Morgunblaðið - 20.03.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.03.1991, Blaðsíða 20
•' MðRöéW éLÍi)iÐJ Bktíývrkij 20 f eftir Eggert Hauksson Aðalfundir í hlutafélögum standa yfir á þessum árstíma. Stór- aukin kaup almennings á hluta- bréfum hafa fjölgað hluthöfum í fyrirtækjum verulega og vafalaust streyma þessir nýju eigendur fullir áhuga á aðalfundi í hlutafélögum sínum. Þetta er afar ánægjulegt. Mikilvægt er, að sú þróun, sem hafin er í þessum efnum, haldi áfram, og að atvinnulífið fái með þessum hætti nýja blóðgjöf, þeim fyrirtækjum fjölgi, sem afla eigin- fjár með þessum hætti og að þeir stjómunarhættir, sem opin hlutafé- lög krefjast, haldi sem víðast inn- reið sína. Miklu varðar að vel tak- ist. Eitt af því, sem máli skiptir, eru samskipti hlutafélaganna við hluthafa sína. Vil ég víkja að fáein- um atriðum. Boðun aðalfundar Sum hlutafélög, sem selja hlutabréf á almennum markaði, boða til aðal- fundar með ábyrgðarbréfi. í fram- kvæmd er þetta þannig, að hlut- hafi fær tilkynningu í pósti um að hann eigi ábyrgðarsendingu, sem honum beri að sækja á næsta póst- hús. Þangað skundar hluthafínn áhyggjufullur um, að eitthvað al- varlegt sé á seyði. Honum léttir væntanlega við að sjá fundarboðið, en spyr síðan sjálfan sig; hefði ekki mátt senda bréfið í almennum pósti og spara mér þannig sporin og áhyggjumar? Sem betur fer hefur þeim hlutafélögum fækkað, sem hafa þennan fyrirhafnarsama hátt á. Þau of mörgu, sem eftir eru, ættu að hyggja betur að hlut- höfum sínum í þessum efnum. Arðgreiðslur Vonandi geta sem flest hlutafé- lög greitt arð. Sama gildir um heimsendingu arðgreiðslna og að- alfundarboð, að þær má senda í almennum pósti, eins og flest hluta- félög gera. En er útborgun arðs endilega heppilegasta fyrirkomu- lagið fyrir hlutafélagið og hluthaf- ann? Útborgaður arður er frádráttar- bær til skatts að ákveðnu marki hjá hiutafélaginu. Sama gildir um mótttekinn arð hjá hluthafanum, arðgreiðslur undir kr. 126.000 eru undanþegnar tekjuskatti hjá hveij- um einstaklingi. Arðgreiðslur taka m.a. mið af því að nýta slíka skatta- frádrætti. En væri nokkuð verra fyrir hluthafana, að arðurinn sæti eftir í fyrirtækinu, en ávöxtun hlutafjár kæmi hins vegar fram í samsvarandi markaðsverðshækkun á hlutabréfum hans? Ég held ekki. Fyrir hlutafélagið er oftar en ekki hagkvæmara að geta haldið hagnaðinum_af rekstrinum eftir, þ.m.t. arðinum, og geta bætt þann- ig eiginfjárstöðu sína, lækkað skuldir og búið sig betur undir nauð- synlegar fjárfestingar, sem oftast fylgja arðbærum rekstri. Slíkt dreg- ur einnig úr þörf fyrir hlutafjárút- boð síðar, sem að hluta til færi í fjármögnun arðgreiðslna, þegar fjárfestingar standa yfir. Fyrir óbreytta hluthafa skiptir tvennt höfuðmáli. Annars vegar, að hlutabréfin hans ávaxtist sem best, hins vegar að þau séu auðselj- anleg á góðu verði. Það skiptir hlut- hafann oftast minna máli, hvort hann fær árlega og reglubundið útgreiddan arð. Það má færa rök fyrir því, að vel rekið fyrirtæki, sem heldur arð- inum eftir, ávaxti hlutabréf eigenda sinna betur en ella, þegar til lengri tíma er litið. Astæðan er sterkari eiginfjárstaða. Fyrirtæki, sem held- ur eftir jafngildi 10% árlegri arð- greiðslu, tvöfaldar jafnvirði hlutafj- ár síns á 7 árum. Ég vildi heldur eiga hlutabréf í síku fyrirtæki. En ef mig vantar peninga, kæmi þá útgreiddur arður sér þá ekki vel? Auðvitað, en ég vil ráða sjálf- ur, hvenær eigum mínum er breytt í peninga, sem ég ætla til eyðslu, eða að öðrum kosti til endurfjárfest- ingar. Það er sjaldnast, að arð- greiðslur henti hluthöfum