Morgunblaðið - 20.03.1991, Síða 25

Morgunblaðið - 20.03.1991, Síða 25
MÖRGUNBLÁÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1991 25 Morgunblaðið/Sverrir Frá æfingfu Sinfóníuhljómsveitar æskunnar og Söngsveitarinnar Fíl- harmoníu á Baldr, eftir Jón Leifs, sem verður frumflutt á pálma- sunnudag undir stjórn Paul Zukofsky. Sinfóníuhljómsveit æskunnar; Þjóðhagsstofnun: Bent var á ýmsar leiðir ÞJÓÐHAGSSTOFNUN benti rík- isstjórninni á ýmsar leiðir vegna þess að virkjunarframkvæmdum vegna álvers verður frestað. Stofnunin telur að atvinnuástand- ið verði í jafnvægi í sumar og vísar því á bug að stofnunin sé ekki í tengslum við raunveruleik- ann eins og Gunnar Birgisson, fráfarandi _ formaður Verktaka- sambands íslands segir. „Við bentum ríkisstjórninni á ýmsar aðrar leiðir en að flýta fram- kvæmdum. Til dæmis bentum við á að ef menn teldu eðlilegt að taka aukin erlend lán þá væri spurning hvort ekki mætti taka lán fyrir þeim opinberu framkvæmdum sem þegar væru ráðgerðar. Það yrði ef til vill til þess að lækka vexti á innlendum markaði og skapa þannig skilyrði að atvinnulífinu væri ger kleift að ráðast í frekari fjárfestingar,“ segir Gamalíel Sveinsson, forstöðumaður þjóðhagsreikninga hjá Þjóðhags- stofnun. Þá sagði hann að nefndar hefðu verið vangaveltur um hversu heppilegar svona framkvæmdir væru til að hafa áhrif á skammtíma- sveiflu í framkvæmdum. „Topp-græjuf1 Philips AS 9500 Hi-Fi hljómtækjasamstæðan er með fjarstýringu og hágæða geislaspilara. Hún er nýkomin frá hönnunardeildinni með nýtt andlit (Slim-Line), klædd „Metalic“ efni, að framan, sem er mjög sterkt og heldur alltaf sömu áferð. Philips er brautryðjandinn í gerð geislaspilara - þú gengur að gæðunum vísum. PLOTUSPILARINN: HálfsjálfVirkur, tveggja hraða 45 og 33 snúninga ÚTV ARPSTÆKIÐ: Stafrænt með 20 stöðva minni. Val á FM og mið- bylgju. Sjálfvirkur leitari og fínstilling. MAGNARINN: 2x40 músík Wött. 5 banda grafískur tónjafnari (Equalizer). Mótordrifin styrkstillir. Útgangur fyrir heymartæki. Aukainngangur fyrir sjónvarp. TVÖFALDA SNÆLDUTÆKIÐ: Hámarks hljómgæði. Sjálfvirk stöðvun við enda á snældu. Tvöfaldur upptökuhraði. Pása. Sjálfvirk upptökustilling fyrir snældu. GEISLASPILARINN: 20 laga minni. Fullkominn lagaleitari. Stafrænn gluggi. Hægt er að láta sama lagið eða lögin hlj óma endalaust. Tekur bæði 5 og 3ja tommu diska. HÁTALARARNIR: Þriggja-átta lokaðir hátalarar af geriðnni Philips LSB 500. FJARSTÝRINGIN: Rúsínan í pylsuendanum er fjarstýringin sem eykur á þægindin til muna og gerir þér kleift að stjóma öllum aðgerðum úr sæti þínu. Þú getui treyst Philips dý Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI69 15 15 ■ KRINGLUNNI SIMI69 15 20 (/cd e/um,sveýya/t0egjt í samut<^u/K Þakka rétt viðbrögð námi í Bj örgunarskólanum > -segir Finnbogi Olafsson, sem bjargaði skipsfélaga frá drukknun Frumflutningur á Baldr eftir Jón Leifs FINNBOGI Ólafsson, stýrimaður á Sandafelli HF, bjargaði lífi skipsfélaga síns, Haraldar Karls Reynissonar, í fyrradag, en Haraldur flæktist í færi og fór útbyrðis þegar verið var að leggja trossur. Finnbogi, sem er sonur Ólafs Finnbogasonar skipstjóra á Sandafelii, þakkaði skjót og rétt viðbrögð sín námi sínu í Björg- unarskóla sjómanna, en þar hefur hann tvívegis sótt námskeið í sjóslysabjörgunum. Finnbogi var um borð í Sanda- fellinu 12 sjómílur út af Garð- skaga þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær. „Við vorum að leggja síðustu trossuna og færið var að renna út. Hann steig í það og skipti engum togum að hann skaust út í sjóinn. Við reynd- um að ná honum af dekkinu en það gekk ekki, hann hvarf í djúp- ið. Þá hífðum við í endann á fær- inu og hann kom upp með því en þegar hann var alveg kominn upp að bátnum slitnaði færið. Ég hélt að hann færi þá aftur niður. Ég var með hníf og stökk út í og reyndi að skera á færið. En það hafði sem betur fer losnað af ökkla hans. Hann var meðvitund- arlaus og ég tróð marvaða með hann í dálitla stund, þrjár eða fjór- ar mínútur, meðan strákamir gerðu björgunarbeltið klárt. Eg náði að koma hringnum yfir okk- ur og við vorum hífðir