laust fé sem nemur 12% af ráðstöfunartekjum. Laust fé Búnaðarbankans 31.12. 1990 nam 4.0 milljörðum króna sem eru 888 milljónir króna umfram skyldu. NIÐURSTAÐA REKSTRAR Hagnaður eftir skatta 1989 var 240 milljónir. Hagnaður eftir skatta 1990 var 203 milljónir. Fjöldi afgreiöslustaöa er 35. Stöðugildi eru 494. BÚNAÐARBANKINN - Traustur banki LAUSAFJÁRHLUTFALL % BÚNAÐARBANKANS1990 211 18- 15- 12- 9- q y ___^^^ DES MARS JÚNÍ SEPT DES Lausafjárskylda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.