nákvæm- lega, hvað tímasetningu og upphæð snertir. Hluthafar, sem eiga smáa hluti og fá þar af leiðandi lágar arðgreiðslur, þótt prósenturnar kunni að vera háar, yrðu vafalaust þakklátir fyrir, að þeir peningar héldu áfram að ávaxtast í hlutafé- laginu í stað þess að hverfa í eyðslu eins og smærri upphæðir gjaman gera. Þurfi hluthafí raunverulega á peningum að halda af einhverri ástæðu, ætti hann miklu hentugri kost, en það er að selja hæfilegan hluta af hlutabréfaeign sinni á sama hátt og hann myndi selja verðbréf, sem hann kynni að eiga, eða taka peninga út af bankabók. Með þess- Eggert Hauksson „En væri nokkuð verra fyrir hluthafana, að arðurinn sæti eftir í fyrirtækinu, en ávöxtun hlutafjár kæmi hins vegar fram í samsvar- andi markaðsverðs- hækkun á hlutabréfum hans?“ um hætti stjórnar hluthafinn fjár- málum sínum sjálfur, en lætur ekki aðra um það. Þá er sú leið ótalin, að séu hags- munir og viðhorf hluthafa í sama hlutafélaginu innbyrðis ólíkir í þess- um efnum, að þá megi þeir einfald- lega velja um það, hvort arðinum sé varið til aukningar á hlut þeirra í viðkomandi hlutafélagi eða þeim greiddur hann út. Stirðar reglur í hlutafélagasam- þykktum, ótti við röskun á eigna- hlutföllum og óskynsamlegar og einhæfar skattareglur vinna gegn hagkvæmri og sveigjanlegri ráð- stöfun á arði í þágu hluthafa, fyrir- tækja og þjóðarbús. Úr þessu þarf að bæta með breytingu á skattalög- gjöf og viðhorfum fyrirtækjastjórn- enda og hluthafa. Jöfnunarhlutabréf Oft fylgir böggull skammrifi. Einn hvimleiðasti fylgifískur vel- gengni í hlutafélögum er útgáfa jöfnunarhlutabréfa. Sé allt með felldu í rekstri hlutafélags er á aðal- fundi borin upp tillaga um að gefín séu út svokölluð jöfnunarhlutabréf, samkvæmt sérstakri vísitölu, sem ríkisskattstjóri gefur áriega út. Þetta er gert til að láta nafnverð hlutafjár og hlutabréfaeignar elta uppi verðlagsbreytingar þannig að útgreiddur arður sé að óbreyttu raungildi frádráttarbær til skatts hjá hlutafélaginu. Gott og vel. Að loknum aðalfundi hefst mikil vinna hjá hlutafélaginu við að gefa út jöfnunarhlutabréf samkvæmt vísitölu ríkisskattstjóra. Á árinu 1990 hækkaði sú vísitala um 9,43%. Frænka mín á nokkur hlutabréf í Eimskipafélagi íslands hf. Hún eignaðist bréf árið 1913 og nemur samanlagt verðgildi hlutabréfa- eignar hennar í dag kr. 5.063. En það er önnu saga. Hún fékk í fyrra sent í ábyrgðarpósti jöfnunarhluta- bréf að upphæð kr. 1.013. í ár á hún væntanlega von á nýju jöfnun- arhlutabréfí upp á kr. 477 í ábyrgð- arpósti (póstsendingarkostnaður er kr. 129, auk prentkostnaðar og vinnu við frágang bréfsins). Við skulum vona að hún gleðjist yfír þessari sendingu, sem hún þarf að sækja sérstaklega (fer í strætó) í pósthúsið, og að hún týni ekki hlutabréfinu sínu. Árið 1981 eignaðist ég 5 hluta- bréf í Iðnaðarbankanum hf. Hluta- bréfaeign mín i dag nemur 121 stk. Fjölgunin stafar af útgáfu jöfn- unarhlutabréfa, en ekki vegna þess að eign mín í bankanum hafí vaxið sem þessu nemur. Ég á smáhluti í nokkrum hlutafé- lögum, hef gaman af því. En gam- anið kámar alltaf eftir aðalfundi þessara hlutafélaga, því að þegar vel gengur taka jöfnunarhlutabréf- in að streyma inn, öll í ábyrgðar- pósti. Ég fer ófáar ferðirnar, fyrst i póstinn að sækja hlutabréf frá einu hlutafélagi í senn, síðan að skrá það í kladdann minn, og loks að gera mér ferð í bankann, þar sem ég geymi slík bréf í öryggis- hólfí. Ef ég væri stór hluthafí í öll- um þessum hlutafélögum, teldi ég þetta vafalaust síður eftir mér, en jafn bágt ætti ég með að skilja þetta. Fyrir allan þann stækkandi