um borð. Hann var hættur að anda og var orðinn kaldur og blár í andliti. Ég held að ég hafi blásið sex eða sjö sinnum í hann áður en hann fór að anda aftur," sagði Finn- bogi. Finnbogi var í sjóstakki en klæddur vel að öðru leyti og kvaðst hann ekki hafa fundið fyr- ir kulda þær mínútur sem hann var í sjónum. Hann sagði að í þessu tilviki hefði flotgalli komið að góðum notum en hins vegar væri oftast erfítt að vinna í slíkum göllum vegna þess hve vel þeir halda hita. „Ég hef farið tvívegis á björg- unarnámskeið í Sæbjörgunni, það hefur haft alveg gífurlega mikið Finnbogi Ólafsson stýrimaður á Sandafellinu. að segja. Það skipti líka sköpum að hafa Björgvinsbeltið hér um borð, það var svo auðvelt í notkun og sparar geysilegan tíma. Loks vil ég hvetja alla sjómenn eindreg- ið til að fara á námskeið í Björgun- arskólanum, það getur haft úr- slitaáhrif," sagði Finnbogi. Símaþjónusta: Samkeppni er tæknilega hægt að hafa hér á landi Tónskáld fá starfslaun Sinfóníuhljómsveit Islands hefur ákveðið að veita tónskáld- unum Áskeli Mássyni og Hauki Tómassyni starfslaun til tón- smíða í þrjá mánuði hvorum. I fréttatilkynningu segir að hljómsveitin hafi auglýst eftir um- sóknum um starfslaun til tónsmíða í þágu hljómsveitarinnar og að þessu sinni var ákveðið að skipta starfslaununum í tvennt og veita leiðarar sem lagðir hafa verið vítt og breitt um landið hafi nægilega burðargetu til að hægt væri að leigja út til aðila sem vildu bjóða upp á símaþjónustu. „Það væri hálf furðu- legt að leigja fýrirtæki afnot af kerf- inu til að það færi í samkeppni. Það gæti varla verið hagkvæmt. Ef fýrir- tæki vildi leggja annað kerfi við hlið- ina á kerfi Pósts og síma yrði kostn- aðurinn af því gífurlegur og varla fjárhagslega hagkvæmt," sagði hann. Sinfóníuhljómsveit æskunnar frumflytur Baldr, tónverk án orða eða ballett, eftir Jón Leifs sunnudaginu 24. mars, pálmasunnudag, kl. 14 í Háskólabíó. í formála Jóns Leifs að Baldr seg- ir höfundur að verkið sé byggt á hugmynd, sem þróast hafi á 20 árum með honum innblásnum af Eddu- kvæðum og að hugmyndir að leik- rænu formi verksins megi rekja til atburða seinni heimsstyijaldar og Heklugossins 1947. Að þessu sinni skipa 93 hljóðfæraleikarar allt frá 11 ára aldri hljómsveitina. Auk þess tekur Söngsveitin Fílharmonía þátt í flutningnum ásamt sögumanni, Jóhanni Sigurðarsyni leikara, og Ólafi Kjartani Sigurðssyni söngvara. Stjórnandi er Paul Zukofsky. Baldr er ópera án orða og fjallar um baráttu góðs og ills eins og hún birtist í sögunni af Baldri, kristileg- ustu persónu fornnorrænu goða- fræðinnar. Verkið er samið fyrir fullskipaða sinfóníuhljómsveit, ein- söngvara, blandaðan kór, sögumann, nokkra leikara, sem leika 14 hlut- verk, sviðsbúnað, er táknar Fernis- úlfinn, Miðgarðsorminn og Hel, gyðju dauðans, dansara sem túlka farsóttir, eitur, eld, vatn, stál og aðra málma, steina, jörð, tré og dýr. Sinfóníuhljóm- sveit íslands: TÆKNILEGA er hægt að hafa samkeppni í islenskri símaþjónustu, en tilkostnaður yrði ærinn og þar sem markaðurinn hér er lítill er hæpið að fyrirtækið yrði arðvænlegt. Haukur Tómasson hvoru_ tónskáldi þriggja mánaða starfslaun. Áskeli Mássyni til að semja verk fyrir strengjasveit sem tileinkað verður Sinfóníuhljómsveitinni og Hauki Tómassyni til að semja verk fyrir hljómsveit með hefðbundinni hljóðfæraskipan. Samkeppni hefur verið í símaþjón- ustu í Bandaríkjunum og nú nýverið var tilkynnt í Bretlandi að öllum fyrirtækjum yrði heimilt að bjóða simaþjónustu. Markmiðið er að auka samkeppnina neytendum til hags- bóta. „Tæknilega er þetta hægt hér á landi, en ég held að kostnaðurinn við lagnir yrði allt of mikill til að slíkt fyrirtæki borgaði sig. Erlendis er samkeppnin um langlínusamtöl og er tilkomin vegna óeðlilegrar gjaldskrár á langlínusamtölum. Þetta var líka svona hér á landi en að undanföru hefur verð á langlínu- símtölum lækkað og er nú nær raun- kostnaði,“ segir Bergþór Halldórs- son, yfirverkfræðingur hjá Pósti og síma. Bergþór sagði að mestur kostnað- ur sé við að koma línum í jörð. Ljós- PHIUPS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.