hóp óbreyttra borgara, sem nú er að heíja þátttöku sína í atvinnulífínu með smáum hlutabréfakaupum hér og þar, hlýtur þetta óvænta að- streymi af jöfnunarhlutabréfum að breytast í hreina martröð að öllu óbreyttu. Menn þreytast á fyrir- höfninni, týna jafnvel bréfum, og það sem verst er, skilja þetta fyrir- komulag alls ekki. Hluthafamir sjá jafnvel gengi hlutabréfa sinna lækka hjá verð- bréfasölum í kjölfar útgáfu jöfnun- arhlutabréfa, eins og gerst hefur t.d. nú með hlutabréf í Eimskip, og verða bæði hissa og smeykir, því að þeim var sagt, að fyrirtækið gengi vel, og að hlutabréfaeign þeirra hefði vaxið að verðgildi. Þannig er einnig farið með sjálfan mig. Eg hef engan hitt, sem hefur getað útskýrt fyrir mér nauðsyn á þessu fyrirkomulagi. Fleiri og fleiri hallast að því, að það verði að breyta þessu, þótt hinir séu vissulega til, sem halda að þetta þurfi að vera svona. Engu að síður halda starfs- menn hlutafélaganna áfram baki brotnu að gefa þessi hlutabréf út, senda þau í ábyrgðarpósti, hlut- hafarnir sækja þau í pósthúsið, koma þeim fyrir á öruggum stað (eða að týna þeim), — án þess að nokkuð annað hafí gerst. Eigendaskipti Mér varð það á að kaupa af kuiín- ingja mínum hlutabréf í 4 alrhenn- ingshlutafélögum á síðasta ári. Við sendum sameiginlega skriflega til- kynningu um eigendaskiptin til við- komandi hlutafélags. Það dugði ekki. Þess var krafíst, að ég mætti á skrifstofu hlutafélaganna til að sýna framsal seljanda á sjálfum hlutabréfunum til að sanna eigend- askiptin. Eg taldi þetta mjög eftir mér, einkum þar sem bréfin voru upp á 10-12.000 kr. samanlagt frá hveiju þessara 4 hlutafélaga um sig. Lokaorð Ég hef hér að ofan komið á fram- færi fáeinum ábendingum, sem ég af reynslu minni og af viðtölum við fólk tel að mggi betur fara í sam- skiptum hlutafélaga og hluthafa. Sumt er auðleyst, t.d. boðun aðal- fundar með blaðaauglýsingu og venjulegu bréfi í stað ábyrgðar- bréfs. Breytt fyrirkomulag á arð- greiðslum krefst breytinga á skatt- areglum og hugsunarhætti, sem hvorugt er óyfírstíganlegt. Afliám útgáfu jöfnunarhlutabréfa krefst — að ég hygg — aðeins heilbrigðrar skynsemi. Sama á við um hvaðá fyrirkomulag á að gilda um eigend- askipti á hlutabréfum. Flestir þeirra, sem um þessi mál véla, þekkja af eigin raun þá skrif- fínnsku og fyrirhöfn, sem fylgir þessum málum í dag, bæði sem forstöðumenn hlutafélaga og sem hlutabréfaeigendur. Þeir hinir sömu eru einnig flestir í hópi þeirra, sem prédika nauðsyn á bættum vinnu- brögðum í þjóðfélaginu. Hér er verk að vinna, sem stendur þeim sjálfum næst. Mér kæmi á óvart, ef ekki reyndist vilji fyrir því á Alþingi, að greiða fyrir nauðsynlegum endur- bótum á skattalöggjöfinni í þessu skyni. Höfundur er viðskiptafræðingur og stjórnarformaður Plastprents hf. Quo vadis, ísland? eftir Alfreð J. Jolson Til ársbyijunar 1992 eru innan við tólf mánuðir. „Evrópa 1992“ er rétt við bæjardyrnar hjá okkur. Efnahagslegur samruni Evrópu- ríkja er að nálgast, þrátt fyrir vand- amálin á veginum. EFTÁ er orðið | að biðstofu framan við EB (Evrópu- bandalagið). Hvar á ísland heima? Allt til i þessa dags virðast engar alvarlegar ráðstafanir til að sameinast EB hafa verið gerðar. Hvað getur lítil i þjóð, sem að verulegu ieyti er háð 1 einni framleiðslugrein, þ.e. físki, gert? Hver getur ávinningur íslands ! orðið? Um hvað getur ísiand samið? I EB snúast málin um hvað hægt sé að leggja fram og hvað hægt sé að fá í staðinn. Þjóðir hagnast | á því að verða aðilar en í staðinn i verða þær að fóma einhveiju af 1 sjálfstæði sínu. Efnahagslegur samruni leiðir smátt og smátt til pólitísks samruna. Hvað hefur Island til að leggja fram? Auðvitað litla, vei menntaða og allæsa þjóð. íslendingar eiga marga hámenntaða og þjálfaða menn. ísland á auðuga menningu og arfleifð til að leggja fram. ísland á auðug fiskimið innan landhelgi sinnar. Island getur fram- leitt feiknamikla raforku og hefur möguleika á útflutningi. Á íslandi eru möguleikar á stofnun nýrra iðn- greina. Hægt væri að gera ísland að einum af hinum stóru lendingar- stöðum Evrópu. í neikvæða dálkinn kemur óttinn um að glata sjálfstæðinu, tungunni og menningunni, að glata smáum, takmörkuðum auðlindum. Hvemig geta menn brugðist við slíkum ótta? Hver mundi framtíð íslands verða utan EB? Horfumar eru frek- ar skuggalegar. Aðgangur að mörkuðum gæti lokast vegna hárra vemdartolla gagnvart „utangarðs- þjóðum“. ísland gæti smám saman lent í því að verða hinn fátæki sveitafrændi Evrópu. Þessi vandi verður enn flóknari fyrir þá sök að ef til vill verður dregið úr athöfnum á vegum Atl- antshafsbandalagsins (NATO) og jafnvel bandalaginu sjálfu. Gæti verið að þróunin í þá átt sé þegar hafín, þrátt fyrir Persaflóastríðið? ísland kann að verða áð horfast 5 augu við stighækkandi samdrátt vergra þjóðartekna um 5—10% — og þó nær 10% vegna minnkaðrar starfsemi á vegum NATO og jafn- vel lokunar stöðvarinnar. Þar yrði um verulegt fjárhagstap að ræða. Þá léki vafí á hvaða ávinning þjóð- arframleiðslan gæti fært þegnunum gegnum árin. Þó gæti ástandið í Sovétríkjunum eins og það er nú gert herstöð NATO nauðsynlega enn um skeið. Aðild að „Evrópu ’92“ reynir á marga þætti. Hún reynir á sam- keppnisviljann. Hvað er um sam- keppnisgetu og samkeppnisvilja ís- lands og íslendinga? Hér hefur varla verið um neitt atvinnuleysi að ræða um þó nokkurt skeið og því hefur ef til vill ekki reynt mikið á samkeppnishyggjuna. Reynir í raun og veru á íslenska skólanem- endur (sem byrja 1—2 árum síðar í skóla en títt er hjá ýmsum öðrum þjóðum?) Ef við sameinuðumst Evrópu lentum við inni á markaði þar sem samkeppnin er hörð. Hvernig er ástatt um samkeppnina hjá þjóð- inni? Skortir okkur skilning á sam- keppni og sölumennsk’u? Hafá fyrir- yHver mundi framtíð Islands verða utan EB? Horfurnar eru frekar skuggalegar. Aðgang- ur að mörkuðum gæti lokast vegna hárra verndartolla gagnvart „utangarðsþjóðum“. Is- land gæti smám saman lent í því að verða hinn fátæki sveitafrændi Evrópu.“ tækin of rúmt um sig, of mikinn skrifstofubúnað, samfara ónógu fjármagni til starfseminnar? Venju- lega lýkur slíkum viðskiptaháttum með afturför og gjaldþroti. Ef til vill höfum við nú fyrir augunum aukningu á slíkum málaflokkum. Hvað er með sölumennskuna? Er nægur dugur í sölumennsku okkar til þess að jafnast á við sölu- mennsku annarra Evrópuþjóða, svo ekki sé minnst á Asíuþjóðir? ísland hefur tekið undravert stökk áfram, frá því að sitja uppi með mjög takmarkaðar aðstæður til þess að byggja lífsgæðaþjóðfélag sem jafnast á við hvaða þjóðfélag sem er í Evrópu og raunar hvar sem er í heiminum. En getur verið að farið sé að örla á hnignun? Og sé svo, er þá hægt að stöðva hana? Hefur hinn mikli og sterki eldmóður íslendinga ekki þolað auðsældina? Evrópuráðið 1992 flytur þjóðinni margvísleg viðfangsefni í kaup- sýslu, stjómsýslu, menntun, svo og einstaklingunum. Efnahagsleg, menningarleg og pólitísk framtíð þjóðarinnar byggist á því hvemig hún bregst við þessum viðfangsefn- um. Quo vadis, ísland? Höfundur er biskup kaþólskra á íslandi. Hann er með gr&ðurnar S.J., Ph.D. ogMBA frá Harvard Business School.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.